Vísir - 07.05.1981, Qupperneq 16
Fimmtudagur 7. mai 1981
17
VÍSIR
Fimmtudagur 7. mai 1981
VÍSIR
Fylgst meO heimsókn Brúðubílsins á gæsluvöll
Heilmikið brambolt og tilfæringar þurfti til að billinn kæmist inn á völlinn.
,Komdu sæl Didda’
fiðrildin___
fyrir utan gluggann”.
Aumingja Sigga hrekkjusvfn, komin með gulrót á hausinn, gætu þeir verið aö hugsa þessir.
Þetta var ofsa skemmtilegt.
,,Ég hef oft og mörgum sinnum horft á brúðubilinn. Mér finnst Pétur
páfagaukur langskemmtilegastur. Veistu hvað hann gerir þegar hann
fer yfir götu, þá litur hann fyrst til hægri og vinstri og svo upp I loftiö til
að passa sig á flugvélunum” sagði þessi snaggaralegi strákur, Garðar
Ingvar.
„Fljúga hvitu....
Texti:
Jóhanna
Birgisdóttir
„Þarna koma þau,
sjáðu þarna” „Ég vona
að Pétur páfagaukur sé
með, mér finnst hann
langskemmtilegastur ’ ’.
„Nei, hann er ábyggi-
lega ennþá á Spáni
greyið”:
Eftirvænting og gieðin leyndi
sér ekki i tali barnanna á gæslu-
vellinum við Rauðalæk i gær-
morgun, þvi von var á Brúðubiln-
um i heimsókn. Nú er að hefjast
fimmta starfsárið hjá bilnum
og þær stöllur Sigriður Hannes-
dóttir og Helga Steffensen, sem
hannar brúðurnar, heimsækja
alla leikvelli borgarinnar viku-
lega, með stutta og skemmtilega
dagskrá við hæfi barnanna.
Að þessu sinni var flutt 20 min-
útna samfellt leikrit um brúðu-
strákinn Grim, sem býr i litlu
þorpi uppi i sveit. Sigriður sagði
þetta vera fyrstu tilraunina með
samfellda dagskrá fyrir krakk-
ana og hefði hún gefist vel. „Is-
lenskir krakkar eru svo góðir
áheyrendur”, skaut Helga inn i.
„Komið þið sæl, krakkar”,
sagði Sigriður eða Didda eins og
krakkarnir þekkja hana best.
„Hvað ætlið þið ekki að heilsa?
Má ég heyra”. „Komdu sæl,
komdu sæl, komdu sæl”, kvað þá
við úr öllum áttum. „Eigum við
ekki að byrja á þvi að taka lagið.
Nú skuluð þið syngja svo hátt að
heyrist alla leið á gæsluvöllinn
niður á Gullteig”, sagði hún.
Síðan söng hver sem betur gat
„Afi minn og amma min” ásamt
fleiru i þeim dúr og ábyggilega
hafa krakkarnir á Gullteignum
heyrt óminn.
„Nei Pétur er ekki með núna.
Hann er sennilega sestur að á
Spáni, þar er svo gott að vera
þegar maður er svona gamall og
hrumur eins og hann”, svaraði
Didda spurningum barnanna.
„En hér kemur hann Grimur”.
Grimur var ósköp sætur brúðu-
strákur með gleraugu, en var svo
litill að hann þurfti að prila upp i
stiga til að sjá krakkana. Svo
kynnti hann þau fyrir vinunum
sinum. baðvoru t.d. sólin, tunglð,
blómin á túninu og svo söngvar-
inn, sem spilaði á gitar og fékk
krakkana til að syngja „Ef væri
ég söngvari”.
En svo kom hún Sigga hrekkju-
svin og hún var svo óþekk að það
fór að vaxa gulrót upp úr höfðinu
á henni. Það fannst Siggu auðvit-
að leiðinlegt, en þegar krakkarnir
Stjórnendurnir Sigrlður Hannesdóttir og Helga Steffensen, ásamt
skörulegum bflstjóranum Rósu Valtýsdóttur.
lofuðu að vera vinir hennar,
ákvað hún að hætta nú bara öllum
nrekkjalátum. „Já, það er eins
gott fyrir þig annars kem ég og
lúskra á þér”, kallaði ein litil'
hnáta fram i.
Já það vantaði ekki viðbrögðin
hjá þeim litlu, enda liflega að
þessu staðið og auðséð og heyrt að
hér voru á ferðinni konur, sem
vissu hvernig átti að ná til þeirra.
— JB
„Sjáið þið skýið krakkar? Nú er rigning og þá vakna blómin til að
drekka.
Vlyndir:
omil Þór
Sigurðsson.