Vísir - 25.08.1981, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 25. ágúst 1981
vísm
Seltjarnarnes:
Góðri aðstoðu lyrir
siðiingar komið upp
Seltjarnarnesbúar hafa nú
fengið aðstöðu til að stunda sigl-
ingar út frá nesinu. Hefur bæði
verið komið upp aöstöðu viö
Bakkavör, svo og á Bakkatjörn.
„Það var i sumar, að stofnaður
var siglingaklúbbur hér á nes-
inu”, sagði Sigurgeir Sigurðsson,
bæjarstjóri, i samtali við Visi að-
spurður um það mál, ,,og þegar
eru orðnir um 130 félagar i
klúbbnum, bæði börn og fullorðn-
ir. Þetta fólk þurfti á einhverri
aðstöðu að halda, svo viö byrjuð-
um á þvi i sumar i samráði við
klúbbinn að ganga frá sjósetn-
ingabraut við Bakkavör. En sú
aðstaða er fyrir þá, sem lengra
eru komnir i iþróttinni, og óhætt
er að sleppa út á sjó.
Siðan kom fram sú hugmynd
frá klúbbfélögum að nýta Bakka-
tjörnina til siglinga fyrir flatbytn-
urnar,sem börnum og unglingum
er kennt á. Og þar var settur upp
litill bryggjustúfur úr timbri, en
þegar hafa verið haldin þar þrjú
námskeið", sagði Sigurgeir.
Hann sagði ennfremur, að frek-
ari framkvæmdir væru ekki á
döfinni við Bakkatjörn, en hins
vegar væri fyrirhugað i framtið-
inni að laga siglingaraðstöðuna
við Bakkavör með einhverjum
görðum og mannvirkjum.
— KÞ
i Bakkavör hefur verið gengið frá sjósetningarbraut fyrir þá sem
lengra eru komnir i íþróttinni.
Börn og unglingar sigla á Bakkatjörninni á flatbytnum.
(Visism.EÞS)
Þrjár skútur
í erfiöleikum
Þrjárskútur af ellefu, sem lagt
höfðu upp frá Kópavogi á laugar-
daginn áleiðis til Akraness, lentu i
erfiðleikum á leiðinni vegna
slæmra veðurskilyrða. Ferð
skútanna var þáttur i forgjafar-
keppni siglingaklúbbsins Ýmis i
Kópavogi.
Öskað var aðstoðar Slysa-
varnarfélagsins, en þá var bátur-
inn Sif, kominn með skútuna
Súsönnu í tog, þar sem stýri
hennar hafði brotnað. Slysa-
varnarfélagsmenn á björgunar-
bátnum Gisla J. Johnsen komu
bátnum til aðstoðar og dró Gisli
siðan skútuna inn til Kópavogs.
Ein skútan hafði þá þegar snúið
við og var aftur komin i Kópa-
voginn, þangað sem ferðin hófst.
Þriðja skútan var svo dregin inn
til Akraness af Akraborginni.
Vegna versnandi veðurs voru
frekari varúðarráðstafanir
gerðar og skip tilbúin að aðstoða
skútuna frekar.
Veðurhorfur voru svo slæmar á
sunnudaginn, að nokkrir siglinga-
mannanna ihuguðu að taka skút-
umar upp á vagna og flytja þær
með Akraborginni til
Reykjavikurhafnar.
— AS.
Stærð: 27—33
Litur: livitt og blátt
Stærð: 27—38
Litur: dökkblátt og brúnt
Verð frá 195,-
Verð: 230.
" Skó-
versluh
HQmraHborg 0 - Sími 41754
Höfum úrval af
skófatnaði kven-
og karlmanna
æfingaskó,
strigaskó, stígvél
ofI. ofl.
Litur: blátt og brúnt leður
Verö frá 195.-
Litur hvitt
Verð frá 195.-
Leöurstigvél fóðruð
Stærö: 22—30
Litur: brúnn Verð: 238,-
Vísis-áskrifandi
fær nýjan
Datsun Cherry
26. ágúst
Viit
þú nýjan bíl?
(verðmæti
84.000 kr.)?
Vcrtu
áskrifandi
Vísis
86611
Á nýjum
Datsun
í fríið