Vísir - 07.05.1981, Síða 2

Vísir - 07.05.1981, Síða 2
VÍSIR Fimmtudagur 7. maí 1981 Hvaða sælgæti finnst þér best? Sigurður Þór, 2 ára: — Opal „Var búin aö vera nógu lengi „bara húsmóöir” - segir Jóhanna J. Thors, sem ráðin helur verið sem framkvæmdastjóri Landssambands iðgreglumanna Stefán, 8 ára: — Auðvitað Mars súkkulaðið Frimann 8 ára: — Lakkris, hann er sko langbestur. Þórunn, 4 ára:— Ég held mér þyki lika lakkris bestur. Janus 3 ára: — Mér finnst opal best. Nýlega var Jóhanna Jórunn Thors ráðin framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Jóhanna réðist til Landssam- bandsins þegar það opnaði skrif- stofu i april 1979 og hefur séð um skrifstofuhald þess siðan. Jóhanna, sem er fædd og uppal- in i Reykjavik, er gift Ólafi B. Thors og eiga þau fimmtán ára gamlan son. ,,Ég var búin að vera allt of lengi heima við svo mig langaði til að fara aftur út á vinnu- markaðinn. Þegar ég sá þetta starf auglýst, sótti ég þegar i stað um það og fékk það”, sagði Jó- hanna að hefði verið ástæðan fyrir þvi að hún réðist til starfa hjá lögreglumönnum. Jóhanna sagði að starfið væri margbreytilegt. Það væri tiltölu- lega stutt siðan Landssambandið opnaði skrifstofu þannig að hluti starfsins væri hreinlega að byggja skrifstofuna og Lands- sambandið upp. „Þá undirbúum við fundi Landssambandsins til dæmis þegar lögreglumenn koma saman til að ræða sina kjarasamninga. Svo sjáum við um fyrirgreiðslu fyrir félagsmenn, stöndum i bréfaskriftum út á íand og til út- landa. Þá erum við með lögreglu- Töluverðar breytingar eru nú fyrirsjáanlegar á starfsmannaiiði Sam- vinnuskólans við Bifröst. Mun Haukur lngibergsson skóiastjóri hafa tilkynnt i skóiaslita- ræöu um siðustu helgi, að hann hyggðist láta af því starfi fyrir haustið. Þá munu að minnsta kosti tveir kennarar hætta, þeir Niels Arni Lund og Þórir Þorvaröarson. Haukur hcfur i hyggju aö flytjast ásamt fjölskyidu sinni tii Reykjavikur, en ekki hefur veriö látiö uppi, hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur þar. En vist mun hann ekki verða I vandræöum, enda Fra msóknarflokkurinn vanur að sjá um sina. Þá cru taldar likur á að Þórir Páll Guðjónsson, sem Jóhanna sagði, að starfið væri skemmtilegt ekki sist vegna þess að samstarfsmennirnir væru gott og skemmtilegt fólk. Jóhanna er stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik og eftir það fór hún f enskunám í Há- skólanum. Þvinámilauk hún árið 1962. „Eftir námið vann ég ýmiss störf, til dæmis skrifstofustörf og i banka. Þá hef ég tekið þátt i störfum fyrir Rauða krossinn og starfað dálitið fyrir Sjálfstæðis- flokkinn — var til að mynda i stjórn Hvatar um skeið”. — Var erfitt að fara aftur út á vinnumarkaðinn eftir að hafa verið „bara húsmóðir” i mörg ár? „Nei, eiginlega ekki. Reyndar var ég nokkuð smeyk við að fara af stað, en þegar ég hellti mér út i þetta gekk allt eins og i sögu”. Jóhanna á sér ýmiss tóm- stundaáhugamál. Meðal annars spilar hún mikið bridge og skreppureinstaka sinnum á skiði. Þá hefur hún sem fyrr sagði áhuga á stjórnmálum, sækir fundi hjá Hvöt og öðrum samtök- um, auk þess sem hún hefur fylgst vel með stjórnmálaafskipt- um eiginmanns sins. — ATA Mannaskipti á Biirost Jóhanna J. Thors, nýráðinn framkvæmdastjóri Landssambands lög- reglumanna Visismynd: EÞS mannatal i vinnslu og ekki má „Lögi eglumanninum”. Töluverð gleyma blaði sambandsins, vinna fer i að koma þvi út”. Haukur Ingibergsson skólastjóri. gengt hefur starfi fulltrúa skóiastjóra, muní taka viö skóiastjórn á Bifröst I haust. Vitið þið hvað er likt með rikisstjórninni og enskum bll? Hvorutveggja er meö hægri stýringu. Það er þvi ekkert skrýtið, þótt Ólafi Ragnari þyki „nánast unaðslegt”, eins og hann orðaði það sjálfur, aö hlusta á forsætisráð- herra, Gunnar Thorodd- sen. Næturgreiði Gamall maður staui- aðist inn til sálfræðings, og kvartaöi um cllimörk við sérstök tækifæri. Kon- an var i fylgd með hon- um, svo sálfræðingurinn héltaö þetta væri nú fljót- reynt og lét þau fara upp á bekk. Allt reyndist vera i stakasta iagi, gamli maðurinn borgaði giaður sinar 50 krónur og fór. 1 næstu viku mætti sá gamli aftur með konuna tii sálfræöings og sagöi aö nú væri þetta allt I vitleysu. Sáifræðingurinn fór sömu rannsóknar- leiðina og áöur, gamli borgaöi 50 krónur og fór. 1 þriöja sinn mættu þau gömlu til sálfræðingsins og allt fór á sömu leið. Þegar þau komu fjóröu vikuna I röö, fór hann aö verða ergilegur. Hann at- hugaöi þó sjúklinginn á sama hátt og áöur og reyndist allt vera I himnalagi. „Hvað cr þetta maður”, sagði sál- fræðingurinn þá, „Þú kemur I hverri viku og það er ekkert að þér, auk þess sem þú þarft að borga 50 krónur íyrir timann. Hvers vegna ertu aö þessu?”. , ,Jú, sko”, sagði sá gamli. „Nóttin á hótel- herbergi kostar 100 krón- ur, — og hún er á Hrafnistu, en ég á Grund”. Fopyslan „línfl” ,,Að vera týndur” nefn- ist ritstjórnargrein I nýútkomnum Stefni, blaöi Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. Er þar fjailað um viðsjár innan Sjálfstæöisfiokksins og frestun iandsfundarins. í greininni segir meöal annars: „Eini ljósi punkturinn viö frestun landsfundar er sá, að þá vinnst timi til aö vinna að framboði nýrra manna tii forystustarfa, en þvi miður þá hefur enginn haft kjark I sér til aö taka af skarið i þeim efnum, þó enginn sé i vafa um aö f rööum Sjálfstæðísmanna eru margir vei hæfir til þeirra starfa." Siöan segir aö frestunin sýni ekki annað en veikleika- mcrki, en nóg sé af þeirn fyrir,”... og einhverja hræöslu við þaö hvaö kemur út úr Landsfundi. Þaö hefur löngum veriö barna siöur aö gripa fyrir augun, þegar aö þeim steöjar hætta eöa einhver óhugnaöur. Þá eru þau „týnd” og þaö sem skelfir þau ekki lengur til staö- ar... Allt bendir hins vegar til þess að forysta Sjálfstæðisflokksins hafi tekið upp þann barnasið „að vera týnd”, segir I lok forystugreinarinnar. Grimmllegt gosstrlð Þaö hefur ekki fariö framhjá neinum að gos- drykkjaframleiöendur eiga I grimmilegri samkeppni og eru haröar sviptingar á þessum markaði. Vörugjald á gosdrykkj- um á nú að lækka úr 30% I 17% og hefur þetta I för meö sér um 9% iækkun á veröi gosdrykkja út úr búð. í Mogganum I gær var greint frá þvi hver lækkunin yröi á kók og drykkjum frá ölgeröinni. Hins vegar I engu getiö um lækkun hjá þriöju verksmiðjunni, Sanitas. Auövitað lækkar verðið á drykkjum frá Sanitas lika og nú veita menn þvi fyrir sér hvort Mogginn hafi gleymt Sanítas óviljandi eöa hvort gleymskan endurspegli hina höröu samkeppni. Slæm mistðk Ferðalangur einn, sem var á leið meö næturrút- unni til Akureyrar baö bflstjórann að vekja sig I Varmahlfð, þvi þar ætlaði hann út. Baö hann bilstjórann fyrir alla muni að hiifa sér ekki, þvi hann svæfi fast og erfitt gæti reynst að vekja sig. Um morguninn stóö hann fjúkandi vondur á enda- stöö á Akureyri og hund- skammaði biistjórann fyrir svikin. „Það er aldrei aö það er oröbragðið á honum þess- um”, sagði nærstaddur bilstjóri, sem vildi hug- hreysta starfsbróður sinn. „En þú skalt nú ekkert kippa þér upp viö þetta”. „Iss, þetta er nú ekki mikið”, svaraði hinn. „Þú hefðir bara átt að heyra i þeim sem ég setti út I Varmahlíö i nótt”. Umsjon: Jóhanna S. Sigþórsdóttir blaöamaöur

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.