Vísir - 15.07.1981, Blaðsíða 3
MiOvikudagur XS. júli 1981
VÍSIR
Sláturfélag Suðurlanús hlður starfsfólk um
persðnulegar upplýslngar:
VINNA SPJALOSKM
UM STARFSMENNMA
Allir starfsmenn Sláturfélags
Suöurlands sem starfa þar nú og
hafa unnið þar lengur en þrjá
mánuöi hafa fengiö i hendur
eyöublaö frá félaginu þar sem
óskaö er ymissa perstínulegra
upplysinga um viökomandi og
fjölskyldu hans.
„Hér er eingöngu um þaö aö
ræða aö við erum aö koma upp
starfsmannaspjaldskrá”, sagöi
Teitur Lárusson starfsmanna-
stjóri SS f samtali við Visi.
„Starfsmönnum er i sjálfsvald
sett hvort þeir svara þeim spurn-
ingum, sem mega teljast
persónulegar, eða ekki. Ýmsar
uppljísingar sem viö leitum eftir
varöa öryggi starfsmannanna ef
slys ber aö höndum. 1 tengslum
við það spyrjum viö um bltíðflokk
og líkamlegt ástand”, sagöi Teit-
ur. „Viö tískum eftir nafni og
nafnniímeri maka þvi að i versl-
unum okkar hafa allir starfsmenn
starfsmannaafslátt og þá geta
makar þeirra nýtt þennan afslátt
svo fremi að við höfum nöfn
þeirra á skrá. Nú, einnig biöjum
viö um nöfn barna, og þaö sem að
þeimsnýr. Þaöhefur komiö fyrir
að starfsmaöur er lést ungur átti
barn sem við vissum ekki um en
komumst aö raun um, fyrir til-
viljun, en viðkomandi barn átti
rétt i eftirlaunasjóð fööur sins”.
Jón L. sprevtir
slg í Borgarnesi
Skákunnandi, Borgfirðingar og
aðrir sem staddir veröa á svæð-
inu föstudaginn 17. júli næstkom-
andi, eiga þess kost aö tefla fjöl-
tefli viö Jtín L. Arnason, skák-
meistara, i samkomuhúsinu i
Borgarnesi klukkan 20 þann dag.
Allir sem vilja, mega taka þátt
gegn greiðslu þátttökugjalds.
sem er kr. 40fyrir fulloröna en kr.
25 fyrir yngri en 16 ára. Þeir sem
hyggjast spreyta sig, þurfa að
hafa meö sér eigin töfl.
JB
Atvinnuleysi i lok júni:
Tvö hundruð
manns á skrá
Fjöldi atvinnulausra á landinu
öllu i júni'mánuði var 205 og at-
vinnuleysisdagar 4438, sam-
kvæmt þeim tölum, sem liggja
fyrir frá þeim sem annast vinnu-
miölun og atvinnuleysisskrán-
ingu. A sama tima i fyrra var
fjöldi atvinnulausra 160 og at-
vinnuleysisdagar 3469.
Fyrstu sex mánuöi ársins voru
að meðaltali 489 manns skráöir
atvinnulausir á landinu öllu
samanborið við 327 i fyrra, en 517
á árinu 1979. Flestir voru i ár
skráöiratvinnulausirf janúar eöa
870 en tala atvinnulausra var
komin niður í 205 um siöustu
mánaðamót. Sambærilegar tölur
árið 1980 voru 657 i janúar en 160 i
júni og 1979, 960 i janúar en 314 i
júni'. Þærbreytingar sem eiga sér
staö milli ára, eru fyrst og fremst
raktar til veðurfars og timabund-
inna aðstæðna á einstökum stöð-
um.
Sá staður, sem sker sig úr hvað
erfitt atvinnuástand snertir á
þessu ári er Akureyri. Þar hafa
að meöaltali veriö 84 á atvinnu-
leysisskrá fyrstu sex mánuöi árs-
ins. —KÞ
LeiOrétling:
Dollarar urðu
að krónum
I súráls- og rafskautafrétt á
forsiöu Vísis I gær féllu niður I
setningu þrjár linur, sem olli þvi
að dollarar breyttust skyndilega i
krönur og aö þungamiðja fréttar-
innar brenglaðist stórum.
Þarna átti að standa aö sam-
kvæmt niðurstööum Cooper & Ly-
brand um meint yfirverö á súráli
til tsal, hafi það reynst 16-20
milljónum dollara yfir verði á
sama magni milli óskyldra aöila,
alls ekki lægra en 16 milljónimar,
eða I krtínum 112-140 milljónir.
Þessar 16-20 milljtínir dollara
breyttust i krónur, sem leiðréttist
hér með.
HERB
Kristin Ottósdóttir, hárgreiðslukona, opnaði fyrir skömmu hár-
greiðslustofu i Aratúni 1 i Garðabæ, þar sem hún veitir aiia almenna
hárþjónustu. Stofan er opin aila virka daga milli klukkan 13 og 18 og
laugardaga frá 9 til 16.
Teitur sagði einnig að með
þessari skrá væri betur hægt að
fylgjast með hreyfingu starfs-
manna innan fyrirtækisins, það
er, hvernig þeir vinna sig upp
innan þess. Starfsmenn Sláturfé-
lags Suðurlands eru um 600 að
telja, en aö sögn Teits eru þær
upplýsingar sem um ræðir ekki
tölvuunnar, heldur „handunnar”.
„Hingað til höfum við verið
með mjög litlar upplýsingar um
starfsmenn Sláturfélagsins, en
komandi spjaldskrá á að bæta þar
um”, sagði Teitur Lárusson
starfsmannastjóri Sláturfélags
Suðurlands.
—HPH.
Jtín L. Arnason.