Tíminn - 09.11.1969, Blaðsíða 6

Tíminn - 09.11.1969, Blaðsíða 6
6 •TIMINN SUNNUDAGUK 9. nóvember 1969 Á ríkið að styrkja stjórnmálaf lokkana ? Grein Gylfa Það er alltaf ánægjuefni fyrir þá, sem áttu oft áður fyrr samleið með Gylfa Þ. Gíslasyni sem frj'álslyndum og umbótasinnuðum stjórn- málamanni, þegar hann tek- ur enn til máls á þann veg. að það minnir á hinn unga og frjálslynda Gylfa. En því miður geriist þetta orðið alitof sjaldan. Þetta gerðist þó fyrir nokkrum dögum, þegar Al- þýðublaðið átti 50 ára af- mæli sitt. Gylfi Þ. Gíslason ritaði þá í afmælisblað þess grein, sem vert er að vekja athygli á. Hann ræddi um efni, sem menn þurfa að gefa miklu meiri gaum en gert er, ef lýðræði og þing- ræði eiga að geta þróazt með eðlilegum hætti og einstakir auðhringar eða auðmenn eiga ekki að geta náð óeðii- legum tökum á stjórnmála- flokkunum og stjórnmála- blöðunum og þannig raun- verulega tekið völdin af al- menningi. Út um 'heim er lýðræðis- sinnum þessi hætta ljós. Stiórnmálastarfsemin krefst sívaxandi fjármagns. Banda- ríkjamenn viðurkenna, að eiginlega sé það ekki fyrir aðra en ríka menn að gefa kost á sér til framboðs við þing- og forsetakoisningar eða menn, sem eru studdir af ríkum mönnum og þá háðir þeim. Þess vegna eru nú uppi tillögur í Bandaríkj- unum um ýmsan stuðning við flokkana. í mörgum lönd- um Vestur-Evrópu hafa flokk amir þegar fengið beina styrki, þótt hvergi séu þeir eins ríflegir og í Vestur- Þýzkalandi, en þar er mönn- um það enn í fersku minni, að Hitler konnst Gl valda ekki sízt vegna þéss, að hann naut ótakmarkaðs stuðnings auðmanna og blaða, sem þeir studdu eða réðu yfir. Styrkir til stjórn- málaflokka. í grein Gylfa Þ. Gísllason- ar í afmælisblaði Alþýðu- blaðsins er það m. a. rakið, hvernig dagblöðunum hefur fækkað erlendis síðan hljóð- varp og sjónvarp komu til sögunnar. Einkum hafi þetta orðið örlög þeirra blaða, sem ekki studdust við atvinnurek- endur og viðskiptafrömuði og höfðu ekki auglýsingatekj ur frá þeim. Margir flokkar hafi þv! orðið blaðlauisir meðan aðrir styðjast við út- breidd og voldug blöð. Af þessu hefði hlotizt augljós aðstöðumunur, því að að- gangur flokka að hljóðvarpi og sjónvarpi gæti ekki jafn- að þann mun, enda þótt fyilsta óhlutdrægni væri hoitt. Síðan segir Gylfi: ..Af þessum sökum hafa /erið teknir upp styrkir til dagblaða í ýmsu formi í æ fieiri löndum á undanförn- um árum Víða um lönd eru og íekið að styrkja stjórn- málaflokka á ýmsan hátt af opinberu fé, í því skyni að tryggja, að þeir geti verið óháðir hagsmunasamtökum og þannig sem færastir um að gegna lýðræðishlutverki sínu. Ýmsir stjórnmálaflokk- ar nota opinberan styrk, sem þeir hljóta, að einhverju eða e. t. v.' öllu leyti til þess að gera sér kleift að halda úti málgagni eða greiða halla af rekstri þess eða þeirra. Yfirleitt munu ekki settar um það fastar reglur af hálfu löggjafa, hvernig stjórnmála fiokkur noti opinberan styrk sinn. Þess vegna er ekki auð- velt um það að dæma, hversu víðtækur styrkur við dagblöð er orðinn í lýðræðisríkjum. Fjármál og fjárþörf flokks og málgagna eru of nátengd til þess • að unnt sé að fá skýrt úr því skorið. En aðal- atriði málsins í því sambandi sem hér er um að ræða, er, að sú skoðun hlýtur æ ríkari viðurkenningu í lýðræðisríkj am, að dagblöð stjórnmála- flokka eigi að hljóta opin- beran styrk. Það sé nauðsyn- legt til þess að tryggja stjórnmálaflokkum lágmarks iöfnuð í aðstöðu til þess að kynna sjónarmið sín og afla beim fylgis. Sé þetta viður- kennt. er um leið á það fall- izt, að opinber styrkur til dagblaða sé nauðsynlegur þáttur þess að lýðræði starfi á þann hátt, sem lýðræðis- sinnar ætlast til“. Vandi íslenzku dagblaSanna Gylfi Þ. Gíslason vikur uæst að stöðu íslenzku dag- blaðanna Hann segir: „Nú er rétt að víkja að að- stæðum á Íslandi. Á það var drepið að framan, að e. t. v. muni Ísland eina lýðræðis- iandið, þar sem ekkert dag- blað hefur enn gefizt upp, brátt fyrir sívaxandi kostn- að og tilkomu útvarps og sjónvarps En hér er þess að geta, að sjónvarp á sér enn mjög skamman aldur á íslandi. Hitt vita allir, að fjárhagserfiðleikar íslenzkra- dagblaða eru fyrir löngu af vmsum ástæðum orðnir mjög miklir. Er þetta í raun og veru sízt að undra, þegar það er haft í huga, að íslending- ar hafa gefið út fleiri eintök dagblaða á hvert mannsbarn en nokkur önnur þjóð í víðri veröld, sem skýrslur eru til um. Láta mun nærri, að sex daga vikunnar komi út 50— 60 000 eintök af dagblöðum eða eitt eintak á hverja þrjá til fjóra landsmanna, unga og gamla. — Meira en eitt ein- tak dagblaðs kemur út sex daga vikunnar fyrir hverja emustu fjölskyldu í landinu. í þjóðfélagi, sem væri ein- angrað og fáskrúðugt að öðru leyti, gæti slíkt e. t. v. verið kleift fjárhagslega, þrátt fyrir sívaxandi útgáfu- kostnað. En í þjóðfélagi, sem hefur náin fengsl við önnur lönd, hefur fjölskrúðugt menning- arlíf að öllu leyti, hefur lengi haft útvarp og er að eignast sjónvarp, hlýtur að koma í ljós, að ekki er eðlileg eftir- spurn eftir þjónustu svo margra eintaka af dagblöð- nm við þeim vaxandi útgáfu kostnaði, sem um er að ræða Þetta hefur einnig komið í ljós hér á landi. All- ir iiafa vitað, að fjögur af fimm dagblöðum landsius nafa verið rekin með halla. Þennan halla hafa aðstend- endur blaðanna jafnað með alls konar móti, happdrætt- um, skemmtanahaldi og þrot lausri fjársöfnun meðal stuðningsmanna og velunn- ara. — Eftir að sjónvarpið kom til skjalanna, hefur vandi dagblaðanna enn vax- ið“. Stuðningurinn við dagblöðin Gylfi Þ Gíslason segir enn fremur. „ís'lenzku stjórnmálaflokk- arnir hafa verið sammála um að hér hafi komið til skjal- anna vandamál, sem ekki sé unnt að leiða hjá sér. Þess vegna hefur orðið samkomu- lag um það, að ríkisvaldið skali styrkja dagblöð og eitt blað annað, sem talið hefur verið hliðstætt, með vissum hætti. Ríkissjóður hefur tek- izt á hendur að greiða blöð- unum fyrir birtingu dag- skrár Enn fremur hefur Póstiir og Sími veitt Möðum þessum nokkru betri við- skipíakjör en almennt tíðk- ast. Um þetta hafa stjórnmála- flokkarnir verið sammála, svo langt sem það nær. Einn flokkanna hefur ekki dregið dul á, að hann telji hér hald- ið inn á hæpna braut. Hinir hafa talið hér of skammt gengið, en ekki verið að öllu leyti sammála um, hvernig veita skuli frekari aðstoð“. Skerðing á lýð- ræði og jafnréttl Þá ræðir Gylfi Þ. Gíslason þann möguleika að hægt sé að draga úr rekstrarkostnaði dagblaðanna. Hann segir síð- an: „En þótt blöðin öll spör- uðu i rekstri og minnkuðu les mál sitt, mundi það ekki nægjs til þess að leysa vanda beina sem heildar. Ef ekki er fcekara að gert, kann svo að fara fyn- en varir, að flckkar standi uppi án mál- gagns. Getur nokkrum í al- vöru blandazt hugur um, að það væri skerðing á því lýð- ræði og því jafnrétti, sem hér hefur ríkt á stjórnmála- sviðinu? Alþýðuflokkurinn er ein- dregið þeirrar skoðunar, að opinher stuðningur við dag- blöð sé nauðsynlegur, undir núverandi kringumstæðum í lýðræðiigþjóðfélagi. Hann er einnig þeirrar skoðunar, að ríkisvald lýðræðislþjóðfélags eigi að styrkja stjórnmála- flokka sína og setja þeim í sjálfsvald, á hvern hátt þeir veija þeim styrk, er þeir hr.jóta. Alþýðuflokkurinn get ur ekki hugsað sér, að Al- þýðuhlaðið fái þá afmælis- gjöf fimmtugt, að fjárskort- ur valdi því, að það verði að hætta að koma út eða breyt- ast í vikublað. Hann mun leggja sig ailan fram um, að svo þurfi ekki að fara, ekki eintmgis vegna Alþýðublaðs- ins, ekki einungis vegna AI- þýðuflokksins, heldur ekki sízt vegna hins, að án Al- þýðublaðsins, án sérhvers bess dagblaðs, sem nú kemur út á Íslandi, yrði íslenzkt lýðræði ófullkomnara en það er og íslenzk þjóð fátækari“. Má ekki lengur vera feimnismál Gylfi Þ Gíslason á þakkir skildar fyrir að hafa rætt þetta mál jafn hispurslaust og hér er gert. Því er ekki að ievna, að flokkunum hef- ur íundizt það vera feimnis- mál að ræða um fjármál sín og bera fram óskir um opin- beran stuðning. En þetta er eigi síður orðið óhjákvæmi- iegt, ef endalokin eiga ekki að verða þau, að þeir leiti á náðir auðmanna og auðhringa og iafnvel framandi afla og gerist meira og minna háðir þeim Eins og stjórnmála- starfsemi er nú háttað krefst hÚTi sívaxandi starfs, sem mun t. d. margfaldast við það, ef starfsemi þeirra verð ur gerf opnari, t. d. með prófkjörum eða skoðanakönn ‘ínum og aukinni þátttöku almennings á annan hátt. Þá bafa flokkarnir sívaxandi bcrf t'yrir ýmsa sérfræðilega upp’ýsingasöfnun, ef þeir eiga að geta fylgzt nægilega með á Iiinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. Seinast, en ekki sízt. þurfa flokkarnir svo að geta haft sín sérstöku málgögn. Beinn styrkur hins opin- bera til flokkanna er því orð inn stjórnarfarsleg nauðsyn. Annrrs skapast mikill að- stöðumunur og sú hætta eykst, að auðfélög og auð- menn. jafnvel af erlendri rót, nái mkum á starfsemi þeirra og atefnu Þ. Þ. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.