Tíminn - 09.11.1969, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.11.1969, Blaðsíða 7
5UNNUDAGUR 9. nóvember 1969. TIMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs. inigastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastrætd 7 — Afgreiðslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði, Innanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Bærinn við vogana Reykjavík má með réttu kalla borgina við sundin. Á sama hátt er Kópavogur bærinn við vogana. Kópa- vogur er yngsti kaupstaður landsins að byggð, en þó orðinn hinn stærsti og mannflesti, næst á eftir höfuð- borginni. Hann byggðist mjög dreift sem sumarbústaðir og grasbýli í öndyerðu en þéttist brátt, og nú eru þrettán ár síðan hann fékk kaupstaðarréttindi, en tuttugu ár síðan hann varð sjálfsætt hreppsfélag. Sá maður, sem mestan hlut átti að því að móta starf skipulegs sveitar- félags í Kópavogi og síðan lengi áhrifamestur um það, var Finnbogi Rútur Valdimarsson, en Hulda Jakobsdóttir var bæjarstjóri til 1962, fyrsta konan, sem var bæjar- stjóri hér á landi. Árið 1950 var íbúafjöldi Kópavogs 1650, nú í haust eru þeir hátt á tólfta þúsund. Svo ör vöxtur hefur ekki verið í iiokkru bæjarfélagi öðru, og það kallað fram erfiðari úrlausnarefni en annars staðar hefur verið að fást við. Reykjavík takmarkaði árum saman mjög úthlut- un byggingalóða, og af þeim sökum leituðu margir til Kópavogs til þess að byggja yfir sig. Síðustu tvö kjörtímabilin hefur meirihluti Fram- sóknarmanna og Félags óháðra kjósenda, farið með stjórn bæjarins. Þetta tímabil hefur verið mjög erfitt, en þó reynzt stórbrotið framfaratímabil í bænum. Á þessum tíma hefur megmhiuti holræsakerfis bæjarins verið endurnýjaður og lagður, vatnsveita stór- aukin og bætt, skólahúsnæði verið þrefaldað á sama tíma og nemendafjöldi tvöfaldaðist, varanleg gatnagerð hafin og slitlag lagtá 11 km. gatna, byggðir íþróttavellir, baniaheimili, leikskóli og barnaleikvellir Sundlaug byggð og stóraukin félagsleg þjónusta á margvíslegan hátt. Þar er nú unnið að mesta og nýtizkulegasta vegamann- virki á landinu í samvinnu við ríkið. Atvinnurekstur í bænum hefur stóraukizt, einkum iðnaður, og eru þar nú atvinnufyrirtæki, sem geta veitt 60—70% vinnuaflsins í bænum atvinnu, og fer það hlutfall vaxandi. Skilyrði eru ákjósanleg til margvís- legs atvinnurekstrar í bænum. Kópavogur er því ekki lengur „svefnbær“ heldur vaxandi iðnaðarbær. Að sjálfsögðu er þó hið unga og hraðvaxandi bæjar- félag enn vanbúið að ýmsum nauðsynlegum framkvæmd- um og þjónustu, þrátt fyrir hið mikla átak, sem gert hefur verið síðustu árin. Þarfirnar hafa kallað svo ört að, og lánamöguleikar slíks bæjar í allra þrengsta stakki, sem kunnugt er, tg því margt ógert, sem knýr á næstu ár. En Kópavogur er bær framtíðar og æsku og hefur mikla og góða möguleika til vaxar og þroska, eins og Ólafur Jensson, formaður bæjarráðs í Kópavogi, benti á 1 viðtali hér í blaðinu fyrir fáum dögum, er hann sagði m.a.: „Bærinn er ekki bundinn í klafa lamandi skulda- byrði, heldur er fjárhagur hans traustur og öruggur. Landrými er hér nóg til byggðaraukningar og athafna um fyrirsjáanlega framtíð. Bærinn liggur miðsvæðis í samfeUdri byggð höfuðborgarsvæðisins frá Mosfellssveit til Hafnarfjarðar“- Bæjarstæði Kópavogs er í senn fagurt og sérkennilegt á hálsinum milli Fossvogs og Kópavogs. Miðbærinn verður uppi á hæð en ekki niðri í kvos við fjörð eða vík, og er slíkt bæjarskipulag hið fyrsta hér á landi. Meginhluti byggðarinnar liggur hátt og með miklu víðsýni um nes, sund og voga og til margra nágranna- byggða. Hugmyndasamkeppni um skipulag miðbæjarins stendur yfir og unnið hefur verið að heildarskipulagi bæjarins síðustu ár, og eru tillögur um það komnar fram. — A.K. í ERLENT YFIRLIT í ræðu Nixons fólst boðskapur um langa styrjöld í Vietnam Bandaríski herinn fer ekki fyrr en Thieu er fastur í sessi. Nixon að flytja Vietnamræðuna. FYRSTU augljósu álhrifin af ræðu þeirri, sem Nixon flutti um Vietnamstyrjöldina síðastl. mánud., virðast þau, að Banda ríkjamenn eru nú klofnari í af- stöðu simni til styrjaidarinnar en nokkru sinni fyrr. Fyrstu mánuðina, sem Nixon var í Hvíta húsinu, tókst honum að þraeða nokkurn veginn bil beggja og fá hvorki haukana eða dúfurmar á móti sér. Þetta var að sjálfsögðu ekki hægt til lengdar, þar sem ekkert miðaði heldur áleiðis á sáttafundunum í París. Nixon gat ekki dregið það lengur að velja. I ræðunni, sem hann flutti á mánudaginn, var val hans afdráttarlaust. Nix on talaði sem haukur enda eru haukarnir harðánægðir með ræðuma, en dúfurnar jafn óánægðar. Bilið milli þeirra hefur aukizt að nýju og afstað- an til Vietnamsstríðsins mun skipta bandarísku þjóðinni í andsnúnari fylkingar en nokkru sinni fyrr. Munurinn á stefnu haukanna og diúfmanna er nú í höfuðatrið um þessi: Báðir segja, að þeir vi-lji flytja ameríska herinn frá Suður-Vietnam. Haukarnir segja hins vegar, að ekki megi gera það fyrr en stjórn Suður-Viet- nam sé orðin svo traust í sessi, að hún geti sjálf varið landið og her hennar tekið við því hlut- verki, er bandaríski herinn gegnir nú. Dúfurnar segja aftur á móti, að ameríski herinn eigi að flytja heim sem allra fyrst, en hann verði aldrei fluttur heim, ef bíða eigi eftir þvi, að stjórn Thieus verði traust í sessi, þvi að hún mun aldrei verða það, sökum óvinsælda. Með því að binda sig þannig við Saigon-stjórnina séu Bandaríkii að skuldbinda sig til hersetu í Vietnam um ófyrirsjáanlega framtíð. I ÞEIRRI ræðu, sem Nixon flutti á mánudaginn, fólst ekki neitt nýtt- Hún var eins og sam in upp úr gömlum ræðum John- sons og Rusks. Hann lýsti að vísu yfir þvi, að hanm hefði til- búna áætlun um brottflutning alls herafla Bandaríkjanna frá Vietnam. En bann bætti jafn- framt við, að áætlunin byggðist á því, að her Suður-Vietnam tæki við hlutverki ameriska hersins jafnóðum og sá síðar nefndi héldi heim. Þannig er fyrirheit Nixons um heimflutn ing bandaríska hersins bundið skilyrðum, sem flestir álíta, að seint muni ganga að fullnægja. Nixon hefur þannig lofað, eins og New York Times kemst að orði, „að verja núv. stjórn Suður-Vietnam þangað til hún getur varið sig sjálf.“ Þetta er í reynd meiri skuldbinding en fyrirrennarar Nixons hafa tekið á sig, eða a. m- k. jafn- gilt því, sem Johnson lofaði mestu. Meðan það er þannig stefna Bandarí'kjanna í Vietnam að efla núv. ríkisstjórn í Saigon til valda og treysta hana í sessi, er ekki minnsta von til þess að neitt þoki í samningaátt á fund unum í París. Það er meira en skiljanlegt, að hvorki þjóð- frelsishreyfipgin eða stjórn Norður-Vietnam vilji sætta sig við þetta, því að það jafngildir fullum ósigri þeirra. DÚFURNAR hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum af ræðu Nixuns, því að þær höfðu gert sér vonir um, að Nixon myndi nálgast sjónarmið þeirra. Þær höfðu gert sér vonir um, að hann myndi greina frá ákvörð- unum um tímahundinn flutn- ing hersins, um vopnahlé af hálfu Bandaríkjamanna í Suður Vietnam, nema á þá væri ráð- izt, og um myndun ríkisstjórnar 1 Suður-Vietnam á breiðum grundvelli. Nixon tilkynnti ekki neitt af þessu. í ræðu hans fólst ekki neitt nýtt, heldur endurtekning á yfirlýsingu frá tíma Johnson í Hvíta húsinu um stuðning við Saigonstjórn- ina. Enginn aðili hefur heldur fagnað ræðunni eins eindregið og stjórnin í Saigon. ÞAÐ ER von sumra, sem um ræðu Nixons hafa ritað, að hann hafi ekki sagt allt. Hann sé með ráðagerðir á prjónunum, sem hann hafi ekki treyst sér til að skýra frá að sinni, enda vart kotninn tími til þess. Ræð an hafi verið flutt til að vinna honum tíma og ráðrúm til að undirbúa -þessar fyrirætlanir hans betur. Það væri áreiðanlega holt bæði Nixon og Bandaríkjunum, ef þessar ágiskanir væru réttar. Bandaríkjaþjóðin mun klofna í stöðugt andstæðari fylkingar, ef styrjöldin í Vietnam heldur áfram. í Bandaríkjunum bíða óleyst hin stórfeldustu verkefni, eins og útrýming fátæktar og kynþáttamismunar, en við þeim verður ekki bnigðizt af nægri orku, meðan stórfelldustu fjármunum er sóað í Vietnam. Ut um heim mun það svo valda Bandaríkjamönnum vaxandi á- litshnekki, að lítil þjóð er stöð- ugt ojökuð af styrjöld vegna þess, að Bandaríkjastjórn er að glíma við að halda óvinsælli og spilltri leppstjórn í valdasessi. ÞÞ. ■ ■— f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.