Vísir - 07.05.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 07.05.1981, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. mai 1981 ví&m Alþyöubankinn keypti málverkið Minning eftir Eirík Smith og færði listasafni ASl að gjöf. Tók formað- ur listasafnsstjórnar, Hannibal V7aldimarsson við listaverkinu á aðalfundinum. Aðalfundur Amíðubankans: AUKNING A INNLÁNUM Aðalfundur Alþýðubankans 1981 var haldinn 25. april s.l. og var vel sóttur að vanda. Benedikt Daviðsson form. bankaráðs flutti skýrslu banka- ráðs og Stefán M. Gunnarsson bankastjóri skýrði reikninga bankans. Fram kom m.a.: Innlánaaukning á árinu 1980 varð 77,5% frá árinu 1979 og er það annað árið i röð, að Alþýðu- bankinn nær hæstu hlutfalli inn- lánaaukningar miðað við aðra viöskiptabanka. Aukning útlána varð 77%. Aðalmenn i bankaráði voru all- ir endurkjörnir en það skipa: Benedikt Daviösson, Bjarni Jakobson, Halldór Björnsson, Teitur Jensson og Þórunn Valdi- marsdóttir. Endurskoðendur voru kjörnir, Böövar Pétursson, Magnús Geirsson og Gunnar R. Magnús- son lögg. endurskoðandi. Samþykkt var aö greiða 5% arð til hluthafa fyrir árið 1980, á greitt hlutfé og útgefin jöfnunarhluta- bréf. Aðalfundurinn samþykkti að ráðstafa kr. 30.000:— (g.k. 3 millj) til Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra. 1 tilefni af tiu ára starfsafmælis Alþýðubankans hafði bankaráö samþykkt að kaupa málverk og gefa það Listasafni ASl. Keypt hefði verið mál verkiö „Minning” eftir Eirlk Smith. 1 lok aðal- fundarins afhenti fráfarandi for- maöur bankaráðs listaverkiö, Hannibal Valdimarssyni for- manni stjórnar listasafnsins. Að öðru leyti visast til með- fylgjandi ársskýrslu bankans, um starfsemi og hag. Slökkviliðsmenn við sjúkraflutn ing Hættulegra að slasast á sumrín en veturna í öorgarumlerðlnnl? Viðvaningurinn gætir hlns slasaða aftur í - en sá Málfaái ekur sjúkrabilnum... í sjúkraflutningum brunavarða hjá Slökkviliði Reykjavikur gildir sú aðalregla á sumrin, að afleysingamenn vinni á sjúkrabilunum á móti brunavörðunum. En afleysingamennirnir eiga hins vegar ekki að aka bilunum við erfiðari aðstæður, t.d. ekki með hljóðmerki og ekki yfir gatnamót á rauðu ljósi. Þá, venjulega þegar mest við liggur, á þjálfaði sjúkraflutningamaðurinn að aka bilnum, en viðvaningurinn að gæta hins slasaða eða sjúka aftur i. Talsmenn brunavarðanna, sem raunar segja sjúkraflutningana eins konar þegnaskylduvinnu sina, tjáðu VIsi aö þetta fyr- irkomulag væri þeim ekki að skapi, enda gagnstætt ýmsum viöhorfum til hjálpar slösuðum og sjúkum. Þeir sögðu aö málið hefði veriö borið I tal við borgarlæknis- embættið, en Heimir Bjarnason aöstoðarborgarlæknir og formaður Sjúkraflutninga- nefndar kannaöist ekki við það. Þvi hefur veriö haldið fram i umræöum um sjúkraflutninga, að I alvarlegri tilvikum skipti oftast mestu máli að veita slösuðum eða sjúkum sem besta öruggasta hjálp strax i sjúkrabil og þá gilti einu þótt ferðin á sjúkrahúsin tæki ögn lengri tima, enda mun þægilegra feröalag en I ofsa- akstri. Notkun viðvaninganna viö sjúkraflutningana á sumrin geng- ur þvert á þetta sjónarmið, hvort sem það nú er rétt eða að ein- hverju leyti rangt, þvl sjúkra- hjálp af svo skornum skammti kallar væntanlega á hraðferð á sjúkrahús. — HERB. 15 Kðpavogur: Diskðteki lokað í annað sinn Nýlega ákvað Tómstundaráð Kópavogs að leyfa ekki a.m.k. um sinn rekstur diskóteks fyrir ungl- inga, sem iþróttafélögin I Kópa- vogi hafa rekið um helgar I Hamraborg 1 — I miðbænum. Astæðan er „afar slæm um- gengni”. Þetta er í annað sinn i vetur og vor, sem þessu diskóteki er lokað. 1 vetur var ástæðan sú sama og aö auki veruleg spellvirki, sem ungl- ingarnir unnu I nágrenni diskó- teksins, þar sem m.a. voru brotn- ar rúður I verslunum og hús og önnur mannvirki útkrotuö. Unglingar i Kópavogi hafa ekki i annað hús að venda til þess að fá skemmtanaþörf sinni útrás innan bæjar — nema þá innanskólanna. HERB Bæjarsiiórn Kópavogs: Styður útibú Sparisjóðsins Fréttir Visis á dögunum um fátækleg peningaviðskipti innan- bæjar I Kópavogi hafa greinilega rótað upp aðgeröum til úrbóta þar I bæ. Fyrir fundi bæjarstjórnar Kópavogs á föstudaginn mun liggja tillaga sex bæjarfulltrúa, af öllum listum, um áskorun til viðskiptaráðherra og Seðlabank- ans um að veita Sparisjóöi Kópa- vogs leyfi fyrir útibúi. Nokkur misseri eru siðan Sparisjóðurinn lagöi inn umsókn um þetta útibú i austurhluta Kópavogs. HERB ALLT TIL MÓDELSMÍÐA Fjarstýringar: 2ja-3ja-4ra Mikið úrval af glóðarhaus og og 6 rása. rafmótorum. Balsaviður í flökum • Balsaviður í listum Furulistar • Brennidrýlar Flugvélakrossviður • Al og koparrör, stálvír Smáhlutar (fittings) til módelsmíða Verkfæri til módelsmíða og útskurðar o.fl. o.fl. Höfum einnig flugmódel i sérstökum pakkningum fyrir skóla á mjög hagstæðu verði. Fjarstýrö bátamódel i miklu úrvali. Flugmðdel i miklu úrvali, svifflugur og mótorvélar fyrir fjarstýringar linustýringar eða fritt fljúgandi. Fjarstýrðir bilar, margar gerðir (ná allt að 50 km, hraða.) Póstsendum TÓmSTUflDflHljSIÐ HF Lougauegi 164-Reukiauik »21901

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.