Vísir - 15.07.1981, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 15. júli 1981
VÍSIR
Enn hefur eitt stórmót hesta-
manna veriðháö, Fjórðungsmót
sunnlenskra hestamanna, sem
haldið var á Rangárbökkum við
Hellu. Mót þetta fór fram með
miklum „bravör” að þvi er for-
ustumenn þess hafa látið út
ganga og sumir menn hjá press-
unni hafa tekið undir það. Þvi
verður ekki á móti mælt að
veðrið var dágott og hin ytri hlið
mótsins, sú sem að áhorfenda-
skara helgarinnar snýr, var
lýtalitil. Það virðist vera orðin
hefð að þeir menn, sem forustu
hafa á stærri mótum hér sunn-
an- og suðvestanlands, setja
traust sitt að verulegu leyti á
veðurguðina — og guðirnir
bregðast þeim ekki. Það sem
á vantar i skipulagi og öðrum
undirbúningi hylja umræddir
guðir með bliðu sinni. Það er þó
ekki ætlun min að gagnrýna
þennan þátt móthaldsins, held-
ur annan og, að minu mati
miklu alvarlegri.
Mótið á Rangárbökkum
markar að minu viti timamót,
timamót, sem enginn áhuga-
maður um kappleiki hesta-
manna getur komið sér undan
„Sú barsmiö og
bægslagangur, sem iðu-
lega sést til sumra knapa
er sagt vera barnagaman
hjá því sem aðrir nota",
segir Sigurjón Valdi-
marsson í þessari grein
um mótahald hesta-
manna. Stjórn LH fær
líka orð í eyra: „.... löngu
vitað að þeirri stjórn er
annað tamara en að fara
að lögum og regium sam-
bandsins, enda talið að
hún geri óþarflega lítiðaf
að kynna sér hvað þar
stendur."
að taka afstöðu til. Þar var tekin
afstaða af hálfu stjórnar móts-
ins til, hvort skyldi metið hærra,
keppnisreglur Landssambands
hestamannafélaga eða geðþótti
einstakra keppenda og stjórn-
enda. Geðþóttinn varð ofáná.
Þverbrotnar reglur og
lygilegar hvatningar
Það er öllum ljóst, sem mótin
hafa sótt að einhverju ráði
undanfarin ár, að keppnisreglur
kappreiða hafa verið þverbrotn-
ar með þegjandi (?) samkomu-
lagi knapa og kappreiðadóm-
nefnda. „Ihaldsmenn” á ráslinu
berja hestana með höndum og
fótum, þegar rásmerki er gefið,
og knaparnir hvetja hestana af
lygilegu hugmyndaflugi og
Gömul kappreiðamynd frá Viðivöllum. Ekki eru óiöglegar hvatingar af þvi tagi sem fjallað er um I
greininni bornar á neinn knapanna sem hér sjást. Myndin er eingöngubirt sem skemmtileg kappreiða-
mynd.
hestsins utan vallar, né stöðu
knapa og eigenda.
„Þá verður allt vitlaust"
Framkvæmdastjórn fjórð-
ungsmótsins á Rangárbökkum
komst að þeirri niðurstöðu að
þessi maður væri óhæfur um að
dæma A-flokk gæðinga, af þvi
aö: „Það veröur allt vitíaust, ef
hann fer að gefa 5 fyrir skeið,”
eins og einn stjórnarmannanna
orðaði það við undirritaðan.
Jón var settur til að dæma
B-flokkinn, en annar dómari
settur i A-flókkinn, sem mjög
haföi beðist undan aö þurfa að
dæma alhliða gæöinga, á þeirri
forsendu að hann taldi sig tæp-
ast færan um aö meta skeið, svo
vel færi. Svo mikið var I húfi, að
stjórnin „keypti” dómarann
siðarnefnda til að starfa I
A-flokknum, meö ákveðinni til-
slökun á fyrri ákvörðun.
Ekki er mér kunnugt um að
MR SEIH ÞEKKING
OG HÆFNI VERDA LÖSTUR
grimmd. Sú barsmið og bægsla-
gangur, sem iðulega sést til
sumra knapa, er sagt vera
barnagaman hjá þvi sem aðrir
nota. í þvi sambandi er talað
um að sumir knapanna festi
hóffjaðrir aftan i hæla stigvél-
anna sinna og reki þær i siður
hestanna, aðrir hafi hóffjaðrir i
höndunum og berji oddinum i
herðakamb eða háls hestanna
meðan á sprettinum stendur.
Þar fyrir utan eru smámunir,
eins og að hafa ýmsa hljóðgjafa
i vösunum og hindranir viö aðra
keppendur, bæði meö að taka i
tauma hjá þeim, stinga út oln-
bogum eða höndum fram fyrir
hest sem sækir á og annað eftir
þvi. Kappreiðadómnefndir gera
enga tilraun til að setja skorður
við þessum ólöglegu og and-
styggilegu hvatningum. Ég hef
margoft orðiö þess var að dóm-
nefndamenn snúa sér undan, til
að þurfa ekki að horfa uppá
augljósustu hvatningarnar.
Þeir sömu menn fara að sjálf-
sögðu ekki að rýna dýpra i mál-
in og sjá þvi ekki ósómann i öllu
sinu veldi.
Dómnefndir verði ekki
með neina stæla
Allt mun þetta vera gert til
þess að sigra og setja met. Mörg
félög hafa lagt i mikinn kostnað
til að gera góða velli og þau telja
sér nauðsyn á að fá helstu
hlaupastjörnurnar á sin mót.
Forráðamenn stjarnanna setja
hinsvegar upp það skilyröi fyrir
þátttöku sinni að dómnefndir
verði ekki með neina „stæla”,
eins og það heitir á þeirra máli
sem framfylgja reglum. Svo
langt er gengið i þessum efnum,
að undirritaður hefur orðið fyrir
hótunum um afarkosti, meið-
ingar og að beitt verði þrýstingi
til að ég verði rekinn úr starfi, ef
ég láti ekki af „árásum” á þess-
ar aðfarir. Hef ég þó minna beitt
mér gegn þeim en ástæður hafa
gefið til. Sannast að segja hélt
ég að við Islendingar þekktum
ekki slikar hótanir nema af
lestri glæpareyfara en svo lengi
lærir sem lifir.
Enginn spyr um þekkingu
á keppnisreglum
Dómnefndum kappreiða er
nokkur vorkunn að þær skuli
ekki hafa beitt sér að neinu
marki gegn þessum yfirgangi
kappreiðamanna. Mönnum er
bara hóað saman i dómnefnd,
en einskis spurt um þekkingu
þeirra á keppnisgreglum. LH
hefur ekki haldið námskeið fyrir
kappreiðadómara og engir
menn hafa hér öölast viður-
kenningu samtakanna um hæfni
til slíkra dómstarfa. Það þarf
naumast að taka fram að I
kappreiðareglum LH er kveðið
á um að stjórnin skuli veita rétt-
indi til dómstarfa á kappreiðum
og setja reglur um veitingu
þeirra. Hvorugt er gert, enda
löngu vitað að þeirri stjórn er
annað tamara en að fara að lög-
um og reglum sambandsins,
enda talið að hún geri óþarflega
litið af að kynna sér hvaö þar
stendur.
Frekja í fyrirrúmi
Nú þegar keppendur hafa náð
þessum tökum á kappreiðum,
sækja þeir fast að ná sömu tök-
um á gæðingakeppninni. Þar
hafa þeir hinsvegar mætt mót-
stöðu nokkurra dómara og þá
verður þeim fyrst fyrir að reyna
að losa sig við þá úr dómstörf-
um. Framkvæmdastjórn fjórð-
ungsmótsins á Rangárbökkum
tók afstöðu meö keppendum i
þvi efni. Þar voru mörkuð tlma-
mót, þar sem viðurkennt er að
frekja og fégræðgi skuli sitja I
fyrirrúmi fyrir reglum þeim
sem hestamenn hafa skapað sér
um keppni. Það er tilefni þessa
pistils.
ómerkileg gangblanda
Aðdragandi þessa máls er
langur, ef til vill allt aftur á
landsmót 1950, þar sem dóm-
nefnd gæðinga varaöi mjög ein-
dregíð víð að misnota töltið sem
hraðgang og átaldi harðlega
keppni i hraðtölti. „....oftast er
aðeins um ómerkilega gang-
blöndu að ræða,” sagði Eggert
Jónsson frá Nautabúi, formaður
dómnefndarinnar I ræöu, „ann-
að hvort af skeiði og tölti eða
brokki og tölti.”
Mörgum árum seinna tóku
Þjóðverjar upp keppni á tölti,
þar sem hraöinn vegur hvað
mest. Og þrátt fyrir aðvaranir,
gamlar og nýjar, tóku islenskir
keppnismenn þær upp eftir
Þjóðverjum. Afleiðingin er
komin I ljós, I fullu samræmi viö
orð Eggerts, hestarnir fara á
ómerkilegri gangblöndu.
Um gæðingadómara
Nú krefjast sumir keppenda
þess að þessi ómerkilega gang-
blanda sé viðurkennd sem
skeið, þegar það hentar þeim,
eða tölt þegar svo ber undir.
Einn þeirra manna, sem mest
hafa barist gegn þvi að slikar
kröfur nái fram að ganga, er
Jón Guðmundsson, ættaður frá
Eirlksstöðum. Hann hefur opin-
berlega látiö I Ijosi þá skoðun,
að skeiðtaktur hjá gæðingum
skuli vera hreinn og sömuleiðis
takturinn i tölti. Gangblending-
urinn skuli verða til lækkunar
einkunninni og jafnvel til þess
að hesturinn fái lágmarkseink-
unn, fyrir skeiðið, sé takturinn i
blendingnum nær tölttakti en
skeiðs. Jón Guðmundsson er
margreyndur dómari og af
flestum talinn mjög næmur fyr-
ir takti, enda mikill músslk-
maður. Engan hef ég heyrt bera
honum hlutdrægni á brýn. Hann
er hinsvegar talinn samvisku-
samur dómari sem dæmir ein-
göngu það sem hann sér hestinn
gera meðan hann er I dómi, en
ekki það sem hann veit um getu
mótstjórnin hafi sett öðrum
dómurum flokksins sérstök skil-
yröi. Ég get hinsvegar fullyrt að
þeir voru flestir eða allir lítt
reyndir. Otkoma dómsins varö
svo I samræmi við það sem til
var stofnað. Hestar sem fóru á
„ómerkilegum gangblendingi”
jafnvel nær tölttakti, fengu jafn-
háar einkunnir fyrir skeiö og
hinir, sem fóru á fallegu skeiði.
Sjórnendur og keppendur eru
væntanlega ánægðir með
árangurinn.
Þegar kostirnir verða
einskis virði
Hér voru mörkuð timamót.
Hér verður að staldra við og
ákveða stefnuna. A að fara aö
reglum LH I keppni og dóm-
nefndamönnum fengin þjálfun
og vald til að tryggja að öllum
keppendum sé gert jafnt undir
höföi. Eða á að fara fram sem
horfir, að gera stærri mótin að
auglýsingu fyrir hestakaup-
menn, þar sem þeir fá óverð-
skuldaðar einkunnir á „gæð-
inga” sina, fyrir kosti sem þeir
ráða ekki yfir, og þar með hærri
greiðslur I vasann. Það er að-
eins um þessa tvo kosti að velja.
Þeim seinni fylgir að keppnis-
mennirnir taka alla stjórn mót-
anna I sinar hendur, eins og þeir
hafa reyndar að mestu gert nú
þegar. Þá veröa hreinir kostir
hestsins ekki miklu lengur hafð-
ir i hávegum. Þá hætta llka
sómakærir hestamenn að taka
þátt i leiknum. Merki þreytu
þeirra og leiða eru raunar farin
að sjást og heyrast.
Ef til vill má þó eitthvað
græða af peningum enn um sinn
á slikum mótum.
Ég Imynda mér að forráða-
menn móta ofmeti þátttöku
þeirra manna, sem setja skil-
yrði fyrir komu sinni. Þeir
mega sitja heima ef þeim er of-
raun að keppa eftir settum regl-
um. sv
Jón Guðmundsson frá Eiriks- Frá kappreiöum á fjórðungsmótinu. Ekkert verður hér fullyrt um
stöðum var talinn óæskilegur hvers vegna knapinn á dekkri hestinum hefur fæturna svo langt út
dómari á fjórðungsmóti, vegna frá hestinum, en heldur þykir ótrúlegt að hann haldi þeim svona að
of mikillar hæfni. öllum jafnaði, þegar hann hleypir hesti.
Glæsir var hæst dæmdur allra alhliða gæðinga á móti Fáks og á
fjórðungsmótinu. Menn deila um hvort hann hafi sýnt skeið I keppn-
inni.