Vísir - 02.07.1981, Síða 32

Vísir - 02.07.1981, Síða 32
vtsm Veðurspá dagsins Á Suð-Vesturlandi verður fremur hlýtt i dag.en annars- staðar svalt veður einkum á Norð-Austurlandi. Suðurland til Vestfjarða: viðast austan eða norð-austan 2-4 vindstig og bjart veður. Strandir og Norðurland vestra og Norður- land eystra: norð-austan 2-3, viðast skýjað- en þurrt að mestu. Austurland að Glett- ingi og Austfirðir: norð-austan 3-5, viða skýjað og dálitil kalsarigning öðru hverju, Suð- Austurland: norð-austan 3-5, sums staðar skúrir siðdegis. Veðrið hér og har Veðrið klukkan sex I morgun: Akureyri alskýjað 3, Bergen skúrir 10, Helsinkialskýjað 14, Kaupmannahöfn hálfskýjað 15, Osló skúrir 13, Reykjavlk hálfskýjaö 8, Stokkhólmur hálfskýjaö 14, Þórshöfnskýjað 7. Veðrið klukkan 18 i gær: Aþena léttskýjað 3, Berlin skýjað 17, Chicago heiðskirt 20, Feneyjar léttskýjað 22, Frankfurtléttskýjað 20, Nuuk rigning 4, London skýjað 19, Luxemburg skýjað 15, Las Palmas léttskýjað 23, Mallorka heiðskirt 25, Montreal alskýjað 19, New Yorkalskýjað 25, Parisskýjað 19. Róm heiðskirt 23, Malaga heiðskirt 23, Vinléttskýjað 23, Winnepeg léttskýjað 26. LOKI segir Næsta sendinefnd á fund EBE mun að likindum hafa meb sér löggiltan skjalaþýð- anda. Fimmtudagur 2. júlí 1981 síminner 86611 . Hundruð á slmabiðlistun - allt að priggia ára blð: Sfmanúmer komin á svarlamarkaði Hundruð manna og fyrirtækja eru nú á simabiðlistum á einum 14 stöðum á landinu, en á fæst- um þeirra mun úrlausnar að vænta fyrr en um mitt næsta ár eða siðar. Þá má gera ráð fyrir þvi, að töluvert á annað þúsund simapantanir biði afgeiðslu, þvi mánaðarlega bætast tugir á bið- listana. Verst er ástandið í Kópavogi, þar sem síma- númeraskortur hefur verið stór- felldur siðan 1977 með nokkurra mánaða hléi i fyrra, og þar ganga simanúmer milli manna á eins konar svartamarkaði. Samkvæmt upplýsingum, sem Visir fékk hjá Brandi Hermannssyni i simatæknideild Landsimans og ýmsum stöövar- stjórum, má gera ráð fyrir að nú séu 500—600 á biðlistum eftir nýjum slmum, þar af nálægt 300 i Kópavogi og 100 á Akureyri. Einnig eru biðlistar i Keflavik, Garði, Bolungarvik á Laugar- bakka, Skagaströnd, i Varma- hlið, Grenivik, Reykjahlið, á Egilsstöðum, Laugarvatni, Hellu og Kirkjubæjarklaustri, en á sex öðrum stöðum myndast biölistar siðar á árinu. A aðeins fjórum af þessum stöðum má vænta úrbóta i ár, á hinum ekki fyrr en á næsta ári eða siðar. Viðast er það skortur á við- bótarstöðvum, sem um er að ræða, en á einstaka stað vantar hús, og það gildir t.d. um Akureyri. Rót þessara vanda- mála er niðurskurður á fram- kvæmdum Landsima. í Kópavogi var bætt við 1.000 númerum um áramót 1979—80, en þá voru hundruð á biðlista, og aftur var kominn biðlisti seint á siðasta ári. Þar vantar nú sem fyrr segir um 300 númer og skorturinn verður að likind- um 700—800 númer, þegar stöð- in verður stækkuð á fyrrihluta næsta árs. Simanúmer eru nú og hafa verið gjaldmiðill i ýmis konar viðskiptum i Kópavogi og það i verulegum mæli, þar sem neyðin knýr marga til þess að kaupa „lán” á númerum bak við tjöldin. Þetta tiðkast, sam- kvæmt heimildum blaðsins, t.d. i sambandi við leigu á húsnæði sem hlunnindi og jafnvel á hreinum viðskiptagrundvelli, og er númerið metið til verulegrar upphæðar i mörgum tilfellum. VarO fyrir bíl á gangbraut Öldruð kona á leið yfir gang- braut varð fyrir bil a móts við Glæsibæ um klukkan 16,30 i gær. Konan sem er um áttrætt brotn- aði illa, en hún er ekki talin i lifs- hættu. Hún liggur nú á Borgar- sjúkrahúsinu i Reykjavik . AS Hirtu nýju dekkin undan Bensinum Hann var að vonum óánægður Mercedis Bens- eigandinn sem uppgötvaði snemma i nótt að þremur hjólbörðum á felgum, hafði verið stolið undan bil hans þar sem honum hafði verið lagt i Hafnarstræti. Hinir biræfnu þjófar höfðu reyndar skipt um dekk sett gömul og gatslitin dekk undir bilinn, lik- lega i von um, að eigandi bilsins tæki ekki eftir þvi fyrr en nokkru siöar, að nýju dekkin voru á bak og burt. Atburöur þessi átti sér stað á bilinu milli klukkan 16 i gær til klukkan 2 i nótt en billinn var þá i porti i Hafnarstræti. Þeir, sem þar urðu varir við menn að dekkjavinnu.ættu aðláta lögregl- una vita. —AS Þrælasláttur hét það I gamla daga, og heitir sjálfsagt enn, þegar einn slátturmaður sló við hlið annars og fylgdi honum fast eftir, eins og Þóröur Magnússon fylgir hér á myndinni Sigurgeiri Likafrónssyni Sýnir það ekki svolitinn mannsbrag að taka á við sláttinn, á fornan og þjóðlegan hátt i staðinn fvrir að dóla á eftir mótortik? Visismynd EÞS Borgarspltalinn: TVEIR STRÁKAR STÁLU 7500 KRÓNA ÁVÍSUN „Þeir voru staðnir að verki, þar sem þeir voru að taka launa- ávisunina mina úr veski, sem ég geymdi I skáp i kaffistofunni, en komust undan og hurfu á augna- bliki”, sagði stúlka sem starfar á Borgarspitalanum, en tveir 12-13 ára strákar rændu 7.500 króna launaávisun hennar um kaffileyt- ið i gær, sem var útborgunar- dagur „Þeir virtust rata hérna i turn- inum þar sem viö geymum per- sónulega muni okkar i ólæstum skápum i kaffistofunni”, sagði stúlkan, „og það var tilviljun að til þeirra sást, en þeir hurfu siðan greiðustu leið burt.” Hún sagði að starfsfólkið hefði ekki aðra geymslu. Skömmu eftir þjófnaöinn, komu tveir drengir inn i verslun i Reykjavik með 7.500 króna ávisun og hugðust skipta henni. Kaupmanninum leist ekki á blik- una og er piltarnir uröu varir við að hann taldi ekki allt með felldu, sótti hræðsla að þeim og þeir stukku út úr versluninni. Kaup- maöurinn stóð eftir með ávisun- ina, sem reyndist vera launa- ávisun starfsmannsins á Borgar- spitalanum. Konan fékk þvi laun- in sin, en ekki hefur náöst til pilt- anna. HERB/—AS Saknar tíu busund króna Sjómaður frá ólafsvik, sem verið hafði að skemmta sér i borginni frá þvi um helgina, vaknaði i gær upp við þá stað- reynd að horfnar voru frá honum 10 þúsund krónur i beinhöröum peningum. Þótt dagarnir i borginni hafi verið skemmtilegir og eitthvað til þeirra lagt af peningum sjó- mannsins, taldi hann mjög ólik- legt að 10 þúsundir hefðu horfið á þann hátt. Hugar nú rannsóknar- lögreglan að þessu máli. —AS. HERB

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.