Vísir


Vísir - 07.05.1981, Qupperneq 18

Vísir - 07.05.1981, Qupperneq 18
18 Til viðskiptamanna sparisjóða UM SKULDBREYTINGU LAUSASKULDA HÚSBYGGJENDA OG ÍBÚÐAKAUPENDA í FÖST LÁN. í framhaldi af fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar hefur stjórn Sambands ísl. sparisjóöa mælt meö því viö sparisjóðina, aö þeir gefi viöskiptavinum sínum sem fengiö hafa lán hjá sparisjóöi vegna húsbyggingar eða íbúðarkaupa á undanförnum þremur árum, kost á aö sámeina þau í eitt lári, sem yröi til allt að 8 ára. Þau heildarlán sem sparisjóðirnir breyta á þennan hátt, nema þó aldrei meira en 10% af heildarútlánum hvers sparisjóös, miðað viö 31.12.1980. SKILYRÐI FYRIR SKULDBREYTINGU A. aö umsækjandi hafi fengið lán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins á árunum 1978, 1979og 1980 eða verið lánshæfur á þessum árum, samkvæmt núgildandi reglum stofnunarinnar. B. aö umsækjandi eigi aöeins eina íbúð eða íbúöarhús, byggt eða keypt á þessum árum til eigin afnota. C. að umsækjandi hafi fengið lán hjá sparisjóöi til íbúðakaupa eða byggingar og skuldi 31.12.1980 vegna slíkra lána 20.000 nýkrónur eða meira, enda hafi lánin upphaflega verið veitt til skemmri tíma en fjögurra ára og eigi að greiðast upp á næstu þremur árum eða skemmri tíma. Undanskilin skulu skammtímalán veitt vegna væntanlegra húsnæöislána, lífeyrissjóðslána eða annarra tímasettra greiðslna. LÁNSKJÖR Lánstími 8 ár, eða skemmri tími samkvæmt ósk lántakanda. Lánin bundin lánskjaravísitölu með 21/2% vöxtum og veitt gegn fasteignaveði. Veðsetning eignar skal ekki nema hærra hlutfalli en 65% af brunabótamati. Lánsfjárhæð skal ekki nema hærri upphæðen 100.000 krónum og endurgreiöast með ársfjórðungslegum afborgunum lánstímabilið. UMSÓKNIR Umsókn um skuldbreytingarlán skal umsækjandi skila á sérstökum eyðublöðum í þann sparisjóð, þar sem hann hefur aöalviðskipti sín. Skal þar skrá öll þau skammtímalán, sem óskað er að breytt sé, í hvaða sparisjóði sem þau lán eru. Auk umsóknar skal umsækjandi skila veðbókar- og brunabótamatsvottorði eignar sinnar, sem veðsetja á tii tryggingar láninu. Sá sparisjóður, þar sem hæsta skuld umsækjanda er, veitir lánið og gerir upp lán við aðra sparisjóöi. Sé umsækjandi ívanskilum meðönnur lán, skal hann gera þau upp áöur en skuldbreytingfer fram. UMSÓKNARFRESTUR Frestur til að skila umsóknum er til 31. maí n.k. Lánveitingar munu fara fram jafnóðum og unriið hefur verið úr umsóknum og ekki síðar en 31. júlí n.k. SAMBAND (SLENSKRA SPARISJÖÐA s FREEPORTKLÚBBURINN Fundur verður haldinn á meðferðastofn- un Bláa bandsins, að Viðinesi Kjalarnesi i kvöld, fimmtudaginn 7. maikl. 20.30. Gestir fundarins: Stjórn Bláa bandsins Freeportfélagar fjölmennið! Stjórnin. VINARFERÐ FuHtrúaráð Framsóknarfélaganna i samvinnu við Samvinnuferðir Et Landsýn efnir til Vinarferðar dagana 16. - 28. mai n.k. Farið. verður laugardaginn 16. mai og til baka fimmtudaginn 28. mai. Þetta er einstakt tækifæri til að heimsækja þessa borg söngs og lífsgleði. Úrval skoðanaferða, óperur, tónleikar og allskonar Hstaviðburðir i sambandi við í Vínarferðina. Ótrúlega hagstætt verd. J Allar nánari upplýsingar á skifstofu *S5ir flokksins Rauðarárstig 18. Simi 24480. kif * 1H ' ij* >ajr . Fulltrúaráð framsóknarfélaganna I Heykjavlk. Ælt Fimmtudagur 7. mai 1981 Þetta leika ekki margir eftir (og ættu ekki að reyna það). Okuleikni eins og hún gerist best - American Heii Drlvers væntanlegir til landsins I sumar Allar likur eru á þvi, að Hell Drivers komi til islands i sumar. i siðustu viku var staddur hér á landi framkvæmdastjóri sýn- ingarflokksins „The American Hell Drivers”, Steve Ericson. Vann hann að þvi að afla tilskil- inna leyfa, en ætlunin er að flokk- urinn, i samráði við Landsam- band islenskra akstursiþrótta- félaga og Véladeild Sambandsins, haldi fjórar sýningar i Reykjavik daganá’12-14. júni, á Akureyri lö. og 17. júni, og einnig er fyrirhug- að að halda sýningu i Kefiavik. I sýningarflokknum eru 25 manns á tiu bilum og tveimur vél- hjólum.Meðal sýningaratriða má nefna bifreiðaakstur á tveimur hjólum, bilasvif og stökk á vél- hjólum yfir bila og gegnum eld- gjörð. Á þessu ári verða ,,The American Hell Drivers” á sýn- ingarferð um England, Skotland, N-lrland, Færeyjar og Island. Flokkurinn er búinn að starfa i fjórtán ár og heíur sýnt viða um heim. Þetta verður i fyrsta skipti, sem sýningarhópur af þessu tagi heimsækir lsland. Fólki á öllum aldri gefst þarna kostur á að horfa á ökuleikni, eins og hún ger- ist best i heiminum og njóta um leið ágætustu skemmtunar. ÓG /—ATA Gullsmlð- ir með ráðgjafar- bjónustu Félag islenskra gull- smiða hefur nú i bigerð að opna skrifstofu fyrir almenning þar sem fólk getur komið og leitað ráða og upplýsinga. Skrifstofan verður opin einu sinni i viku hverri, á miðvikudögum klukk- an 18-19. Félagið hefur nú komið sér upp húsnæði, en á sextiu ára ferli félagsins hefur það aldrei átt fastan samastað fyrr en nú. Hús- næði gullsmiða er á f jórðu hæð að Skólavörðustig 16. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Félags islenskra gullsmiða, sem haldinn var nýlega. Hana skipa Sigurður G. Steinþórsson, Gull og Silfri, Lára Magnúsdóttir, skart- gripaverslun Láru, og Leifur Jónsson, Gullhöllinni. —ATA DJUPIR ERU ÍSLANDS ALAR Ot eru komin hin svonefndu Evrópufrimerki. Verða þau sem fyrri tveimur verðgildum, 180 og 220 aurar. Myndefni þeirra er að þessu sinni sótt i þjóðsögur, ann- ars vegar i þjóðsöguna af Galdra- Lofti og hins vegar i þjóðsöguna „Djúpir eru Islands álar”. Evrópufrimerkin eru önnur fri- merkjaútgáfan á árinu. Þriðja frimerkjaútgáfan á þessu ári verður að öllum likind- um þrjú frimerki með islenska fugla, músarindil, heiðlóu og hrafn, að myndefni i verðgildun- um 50, 100 og 200 aurar, fjórða út- gáfan eitt frimerki i tilefni Alþjóðaárs fatlaðra i verðgildinu 200 aurar og fimmta útgáfan eitt frimerki með jarðstöðina Skyggni að myndefni og að verðgildi 500 aurar. Þá er og i haust væntan- legt frimerki með málverki eftir Gunnlaug Scheving að verðgildi fimmtiu krónur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.