Vísir - 15.07.1981, Blaðsíða 20
20 VISIR Miðvikudagur 15. júli 1981
a xkvölcl 1111 wmmmmmmmmmmmmmm llllijllilllllli IÍ«1IIÍÍI1 llllpl ; " ; •• • • • :1 • ' • •: •'
Tjaldstæði fyrir ferða-
menn á Sauðárkróki
Sauðkræklingar gera margt til
að gera ferðalöngum dvölina þar
sem skemmtilegasta og þægileg-
asta og i frétt frá ferðamálanefnd
staðarins, sem Visi barst i hendur
kynna þeir tjaldstæði Sauðár-
króks og annað sem staðurinn
hefur upp á að bjóða. Þar stendur
orðrétt:
„Tjaldstæðið á Sauðárkróki er
opið. Það (tjaldstæðið) er i mið-
bænum, við hliðina á sundlaug-
inni, gegnt banka og matvöru-
verslun. Ágætis aðstöðuhús er á
tjaldstæðinu, tvö WC og fjórir
vaskar inni, með heitu og köldu
vatni. Tjaldstæðið tekur 25 tjöld,
en auk þess má tjalda utan hins
afmarkaða svæðis, þegar pláss-
leysi er.”
Auk þessa boðar fréttin að i ná-
grenni Sauðárkróks er 9 holu golf-
völlur, auk Hóla, Glaumbæjar,
Varmahliðar, svo og hinna fall-
egu eyja, Drangey og Mámey.
Ferðamálanefndin segir að
margt sé að sjá i Skagafirði og,
ferðamenn ávallt velkomnir.
— HPH
SAGA LÆKNINGA
A ÍSLANDI
Sýning i Þjóöminjasatnínu
Opnuð hefur verið sýning i
Þjóðminjasafni Islands er lýsir
þáttum I sögu lækninga á islandi
fram til stofnunar Háskóla is-
lands. Sýningin var opnuð á
fyrsta degi „VIII. nordiske
medicinhistoriske kongressen” i
Reykjavik 15. júni siðast liðinn og
hefur verið opin almenningi á
venjulegum sýningartima safns-
ins og verður svo i sumar.
Stofn sýningarmuna eru úr svo-
nefndu Nesstofusafni, en til þess
var safnað á vegum Félags
áhugamanna um sögu læknis-
fræðinnnar, sem frá stofnun þess
1974, setti sér að markmiði varð-
veislu Nesstofu og safns hennar
til eflingar sögu heilbrigðismála.
Á undanförnum árum hefur Nes-
stofusafni áskotnast nokkurt safn
tækja (liðlega 1000), bóka og
• handrita er snerta þetta málefni.
Um siðustu áramót skapaðist
fyrir áhuga og velvilja þjóð-
minjavarðar aðstaða i Þjóð-
minjasafni til þess að geta hafið
undirbúning þessarar sýningar,
segir i fréttatilkynningu frá sýn-
ingunni. Sýningin er framar öðru
hugsuð til þess að vekja athygli
manna á þessum litt plægða akri
sögu þjóðarinnar og hvetja til
betri hirðu hans meðal annars
með þvi að halda til haga munum
er þar að lúta og þeirri sögu er
þeim kunna að tengjast og um-
fram allt að slikar sýningar megi
sem fyrst hljóta varanlegan
samastað i Nesstofu.
Á sýningunni er brugðið upp
mynd af nokkrum sjúkdómum
allt frá heiðni til loka læknaskól-
ans 1910, eins og á beinum er hægt
að greina. 1 annan stað er sýnt
hvernig brugðist var við rikjandi
kvillum á hverjum tima og sýnd-
ar helstu heimildir okkar þar að
lútandi, skráðum sem i tækjabún-
aði ásamt myndum af mönnum,
spitölum og kennslu’stofunum frá
dögum læknaskólans. — HPII
Nesstofa. Stór hluti sýningarmunanna er lýsir þáttum i sögu lækninga
á islandi er úr safni hennar.
Flðð af tðnum
Frá Juiie flnflrews kl. 22.00
Aðdáendur leikonunnar Julie
Andrews ættu að kætast i kvöld
klukkan 22.00. Þá mun hún kyrja
nokkur lög úr kvikmyndum i heil-
an stundarfjórðung. Það myndi
varla koma nokkrum á óvart þó
að nokkur stef úr kvikmyndinni
„The Sound of Music”, sem kall-
ast vist „Tónaflóð” i islenskri
þýðingu, bæru á góma leikkon-
unnar. Það var einmitt sú ’kvik-
mynd sem gerði Julie Andrews
verulega fræga og framleiðendur
hennar verulega rika. — GÞG
Útvarp ki. 10.30
íslensk
Islensk tónlist mun heyrast i út-
varpinu i tvo stundarfjórðunga i
fyrramálið klukkan 10.30. Þá mun
Guðmundur Jónsson leika Fjórar
pianóetýður eftir Einar Markús-
son og Agústa Ágústsdóttir mun
(fyrramálið:
tðnllsl
syngja lög eftir Gunnar Sigur-
geirsson, Stefán Ágúst Kristjáns-
son, Stefán Sigurkarlsson og
Hallgrim Jakobsson. Með þessum
söng mun Jónas Ingimundarson
leika. — GÞG
útvarp
i
i
I 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
I kynningar.
I 12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
| fregnir. Tilkynningar. Mið-
| vikudagssyrpa — Svavar
j Gests.
j 15.10 Miðdegissagan:
j „Praxis” eftir Fay Weldon
j Dagný Kristjánsdóttir les
| þýðingu sina (8).
■ 15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
j 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
j Veðurfregnir.
J 16.20 Siðdegistónleikar
j 17.20 Sagan: „Litlu fiskarnir”
j 17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
j 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
{ 19.00 Fréttir. Tilkynningar.
J 19.35 A vettvangi
■ 20.00 Sumarvakaa.
J 21.10 iþróttaþáttur Hermanns
Gunnarssonar
I 21.30 Ctvarpssagan: „Maður
I og kona”
m m j
122.00 Julie Andrews syngur
| lög úr kvikmyndum
122.15 Veðurfregnir. Frétbr.
Dagskrá morgundagsins.
■ Orö kvöldsins
| 22.35 „Miðnæturhraðlestin”
[23.00 Fjórir piltar frá Liver-
■1
I
I
I
I
I
I
7.00 Veðurfregnir.
Bæn.
7.15Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir. Dagskrá.
Morgunorð. Guðrún
Þórarinsdóttir talar.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl (Utdr.). Tónleikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna.
9.20 Tónleikar. Tilkynningar.
Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
| 10.30 islensk tónlist
| 11.00 Verslun og viöskipti.
| Umsjón: Ingvi Hrafn
j Jónsson.
j 11.15 Morguntónleikar
| 13.00 Dagskrá. Tónleikar.
^TUkynningar.
j23.45 Fréttir. Dagskrárlok. |
Fimmtudagur
16. júli
Fréttir.
-f Rf '
Sigriður Thorlacius ritstjóri Húsfreyjunnar, þýðandi sögunnar „Litlu
fiskarnir”.
Ný barnasaga i útvarpi kl. 17,20:
Lltlu fiskarnir
I dag klukkan 17.20 mun Hjalti
Rögnvaldsson leikari hefja lestur
sinn á þýðingu Sigriðar
Thorlacius á sögunni „Litlu fisk-
arnir” eftir Erik Christian
Haugaard.
Sagn gerist á ítaliu á striðsár-
unum. Aðalsögupersónan er litill
munaðarlaus drengur og lýsir
sagan ferðalagi hans og tveggja
annarra barna um ltaliu.,,Þetta
er ákaflega vel gerð saga og ég
held að hún endurspegli mjög vel
afstöðu barna,hinna varnarlausu
vera, i styrjöld. En siðan gerir
höfundurinn þennan dreng að
bjartsýnu barni og lætur hann
berjast i gegnum þessa erfiðleika
með miklum lifsvilja,” sagði
Sigriður Thorlacius þýðandi sög-
unnar. Höfundurinn Erik
Christian Haugaard er danskur
rithöfundur og hefur hann fengið
fern verðlaun fyrir þessa sögu.
Lestur hennar hefst sem áður
segir klukkan 17.20 i dag.
— GÞG