Vísir


Vísir - 07.05.1981, Qupperneq 9

Vísir - 07.05.1981, Qupperneq 9
■>p/ .V Fimmtudagur 7. mai 1981 rúL'£'Q*'í fM*” ff-® » T* ■« JW Sk ^ n v 1m ST jBSr s.íi'» 9H Hugmyndin um timabundin forréttindi hefur stundum skotiö upp kolli á siðustu árum i sam- bandi viö jafnréttismálin án þess aö hún hafi veriö rækilega rædd. Þess er þó þörf, þvi aö regla, sem áskildi timabundin forréttindi öðru kyninu til handa, væri undantekning frá meginreglunni um jafnrétti kynjanna. Þar eð allar undan- tekningar veikja grundvöllinn, veröur að meta, hvort vikiö sé i svo veigamiklu atriði frá grund- vallarreglunni aö gildi hennar sé i hættu. Ég mun hér á eftir fjalla um umræöuefnið timabundin for- réttindi i ljósi grundvallarvið- horfs til jafnréttis kynjanna og i ljósi upplýsinga, aöallega norrænna, er fram komu i um- fjöllun Noröurlandaráös um jafnréttismál á árunum 1974-79 svo og upplýsinga, er ég hef reynt aö afla siðan. Hvað um timabundin forréitindi Astæðan til aö mál þetta hefur ekki fengiö mikla umfjöllun er trúlega sú, aö litil sem engin reynsla hefur fengist fyrir þvi, hvaöa áhrif timabundin forrétt- indi hafa á raunverulegt jafn- rétti kynjanna. Margir óttast, aö sú hætta geti falist i forrétt- indunum að áhrifin leiöi til hindrana á vegi jafnréttisins eöa þau geti eyöilegt eitthvaö af þeim árangri, sem náöst hefur. Margur hefur llka veigraö sér viö aö tala um timabundin for- réttindi ööru kyninu til handa á sama tlma og umræður hafa risiö sem hæst um jafnrétti kynjanna. Tímabundin forréttindi er heiti á aðferð, sem sumir telja, að bætt geti hlut kvenna i at- vinnulifi og á öörum sviöum þjóölifsins. Þetta er hið sama og á erlendum málum hefur verið nefnt „positiv diskrimination” eöa orðrétt þýtt: jákvæö mismunun eöa já- kvætt misrétti. Þetta hugtak er mjög sérkennilega myndað, þvi aö þaö felur i sér mótsögn. Mis- munun er i eðli sinu andstæö jafnrétti. Þaö sem er andstætt jafnrétti, getur ekki veriö já- kvætt. Nema þá aö mönnum finnist jafnrétti neikvætt. Sama veröur uppi á tengingnum sé hin þýðingin, timabundin forrétt- indi, notuð. Viö.blasir, að for- réttindi eru annað en jafnrétti, þau eru andstæða jafnréttis. Danir komast nokkru mildileg- ar að oröi, er þeir tala um „posi- tiv særbehandling”. Þaö hugtak merkir að mestu hið sama, en er þó nokkru rýmra, þvi aö ýmis- legt getur flokkast undir „posi- tiv særbehandling” eöa jákvæöa sérmeöferö, sem hvorki getur talist til misréttis, mismununar eöa timabundinna forréttinda. Atvinnuöryggi Sú hugmynd kemur þó upp ööru hverju, einkum ef jafnrétt- ishugsuninni er misboðiö, að timabundin forréttindi séu aö- TfNUBUNDW FORRÉTTIHDI ferö til aö flýta fyrir raunveru- legu jafnrétti, einkum viö ráöningu i störf. Sú staöreynd, aö þessi aöferö hefur ekki verið i lög leidd veitir hins vegar ráða- mönnum ekki minnstu afsökun fyrir þvi aö sniöganga þann sanngirnisanda, sem liggur aö baki jafnréttislögunum frá 1975 og raunar öðrum lögum um jafnrétti kynjanna, svo sem lög- unum um rétt kvenna til náms. og embætta, sem gilt hafa i landinu I sjötiu ár. Reynum nú að átta okkur á þvi, hvort timabundin forrétt- indi yröu haldgott ráö, ef lögfest yröu eða hvort þeim kynnu aö fylgja þær aukaverkanir, aö vissast yröi aö forðast þaö vandlega. Fyrst þarf að slá varnagla til aö forðast misskilning á hugtak- inu. Réttindi, sem stofnast vegna hins liffræöilega munar kynjanna, svo sem réttur til barnsburöarleyfis, yröu ekki talin timabundin forréttindi, heldur aöferð til aö jafna réttar- stööu einstaklinga á vinnu- markaöi. Til að jafna þá stöðu er t.d. óhjákvæmilegt aö lita á barnsburöarleyfi konu eöa fæöingarorlof sem lögleg forföll likt og veikindi, þótt um þau séu ekki aö ræða i venjulegum skilningi. Slík réttindi veröa aö flokkast undir atvinnuöryggi. Kvótaskipting eftir kynjum Helsta form timabundinna forréttinda er kvótaskipting eftir kynjum. Slik kvótaskipting er fræöilega hugsanleg viB: 1. ráöningar i störf 2. inngöngu i nám 3. úthlutun námsstyrkja og þess háttar fyrirgreiðslu 4. útnefningar i ráö, nefndir, stjórnir, framboðslista 5. fjölmiðlun, t.d. val þeirra, sem fram koma. Timabundin forréttindi felast i þvi, aö veittur er forgangur persónu af þvi kyni, sem færri einstaklinga á i viðkomandi starfsgrein eöa jafnvel á til- teknum vinnustaö, til þess aö rétta af slagsiöu aö þessu leyti. Aöferöin getur veriö notadrjúg til aö nálgast tölulegt jafnvægi milli kynja innan tiltekinna greina, eöa stofnana. Meö öör- um oröum: tölulega samsvörun „tegundanna”. En er vist aö jafnréttið felist i þessu? Höfum viö ekki veriö aö berjast fyrir þvi, að litiö veröi á konur sem einstaklinga en ekki „tegund”? Jafnrétti hópa eða jafnrétti einstaklinga Til aö gera sér grein fyrir mikilvægi þessara spurninga, þarf fyrst að festa sjónir á markmiöinu og undirstrika nokkur atriöi i þvi sambandi. Markmiðið er jafnrétti, sem fólgiö er i jöfnum tækifærum og jafnri stöðu kvenna og karla i menntun, atvinnulifi, fjöl- skyldulifi, félagslifi og þjóölif- inu yfirleitt. Til aö gera sér grein fyrir mikilvægi þessara spurninga, þarf fyrst að festa sjónir á Þessi grein Ragnhildar Helgadóttur, fyrrv. alþm., er aö stofni til er- indi, sem hún flutti á kvenréttindaf undi f Norræna húsinu 23. aprfl s.l. Ragnhildur lýsir skoöunum sfnum á þeim hugmyndum aö veita konum timabundin for- réttindi. markmiöinu og undirstrika nokkur atriöi i þvi sambandi. Markmiöið er jafnrétti, sem fólgið er i jöfnum tækifærum og jafnri stööu kvenna og karla i menntun, atvinnulifi, fjöl- skyldulifi, félagslifi og þjóölif- inu yfirleitt. Þetta oröalag var notað i jafnréttisáætlun Ráö- herranefndarNoröurlanda, sem samþykkt var á Noröurlanda- ráösþingi i Osló 1978 og flestir ættu aö geta fallist á. Nokkuö viröist þó misjafnt, hvort mönn- um er ofar I huga, jafnrétti milii einstaklinga eöa jafnrétti milli hópa. Þetta er mikilvægt atriöi, þvi aö jafnrétti milli hópa getur skert jafnrétti milli einstakl- inga. Viðhorf höfundar þessarar greinar er, aö sjálfsagt sé, aö leggja til grundvallar jafnrétt- inu þá skoöun, aö hver einstakl- ingur eigi rétt á þvi aö vera metinn út frá sinum eigin sjálf- stæöu forsendum. Geta má þess, aö i greinargerö fyrir frumvarpi til norsku jafnréttis- iaganna 1974 kom fram, aö ein- mitt þetta viöhorf var megin- atriöi i umsögn norska jafn- réttisráösins um þaö mál. Það er jafnrétti einstaklinganna, sem er megininnihaldið I mann- réttindaákvæöum einsog þvi aö enginn maður skuli neins i missa af réttindum sinum fyrir sakir hörundslitar, kynferðis, trúarbragöa eða stjórnmála- skoöana. Ókostir timabundinna forréttinda Höfuöókostur timabundinna forréttinda annars kynsins er, aö samkvæmt þeirri aöferð skipar jafnrétti milli hópa hærri sess en jafnrétti milli einstakl- inga. Afleiöing þess getur m.a. birst i þvi aö: 1. Kynferði umsækjanda um starf yrði metiö sem hæfnis- atriöi. 2. Vegna kynferöis umsækjanda gæti verið vonlaust aö sækja um starf, sem hann væri ann- ars fyllilega hæfur til. 3. Skapast getur neikvætt viö- horf á vinnustað gagnvart einstaklingum af þvi kyni, sem þar nyti tlmabundinna forréttinda. 4. Af ástæöunni, sem nefnd er i 3 gætu oröið auknir erfiöleikar aö fá hækkun i starfi. 5. Af ástæöunni, sem nefnd er i 3 gæti aöferöin bitnaö illa á ein- staklingum, sem fyrst og fremst heföu veriö ráönir i starf vegna þekkingar eöa annarrar óumdeildrar hæfni. Niöurlægjandi er fyrir slika einstaklinga að vera taldir ráönir i starf eingöngu vegna kynferöis sins. 6. Bent hefur veriö á ýmis atriöi, sem gera aðferöina handa- hófskennda og öröuga i fram- kvæmd vegna matsatriöa. A aö miöa viö starfsgrein eða vinnustaö? Hvernig á aö af- marka starfsgreinina og hver á aö gera þaö? Á það aö vera t.d. umsækjandinn, vinnu- veitandinn, stéttarfélag eöa hið opinbera? 7. Af öllum ofangreindum atriö- um er ljóst, aö timabundin forréttindi eru likleg til aö efla þá fordóma, sem þeim var ætlaö að eyöa. Hver er reynslan af framkvæmdinni? Reynslan er sáralitil. Stund- um er vitnaö til reynslu Svia i þessu efni. Kvótaskiptingu miili kynja viö ráöningar I störf og starfsþjálfun hefur lögum sam- kvæmt verið beitt þar I landi frá 1974 er sérstaklega hefur staöið á. Hefur þetta aðallega veriö notaö viö framkvæmd byggöa- stefnu á þann veg, aö sérstök fjárhagsfyrirgreiösla hefur fengist frá hinu opinbera til stofnunar fyrirtækja, er skuld- binda sig til að ráöa minnst 40% starfsmannafjölda sins af gagn- stæöu kyni við 60% starfs- manna. Einnig hafa Sviar veitt svo- nefndan jafnréttisstyrk til þeirra fyrirtækja, er veita kon- um starfsþjálfun i greinum, er einkum hafa veriö skipaöar körlum. í greinargerö, er Inger Marie 'Pedersen skrifaöi um jafnréttismál fyrir Ráðherra- nefnd Norðurlanda, kemur fram, aö einkum reyndi á jafn- réttisstyrkinn svonefnda i log- suöuiönaöi og bifvélavirkjun. 1 Noreg'i hefur þessi leiö Iitils háttar komiö til framkvæmda á afskekktum stööum. Aö þvi er segir I greinargerö Dansk Kvindesamfund var áriö 1979 ekki vitaö um eitt einasta tilfelli I Danmörku, þar sem á- kvæöi jafnréttislaga um já- kvæöa sérmeöferö haföi veriö beitt. Arangurinn af kvótaskipting- unni er i þessum löndum sá, aö vissulega hefur konum fjölgaö I „karlastörfum” i stórum iön- fyrirtækjum noröarlega I Svi- þjóö og Noregi, en áhrif þeirra á vinnumarkaði hafa ekki aukist aö sama skapi, þar eö fulltrúar þeirra I starfsmannastjórnum og stéttarfélögum eru næsta fá- ir. Viröist þvi vafamál, aö þess- ar aögeröir hafi aukiö hiö raun- verulega jafnrétti á vinnumark- aönum. Oftrú á leiðsögn karla A öllum Noröurlöndum eru timabundin forréttindi umdeild aöferö. Jafnréttislög allra landanna, eiga aö stuöla aö for- dómalausu viöhorfi til jafnréttis kynjanna. Islensku lögin veita bæði heimild og hvatningu til aö ráöa i starf umsækjanda af þvi kyni, sem er i augljósum minni- hluta I viökomandi grein, ef um- sækjandinn er aö ööru leyti jafn hæfurhinum. Efhann er hæfari, viröist skylt aö ráöa hann. 1 hvorugu tilfellinu er brotiö gegn einstakiingum svo sem er, ef menn njóta kynbundinna for- réttinda til starfa. Engum dylst, að enn er langur vegur ófarinn til afnáms hinna raunverulegu forréttinda karla viöa I atvinnu- og þjóölifinu. Ég býst ekki viö, aö menn þurfi aö leita lengi I huga slnum aö stofnunum og vinnustöðum, þar sem gætir allt aö þvi hjákátlegrar oftrúar á stjórn og leiösögn karla. Sllk forréttindi, afnemum viö hins vegar ekki meö þvl aö innleiöa ný. 011 forréttindi, hvort heldur þau eru heföbundin eöa tíma- bundin, standa I vegi fyrir for- dómaleysi og jafnrétti — eöli slnu samkvæmt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.