Vísir - 02.07.1981, Page 8

Vísir - 02.07.1981, Page 8
8 Fimmt'iídagur 2. júlí 1981 vmm Fréttastjóri: Saemundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- drup, Árni Sigfússon. Friða Ástvaldsdóttir, Herbert Guömundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sígþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaðurá Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sig- Otgefandi: Reykjaprent h.f. mundur 0. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- Ritstjóri: Ellert B. Schram. son. útlitsteiknun: Magnús Ólafsson, Þröstur Haraldsson, Safnvörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskriftargjald kr. 80 á ménuði innanlands og verð i lausasölu 5 krónur eintakið. Visir er prentaður í Blaðaprenti, Siðumúla 14. LEIBJENDUR I VANDt Enda þótt sú stefna eigi að ráða í húsnæðismálum, sem felst í sjálfseign einstaklinganna, þá er vitaskuld Ijóst, að á öllum tim- um er hópur fólks, sem ekki hef- ur aðstöðu eða möguleika til að koma sér upp eigin íbúð. Þar er fyrst og fremst um að ræða námsfólk, aldraða eða efnalítið fólk. Þörfum þessa þjóðfélags- hóps verður að sinna með leigu- íbúðum eða með sérstakri fyrir- greiðslu hins opinbera, eins og reyndar er gert að takmörkuðu leyti. Því er hinsvegar ekki að neita, að leigjendur eru hálfgerðar hornrekur í þjóðfélaginu. Þeir eiga allt sitt undir leigusala, að því er varðar leigutíma og leigu- kjör. Þeir verða að sætta sig við misjafnan aðbúnað, og raunar telstþaðtil happdrættisvinninga, þegar húsnæðislaust fólk dettur niður á hentugar íbúðir. Þrotlausar auglýsingar eftir leiguhúsnæði bera þess vott, að það sé af skornum skammti og leigjendasamtökin hafa lýst yfir neyðarástandi. Vandinn felst í tvennu: litlu framboði á íbúðum og háum leigugjöldum. Hvorutveggja á sínar skýringar. Húsbyggingar hafa dregist saman að undan- förnu. Fasteignir eru ekki lengur öruggasta f járfestingin eftir að vaxtakjör breyttust og verð- trygging var tekin upp. Það er hagstæðara fyrir fólk að leggja fé sitt inn á banka, heldur en ráðstafa því í byggingar. Þetta veiaur samdrætti á hús- næðismarkaðnum. Því til viðbót- ar hefur löggjöf um leigukjör, sem átti að vera til hagsbóta fyr- ir leigjendur, reynst hafa þveröf- ug áhrif. Húseigendur halda að sér hendi og telja rétt sinn svo fyrir borð borinn, að þeir bjóða íbúðir sínar síður til leigu. Þann- ig hefur sú löggjöf orðið til óþurftar og snúist í ranghverfu sína. Húseigendur vilja ráða yfir sínum eignum sjálf ir, í stað þess að láta skipa sér fyrir með lög- gjöf og stifum reglugerðum. Leigukjör eru oft miklir afar- kostir fyrir efnalítið fólk, ein- stæðinga eða námsfólk. Skuld- inni er skellt á húseigendur, sem sagðir eru hafa íbúðir sínar að féþúfu á kostnað fátæklinga. Þær fullyrðingar eru þó engan veginn á rökum reistar. I athygl- isverðri grein, sem Pétur Blöndal stærðfræðingur skrifaði fyrir skömmu, benti hann á, að húseig- endur greiði síhækkandi eigna- skatta og fasteignagjöld. Þar er krumla ríkisvaldsins á ferðinni. Pétur tekur dæmi: Af fjögurra herbergja íbúð í blokk reiknast honum til, að eigandinn greiði kr. 500 á mánuði í skatta og gjöld. Er þáekki öll sagan sögð, því að leigutekjurnar eru að sjálfsögðu tekjuskattsskyldar og því rennur ennstærri hluti leigunnartil ríkis og bæja. Ef íbúðin er leigð á 1500 krónur, heldur eigandinn eftir 60% eða 460 krónum á mánuði, og af því þarf hann að greiða við- hald, tryggingar og annað sem eigninni fylgir. Þetta er ekki rakið til réttlæt- ingar á hárri leigu. Þar er sjálf- sagt pottur brotinn. En skyldi það ekki vera einhver skýring á erfiðum leigukjörum, að fjár- málavaldið, óhófleg skattlagning á íbúðarhúsnæði, sogar til sín bróðurpartinn af leigugjöldun- um? Illa staddir leigjendur ættu því ekki síður að beina geiri sínum að skattastefnunni og þeim íþyngj- andi kvöðum, sem löggjafinn hefur sett þeim, sem húsnæði eiga. Vandi leigjenda verður ekki leystur með stórfelldum félags- legum byggingarframkvæmd- um, þar sem leigjendum er hrúg- að saman í annarsflokks íbúðir. Lausnin er fólgin í almennri hvatningu til aukinna húsbygg- inga, rýmri löggjöf, sem ekki leiðir til falinna leigusamninga. og lægri skattlagningu á fast- eignir. [ þessum efnum hefur verið fylgt rangri stefnu, sem leigjendur súpa nú seyðið af. VH'HMBÉRUMÉNNÍRNTRHRIDDÍR?'! Það olli talsverðu fjaðrafoki i vor, þegar nokkrir menn komu saman til þess að stofna féiags- skap, sem hefur þaö aö mark- miði að aflétt verði einokun Is- lenska rikisins á þeirri tegund fjarskipta og fjölmiðiunar, sem við köllum útvarp og sjónvarp. Einokunarpostular brugðust við hart og sáu i anda auövalds- drauginn vaða öll stofugólf i landinu upp aö hnjám, menn- inguna á heljarþröm og tunguna hálf- eða aldauða. Æöstu postular menningar- mála og forsvarsmenn rikisút- varpsins voru bólgnir af ábyrgö þegar þeir töluöu um þetta mál, og hétu þvi aö berjast af alefli gegn andskota þessum, enda kæmist hann þvi aöeins á kreik aö vondir menn væru aö svelta rikisútvarpiö. öllu var ruglaö saman i málflutningi, svo helst mátti skilja aö menn þeir sem stofnuöu félagiö væru ákveðnir i að byrja útvarpsrekstur i skjóli falinna fjársjóöa um leiö og ein- okuninni væri aflétt. Raddir úr forneskju Sá er þetta skrifar hefur marglýst þeirri skoöun sinni að fjársvelti rikisútvarpsins sé þjóöarskömm, og skal hún enn itrekuö hér. Rikisútvarpið ber að efla á alla lund og vegur þess á aö vera sem mestur. Þvi á bara ekki að rugla saman viö framþróun fjölmiölunar. I einræöisrikjum þykir sjálf- sagt aö rikisvaldið eöa tryggir stuöningsmenn þess gini einir yfir allri fjölmiölun, hvort sem hún fer fram á prenti eða i gegn- um fjarskipti, útvarp og sjón- varp. t lýöræöisrikjum þykir fráleitt að rikisvaldið hafi ein- okun á prentuðu máli. Þó er það i raun ekkert fráleitara en aö rikisvaldiö hafí einokun á út- varpi og sjónvarpi. t árdaga útvarpsreksturs var það hins vegar fjárhagslega of- viöa öörum en riki eöa risafyrir- tækjum aö setja upp útvarps- stöövar og rekstur þeirra var erfitt aö fjármagna meö öörum hætti en afnotagjöldum. Þetta leiddi til þess að rikisvaldið haföi viöast hvar forgöngu um aö koma útvarpsrekstri á. Stór- ar stofnanir risu upp, og eins og slikum fyrirbærum er tamt rig- héldu þær i einkaleyfi sitt eins lengi og unnt var. En þær raddir, sem halda þvi fram aö slikt fyrirkomulag eigi að haldast eöa muni haldast um alla tiö, eru raddir úr forneskju. Þróunin i lýöræöisrikjum utan Skandinaviuskagans hefur oröiö i þá átt aö fleiri og fleiri hafa spreyttsig á þessari tegund fjöl- miðlunar, alveg eins og prent- aöa málinu ör þróun siðustu ára Þróunin hefur oröið ör á siö- ustu árum. Sums staöar kannski einum of ör, þar sem menn hafa ekki gætt þess sem skyldi að frelsi ogringulreiö eru sitthvað. Bandarikjamenn hafa misst þetta út úr höndunum á sér eins og byssurnar og margt fleira, og svipaö mun eiga viö um Itali. Bretar, sem viröast yfirleitt sjálfkjörin forystuþjóð á sviöi fjölmiðlunar, fóru skynsamlega i sakirnar og þar dettur liklega engum lengur i hug annaö en einkastöövar séu starfræktar viö hliö BBC, hvort heldur er á sviöi útvarps- eöa sjónvarps. Frakkar eru að springa á limm- inu, en þar hefur rikisvaldiö einokað útvarpsrekstur. Sósial-kapitalistinn Mitterrand veröur sennilega til þess aö rjúfa þá einokun. Alls staöar i frjálsum þjóðfe- lögum er mönnum aö verða ljós sú staöreynd aö rikiseinokun á þessari tegund fjölmiölunar á Magnús Bjarnfreðsson lýsir undrun sinni á við- brögðum „einokunar- postulanna" gagnvart frjálsari útvarpsrekstri. Hann segir: „Rauná'r er tvískinnungur íslenskra yfirvalda í þessum mál- um broslegur. Forráða- menn ríkisútvarpsins leggjast gegn einka- rekstri á útvarpsstöðvum undir opinberu eftirliti á meðan útvarps- og höf- undarlöggjöf eru þver- brotin fyrir augum þeirra". engan rétt á sér. Ný tækni brýt- ur hana raunar sjálfkrafa niður svo ört aö löggjafar- og dóms- málayfirvöld horfa hissa og ringluð á hamaganginn. Broslegur tvískinnungur Raunar er tvískinnungur is- lenskra yfirvalda i þessum mál- um broslegur. Forráöamenn rikisútvarpsins leggjast gegn einkarekstri á útvarpsstöövum undir opinberu eftirliti á meðan útvarps- og höfundarlöggjöf eru þverbrotin fyrir augum þeirra, án þess þeir geti hreyft legg né lið. Hver einkasjónvarpsstööin eftir aðra hefur algerlega eftir- litslaust hafið starfsemi sina i fjölbýlishúsum og þar eru sýnd- ar stolnar myndir og klám- myndir i bland viö heiðarlega fengiö efni, án þess nokkur depli auga. ólýginn segir mér að i einu stærsta sveitarfélagi landsins sé slikum sjónvarps- rekstri stjórnaö úr opinberri stofnun, sem hóti meö góðum árangri að skrúfa fyrir privat- sjónvarpið ef viss opinber gjöld eru ekki refjalaust greidd! Við hvað eru mennirnir hræddir? Samt hafa viðbrögð orðiö harkaleg viö þvi að einokun rikisins á útvarpsrekstri sé af- numin. Nokkuð skiptast viö- brögðin raunar eftir stjórn- málaflokkum. Sjálfstæöismenn segjast fylgjandi breytingum. Kratar tvístiga, en hressast kannski ef Mitterrand gefur þeim linuna. Forráöamenn Framsóknarflokksins i menn- ingarmálum sem á annað borö hafa úttalað sig, svo og flokks- málgagnið, hafa sýnt framþró- uninni fjandskap, og minnist sá er þetta ritar þess þó aö hafa einhvern timann tekiö þátt i þvi með sjálfum æjatolla flokksins i menningarmálum að' setja á blaö yfirlýsingu um að flokkur- inn væri hlynntur framlagi frjálsra einstaklinga til góbra mála. Mega flokksbræður minir væntanlega vart til þess hugsa aö sveitarstjórnir, landshluta- samtök, hvað þá samvinnu- hreyfing fari aö bjástra viö út- varpsrekstur, enda hlutur flokks okkar frábær hjá rikis- fjölmiölunum, eins og dæmin sanna. Kommar hálfærast aö vonum, sé minnst á fyrirbærið, enda allt puöiö við mannaráðn- ingar rikisfjölmiðlanna til litils, ef einhverjir aðrir mega svo fara að tala á öldum ljósvakans. Forráðamenn Rikisútvarps- ins hafa valdið mér vonbrigð- um, enda þótt afstaða þeirra sé lik forráöamönnum annarra rikisútvarpsstöðva þegar einok- un þeirra hefur verið i hættu. En þeir eru allt of góöir og gegnir menn til þess aö leika kjána framan i þjóðina, þegar þessi mál ber á góma. Þeir hljóta aö fylgjast betur með þróun fjöl- miðlunar i heiminum en þeir vilja vera láta. En mér er alveg óskiljanlegt viö hvað. Frjálsar útvarps- stöðvar hafa ekki gengið af opinberum stöðvum dauðum, svo mér sé kunnugt. Rikisstöðv- arnar hafa brugðist við sam- keppni á sama hátt og öll önnur fyrirtæki. Þær hafa bætt fram- leiðslu sina og haldið velli. Hið sama myndi gerast hér. Afnám einokunar Rikisútvarpsins myndi þvi veröa til góðs fyrir þá ágætu, fjársveltu stofnun. Ein- okun er alltaf til bölvunar og oft á tiðum verst fyrir þá sem hún skýlir, eins og dæmin sanna. Magnús Bjarnfreösson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.