Vísir - 02.05.1981, Síða 23

Vísir - 02.05.1981, Síða 23
23 Laugardagur 2. mal 1981. VÍSIR maðurinn telpunni í fang hans. Daniel missti riffilinn þegar hann greip telpuna en þegar hann hafði rétt konu sinni hana og þrifið upp riffilinn voru ræn- ingjarnir á bak og burt. Daniel þaut út úr húsinu og sá hvita Mercedes bifreið bruna i átttilþorpsins. Þegar bifreiðina bar i ljósin á þorpstorginu studdi Daniel sig við girðinguna og hleypti tveimur skotum af á eftir henni. Ekki virtust skotin hafa nein merkjanleg áhrif á för árásarmannanna. A meðan höfðu konurnar i f jölskyldunni tekið saman hönd- um um að hjúkra Babette og ganga þannig til verks að engin hætta væri á smiti eða þvi aö hún yrði barnshafandi af völd- um nauögarans. Eugene hafði hringt til lög- regluyfirvalda i Avesnes-sur- Helpe og eftir tuttugu minútur komu bæði lögreglubill og sjúkrabill. Alfreð var kominn aftur til meðvitundar, og virtist ekki hafaorðið meint af. Aföllin sem f jölskyldan hafði orðið fyrir voru þvi nauðgun Babette og peningatapið. Eugene sagði fólkinu að það skyldi gleðjast yfir því að allir skyldu hafa haidið lífi, peningana gætu þau alltaf bætt sér upp aftur og nauögunar Babette yrði hefnt grimmilega. Lögregl uforinginn sem stjórnaði rannsókninni spurði nú fólkið i þaula um atburöina og að lcácum hvort nokkur heföi borið kennsl á einhvern ræn- ingjanna. Þegar þau svöruðu þvi neitandi létti honum þvi hann óttaðist að sigaunarnir kynnu að grípa til eigin ráða. Hann sagði þeim jafnframt að maðurinn sem Daniel hefði skotiö hefði látist á leiöinni i sjúkrahúsið og að i fórum hans heföi ekkert það verið sem hefði getað gefið neinar upplýsingar hver hann væri. Ljósmynd af honum yrði dreift til allra lög- reglustöðva f Frakklandi og það myndi fljótlega verða haft upp á hinum árásarmönnunum. Hefndin Það kom aldrei til þess að myndinni yrði dreift. Að morgni næsta dags var verslunarmaður á leið til vinnu sinnar i stór- verslun í Laon, þegar hann tók eftir því að á bilastæðinu fyrir framan verslunina stóð hvitur Mercedes Benz og i honum sat maöur. Hann ætlaði að ganga úr skugga um hverra erinda maðurinn væri þar og gekk upp að bilnum. Hann leit inn i bilinn og sá þá að maðurinn hallaðist fram á stýrið og var allur blóöi drifinn. Verslunarmaðurinn hringdi strax til lögreglunnar, og þegar hún kom á vettvang kom i ljós að grunur verslunarmannsins haföi verið réttur. Maðurinn haföi verið myrtur. Hann hafði verið skotinn með rif fli af stuttu færi einu sinni i kviðinn og siðan tvisvar i höfuðið. 1 bilnum voru skilrfki mannsins. Hann hét JoseGranja og var sigauni. Þaö kom i Ijós að hann bjo i hjólhýsi ásamtfélaga sinum, smáglæpa- manni að nafni Raymond Bisset. Lögreglan hélt nú til hjólhýsisins til þess að yfir- heyra Bisset, en þegar þangað kom brá þeim heldur en ekki i brún. Fyrir utan hjólhýsið lá Bisset dauður, við hlið hans lá riffill en sjálfur leithann út eins og hann hefði orðiö fyrir stórskotaliðs- árás. Hann haffá verið skotinn i tætlur. Við leit i hjólhýsinu fann lög- reglan peningakassa Spengler- fjölskyldunnar og hafði ekkert verið hreyft við innihaldinu. Lögregluforinginn hélt nú með peningana til Grand Béart. Þar tók Eugene ættarhöfðinginn á móti honum. Honum var sagt frá því sem gerst hafði og að lögreglan teldi vist að Granja og Bisset hefðu verið árásarmenn- imir ásamt þriðja manninum sem lögreglan vissi nú að var Edouard Haerter, smáglæpa- Þaö var litiö eftir af Raymond Bisset þegar sigaunarnir voru búnir aö gera upp sakirnar viö hann. maður.Eugene þakkaði guði að þorpararnir heföu hlotið makleg málgjöld, en lögregluforinginn bentihonum á að lögreglan vissi aö Granjafjölskyldan og fleiri sigaunafjölskyldur hefðu mætt i brúðkaupsveislu hjá Spengler- fjölskyldunni og að Jose Granja hefði verið þar meö. Það myndi aldrei hafa hvarflað að nokkr- um manni að Spenglerf jölskyld- an væri auðug en þaö vissu aftur á móti hinar sigaunafjölskyld- urnar. Þvi teldi hann vist að Josehefðifengið vinisina Bisset og Haerter i lið meö sér i ráns- ferðina. Jose hefði haldið Isa- bellu en Bisset heföi verið sá sem nauðgaði Babette. Lögregluforinginn bætti siðan við að ef til vill væri hann ekki að segja Eugene neinar fréttir það heföi hvarflað að sér að ef til villhefði einhver borið kennsl á Jose Granja og sigaunarnir siðan tekiö lögin i sinar hendur. Eugene sagðist vel geta skilið að lögreglan hefði sinar grun- semdir og gæti jafnvel tekið undir þaö að ef einhver hefði borið kennsl á Granja þá hefði þetta getað gerst. En það gæti hann vottað og allir i fjölskyld- unni að út fyrir búðirnar hefði enginn farið siðan þessir hörmulegu atburðir hefðu átt sér stað. Auk þess vissi lögregluforing- inn jafn vel og hann aö blóð- hefnd væri aöeins hluti af gömlu þjóðsögunni um sigaunana. Daniel Spengler fékk vægan skilorðsbundinn dóm fyrir drápið á Haerter og það hvarfl- aði ekki aö neinum að reyna að ákæra einhvern af Spenglerfjöl- skyldunni fyrir hin drápin tvö. Og aldrei var minnst einu orði á blóðhefnd. Daniel Spengler tókst aö fella einn árásarmannanna, en varö aö biöa átekta um hriö áöur en tókst aö fella hina. * Utvegum saunaklefa Stuttur afgreiðslutimi. Ýmsar stœrðir og möguleikar. biftstál s.f. HAMARSHÖIOA I . SIMI J1S00 Biðjið um mgndabœkling Reiknistofa bankanna óskar að ráða starfsmenn: 1. Kerfisfræðing/forritara 2. Kerfisforritara Æskilegt er, að umsækjendur hafi há- skólamenntun á tölvu-, viðskipta- eða stærðfræðisviði eða hafi viðtæka starfs- reynslu. Umsóknarfrestur er til 15. mai 1981. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Reiknistofu bankanna á Digranesvegi 5, Kópavogi. ENNTASKÓUI ISLANDS PójlhólF 10340-130 Reykjovik 1 ■ Handmenntaskóli (slands býður uppá kennslu í I teiknun og málun í bréfaskólaformi. Þú færð | send verkefni frá okkur og lausnir þínar verða I leiðréttar og sendar þér aftur. í þremur önnum I I færð þú send um 50 verkefni til úrlausnar. | Innritun f skólann fer fram fyrstu viku hvers mánaðar utan júlíog ágúst. —Þeir sem enn hafa ' I ekki beðið um kynningarrit skólans, geta fyllt út I | nafn og heimilisfang hér að neðan og sent j l skólanum eða hringt í síma 28033 milli kl. 14 og Hér er tækifærid sem þú hefur beðið eftir til | | þess að læra teiknun og málun á auðveldan og . skemmtilegan hátt. I Ég óska eftir að fá sent kynningarrit HMI I mér að kostnaðarlausu | Nafn..................................... I Heimilisfang................................. i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.