Tíminn - 05.12.1969, Qupperneq 1
f
\ SAMVlNNUBAÍíKINN í
% -7VÍINN BANKI £
v s
Mótmæli
Nemendur Rínskólans í Hafn-
arfirði reisa kross á grunni
„nýja“ iðnskólans, er þeir
héldu ,minningarathöfn“ til
*ð mótmæla ótrúlegum seina-
gangi við byggingu skólans.
Frásögn af mótmælum iðn-
skólanemanna er á blaðsíðu 16.
Tala atvinnulausra tvö-
faldaðist í nóvember!
Koma í veg
fyrir fölsun
flugfarseðla
Ko—Reykjavík, fimmtudag.
Á undanfömum árum hef-
ur fölsun flugfarseðla orðið æ
meira vandamál hjá hinum
stærri flugfélögum, og hafa
flugfélögin neytt alLra ráða til
að koma í veg fyrir þessa föls-
un. í dag var opnuð ný prent-
smiðja í Bretlandi, og eru vél-
ar hennar sérstaklega útbúnar
til að prenta farseðla, sem ekki
á að vera hægt að falsa.
Frair>’ ‘4 á bls. 14.
EFTA-málið fyrir
Alþingi í dag
TK-Reykjavík, fimmtudag.
Ríkisstjórnin mun á morgun,
föstudag, leggja EFTA-málið
fyrir Alþingi, þar sem lagt verð
ur til að samþykkt verði aðild
íslands að EFTA á grundvelli
þeirra samninga, sem nú liggja
fyrir um kjör íslands við inn-
gönguna, e;. í þeim samningum
hefur verið reiknað með að
ísland gerðist formlegur aðili
að bandalaginu 1. marz 1970.
Ýmis fylgiskjöl munu fylgja
sjálfu þingskjalinu og vitað er
að ríkisstjórnin hyggst flytja
frumvörp um margs konar
breytingar á íslen/.kum lögum.
Hvort þau frumvörp verða sam
flota með sjálfu EFTA-þing-
skjalinu er hins vegar ekki vit-
Hnrekendur samþykktu
aðild íslands að EFTA
EJ—Reykjavík, fimmtudag.
Niðurstöður liggja nú fyrir í
allsherjaratkvæðagreiðsiunni iim-
an Félags ísL iðnrekenda um að-
ild íslands að Fríverzlunarbanda
lagi Evrópu, EFTA. Sérstök til-
laga frá stjóm félagsins, þar sem
mælt var með aðild að EFTA, var
samþykkt með 76,3% greiddra at-
kvæða, en á móti voru 22,2%. At-
kvæðagreiðslan fór þannig fram,
að þau fyrirtæki, sem aðild eiga
að félaginu, fengu atkvæðamagn í
hlutfalli við launagreiðslur sínar.
Stóru fyrirtækin höfðu því lang
mest atkvæðamagn.
Þátttafca í atfcvæðagreiðslunni
nam aðeins 75,1%.
í ályfctun þeirri, sem til grund
vallar atkvæðagreiðslunni lá —
og var samþykkt af meirihluta at-
kvæða — er bent á, að „þegar
horft er fram á við, hljóti það í
vaxandi mæli að falla í Mut iðnað
arins að standa undir nauðsynleg
um hagvexti." Er bent á, að nauð-
>■ legur vöxtur iðnaðarins verði í
vaxandi mæli að byggjast á út-i
flutningi. „Forsendur þess, að
því markmiði verði náð, eru marg
víslegar ráðstafanir, af hálfu opin-
Iberra aðila, framtak einstaklinga
iog fyrirtækja og greiður aðgang
ur að stærri markaði."
í lok ályktunarinnar segir síð-
ið enn.
an, að „í tra . .1 þess, að íslenzk
stjórnvöld hlutist til um að aðstaða
iðnaðarins verði í hvívetna eigi
lakari en samkeppnisþjóðanna, og
muni á hverju.n tím . standa vörð
um atvinnurckstur íslendinga, tel
ur fundurinn rétt, að ísland ger-
ist aðili að Fríverzlunarbandalagi
Evrópu.
Fundurinn leggur áherzlu á og
vitnar til yfirlýsinga þar að Iút-
andi, að fylgzt verði gaumgæfilega
með áhrifum aðildarinnar á þróun
iðnaðarins almennt. Leiði athug-
anir í ljós, að æskileg iðnþróun
náist ekki, verði tekið til endur
skoðunar og athugað á ný, hvernig
framtíðarhagsmunir atvinnuvega
á íslandi verði bezt tryggðir.Einn-
Framhald á bls. 14.
MIKIL AUKNING ATVINNU-
LAUSRA í KAUPSTÖÐUNUM
Tala skráSra atvinnuleysingja
hefur aukizt mjög mikið í kaup-
stöðum landsins í nóvembermán-
uði. í aðeins einum kaupstað hef-
ur verið um fækkun að ræða, en
þaið er á Akranesi, sem hafði 6 á
skrá í lok nóvember en 12 í lok
október.
Atvinnuleysið í kaupstöðunum
var annars þannig um mánaðar-
mótin: Reykjavík 515 (364 í lok
október), ísafjörður 5 (5), Sauð-
árfcrókur 101 (9), Siglufjörður
241 (163), Ólafsfjörður 69 (6)
Akureyri 224 (117), Húsavík 77
(8), Seyðisfjörður 4 (0), Neskaups
staður 87 (36), Vestmannaeyjar
0 (0), Keflavík 13 (0), Hafnar-
fjörður 97 (36) og Kópavogur 40
(26).
Eins og af þessu sést, hefur mik
il aukning atvinnulausra átt sér
stað í Reykjavik, á Sauðárkróki,
Siglufirði og Akureyri, og veru-
leg aukning víðast hvar annars
staðar í kaupstöðum landsins.
NÆR TVÖFÖLDUN í KAUP-
TÚNUM MEÐ YFIR 1000 ÍBÚA
í kauptúnum með 1000 ibúa eða
meira hefur atvinnuieysið yfir-
leitt aukizt, og er nú sem hér
segir: Seltjarnarneshreppur 10
(4), Borgarnes 6 (1), Stykkishólm
ur 0 (4), Patreksfjörður 12 (24),
Dalvífc, 24 (3), Selfoss 15 (2),
Framhald á bls. 14.
Óeðlileg og órökstudd afstaða meirihluta borgarstjórnar í útboðsmáli:
Víkur tílefnislaust frá megin-
reglunni að taka lægsta boði
AK—Reykjavík, fimmtudag.
Á fundi borgarstjórnar Reykja-
víkur í kvöld urðu allharðar um-
ræður um þá ákvörðun meirihluta
borgarráðs (4 af 5) að taka ekki
lægsta tilboði verktaka á útboði
á gatnagerð og lögnum í Kringlu-
mýrarbraut. —. Kostnaðaráætlun
gatnamálastjóra á verki þessu var
17,4 millj. kr. Hins vegar bárust
þrjú tilboð, sem voru 40—50%
lægri — 9,2 millj. 9,3 millj. og
9,6 millj.
Gattnamálastjóri og Innkaupa-
stofnun borgarinnar lögðu til, að
þriðja lægsta tilboði, 9,6 millj.
væri tekið. Fjórir borgarráðsmenn
samþykktu þetta, en Kristján
Benediktsson, borgarráðsmaður
Framsóknarfilokksins, mótmælti
og kvað rétt og skylt að taka
lægsta tilboði, því a@ nægileg rök
til annars lægju að hans dómi
ekki fyrir. Sagði hann fram eftir
farandi tillögu, sem felld var með
4 atkvæðum gegn 1.
„Ég tel, að Reykjaviburborg
eigi að fylgja þeirri meginreglu í
sambandi við útboð og val á verk-
Framhald á bls. 14.
Frásögn og mvndir af „Þrælum Satans“ á bls. 3
EJ—Reykjavík, fimmtudag.
Atvinnuleysið hefur tvöfaldazt f
nóvembermánuði miðað við það,
sem var skráð í lok október síðast-
Liðins. í október voru 1078 á skrá
á öllu landinu sem atvinnulausir,
en í lok nóvember var talan kom-
in upp í 2049.
Mest hefur aukningin orðið í
kaupstöðum landsins, en einnig
nokkur í kauptúnum.