Vísir - 02.07.1981, Qupperneq 7
i
„HvaO fékkstu mikla
peninga frá Fram...
- fyrir dennan leik?” spurðí pjálfari KR annan linuvðrOlnn
• Manfred Steves...þjálfari KR.
Manfred Steves, þjálfari KR-
inga, getur átt von á þvi að verða
dæmdur i keppnisbann af Aga-
nefnd KSt vegna atburðar, sem
átti sér stað eftir leik KR og Fram
i bikarkeppninni i gærkvöldi
Steves gekk þá að öðrum linu-
verðinum, Vilhjálmi Þór
Vilhjálmssyni, og spurði hann svo
að ýmsir heyrðu, hversu mikla
peninga hann hefði fengið frá
Fram fyrir þennan leik!
,,Ég hef aldrei fengið annað
eins framan i mig á minum dóm-
araferli” sagði Vilhjálmur eftir
leikinn. „Þetta er mjög alvarleg
ásökun, en það er ekki mitt að
kæra. Dómari leiksins á að sjá
um það”.
„Þetta verður að sjálfsögðu
kært til Aganefndar, sagði Guð-
mundur Sigurbjörnsson, dómari
leiksins. „Það verður gengið frá
skýrslutil hennar strax i kvöld og
nefndin tekur siðan ákvörðun
hvað gera skal”...
—klp—
Sinurmarkiö kom
á 100. mínfltunni
- pegar Jóhann Georgsson skoraði fyrir Eyjamenn í eldfjörugri
viðureign peirra við KA á Akureyrí
Frá Stefáni Kristjánssyni á Akur-
eyri:
— Með frábæru marki á 100.
minútu höfðu Vestmannaeyingar
það af að fara með sigur af hólmi
i viðureigninni við KA i bikar-
keppninni i knattspyrnu i
gærkvöldi. Jóhann Georgsson
skoraði það mark fyrir Eyja-
skeggja, þegar staðan var 2:2 og
10 minútur búnar af framlenging-
unni.
Jóhann fékk þá knöttinn inn i
vitateig eftir vel tekna horn-
spyrnu, og hann var ekki að tvi-
tóna neitt við hann þar. Hann tók
hann viðstöðulaust og sendi hann
i netið gjörsamlega óverjandi
fyrir Aðalstein Jóhannsson,
markvörð KA, sem var einn besti
maður leiksins.
Þessi bikarleikur var góð
skemmtun fyrir hina liðlega 900
áhorfendur. Hann var vel leikinn,
hraður og opinn og marktækifær-
in mýmörg á báða bóga. Sérstak-
lega voru þau mörg i fyrri hálf-
leik, og voru þá skoruð 4 af 5
mörkum leiksins.
Það fyrsta gerði Hinrik Þór-
hallsson á 25. minútu eftir fyrir-
gjöf frá Elmari Geirssyni. Kári
Þorleifsson jafnaði fyrir IBV rétt
10 minútum siðar með gullfallegu
skoti — sláin inn. KA komst yfir 4
minútum siðar með marki Gunn-
ars Blöndals og aftur var það
Elmar, sem var með fyrirgjöfina.
Á siðustu minútu hálfleiksins
jafnaði svo Sigurlás — bróðir
Kára, sem skoraði fyrra mark
IBV — með viðstöðulausu skoti
eftir sendingu frá Ömari Jó-
hannssyni.
1 siðari hálfleik voru marktæki-
færin ekki eins mörg og i þeim
fyrri, og þá var heldur ekkert
skorað, svo að framlengja varð
leikinn. Þá kom þetta eina mark
IBV og þar meö var draumur KA
um að komast i úrslit i bikar-
keppninni i ár að engu gerður...
9 JÓHANN Georgsson...skoraði
sigurmark Eyjamanna.
Bikarmeistararnir
fá annað tækifæri
Fram og KR skíldu iöfn í bikarkeppninni í gærkvöldi
„Ég er sársvekktur yfir, að KR
skyldi fá að skora þetta mark,
ÍStefán eKkii
í til Eyja ;
Stefán Halldórsson, lands- i
J liðsmaður úr Val i handknatt- j
* leik, er hættur við að fara til •
| Vestmannaeyja til aö þjálfa |
^ Tý. -SOS j
sem nægði þeim til að jafna við
okkur. Þeir áttu það ekki skilið
eins og þeir voru búnir að leika
fram að þvi. En við fáum annað
tækifæri á móti þeim, og þá skulu
þeir ekki fá að sleppa svona bil-
lega" sagði Marteinn Geirsson
fyrirliði Fram, eftir bikarleik KR
og Fram á aðalleikvanginum i
Laugardal i gærkvöldi.
KR-ingar náðu þar jafntefli
gegn bikarmeisturunum frá i
fyrra, eftir framlengdan leik, og
urðu lokatölurnar 1:1. Heldur fátt
PÉTUR ORMSLEV...sækir aö marki KR-inga. Stefán Jóhannsson náði að slá knöttinn i horn.
(Visismynd Friðþjófur).
gerðist i þeim leik fyrir utan
mörkin. Það fyrra skoraði Arsæll
Kristinsson mjög laglega á 39.
minútu, eftir sendingu frá Guð-
mundi Torfasyni, sem hafði feng-
ið boltann frá Pétri Ormslev eftir
mikið og glæsilegt gegnumbrot
hans.
KR-ingar jöfnuðu á 35. minútu
siðar.i hálfleiks með nokkuð
áþekku marki. óskar Ingimund-
arson sendi þá boltann fyrir
markiö á Elias Guðmundsson,
sem afgreiddi hann snaggaralega
i netið. KR-ingarnir tviefldust við
þetta mark sitt og voru öllu betri
það sem eftir var leiksins- eða
fram að framlengingunni. 1
henni gerðist aftur á móti ekki
neitt markvert og liðin skildu þvi
jöfn og verða að mætast aftur.
„Þetta var dæmigerður bikar-
leikur, barátta mikil og mikið um
mistök”, sagði Ólafur Lárusson,
aðstoðarþjálfari KR, eftir leikinn.
„I þetta sinn var Fram betra liðið
i fyrri hálfleik, en við það betra i
þeim siðari og jafntefli nokkuð
sanngjarnt, þótt svo að viö
KR-ingar séum aldrei ánægöir
með það”...
—klp—
ÍÞröflara-!
; siagur ;
- á Laugardals-
vellínum
Það verður sannkallaður I
| Þróttaraslagur á Laugardals-1
. vellinum i kvöld, þegar Þróttur,
I Reykjavik, mætir Þrótti frá I
| Neskaupstaö kl. 20 i 16-liöa úr-|
! slitum bikarkeppninnar.
I Sex lið hafa tryggt sér rétt til |
| að leika i 8-liða úrslitunum — |
[ Akranes, Keflavik, Þór, Vest-!
I mannaeyjar, Fylkir og FH, '
| Fram og KR þurfa að leika I
1 aftur.
L____________________
9 Ronnie Allen
Allen aftur
til WBA
- og Mullery fór
til Charlton
— „Ég er kominn hingað til
aðvera hér um langan tima”,
sagði Ronnie Allen, þegar
hann tók við starfi fram-
kvæmdastjóra W.B.A. i gær-
kvöldi. Allen er ekki óþekktur
hjá Albion, þvi að hann iék
með liðinu á árum áður — yfir
500 leiki, og þar að auki klædd-
ist hann enska landsliðsbún-
ingnum 5 sinnuin.
Allen, sem skoraði 2 mörk
fyrir W.B.A. i bikarúrslitaleik
á Wembley 1954, þegar liðið
lagði Preston að velli 3:2, hef-
ur verið áður framkvæmda-
stjóri hjá W.B.A. Hnn lét af
þvi starfi i júni 1977 og gerðist
landsliðseinvaldur i Saudi-
Arabiu.
Alan Mullery..sem hætti
hjá Brighton fyrir þremur vik-
um, gerðist framkvæmda-
stjóri Charlton i gærkvöldi —
tók við starfi Mike Baily, sem
fór til Brighton.
—SOS
9 ATLI HILMARSSON
Atli til
Hamlen
á morgun
Atli Hilmarsson, landsliðs-
maður i handknattleik úr
Fram, heldur utan til
Vestur-Þýskalands á morgun.
Hann hefur eins og kunnugt er
ákveðið að leika þar með 2.
deildarliðinu Hamlen næsta
veturog byrja æfingar þar um
næstu mánaðamót. Atli fer út
núna til að ganga frá ýmsum
málum varðandi samninginn
við félagiö, en hann mun
undirrita hann siðar i þessum
mánuði....
—klp—
þórsarar í
erfiðleikum
- en logðu Lelltur
Þórsarar frá Akureyri áttu í
Imiklum erfiðleikum með
baráttuglaða leikmenn Leifturs
á Ólafsfirði i gærkvöldi, sem
vörðust vel. Þórsarar voru
ávallt betri aðilinn og skoraði
örn Guðmundsson sigurmark
þeirra á 30. min. — renndi knett-
inum örugglega i netið af stuttu
I færi.
—SOS