Tíminn - 05.12.1969, Page 10

Tíminn - 05.12.1969, Page 10
10 10 framast gat, en hún fann, að hver taug var þanin til hins jHrasta. Þegar hún reis á fætur, ýtti Alan stól sínum líka frá borðinu og stóð upp. í sama bili tók hann eftir því, að Rossland reis á fætur hinum -megin í salnum. Stúlkan fór fyrst út um dyrnar, þá Ross- land fáeinum skrefum á eftir henni og Alan þar á cftir með Tucker á hælum sér. Honum fannst þetta allt saman ofurlítið kátbroslegt, og það vottaði fyrir brosvipru við munnvik hans. Þegar Mary Standish kom að flosklæddum stiganum, sem lá upp á háþiljurnar, nam hún allt í 'cinu staðar og sneri sér hvat- lega að Rossiand. Hún -hvessti aug un andartak á hann, en sneri sér síðan að Alan og sagði rólega og blátt áfram. — Við erum bráðum komin til Skagway, herra Holt. Viljið þér ekki vera svo góður að ganga með mér hérna um þilfarið og scgja mér eitthvað um staðinn? Umboðsmaður Grahams hafði stanzað við stigann og var nú að reyna að kveikja sér í vindlingi. Áður en Alan gæti svarað, hafði stúlkan stungið hendinni undir handlcgg hans. Hann sá, að roð- inn, sem snöggvast hafði hlaupið fram í kinnar hcr.nar, var nú að dofna. Hún var róleg og faldd eld- inn v-andlega undir ísbrynju. Al- an sá, að Rossland starði á þau með hálfopinn munninn. Þetta vakti ævintýraþrána í Alan, og hann brosti bjart og glaðlega, en sagði ekki orð. Stúlkan hló lágt, og þrýsti arm hans ofurlítið. Þau gengu fram hjá Rossland, og Al- an fann ofurlitinn titring fara um sig, þcgar hann sá, hvernig stúlk- an leit á hann. Er þau komu upp á þilfarið, hallaði hún höfðinu ofurlítið að honum og hvíslaði: — Þér eruð dásamlegur. Þakka yður kærlega fyrir, herra Holt. Honum fannst hin blíðlegu orð hennar og mjúklegt handtakið um arm sinn vera eins og köld vatns- gusa, sem er skvett framan í hann. Rossland gat ekki séð þau lengur,' nema hann hefði veitt þeim eftirför. Alan fannst hann standa uppi eins og heimskingi, en sú hugsun vakti honum enga reiði. Honum fannst þetta allt sam an svo kátbroslega undarlegt, og Mary Standish heyrði, að hann hló ofurlítið í barminn, um leið og þau gengu út á þiljaimar. Tak hennar varð ósjálfrátt fast- ara um handlegg hans. — Það er annað en gaman, sagði hún. — Það er hryllilegt að vera höfuðsetin af þvílíkum manni. Hann vissi, að hún sagði þetta til þess að girða fyrir þá spurn- ingu, sem hún bjóst við, að hann mundi bera fram. Hann þóttist viss um, að þetta væri allt sam- an uppspuni til þess að breiða yf- ir hið sanna samband hennar og Rosslands, og hann gerði sér í hug arlund, hvernig henni mundi bregða við, ef hann dengdi því á hana, að hann hefði séð þau saman í gærkvöldi. Hann leit rannsakandi í augu hennar, en hún mætti augnaráði hans rólega og óttalaust. Hún brosti jafnvel til hans, og hann hugsaði með sér, að þessi augu væru fallegustu TÍMINN lygaraaugu, sem hann hafði nokk- urn tímann séð. Hún virtist nú alveg vera bú- in að gleyma atburðinum vi'ð* stiga fótinn áðan. Augu hennar voru mild og skær, þegar hún renndi þeim fram eftir skipinu. Beint fram undan lá sundið inn til Skagway eins og iangur ljósrauð- ur borði, en á báðar hliðar risu há og tignarleg fjöll með skógi vöxnum hlíðun, en snævi þakta toppa. Stundum virtist manni skip ið standa kyrrt, en fjöllin líða áfram í lignarlegti ró, eins og cin hver hulin vættur væri að hnika þeim til. Alan ætlaði að segja eitt hvað, en þegar hann leit í and- lit stúlkunnar, hætti hann við það. Munnur hennar var hálfopinn, og hún starði út í bláinn, eins og ein- hver óvænt og mikilfengleg mynd birtist þar sjónum hennar, og gerði hana agndofa. Svo sagði hún lágt og hvíslandi eins og hún væri að tala við sjálfa sig, en vissi ekki af Alan nærri sér: — Ég hef séð þennan stað áður. En það er langt síðan. Kannski fyrir hundrað árum, eða þúsund árum. En ég hef áreiðan- lega komið hér áður. Ég hef átt heima undir þessum fjöllum og gengið um þessa árbakka. Hún hrökk ofurlítið við, eins og hún myndi nú allt í einu eft- ir Alan. Hún leit á hann, og hann varð vandræðalegur á svipinn. Undarlegur og fagur ljómi geisl- aði úr augum hennar. — Ég verð að fara í land hér, sagði hún. — Ég veit ekki hvers vegna, en ég kemst bráðum að því. Fyrirgefið----- Hún tók þéttar um arm hans og 'sneri við. Hann 'horfði stöðugt ■‘i framan í hana og sá attt í e*mi, að augu hennar myrkvuðust. Hann leit í sömu átt og hú-n og sá Rossland standa nokkur skref frá þeim. Á næsta augnabliki horfði Mary Standish aftur út yfir hafið, og hönd hennar hvíldi nú aftur í oln- bogabót Alans. — Hefur yður aldrei langað til að drepa mann, ’herra Holt? spurði hún með ofur- lítið fátkenndum hlátri. — Jú, svaraði hann óvænt. — Og einhvern tíma, ef tækifæri býðst, ætla ég að drepa einn mann — manninn, sem myrti föð- ur minn. Það fór hrollur um hana. — Var faðir yðar — — myrtur? — Já, sannarlega. Það var samt ekki gert með rýting eða byssu, ungfrú Standish. Peningar voru vopnið, sem notað var. Það var John Graham, sem átti það vopn og beitti því, og ef nokkurt rétt- læti er til í heiminum, hlýtur tækifærið að koma, og þá drep ég hann. Og nú skal ég, ef þér viljið lofa mér J:að, krefjast skýr- ingar Rosslands á framferði sínu. — Nei, hrópaði hún og greip fast um handlegg hans. Svo dró hún höndina hægt að sér. — Þér þurfið ekki að krefjast neinna skýringa af honum. sagði hún. — Ef þér gerðuð það, munduð þét hata mig æ síðan. Segið mér heldur eitthvað um Skagway, það verður skemmtilegra umræðuefni. VI. KAFLI. Það var ekki fyrr en Nome var aftur á leið frá landi út í hið opna Kyrrahaf, og fjöllin voru tek in að sökkva í sæ að Alan gerði sér fulla grein fyrir því, sem gerzt hafði þennan dag. í margar klukkustundir hafði hann verið sem í öðrum heimi. Hann hafði farið með Mary Standish í land í Skagway, og þau höfðu gengið þar saman í tvær klukkustundir. Hún hafði spurt hann og hlustað á svör hans á þann hátt, sem enginn hafði hlustað á hann eða spurt hann fyrr. Haon hafði sýnt henni SOSVCTIAGUR 5. desembcr 1969. Skagway. Ha.nn hafði bent henn á staðinn uppi í fjallshlíðinni, sem gerði Skagway að borg á einum degi, og að stórborg á einni viku Hann sagði henni frá riinum gömlr ævintýraríku dögurr>, bega; lífið og dauðinn urðu samferðr ur jörðina. Hann sagði hanni frá Soapy Smith og útlagaflokki hans og þau stóðu hlið við hlið við gröf hans, þegar fyrstu kvöld skuggarnir féllu á þau. Og hún hafði líka spurt hanr um líf hans sjálfs. Og.hann hafð svarað henni. Hann undraðist það nú, hve hann hafði trúað henni fyrir miklu. Stúlkan, sem geng- ið hafði við hlið hans, var ósjálf- rátt orðinn trúnaðarvinur hans. Honum hafði fundizt sem hjarta hennar slægi örara, er hann lýsti 'heimkynnum sínum undir hlíðum Endicott-fjallanna. hjörðunum sinum og fólkinu sínu. Hann hafði sagt henni, að þar væri nýr heim- ur að skapast, og bjarminn í aug- um hennar og hljómurinn i rödd- inni hafði haft þau áhrif á hann, að hann sagði henni meira og meira og gleymdi því alveg, að Rossland beið við landgöngu- brúna til þess að hafa gát á því, hvenær þau kæmu um borð aft- ur. Hann hafði lýst fyrir henni skýjaborgum sínum og framlíðar- fyrirætlunnm, og hún hafði hjálp- að honum til að byggja nýjar skýjaiborgir. Hann sagði henni frá þeirri breytingu, sem smátt og smátt væri að komast á í Aiaska, fjallvegunum, sem verið væri að byggja ásomt gististöðum og bif- reiðastöðvum, hinum vaxandi borg um, sem risu upp á sléttunum, þar sem áður stóðu aðeins tjöld og torfkofar. En þegar hann hafði lýst þessu öllu saman, lýst þvá, hvernig hinir frumstæðu lifn- aðarbættir vikju smátt og smátt fyrir menningunni, sá hann dökk- uni skugga bregða sems nöggvast fyrir í augum hennar. Og nú stóðu þau aftur á þilfar- inu á Nome og horfðu á hvíta fjalltoppana, sem smátt og srnátt óskýrðust vegna fjarlægðar og er föstudagur 5. desember — Sabina Tungl í hásuðri kl. 9.44 Árdcgisháflæði í Rvík kl. 2.58 HEILvSUGÆZJA HITAVEITUBILANtR tilkynnlst sims 15359 BILANASlMI Ratmagnsveltu Reyk|a vikut i skrifstofutlma er 18222 Nætur og helgldagavarzla 18230 Skolphrelnsun allan sólarhrlnglnn SvaraS • slma 81617 og 33744 SLÖKKVILIÐIÐ og slúkrabifrelSlr — Siml 11100 SJÚKRABIFREIÐ > HafnarflrBI slma 51336 SLYSAVARÐSTOFAN i Borgarspital anum er opln allan sólarhrlnglnn Aðelns móttaka slasaðra Slm' 81212. NÆTURVARZLAN i Stórholtl er op In fré mánudegi tll föstudagi lcl. 21 6 lcvöldln tll kl. 9 é morgn ana Laugardaga og helgtdaga tré kl. 16 á dagtnn tp kl. 10 é morgn ano KVÖLD og helgldagavarzla leekna hetst hvern virkan dag kl. 17 og stendur tll kl. 8 aB morgnl, utn helgar frá kl. 13 á laugardögum I rveySartilfellum (ef ekki næst til helmHislæknls) er teklB á mótl vitjanabeiSnum á skrifstofu lækna félaganna I sima 11510 frá kl. 8—17 alla virka daga, nema laug ardaga. LÆKNAVAKT I HAFNARFIRÐI og GarSahreppl. Upplýslngar I lög- regluvarSstofunnl, siml 50131 og slökkvlstöSinni, sfml 51100. KÓPAVOGSAPÓTEK oplS vlrka daga frá kl. 9—19, laugard. frá kl. 9—14 helga daga frá kl. 13—13. BLÓÐBANKINN tekur á mótl blóS gjöfum daglega kl. 2—4. Næbur- og helgidagavörzlu apó- teka vikuna 29.11. — 5. 12 1969, Borgar-Apótek og Reykjavikur- Apótek. Næturvörzlu í KeflaVik. 5. des. annast Arnbjörn Ólafsson. SIGLINGAR Skipaútgerð ríkisins: Herjólfur fór frá Vestmannaeyjum í gær til Hornafjarðar og Ðjúpavogs. Herðubreið fer frá Rvík kl. 20.00 í kvöld austur um land i hring- ferð. Baldur fór frá Isafirði síð- degir í gær á leið til Stykkishólms Árvakur fór .frá Hornafirði síð- degis i gær til Vestmannaeyja og Rvíkur. ELUGÁÆTLANIR Flugfélag fslands h.f. Millilanda i'lug: G'Ullfaxi fór til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 09:00 í morgun. Vélin er væntanleg aft- ur til Keflavíkur kl. 18:40 í kvöld. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (2 ferðir) til Húsavíknr, Vestmannaeyja, ísafjarðar, Hopna- fjarðar, Norðfjarðar og Egilsstaða Á rnorgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 fcrðir) til Vcst- mannaeyja, ísafjarðar, Patreks- fjarðar, Egilsstaða og Sauðár- króks. Loftleiðir h.f.: Vilhjálmur Stefánsson er væntanilegur frá NY kl. 1000. Fer til L/uxemborgar kl. 1100 Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 0145. Fer til NY kl. 0245. FÉLAGSLÍP ÍR-ingar. Skíðafólk. Dvalið verður í skála félagsins við Kolviðarhól um helgina. Lagt verður af stað frá Umferðamið- stöðinni M. 2 e. h. á laugardag. Veitingar verða seldar í skálanum. Frá Gu'ðspekifélaginu. Stúkan Mörk sér um fund í kvöld kl. 9, í húsi félagsins Ingólfstræti '22. Sigvaldi Hjálmarsson flytur erindi: Spámaður í Bláfjöllum. Allir velkomnir. Bazar í Liugási Laugardaginn 6. þ. m. kl. 2, verð- ur ýmiss handavinna barnanna í Lingási seld á dagheimilinu að Safamýri 5. Styrktarfélag vangef- inna. Austfirðingafélagið i Reykjavík heldur spila og skemmtikvöld í Miðbæ við Háaleitisbraut föstu- daginn 5. des. kl. 8,30. Stiórnin. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Bazar félagsins er n. k. sunnudag 7. des. Góðfúslega komið bazar- munum i Kirkjubæ, laugardag kl. 4—7 og sunnudag kl. 10—12. Kvenfélag Kópavogs heldur Aðventuskemmtun fyrir börn n. k. sunnudag, 7. des. kl. 3 e. h i félagsheimilinu efri sal Miðar afhentir kl 4—6 laugardag og við innganginn. Borgfirðingafélagið mynnir á spilakvöld 6. des. áð Skipholti 70, M. 8,30. Taki'ð með ykkur gesti. ORÐSENDING Fjórtán jólalög nefnist sönglagahefti sem nýlega er komið út hjá Ríkisútgáfu náms- bóka. I því eru, eins og nafnið ben-dir til, 14 jólalög, flest vel þekkt, Lögin eru í tvíraddaðri út- setning'U og fylgir texti hverju lagi. Heftið er einkum ætlað ung- um nemendum í blokkf'lautuleik eða söng. Raddsetningin er miðuð viið tónsvið sópran-blokkflautunn- ar, þar sem hún er nær eingöngu notuð við flautuikennslu. Hannes Ftosason, tónlislarkenn- ari hefur raddsett lögin og annazt nótnaskrift. Litbrá hf. prentaði. Frá Mæðrastyrksnefnd. Munið jólasöfnun mæðrastyrks- nefndnr að Njálsgötu 3. Skrif- stófan er opin alla daga frá M. 10— kl. 6. Gleðjið gamla, sjúka og börn. J ólasöf nun mæðrastyrksmef ndar. Njálsgötu 3. Frímerkjamarkaður Innlend og erlend frímerki (loka- sala á árinu) næstkomandi laugar dag 6. og 13. þ. m. kl. 2—4, á skrifstofu Geö’verndarfélags Is- lands, Veltusundi 3. Styrkið geð- verndarmálin. Lárétt: 1 Dökka 5 Svik 7 950 9 Ganga 11 Lofttegund 13 Iðngrein 14 Réttur til landsnytja 16 Tveir eins 17 Aflaga 19 Tregar. Krossgáta Nr. 443 Lóðrétt: 1 Land 2 Hasar í Glöð 4 Einstigi 6 Saumur í Virðing 10 Detta 12 Forn aldarland 15 Ávana lí Skáld. Ráðning á-gátu nr. 442. Lárétt: 1 Slanga 5 Lea 7 Es. 9 Isma 11 Snú 13 Tau 14 Sælu 16 RR 17 Frei* 19 Baglar. Lóðrétt: 1 Skessa 2 A1 3 Nei 4 Gast 6 Maurar 8 Snæ 10 Marra 12 Úlfa 15 Urg 18 El.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.