Vísir - 15.07.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 15.07.1981, Blaðsíða 18
VÍSIB Mi&vikudagur 15. júli 1981 18 ,,Ég var útbrunnin af dópi og kynlífi” Þaö muna sjálfsagt margir eft- ir Lindu Blair, sem varö heimsfræg kornung, er hún lék i hryllingsmyndinni „The Exor- cist”. Linda, sem er nú rúmlega tvitug er komin fram á sjónar- sviöiö á nýjan leik þar sem hún fer meö hlutverk i hryllingsmynd sem ber heitiö „Hell Night”. Siöan Linda varö heimsfræg sem unglingur, hefur hún lifaö viöburöarriku lifi, sem einkennd- ist af eiturlyfjaneyslu og kynlifi og i opinskáu viötali nú nýveriö sagöi hún aö lifnaöurinn hafi næstum þvi eyöilagt hana. — Ég óx of hratt upp, — segir Linda. — Ég var of ung þegar ég lenti út i hringiöu lifsins og ég hef upp- lifaö meira en margir sem komnir eru á miöjan aldur. Áöur en ég varö 18 ára var ég útbrunn- — segir ,,£xorcist”-stúlkan Linda Blair Linda Blair eins og hún er i dag, — ný manneskja og full af lifsþrótti. in af of miklu kynlifi og dópi. Ég hef gengiö i gegnum hjónabönd og skilnaöi, hef veriö meö giftum mönnum, ungum mönnum og gömlum mönnum, og sumir þeirra reyndust vera brjálæöingar sem nærri gengu aö mér dauöri. Eina almennilega ástarsambandiö sem ég hef átt var viö söngvarann Rick Spring- field. Ég var þá 15 ára, en hann 23 ára. Hann var fyrsta „stóra ástin” min. Þegar ég var 18 ára þurfti ég aö fara huldu höföi af tveimur ástæöum. Alrikislögreglan FBI var á hælunum á mér vegna kókainmáls sem kom upp I Flórida og brjálaöur byssumaöur leitaöi min til aö „kála mér og elskhuga minum” eins og hann orðaöi þaö. Þegar FBI náöi mér var ég sektuðu um fimm þúsund dollara og látin laus til reynslu. Auk þess var ég skikkuö til aö gefa út opin- berar yfirlýsingar um skaösemi eiturlyfja. Ég lenti svo i ööru dóp- máli I Connecticut og áriö 1978 var ég tekin meö Marijuana i Kanada, en máliö var látiö niöur falla. Linda hristir vantrúuö höfuöiö eins og hún trúi ekki sinni eigin sögu, en siðan bætir hún viö: — Ég hafði enga stjórn á þeirri stefnu sem lif mitt tók, en nú er þessu lokiö og ég hef byrjað nýtt lif. Ég hef lært af reynslunni. Ég nota ekki eiturlyf og er hætt aö drekka. Ég er oröin þreytt á aö vakna á gólfinu. Nú nýt ég þess aö vakna á morgnana hress og kát Draugagangur í Halifax „Dularfullt fótatak i stigum, hlutir og húsgögn sem hefjast á loft og fijúga þvert yfir herberg- iö, ósýnileg hendi sem strýkur yfir andiit manna.” Þessi klausa gæti veriö úr ritverkinu „öldin sem leiö”, eöa þá frétt um nýjan „draugagang á Saur- um”, en svo er ekki. Þetta er klausa úr bandariskum fjöl- miölum, um magnaöan drauga- gang i húsi einu í Halifax I Massachusetts. 1 húsinu búa hjónin Dave og Betty Davis en þar hafa þau veriö siöan þau keyptu húsiö áriö 1974. Þau hjón hafa búiö viö draugaganginn allar götur siöan og er nákvæmlega sama. — Fólk spyr okkur hvers vegna i ósköpunum við flytjum ekki en ég svara þvi til, aö þaö kosti ekkert aö fæöa og klæöa draug- ana og þvi sé engin ástæöa til aö hafa áhyggjur af þessu, — segir hin 65 ára gamli Dave. Aö sögn þeirra hjóna er hér um tvo drauga aö ræöa. Annar er andi Emily Wolschendorf, sem var skotin til bana af systur sinni áriö 1898, þá 18 ára gömul. Hinn er af móöur Emily, sem enn getur ekki sætt sig viö svip- legan dauöa dóttur sinnar. Dómsskjöl staöfesta aö Emily hafi verið skotin til bana i úti- dyrum þessa gamla húss. Betty Davis og dóttir hennar Karen segjast báöar hafa séö móðurina. — Hún var há, klædd I svarta kápu meö hvitan trefil og staf, — segir Betty. Og Karen kveöst aldrei gleyma nóttinni sem hún sá drauginn. Hún var þá aöeins 12 ára og svaf ein i herberginu uppi á lofti. — Ég vaknaði og sá ókunna konu stara á mig. Hún staröi án þess aö blikka auga og ég sá strax aö þetta var afturganga. Ég varö lömuö af hræsölu og dró sæng- ina upp yfir höfuö og þannig lá ég nötrandi af hræöslu til morg- uns. Siöan svaf ég alltaf niöri. Betty hefur af og til fundið fyrir ósýnilegri hendi sem strýkur yfir andlit hennar, eink- um þegar hún er ein i húsinu. Hún er nú orðin vön þessu og viöurkennir aö nú oröiö fylgi þessu velliöunartilfinning. Þeim hjónum þykir verra þegar hlutir fara aö svifa um i lausu lofti eöa þegar húsgögn eru mölvuð án þess aö nokkur sjáanlegur komi þar nærri. Eins er þeim ekkert gefiö um fótatakiö i stigunum og þegar huröum er skellt aö óþörfu. En öllu má venjast og þau hjón hafa ekki i hyggju aö flytja burt úr draugahúsinu slnu. i-inaa asamt songvaranum Kick Springfíeld, en hún var þá 15 ára og hann 23 ára. Þegar Betty er ein i húsinu, finnur hún^ oft fyrir ósýnilegri hendi, sem strýkur yfir andiitið r. ai hl B n [ l É fö m. ef m gr m að r Indíána ættir Burt Reynolds hefur samþykkt að sitja fyrir í fullum indiana-skrúða á mál- verki sem „vestra-listmáI- arinn" Lunda Hoyle-Gil! hyggst mála nú á næstunni. Burt er indiáni að einum fjórða og er hann af ættbálki Cherokee og sagöur stoltur af. Hann hefur enda beitt sér fyrir auknum réttindum indíána í föðurlandi þeirra, þótt þar sé ef til vill full seint i rassinn gripið, þar sem búið er svo til að útrýma þeim... Dave og Betty Davis fyrir framan draugahúsið sitt sem þau keyptu áriö 1947. Linda Blair ásamt jneðleikara i kvikmyndinni t „The Exorcist”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.