Vísir - 07.05.1981, Page 31
Fimmtudagur 7. mai 1981
r ~Mahseölíl~~
31
HVAÐA Áfí HÓFST □ 1971
GOS/Ð í HEYMAEY? Q 1973
□ 1978
HVAÐAAfíVAfí D1971
LANDHELG/N FÆfíÐ j ; 1975
□ 1978
ÚT / 200 MÍLUfí?
Veistu rétta svarið?
t>egar þú telur þig vita rétta svarið við spurningunum krossar þú
i viðeigandi reit.
Ef þú ert ekki þegar áskrifandi að Visi, þá krossar þú i reitinn til
hægri hér að neðan, annars i hinn.
Að loknu þessu sendir þú getraunaseðilinn til Visis, Siðumúla 8,
105 Reykjavik, merkt „Afmælisgetraun”.
Mundu að senda seðilinn strax. Annars getur það gleymst og þú
orðið af góðum vinningi.
Vinsamlegast setjið kross viö þann reitsem við á:
| j Eg er þegar 1—1 áskrifandi aö Vlsi 1 1 Eg óska að gerast 1—' áskrifandi aö Visi
\afn
Heimilisfang Byggðarlag
Simi Nafnnúmer
Einn getraunaseðiil hefur birst fyrir hvern mánuð. Þetta er
seinastiseðillinn. Vinningurinn getur komið á hvaða seðii sem
er.
Lokaverðiaunin og jafnframt þ'au veglegustu verða dregin út
29. maí. Þá verður dregið um hvaða áskrifandi hreppir sumar-
bústaðinn frá Húsasmiðjunni að verömæti iyfir 200,000 kr.
(yfir 20 millj. gkr).
Aður hafa veriö dregnir út Colt bifreið 31. jan (verðmæti 75.000
kr) og Suzuki bill 7. april (verðmæti 60.000 kr).
Utanaskriftin er:
VlSIR Sidumúla 8
105 Reykjavik,
merkt
,, Af mælisgetraun”.
sjoruevR oe siumour!
tœki-
fœrið
Allir áskrifendur geta
tekið þátt f getrauninni
Hver áskrifandi getur
sent inn einn maí-seðil
□regið verður úr öllum
mnsendum seðlum
(líka öllum gömlu seðl-
unum).
Mai seðillinn verður
endurbirtur tvisvar
(fyrir nýja áskrifend-
ur og þá gleymnu)
Lokavinningurinn,
sumarbústaður frá
Húsasmiðjunni (verð-
mæti yfir 200.000 kr)
verður dreginn út 29.
maf.
Skilyrði að áskrifandi
sé ekki með vanskila-
skuld, þegar dregið er
út (þ.e. skuldi fyrir
apríl)
Vertu
áskrífandi
Simi 86611
Það sandkassalið háskóla-
manna, sem Alþýðubandalagið
hefur safnað I kringum sig, er
ekki alltaf mjög athafnasamt
sem betur fer. En stundum telur
það sig þurfa aö grípa til hendi
til að sanna fyrir sjálfum sér og
öðrum, að það hafi vit á hlutun-
um. Þegar Alþýðubandalagið
varð einrátt um málefni
Reykjavlkurborgar fór svo
lengi vei að þvi nægði að eiga
forseta borgarstjórnar. Hann
var það stóra tiliag Alþýðu-
bandalagsins til borgarmál-
efna. Að visu var ráöinn borgar-
stjóri, sem fékk að vera við-
staddur minniháttar athafnir,
en um hitt sá sjálfur Sigurjón og
fórst það ekki illa úr hendi.
Hann kveikti á jólatrjám og
veiddi borgarstórlaxinn i
Elliðaánum fyrir hönd Einars
Skúla. Sandkassaliðiö sá, aö
fyrst Sigurjón var svo tii einráö-
ur um málefni borgarinnar,
hlaut það að geta ráðið iika. Aft-
ur á móti vissi það lengi vel ekki
hvaða verk biðu þess. Þaö var
fyrst og fremst upptekið við aö
endurbyggja yfir sig gömul hús
víðsvegar um borgina, og fynd-
úst ekki gamlir ryðkofar i mið-
bænum voru þeir einfaldlega
fluttir á staðinn. Við þessa yðju
EIGNAST „ABALSKIPULAG
99
taldi liðið sig fá nokkra nasasjón
af skipulagsmáium.
Á skólaárum hafði sand-
kassaliðið heyrt ávæning af þvi,
sem stundum hefur verið kallað
aðalskipulag Reykjavikurborg-
ar. Og þegar ryðkofarnir voru
komnir á steypta grunna og búið
var að kveikja loftljósin var
byrjað að klkja I bækur yfir
aðalskipuiagið, ekki til að finna
fleiri ryðkofum stað, sem
kannski áttu það eitt sögulegt
gildi aö hafa áður staðiö á ber-
svæði I grennd borgarinnar
vindum að leik, heldur til að
finna nýjan leikvang fyrir
reglustikur og útreikninga.
Fyrst var brugðið á það ráö að
gera tillögu um þéttingu byggö-
ar, þ.e. að byggja Ibúðarhús og
blokkir i garðlöndum og úti-
vistarsvæðum borgarinnar. Þar
sem áður hafði verið unnið aö
þvi að gera borgina græna, var
nú tekið til við að teikna bygg-
ingar ofan I tré og tún, væntan-
lega með þökum, sem tóku sig
vel út séð úr lofti, eins og þótti
henta við sérstaka þakagerö I
Breiöholti.
En það var tiltölulega fljótlegt
verk að eyðileggja garðlönd og
útivistarsvæði meö skipulagi og
þurfti ekki stórar samþykktir
til. Aöalskipulagið gerði ráð
fyrir þvl að mannabyggð risi á
ströndum og hæðum noröur og
austur af borginni, þar sem
bæði fékkst breytilegt landslag
og mikið og fagurt útsýni. Að
vlsu á rlkið eitthvað af þvl landi,
en sandkassaiiöið og Sigurjón
hafa ekkert gert til að fá það
land hjá rlkinu. Þó skuldar rikið
borginni stórfé, sem erfiðlega
gengur að innheimta, og mundi
henta betur aö fá Keldnaland en
standa i vonlitilli innheimtu.
Sandkassaliðið ákvað að reisa
sjálfu sér minnismerki með
nýju aðalskipulagi, og hefur
ekki farið jafn mikið fyrir jafn
litiu prumpi og þeim handatil-
tektum. Sýningum af þessu nýja
skipulagi er framlengt á Kjar-
valsstöðum og það eru boðaðir
fyrirlestrar. Samt hefur nú
ekkert gerst annaö en það, að
teiknaðir hafa verið nokkrir
fletir ofan I kvosins við Rauða-
vatn.
Fyrir sandkassalið Alþýðu-
bandalagsins, sem býr I endur-
reistum ryðkofum, er það metn-
aðarmál að koma sér upp aðal-
skipulagi að höfuöborginni.
Langskólanámiö á ioksins að
fara að bera árangur. Það varð
að fá aiveg nýtt og óskipulagt
land til silkra æfinga. Hefði
fyrra aðalskipulag gert ráö
fyrir byggingum i Rauðavatns-
kvosinni, hefði sandkassaiiðið
fundið sér annan blett tii að
hamast á. En af þvi Rauöa-
vatnskvosin var óskipulögð,
hrúgaðist liðið oni þann sand-
kassa, og var að leika sér þar
enn þegar siðast fréttist. En
sem betur fer lýkur þessum
sandkassameirihluta einhvern
tima og þá verður hægt að
byggja Reykjavik um nes og
voga eins og henni hæfir.
Svarthöfði.