Vísir - 15.07.1981, Blaðsíða 14
14
Miðvikudagur 15. júli 1981
vísm
islanflsmol i tiugí með
fjarstýrð svifflugmúdel:
BAHSTI
.jttsnunr
Theodór Theodórsson
og Benedikt Jonsson
íslandsmeistarar
Hvolsvöllur var mótsstaður-
inn, þegar haldið var Islands-
mót i flugi með fjarstýrð svif-
flugmódel um næst siðustu
helgi, nánar til tekið var það
eiginlega Bakkavöllur á Hvols-
velli, en þar slógu þátttakendur
upp tjaldbúðum og þar var
helmingur keppninnar, i boði
Jóns Benediktssonar, en hann
og fjölskylda hans ólu önn fyrir
keppendum og fylgdarliði
þeirra af rómaðri gestrisni.
Hástart
Fyrri hluti mótsins var keppni
i „hástarti” á Bakkavallartún-
inu, en sá hluti var laugardag-
inn 4. júli. Hástart-keppnin fer
þannig fram, að fjarstýrðu svif-
flugmódeli er skotið á loft meö
sérstakri teygju, upp i 100 metra
hæð. Siðan á flugmaðurinn, sem
auðvitað stendur föstum fótum
á jörðinni, annars vegar að
halda módelinu á lofti i' hitaupp-
streymi i sem næst sex minútur
og lenda þvi sem næst miðlinu á
6x30 metra braut, og hins vegar
að fljúga 4x150 metra vegalengd
eins hratt og hann getur og
lenda siðan með sama hætti og
áður. Stig eru reiknuð eftir tima
og lendingu.
Átta kepptu i hástartinu og
luku allir keppni. Eftir tvisýna
baráttu varð Theodór Theodórs-
son Islandsmeistari á „Hobby
Hawk” módeli með 3619 stig.
Ásbjörn Björnsson kom næstur
á „SB10” með 3518 stig og þriðji
varð Islandsmeistarinn frá i
fyrra, Einar Páll Einarsson á
„Todi” með 2784 stig.
Hang
Daginn eftir var keppt i
„hangi” i Hvolsfjalli. Þar er tak-
markið að fljúga módelinu
10x150 metra braut eins hratt og
mögulegt er i uppstreymi þvi,
sem myndast þegar brekka
neyðir vindinn upp. Farnar eru
fimm umferðir og stig reiknuð
fyrir hverja ferð, en stysti timi i
hverri umferð gildir 1.000 stig
en lakari timar siðan hlutfall af
þeim.
Þeir voru niu sem kepptu i
hangi og enn luku allir keppni.
Og eins og fyrri daginn var
baráttan hörð, en svo fór að Is-
landsmeistari annað árið i röð
varð Benedikt Jónsson á „Sag-
itta” með 3.810 stig, en hann er
aðeins 17 ára gamall. Annar
varð svo Theodór á „Ridge
Rat” með 3.776 stig og þriðji Jón
Péturssoná „Sagitta” með 3.774
stig.
Bikarar
Theodór hlaut til varðveislu
farandbikar frá Pétri Snæland
hf. fyrir sigur i hástarti, en
Benedikt farandbikar frá Sport-
veri/Lee Cooper fyrir sigurinn i
hangi, en um þessa bikara var
nú keppt i fyrsta sinn.
HERR
Theodór Theodórsson, tslandsmeistari i„hástarti1 setur „Hobby
Hawk” í loftið, innfellda myndin er af honum með módelið.
Yngsti keppandinn á mótinu, Heiðar Hinriksson, 12 ára gamall,
keppti á „Favorit” i hástarti.
Einar Páll Einarsson flýgur „Sagitta” módeli sinu i hang-keppninni. Innfellda myndin er af Benedikt Jónssyni, tslandsmeistara ihangi,
meðsams konar módei sitt.
PARIS 2335 KM
V'
UHDOH ht/’sh
Vigdis Finnbogadóttir skrapp
norður fyrir heimskautsbaug þótt
Kári blési af krafti. Mynd:
G.S./Akureyri.
Guðmundur Kærnested, skipherra,
forseta, i björgunarvestið áður en h
heimsókn forsetans i Grimsey. Myi
Alfreð Jónsson, oddviti Grimseyinga
Guðmundsson frá Grimsey i lok kaff