Vísir - 07.05.1981, Side 23

Vísir - 07.05.1981, Side 23
Fimmtudagur 7. mai 1981 23 VISIR „Svona eiga afmæli að vera”, sagði Sveinn Einarsson, þjóðleikhtisstjóri við afmælisbarnið. Jónas ræðir við forseta tslands, Vigdisi Finnbogadóttur, sent var meðal gesta. Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, og Guðmundur Danielsson rithöfundur takast i hendur. Afmælisboð Jónasar Mikið fjölmenni samfagnaði hinum þjóðkunna út- varpsmanni/ Jónasi Jónassyni/ er hann fyllti fimmta tuginn á sunnudaginn var. Afmælisbarnið lék á als oddi og tók gestum sínum tveim höndum og þeir voru ekki síður kátir, fluttu heillaóskir sínar með ávörpum í bundnu málisem óbundnuog með söng og hljómlist. Ekki dettur okkur í hug að fara að rif ja upp æviferil Jónasar, en hann hefur ekki verið við eina f jölina felld- ur, gert ótel jandi útvarpsþætti, skrifað leikrit fyrir út- varp og svið, skemmtiþætti, samið bækur og lög, sungið inn á plötur og þannig mætti lengi tel ja. Maðurinn er ef ni í heila bók, en við höldum okkur við afmælisfagnaðinn. Þar kom forseti Islands, VigdFs Finnbogadóttir, út- varpsmenn ieikarar frá Iðnó og Þjóðleikhúsinu og fleiri listamenn, skáld, málarar og rithöfundar ásamt öllum hinum úr þeim stóra vina- og kunningjahópi Jónasar Jónassonar. Eiginkona hans, Sigrún Sigurðardóttir, og dætur reiddu fram gómsætar krásir sem gestir gæddu sér á og drukku súkkulaði og kaffi undir Ijúfum heilla- óskum í tali og tónum. Ljósmyndari Vísis, Emil Þór Sigurðsson, mundaði vélina í Oddfellowhúsinu á sunnu- daginn og hér eru nokkrar svipmyndir frá deginum. Vildís og faðir hennar, Kristmann Guðmundsson rithöfundur koma i samkvæmið. Eggcrt G. Þorsteinsson, Hilmar Helgason, Pálmi Gunnarsson og Haukur Morthens ræðast við. Rerglind Björk Jónasdóttir. Sigrún Sigurðardóttir og Sigurlaug Mar- grét Jónasdóttir taka á móti Jóni Júliussyni i viðskiptaráðuneytinu. Sigurlaug Margrét, móöir Jónasar, er komin á niræðisaldur og var hin kátasta i spjalli við Magnús Torfason hæstaréttardómara. Arni Tryggvason, leikari, ávarpar Jónas. Gestir raða krásum á diska. Texti: S æ - mundur Guð-

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.