Vísir - 07.05.1981, Page 12

Vísir - 07.05.1981, Page 12
12 Fimmtudagur 7. mai 1981 Sumarbúðir í Skálafelli: „El vel tekst til held ég áfram næstu sumur” - segín Þorgeir Daniel Hjaitason. sumarbúðastjóri i viðtaii við visi „1 mörg ár hef ég gengiðmeð þá hugmynd að koma á fót sumar- búðum fyrir börn og nú ætla ég að láta til skarar skríöa og hrinda hugmyndinni I framkvæmd” Þorgeir Danfel Hjaltason sem hefur verið skiðakennari i Skála- felli i vetur kann vel við staöinn og verður þar með sumarbúðir fyrir börn i sumar. sagöi Þorgeir Daniel Hjaltason í viðtali viö blaöamann Visis. „Ég hef verið skiðakennari i Skálafelli i vetur og þekki þar allar að- stæður sem eru mjög góðar”! Senn liður að þvi að skólaárinu ljúki, börn og fullorðnir eru þegar farin að huga að hvernig verja skuli sumarleyfinu. Mörg börn biöa óþreyjufull af tilhlökkun eftir að komast i sveitina sina, en önnur hyggjast verja leyfinu við leiki og ef til vill einhver störf við þeirra hæfi. Undanfarin ár hafa verið reknar sumarbúðir fyrir börn viðs vegar um landið og nú bætast i þann hóp sumarbúðir I Skála- felli, sem Þorgeir veröur forstöðumaður fyrir. Mun hann starfrækja sumarbúðirnar I sam- vinnu við Kr-inga sem eiga skál- ann I Skálafelli. „Yfir sumarmánuðina er skál- inn litið notaður, umhverfið er mjög ákjósanlegt svo þetta er alveg kjörinn staður,” sagöi Þorgeir Daniel. Hvert námskeið mun standa yfir i tæpar tvær vikur, farið veröur frá Reykjavik á mánudög- um og komið aftur til baka á föstudögum, fyrsta námskeiðið hefst 1. júni. Aætlaö er að sumar- búðirnar veröi fyrir 8—12 ára börn, þó er hugsanlegt að sjö ára börn verði lika með, en mikið hef- HestamiDstöðin I Geldlngaholti: „Áhugi fyrir hestamennsku aiitaf að aukast” - segir Rosemary Þorieifsdóliir „Við höfum starfrækt hesta- miðstöð hér I Geldingaholti siöan árið 1964 og allan timann hefur aðsókn verið góð, enda viröist áhugi fyrir hestamennsku alltaf vera að aukast” sagöi Rósemary Þorleifsdóttir er við höföum samband við hana austur I Arnes- sýslu. Við — eru þau hjónin, Rosemary og Sigfús Guömunds- son, sem bæði eru landsþekkt hestafólk „I sumar verða sex námskeið fyrir börn og unglinga og eitt fyrir fullorðna, fyrsta námskeiðið hefst 9. júni. Hvert námskeið stendur yfir I 7 daga og kostar fyrir börn krónur 920, en fyrir fullorðna krónur 1500”, sagöi Rosemary. Innifaliö I veröinu er gisting, fullt fæöi, kennsla svo og þarfasti þjónninn ásamt reiötygjum, en ferðir til og frá Reykjavik eru ekki i þessu veröi. Viö spurðum Rosemary hvernig námskeiðin færu fram og hún sagöi: „Þátttakendur i barna og unglinganámskeiðunum geta veriö 20 I einu, en 12 á fullorðins- námskeiðinu. Kennd er undir- staöa I reiömennsku, jafnvægi, áseta og taumhald, einnig að leggj á og beisla og öll umgengni viö hestinn. Svo förum við auðvitað I reið- túra, sem lengjast eftir getu og kunnáttu nemendanna. Hópnum er skipt i tvennt og fyrri hópurinn fer á hestbak fyrir hádegi og æfingar á hesti eftir hádegi og seinni hópurinn öfugt. Eftir kaffi um miðjan dag eru bóklegir timar, kvöldunum er varið til leikja, saga er lesin og kvöldvökur haldnar”. Þá bendum viö þeim á er vilja fá frekari upplýsingar eöa vilja bóka sig á námskeiö að nú er hægt að hringja beint austur I Geldingaholt I sima: 99-6055. — ÞG Smurbrauðstofan BJaRISJirMN Njálsgötu 49 - Simi 15105 Fyrir n ikkrum árum voru sumarbúðir I Skálafelli og var þessi mynd þá tekin. ur verið spurt um námskeiö vegna þess aldursflokks. Þátt- tökugjald verður sambærilegt við gjald I öörum sumarbúöum krón- ur 12—1300. „Við munum leggja mikla áherslu á iþróttir fyrir alla, frjálsar iþróttir og boltaleiki. Gönguferðir veröa um nágrenniö sem er sérstaklega skemmtilegt til lengri og styttri gönguferða. A kvöldin verða kvikmyndasýn- ingar og kvöldvökur. Svo ætlum við með krakkana i sundlaugar- ferðir að Varmá I Mosfellssveit og I útreiðartúra frá Laxnesi. Hvert námskeið endum við með Þingvallaferð”, sagði Þorgeir Danfel tilvonandi sumarbúða- stjóri ennfremur, aö i hópnum sem starfar með honum i sumar Rosemary Þorleifsdóttir sé allt fólk sem er vant að umgangast krakka! Fóstra, Iþróttakennari og hjúkrunar- fræðingur eru meðal starfsliðs- ins. Skálinn tekur um eitt hundrað manns, mjög rúmgóður, en ekki verða innrituð nema 40—50 börn á hvert námskeiö. Þegar við spurðum Þorgeir Daniel hvort hann ætti von á að strákarnir og stelpurnar I hinum iþróttafélögunum á Reykjavikur- svæöinu kæmu I Kr-búðir, svaraði hann: „Auðvitað, hér verða að sjálfsögðu valsarar, framarar, þróttarar og allir hinir. Hinn eini sanni iþróttaandi mun rikja hér, hvað annað? Sumarbúirnar mun ég reka á mina ábyrgð og ef vel tekst til i sumar, held ég áfram næstu sum- ur.” Þorgeir Daniel er bjartsýnn og hress, enda haldið sig i skiða- brekkunum I Skálafelli I allan vetur, og ekkert hressir meira en útiloftið. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru veittar I simum/ 34790 og 22571, en innritun er þegar hafin. — ÞG Bakaður fiskur með agúrkusósu 1 ýsufiak salt steinseljuduft Sósan: 1/2 afhýdd smáttskorin agúrka 1/2 tsk salt 1 box jógurt 1 tsk dill 1/4 tsk pipar Setjið ýsuflakiö I smurt eld- fast form, saltið og bætið steinseljuduftinu yfir. Bakiö I ofni i 15—20 minútur við 225—250 gr. hita. Sósan: Skeriö agúrkuna i litla bita, stráið salti yfir og látið biða i 20—30 minútur. Þá rennur mik- ill safi úr gúrkunni, sem siðan er siaður frá. Blandið kryddinu saman viö jógúrtina og blandiö agúrkunni i aö lokum. Hellið sósunni yfir fiskinn strax og hann er tekinn úr ofninum. Boröist strax. Berið fram með nýsoönum kartöflum. Uppskrift þessi barst inn i eld- húsið okkar frá Mjólkursamsöl- unni. Tilefnið var aö nú er hrein jógúrt komin á markaðinn, og eflaust margir semfagna þvi og kunna að meta, þvi hreina jógurtin er t.d. mjög góð við matargerð.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.