Tíminn - 05.12.1969, Side 9

Tíminn - 05.12.1969, Side 9
9ÖOTUDAGUR 5. desember 1969. TIMINN 1---- -n—r-r*rr Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN F’ramkvæmdastióri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjómar: Tómas KarLsson Auglýs. ingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstjómarskrifstofur t Eddu- húsinu, simar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusimi: 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði. tnnanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Stjórnarráðshús Árið 1954 beittu þeir Ólafur Thors og Steingrímur Stemþórsson sér fyrir því, að Alþingi ákvað að láta reisa nýtt stjómarráðshús í tilefni af því, að þá voru liðin 50 ár síðan stjómin fluttist inn í landið. Ákveðið var jafn- framt, að húsið yrði byggt á lóð ríkisins við Lækjar- götu milli Bankastrætis og Amtmannsstígs. Á fjárlög- um ársins 1955 vora veittar tvær milljónir kr. til bygg- ingarinnar og hefur það framlag haldizt flest árin síð- an. í byggingarsjóði hússins mun því vera nú um 20 millj. króna. Rökin fyrir byggingu nýs stjórnarráðshúss voru aug- ljós 1954 og era það þó enn frekar nú. Hér er ekki að- eins um það að ræða, að æðstu stjóm landsins séu búin sæmileg húsakynni. Hagnaðarsjónarmiðið er ekki síður þungt á metunum. Ríkið greiðir árlega húsaleigu fyrir stjórnarskrifstofur svo að milljóna króna skiptir. Sök- um þess, hve skrifstofurnar eru nú dreifðar um borg- ina, verður starf þeirra á margan hátt óhagkvæmara og dýrara en ella. Eðilegra virðist að sameina ýmsar þessar skrifstofur, en það verður tæpast gert fyrr en fullnægj- andi húsnæði er fyrir hendi. Þótt 15 ár séu liðin síðan Alþingi tók framangreinda ákvörðun, hefur enn ekki orðið neitt úr framkvæmdum, að því undanskildu, að teikningu að húsinu mun lokið. Segja má, að það sé afsakanlegt, að ekki var hafizt handa um þessa byggingu meðan skortur var á vinnu- afli, vegna mikilla framkvæmda. Nú er slíku ekki leng- ur til að dreifa, heldur er atvinnuleysi svo mikið hjá byggingaiðnaðarmönnum, að hundruð þeirra hafa l°itað sér atvinnu erlendis. Það era hrein falsrök, að bygging stjómarráðshúss þurfi nokkuð að tefja fyrir byggingu skóla og soítala, enda höfðu þeir Steingrímur Steinþórsson og Ólafur Thors sannarlega ekki ætlazt til þess, þegar þeir beittu sér upphaflega fyrir þessu máli. Sú húsaleiga, sem nú er greidd fyrir stjómarskrifstofur, myndu að mestu eða öllu geta staðið undir afborgunum og vöxtum af láni. sem tekið yrði til þessarar framkvæmdar til viðbótar bvggingarsjóðnum. Við þetta myndi svo bætast spam- aðurinn, sem ætti að nást við þá hagræðingu að sam- eina fleiri skrifstofur á einn stað. Hér er því um fram- kvæmrt að ræða, sem á miklu fremur að geta dregið úr útgjöldum ríkisins en aukið þau. Iðnfræðslan í Tímanum í gær birtist mjög athyglisverð grein eftir Bjarna Kristjánsson, skólastjóra Tækniskóla íslands, þar sem bornar era fram tillögur um nýskipan iðnmenntun- ar. Tillögurnar eru í höfuðdráttum þær, að hinn almenni hluti menntunar iðnaðarmanna fari fram innan ramma hins almenna skólakerfis, iðnskólarnir verði fyrst og frems verkskólar og iðnnemar verði aðeins í 12 mánuði undir handleiðslu meistara. Bjarni Kristjánsson telur, að með þessu móti megi gera ráð fyrir, að þjóðin eignist nægilega marga og vel menntaða iðnaðarmenn, til þess að við getum, áður en margir áratugir líða. mælt okkur við þær iðnaðarþjóðir. sem næstar okkur búa. Með óbreyttu kerfi er ákaflega ólíklegt, að við náum þv< marki, og náum við því ekki verður erfitt að stand- ast þá samkeppni. sem framundan er. Hér er ótvíræV um að ræða eitt af mestu stórmálum þjóðarinnar. Þ.Þ. MWllWlir 11 ~ H'lÍWBlBB GREIN ÚR „THE NEW YORK TIMES": Ronald Ridenhour - stúdentinn, sem afhjúpaði My Lai morðin Hann fékk litla áheyrn í fyrstu, en gafst þó ekki upp RONALD LEE RIDENHOUR UNGUR maður, Ronald Lee Ridenhour frá Phonix í Ari- zona, hafði lokiíð frumrann- sóknum á fjöldamorðunum i My Lai heilu ári áður en bandarískum almenningi barst fyrst vitneskja um þau. Hann gerði þetta á eigin spýtur og hlýddi þar rödd samvizku sinm ar. Ridenhour er nú 23 ára og stundar nám við Claremont háskóla í Kaliforníu. Hann fylg ist með auknum áhuga almenn ings á málinu, en fjarri fer að hann sé fyllilega ánægður. Ridenhour ritaði Melvin R. Laird varnarmálaráðherra bréf um málið og það var þetta bréf, sem olli því, að herstjórn in ákvað að taka málið fyrir að nýju og ákæra William L. Calley yngri, undirforingja fyr- ir morð. Ridenhour segist sannfærður um, að herstjórnin sé staðráðin í að halda hlífiskildi yfir him- um æðri foringjum, sem efa- taust hafi skipað Calley fyrir verkum. Hitt veldur honum þó enn meiri áhyggjum, hve mikla andstöðu og tregðu vinir hans, blöðin og „friðarsinnarnir" í þíihginu sýndu andspænis þeim gögnum, sem har.n lagði fram fyrir löngu. ÞAÐ var í apríl 1968, eða mánuði eftir að atburðirnir gerðust, sem Ridenhour heyrði fyrst orðróm um fjöldamorðin H í My Lai, sem þá gek'k undir gælumafainu Pinkerville, „og var tortrygginm“ eins og hann komst að orði sjálfur. Hamn var þá skytta á eftirlitsþyrlu hjá 11. stórfylki fótgönguliðs- ins. Skömmu síðar var hann settur til starfa við könnum umhverfis Chulai. Þetta nýja starf veitti óvenjulega gott tækifæri til aið ræða við her- menn í hinum ýmsu stöðvum. fÞegar kom fram í júní var Ridenhour búinn að hitta að máli fjóra hermenn úr C-deild fyrsta herfylkis 20. herdeildar fótgönguliðsins, sem viður- kenndu, að því er hann seg- ir að hafa átt þátt að atburð um og bar saman í frásögn sinni af fjöldamorðumum í marz. Rétt áður en Ridenhour lagði af stað til Bandaríkjanna, eða í nóvember, segist hann hafa hitt að máli fimmta mann inn úr deildinni. Hanm stað- festi frásögn hinna og bætti því við, að yfirmaiður deildar- arinnar, Ernest Medina kapt- einn, hafi varað hann við að ræða um málið. 1 símtali 28. nóvember sagði Ridenhour meðal annars: „Mennirnir, sem ég talaði við, vildu ekki trúa að þeir hefðu í raun og veru tekið þátt i þessu. Mér er ómögu- legt að skilja, hvers vegna þetta angraði þá ekki meira en raun bar vitni. Það er ein mitt spurningin, sem mér finnst að sem allra flestir þurfi að velta fyrir sér, eins og nú er komið.“ Ridenhour dvaldi í Phoenix fyrstu mánuði þessa árs, þar sem hann var að jafna sig g- ............... - ■■■■-, eftir mýraköldu. Hann ræddi við vini sína, „hvernig ætti með málið að fara“, en flestir þeirra réðu honum til a@ gleyma því. 1 lok marz ritaði hamn eigi að síður 1500 orða bréf, þar sem hann skýrði frá öllu, sem honum hafði borizt til eyrna um Pinkervilile, og tilgreindi heimildarmenn sína. Afrit af þessu bréfi póstsendi hann Mxon forseta, Laird varna- málaráðherra, Edward M. Kennedy öldungadeildarþing- manni, George S. McGovem, Eugene J. McCarthy og „að minnsta kosti tuttugu öðmm þingmönnum“. Ridenhour segir, að þing- menn Arizona hafi einir svar- að bréfi hans, og Morris K. Udall frá Arizona hafi einn sýnt nokkurn áhuga. 1 apríl kom sendimaður frá herstjórninni og hafði tal af Ridenhour, en þegar komið var fram í júni segist hann hafa verið orðinn sannfærður um, að herstjórnin ætlaði að „þvo hendur sínar“ af málinu og leyna vitneskjunni, sem hann hafði látið í té. RIPENHOUR náði sér í handbók í bókasafninu í Phönix og fann þar nafn Michaels Cunninghams, sem starfaði sem „umboðsmaður höfunda" í Hartford. Hann segist hafa valið af handahófi og ef til vill óhyggilega. „En hann virtist eiga heima á hent- ugum stað til að sinna því, sem ég vildi láta hann gera, og umsögnin um hann í handbók- inni benti tii þess, að hann kynni að hafa áhuga á málinu.“ Cunningham starfar hjá tryggingafélagi í Hartford. Hann hefir ekki lagt fram nein skrifleg gögn um að hann hafi reynt að koma skýrslunni á framfæri. Ridenhour segist þó halda, að öllum helztu blöð unum í New York og Boston og þremur útbreiddum tima- ritum hafi verið boðið bréf hans til birtingar, auk þess tveimur fréttastofum og að minnsta kosti einni sjónvarps- stöð. „Allir, sem Mike Cunning- ham ræddi við, löttu hann í p raun og veru“, segir Riden- L hour. ,Þeir, sem áttu að télj ast ábyrgir, sögðu allir: Til hvers ert þú að blanda þér í slíkt mál sem þetta?“ Ridenhour hafði flogið í hug sá möguleiki, að ritstjórar tímaritsins Ramparta eða ann arra slíkra rita kynnu að hafa áhuga á að birta frásögn hans. „En þeir hafa einkum orð fyr ir að vera róttækir og ákafir“, segir han-n. „Almenningur tek ur þá yfirleitt ekki alvarlega, en við verðum að horfast í augu viið þetta og það er ein- mitt almenningur, — hinn þög uli meirihluti, — sem verður að láta sig varða svona mál“. FRÉTTATILKYNNING- ARNAR um málsrannsókn her stjórnarinnar, sem Ridenhour hafði hvatt til, hafa verið samdar án þess að til hans væri leitað eða visað í skýrsl- una, sem hann haf'ði reynt að koma á framfæri. Ridenhou-r fullyrðir, að stjórnmálaskoðanir hafi ekki átt neinn þátt í því, að fjölda- morðin í My Lai misbuðu honum siðferðilega. Hann fædd ist í Oakland í Kaliforníu 6. apríl 1946 og er alinn upp „meðal miðstéttafólks" í Phoen ix, eins og hann komst sjálfur að orði í þessu sambandi. „Eg hefi ekki gert mér fylli lega grein fyrir afstöðu minni til styrjaldarinnar yfirleitt," segir hann. „Ég er ekki neinn sérstakur „friðarsinni“ og þessi viðleitni mín er ekki á nokk- urn hátt áf slíkum rótum runn Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.