Vísir - 19.05.1981, Page 8

Vísir - 19.05.1981, Page 8
8 VÍSIR Þriftjudagur 19. mai 1981 VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Árni Sigfússon, Friða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- son. Útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, Magnús Olafsson. Safnvöröur: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 línur Augiýsingarog skrifstofur: Siðumúla 8, simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur eintakið. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14. LAUNADEILt VIB LÆKNA Um nokkurt skeið hefur mátt lesa um það í fréttum, að læknar á sjúkrahúsum væru óánægðir með kjör sín og hótað að segja upp störf um sínum. Þessar f rétt- ir hafa ekki verið á forsíðum blaðanna, enda hefur fólk sjálf- sagt reiknað með, að lausn myndi finnast f deilunni. Sjúkrahúsin gætu ekki án þeirra verið og upphlaup lækna væri í ætt við kröfur annarra þrýstihópa, sem ekki vilja sitja eftir í kapphlaup- inu við verðbólguna. Því er ekki að neita, að margur hefurorðiðforviða, þegar lækna- stéttin setur fram launakröfur. Almenningur hefur staðið í þeirri meiningu, að læknar væru með best launuðu stéttum landsins, og ef þeir geta kvartað, þá er vfst fokið í flest skjól. Þá er orðið meira en lítið að, þegar hálauna- stéttirnar hóta verkföllum og uppsögnum, ef launin verði ekki bætt. Þegar beturer að gáð, kemur í Ijós, að laun sjúkrahúslækna eru ekki til að státa af. Byrjunarlaun aðstoðarlækna eru 7.868 krónur fyrir 40 stunda vinnuviku. Það þykja ekki há laun á hinum almenna vinnu- markaði. Aðstoðarlæknar fá að vísu aukagreiðslur fyrir gæslu og bakvaktir og unna eftirvinnu, þannig að meðallaun þeirra eru 14.000 krónur, en þá er líka vinnu- vikan komin í 60—80 vinnustund- ir. Sérfræðingar, sem verið hafa 15 ár í læknisstörfum, fá 12 til 14 þúsund króna mánaðarlaun, og með bakvöktum og aukavinnu komast þeir í 18.600 krónur í meðallaun. Ef einhverjum finnst þetta háar greiðslur, er nauðsynlegt að hafa í huga, að læknisnám er óvenju langt og strangt, vart undir sex árum, og sérfræðingar hafa þar til viðbótar þurft að leggja á sig nær jafnlangt nám erlendis. Læknar komast því seint á vinnumarkaðinn, sér- fræðingar sumir hverjir að nálgast fertugsaldurinn. Starfs- ævin er ekki löng og starf ið sjálft krefjandi og erfitt. Til viðbótar lenda læknar í hæsta skattþrepi og greiða sam- kvæmt því ekki undir 50% af launum sínum í skattaog útsvar. Þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, þarf engum að koma á óvart, þótt læknar láti í sér heyra. Á hinn bóginn er tregða af hálfu ríkisins til að hækka laun lækna um 20—30% eins og kröf ur eru gerðar um, skiljanleg. Launahækkanir til hinna betur settu f þjóðfélaginu munu ekki mælast vel fyrir, og hleypa nýrri skriðu af stað. Raunar hafa samningarnir við fóstrurnar skapað óróa. Hver stétt gerir samanburð við aðra, og tilslökun til eins er kröf ugerðarti lef ni fyr- ir annan. Samningamenn ríkisins eru ekki öfundsverðir af hlut- skipti sínu. Á undanförnum árum hefur svokölluð launajöfnunarstefna verið höfð á oddinum. Framkvæmd hennar hefur gengið misjafnlega, en þróunin þó augljóslega verið í þá átt að minnka biliðá milli þeirra lægstu og hæstu. Það hefur verið gert með þvf að halda hinum hæst- launuðu niðri. Hvort sem þessi stefna á rétt á sér eða ekki, þá er Ijóst, að hún er í þann mund að springa í loft upp. Það sýna f leiri dæmi en deilan við læknana. Hún gengur einfaldlega ekki upp, vegna þess að starfsstéttir, sem hafa aflað sér mikillar mennt- unar og sérfræðikunnáttu, gera þá kröfu, að þau störf séu betur og hærra borguð en gengur og gerist. Launajöfnuður er góðra gjalda verður, en í framtíðinni hlýtur hann að beinast að því að bæta kjör hinna lægstu, hækka þeirra laua í stað þess að halda hinum hærra launuðu niðri. Það hefur læknadeilan leitt í Ijós. ~ Vépöiípfa Kaíia f öel t fn ~a ö" sló pföíú? Einar Hannesson skrif- ar um fiskeldismál og leggur út af ritgerð sem Björn Guðmundsson hag- fræðinemi hefur skrifað í ritið,, Fiskeldi" og Fram- kvæmdastofnun hefur gefið út. Einar telur gífurlega möguleika felast f eldi laxafiska, og varar við neikvæðum niðurrifs- greinum um þau efni. aðstæöur. Á hinn bóginn stand- ist ræktun á laxi með hafbeit fyllilega samanburð við sjó- kviaeldi i Noregi með tilliti til ágóðamöguleika. Hægt sé að lækka framleiðslukotnað á seið- um með stórum framleiðsluein- ingum. Einar Hannesson, hinir almennu borgarar, sem fylgjast með umræðunni, mikið, litið eða ekkert og láta þeir sig þvi mismikiö varða þessi mál. Enöllum er það sameiginlegt að vilja styðja framfarir og að skotið sé fleiri stoðum og styrk- ari undir atvinnureksturinn og annan biískap i landinu. I fyrrgreindu riti Fram- kvæmdastofnunar er úttekt á hagkvæmni fiskeldisstöövar, sem framleiðir 200 þúsund gönguseiði og fær 3-4% endur- heimtu á laxi úr sjó og talið að hún standi undir sér. Sé meðal- talsendurheimtuprósentan 7- 10% er talið að rekstrargrund- völlur hafbeitarstöðvar sé mjög traustur. Þar er talið að sjó- kviaeldi, eins og Norðmenn stunda, henti ekki við islenskar Fyrir nokkru kom út á vegum áætlunardeildar Framkvæmda- stofnunar rikisins rit er nefnist Fiskeldi. 1 ritinu er fjallað um stöðu laxeldis og þróunarmögu- leika þess. Skýrslu þessa hefur unnið Björn Rúnar Guðmunds- son, hagfræðinemi við háskól- ann i Gautaborg. 1 ritinu „Fiskeldi” er ákaf- lega yfirgripsmikil og góð sam- antekt um fiskeldisrr.ál en ritið skiptist i 11 kafla. Þar er m.a. sögulegt yfirlit,fjallaö um val á framleiðsluaðferð i eldi, gerður samanburður á islenskri haf- beitarstöð og norskri sjóeldis- stöð, þættir um stærðarhag- kvæmni við seiðaeldi, greint frá tengslum seiðaeldis og hafbeit- ar og fl. Þá eru upplýsingar um heimsframleiöslu á laxi, fjár- mögnun fiskeldis hér á landi, og fl. Byltingarkennd þróun. Fiskeldismál laxfiska hafa verið töluvert á dagskrá hér hin siðari ár og kennir margra grasa f skrifum og spjalli manna um þessi hagsmunamál. Annars vegar gætir bjartsýni um að gera megi góða hluti i þessum efnum.sem eigi jafnvel eftir að valda byltingakenndri þróun i aukningu laxafram- leiðslunnar hér á landi. And- stæða þessa eru raddir úrtölu- manna og svarthöfðanna og annarra kaffihúsasérfræöinga. Hinir neikvæöu umsagnaraöilar telja að þessi mál séu vonlitil og jafnvel dauðadæmd, eins og hafbeitin, enda þótt búið sé að stunda hana f búskap náttúr- unnar sjálfrar frá upphafi vega! Hið sama mætti segja almennt um rannsóknir og tilraunir. Þær eru auðvitað tóm vitleysa, eins og málum er háttað. Oll fram- vinda kemur af sjálfu sér, náttúran sér um þetta allt, segja kaffihúsasérfræðingarnir. Mik- iðmega t.d. landbúnaðrvisinda- menn skammast sin, að vera að misbjóða náttúrunni með hermileikjum sinum og i keppni við hana, svei attan! Þá er sá stóri hópur manna,

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.