Vísir - 07.05.1981, Síða 13
13
Fimmtud'agur 7. mai 1981
KóDavogur:
Bæjarráði
varö ömött
Bæjarráð Kópavogs gerði sér
ferð á þriðjudaginn um iðnaðar-
hverfin austast i bænum, þar sem
heitir Smiðjuvegur og Skemmu-
vegur, og komst að eftirfarandi
niðurstöðu, sem bókuð var strax á
eftir:
„Bæjarráði ofbýður umgengnin
i hverfinu og gerir þá kröfu til
húseigenda að umgengni verði
komið i lag. Bæjarráð felur heil-
brigðisfulltrúa og byggingafull-
trúa að fylgja þvi fast eftir að svo
verði.”
A sama fundi bæjarráðs var
hins vegar ákveðið að bjóða út
malbikun á C-legg Smiðjuvegar
og M- og K- leggjum Skemmuveg-
ar, og með malbikun þar verða
albr helstu leggimir i hverfinu,
auk gatnanna sjálfra, með ný
teppi. HERB
Sjömaður
drukknar
Ungur sjómaður drukknaði er
hann tók út af bátnum Emmu GK *
46 siödegis á þriöjudag.
Bátsverjar á Emmu voru að
leggja net út af Selvogi um klukk-
an 17 á þriöjudag. Steig þá maö-
urinn i lykkju og fór út með net-
inu. Er hann náðist um borð aftur
var hann látinn.
Árni Magnússon AR 8 fór til
móts við Emmu og var læknir um
borð. Gerðar voru lifgunartil-
raunir, en þær báru ekki árangur.
Emma GK er tólf tonna bátur.
—ATA
Herra Sigurbjörn Einarsson
biskup
Biskupskjör
ier fram
í sumar:
Nú hefur verið lögð fram kjör-
skrá fyrir biskupskjörið, sem
væntanlega fer fram i júlí.
Allir prestar landsins eru i
kjöri sem kunnugt er, þó aðal-
lega hafi þrir menn verið nefnd-
ir i þvi sambandi, en þeir eru
séra Ólafur Skúlason, séra Pét-
ur Sigurgeirsson, vigslubiskup
og séra Arngrimur Jónsson.
Liklegt þykir að tvennar kosn-
ingar muni fara fram, þar sem
ósennilegt er að nokkur einn fái
sr. Pétur Sigurgeirsson
sr. Arngrlmur Jónsson
sr. ólafur Skúlason
LEIKMENN RAÐA NÚ
FIMMTA HLUTA ATKVÆDA
hreinan meirihluta i fyrstu at-
rennu.
Samkvæmt nýjum lögum um
biskupskjör, sem samþykkt
vorufyrstá kirkjuþingi og siðan
á Alþingi hafa nú mun fleiri
kosningarétt en áður. Auk sókn-
arpresta, fá allir guðfræðingar
sem eru i fullu starfi hjá kirkj-
unni, að kjósa og ennfremur
hefur 1 leikmaður úr hverju
prófastsdæmi ásamt þeim sem
sitja á kirkjuþingi og i kirkju-
ráði, kosningarétt. Munu leik-
menn nú ráða um 20% atkvæða.
Gunnlaugur P. Kristinsson
frá Akureyri, er kjörmaður
fyrir Eyjafjarðarprófastsdæmi.
Hann sagði i samtali við Visi að
kosningamálin væru ekki komin
á það stig, að neinn þrýstingur
hefði komið fram ennþá um
hvern skyldi kjósa. Þó taldi
hann flesta á sinu svæði sam-
mála um hvern velja ætti.
Gunnlaugur Jónsson frá isa-
firði tók i sama streng, en taldi
liklegt að umræður hlytu að
skapast meðal þeirra sem kosn-
ingarétt hafa. ,,En fyrst og
fremst verður það min ákvörð-
un sem kjörmanns, hvern ég
kýs”, sagði hann.
Aðrir þeir kjörmenn, sem rætt
var við, voru sammála þvi að
persónplegt mat hvers og eins
yrði það sem réði, en ekki þrýst-
ingur frá söfnuðunum i pró-
fastsdæminu. jb
Framkvæmdlr
öryrkjabandaiaglð 20 ára:
hafnar við nýja tengiálmu
öryrkjabandalag Islands varð
20 ára hinn 5. mai siðast liðinn.
Sex öryrkjafélög stóðu að stofnun
bandalagsins en siðan hafa fjögur
félög bæst i hópinn. 1 bandalaginu
eru: Blindrafélag Islands,
Blindravinafélag íslands,
S.Í.B.S., Sjálfsbjörg, Styrktar-
félag lamaðra og fatlaðra og
Styrktarfélag vangefinna, Geð-
verndarfélagið, Foreldra- og
styrktarfélag heyrnardaufra,
heyrnarhjálp og Giktarfélagið.
öryrkjabandalagið hefur komið
fram fyrir hönd öryrkja gagnvart
opinberum aðilum, það rekur
vinnumiðlun og upplýsingaskrif-
stofu fyrir öryrkja ásamt ýmsum
öðrum sameiginlegum málum
sem félagið lætur sig varða.
öryrkjabandalagið hóf stórtækar
byggingaframkvæmdir árið 1966
og á hússjóður bandalagsins 209
ibúðir i' þremur háhýsum við Há-
tUn i Reykjavik og 41 ibUð i Fann-
borg 1 i Kópavogi. Allar ibúðirnar
eru leigðar öryrkjum og öldruð-
um . ö ryrkjavinnustof a hefur ver-
ið starfrækt undanfarin ár þar
sem ýmis umferðarbúnaður er
framleiddur.
NU eru hafnar framkvæmdir
við tengiálmu i Hátúni, þar sem
8300 fermetra húsnæði mun risa.
—AS
Teg: 29292
Litur: blátt leöur
Stærðir: 36—11
Verð kr. 290,-
'eg: 503
.itir: grátt og hvitt leður
tærðir: 36—41.
erð kr.: 225,-
Teg: 515
Litir: hvltt og blátt leður
Stærðir: 36—41
Verð kr.: 225.-
Teg: 771
Litir: hvitt og drapp leður
Stæi-ðir: 36—41
Verð kr.: 150.-
Teg: 790
Litir: hvltt og blátt leður
Stærðir: 36—41
Verðkr.: 299,-
Teg: 4161
Litir: ljósblátt, blátt
og svart rúskinn
Stærðir: 36—11
Verð kr.: 195.50
Teg: 15503
Litur: blátt leöur með gráum röndum
Stærðir: 36—41
Verðkr.: 393,-
Teg: 26026
Litur: millibrúnt leður
Stærðir: 36—41
Verð kr.: 444.90
POSTSENDUM
Laugavegi 96 — Viö hliöina á Stjörnubíói — Sími 23795
Kvenskór
sumarskór
Kvenskór