Vísir - 25.08.1981, Blaðsíða 15
Búðir rannsðknarleiðangursins i Hvannalindum heimsðttar
VÍSIR
Þriðjudagur 25. ágúst 1981
Þriöjudagur 25. ágúst 1981
vísm
„Allt í sómanum”
„Jú, þvi er ckki aö neita, aö viö erum i vandræöum.” Fararstjóriþrjátiu manna hópsins var ekki mjög
upplitsdjarfur þar sem hann sat viö vegarkantinn skimandi eftir vatni.
„Þetta er I þriöja sinn, sem ég kem hingaö til lands, sem leiöangursstjóri hjá British School og meira aö segja
hef ég gengiö þvert yfir Vatnajökul I einni feröanna.” Brian Needham ieiöangursstjóri ræöir viö blaöamann
ég gengiö þvert y
Visis i Hvannalindum.
seglr leióangursstjórinn
Á annað hundrað manns hafa að undanförnu dvalið i Hvannalindum við
ýmis rannsóknarstörf, eins og kunnugt er af fréttum. Hópurinn sem telur
um 130 manns, er hér á vegum British School Exploring Society, sem hefur
um 50 ára skeið skipulagt ferðir á borð við þessa, sem i senn eru ævintýra-
og visindaferðir. Er ísiandsferðin nú sú ellefta i röðinni á vegum félagsins
hingað til lands.
Hópurinn komst fyrst i fréttirn-
ar, þegar hann hafði tjaldað i
óleyfi á friðlýstu svæði i Hvanna-
lindum og valdið þar náttúru-
spjöllum og siðan fyrir að ætla i
gönguferð eina mikla yfir þveran
Vatnajökul. Þá hefur hópurinn
veriö gagnrýndur fyrir að brjóta
reglur er gilda um ferðir svona
hópa, svo og fyrir slælegan útbún-
aö.
Visismenn fóru i Hvannalindir
til aö kynnast málinu af eigin
raun. Við hittum leiðangursstjór-
ann Brian Needham að máli, svo
og einn flokkinn þar sem hann
ráfaði stjórnlaust um óbyggðirn-
ar hrópandi á vatn!
„Fararstjórarnir kunnir
ferðamenn.”
Needham var einn i tjaldbúðun-
um, þegar okkur bar að garði og
við spuröum fyrst, hvert væri
markmiðið með feröinni.
„Þetta er rannsóknarferð,”
sagði Needham, „Viö förum eftir
ákveðnu prógrammi og skiptum
okkur i flokka, sumir rannsaka
veðurfar, uðrir jaröfræðina og
enn aðrir flóruna og svo framveg-
is.”
— Hefur þessi ferð verið lengi i
undirbúningi?
„Já, ég kom hingað i ágúst i
fyrra og kynnti mér aðstæður hér
i Hvannalindum. Ég kom siðan
aftur i mars og átti þá tal við for-
manh Náttúruverndarráðs og
fleiri. Þannig að ferðin er i alla
staði mjög vel undirbúin. Fyrir
utan að fararstjórarnir eru allir
kunnir ferðamenn og visinda-
menn frá breskum háskólum,
þannig að þar er allt i sómanum.”
,,Ósanngjörn
gagnrýni”.
Eruð þið nógu vel að ykkur um
Island? Þið hafið verið gagnrýnd-
ir fyrir vanþekkingu, til dæmis
kom fram i umsókn ykkar til
Rannsóknarráðs, að þið hefðuð
hug á að rannsaka burknategund-
ir i öskju, sem aldrei hafa vaxið
þar. Hvað viltu segja um þetta?
„Þetta er mjög óréttlát gagn-
rýni. Þegar maður sækir um
svona leyfi, er það um leið ráð-
gjöf. Ég veit aö Askja er dauð
gróðurlega séð, en á ferð minni
þar um i fyrra, varö ég var við
nokkrarplöntur.sem mig langaði
til að rannsaka frekar og þess
vegna setti ég þetta i umsóknina.
Ég fékk engar athugasemdir
varðandi þetta atriði frá Rann-
sóknarráði og veit ekki betur en
þeir hafi verið ánægðir með um-
sóknina, enda hef ég gert mér far
um að fara að öllu að vilja þeirra.
Ogþettaaðviðséum illa að okkur
um Island, er tóm vitleysa. Ég
þori að fullyrða, að ég og minir
menn vita miklu meira um landið
en margur Islendingurinn, sem
aldrei hefur séð Island, nema út
um bilrúöur.”
—Þið hafið verið gagnrýndir
fyrir lélegan útbúnað. Hvert er
þitt álit á þvi?
„Svona nokkuð segir aðeins sá,
sem ekki veit. Ég og minir farar-
stjórar hafa verið á hættulegri
stöðum en finnast á Islandi. Við
höfum verið á Spitzbergen Græn-
landi, ölpunum og svo framvegis
með alveg þennan sama útbúnað
og allt hefur gengið að óskum.
Mitt fólk er vel úbúið, auðvitað er
alltaf hægt að vera með betri út-
búnað. Aðalatriðið er bara að út-
búnaðurinn sé nægilegur og okkar
er það. Ég hef séð Islendinga á
ferð um hálendið mjög illa útbúna
og mitt fólk stendur þvi langtum
framar.”
— En nú ætluðuð þiö i Vatna-
jökulsgönguferðina með venjuleg
tjöld en ekki jöklatjöld. Er ekki
óðs manns æði, að fara með 42
unglinga i ferð með svona útbún-
að?
„Þessi tjöld eru fullboðleg og
valin sérstaklega i þessa ferð.
1978 fór ég i svipaða ferð yfir
Vatnajökul og það gekk mjög vel.
Fyrir utan það, að við höfum not-
að svona tjöld i 20 þúsund feta
hæð á Everest og allt i góðu lagi.
Svo þetta með tjöldin, er bara
móðursýki.”
— Hópur frá þér lenti i
vandræðum i öskju og var til
dæmis matarlaus i einhvern
tima, hvernig stóð á þvi?
„Astæöan var sú, að bill, sem
þau voru á, islenskur bill, bilaði i
Herðubreiðarlindum á leiö i
öskju. Þau fengu far með öðrum
bil inneftir, en þar sem litið pláss
var i bilnum og mikill flýtir á
hópnum gátu þau ekki tekið allt
með sér þau tóku tæki, en
gleymdu matnum. Þessu var svo
bjargað, þannig að annar okkar
bila fór inneftir með mat.”
,,Af þvi að við erum
gestir hér...”
—Nú kom hingað i Hvannlind-
ir sýslumaður Norður-Múlasýslu
við f jórða mann á þriðjudag til að
reyna að koma i veg fyrir ferðina
á Vatnajökul. Hvert er þitt álit á
þvi?
„Ég er auðvitað mjög þakklát-
ur fyrir væntumþykjuna, en það
var langt frá þvi, að mál þeirra
væri sannfærandi. Þaö var erfið
ákvörðun að hætta viö feröma,
sem hafði verið ár i undirbúningi,
en við erum gcstir hér og ég vildi
ekki valda neinum vandræöum,
þess vegna hætti ég við þetta. Við
erum gjörkunnugir Vatnajökli og
jöklaferðum, en ég hætti við ferð-
ina til að vera stór og sýna sam-
vinnu við Islendinga.”
— Nú hafðir þú verið beðinn um
að hafa samband við Slysa-
varnarfélagið og eins félagi þinn
Rayward, sem hingað kom til
þess eins að fara þessa ferð, en
þið gerðuð það ekki. Var það
vegna þess, að þið hafið þá
reynslu af Islandsferðunum, aö
slikt sé óþarfi?
„Ég skal segja þér, að ég er
skólastjóri í Bretlandi og hef það
orð á mér þar, að vera varkár og
öruggur i öllu sem ég tek mér
fyrir hendur. í þessu tilviki, þá
spiluðu tungumálaerfiðleikar inni
og ekkert annað, aftur á móti
hafði ég samband við sendiráðið
og fékk minar upplýsingar þar.”
„Vörðurinn var ekki til
staðar.”
— Þú segir, að þið hafið að öllu
farið að vilja Rannsóknarráðs og
annarra aðila er þið hafið átt
„llla skipulagt”
segir einn pátttakenda
Séð yfir hluta tjaldbúöanna i Hvannalindum.
samskipti við hérlendis. Hvers
vegna tjölduðið þið þá á friðlýstu
svæði hér i Hvannalindum?
„Þetta stafar af misskilningi.
Þegar ég talaði við Náttúru-
verndarráð i april i vor, var mér
sagt að tala viö landvörðinn hér
varðandi tjaldstæði. Hann var
ekki til staðar, þegar við komum,
en um leið og hann kom þá færð-
um við tjöldin.”
— Nú olluð þið töluverðum
spjöllum á friðlýsta svæðinu.
Hafið þið lagað til eftir ykkur
þar?
„Ekki alveg enda eigum við
eftir að vera hér nokkra daga
enn. Annars er umgengnin eftir
minn hóp mun betri en ég hef orð-
ið var við hjá Islendingum sjálf-
um, en auðvitað getur umgengnin
ekki verið fullkomin, þegar um
svo stóran hóp er að ræða,” sagði
Brian Needham.
,,Þú hefur ekki við neinn
annan að tala.”
Þegar hér var komið sögu, var
Needham spurður, hvort hann
gæti gefið einhverjar upplýsingar
um hópana, svo við gætum spjall-
að við einhverja þátttakendur.
„Þú hefurekki við neinn annan
að tala varðandi þetta mál nema
mig. Auk þess eru hóparnir á
fjöllum og mér sýnist þið ekki bú-
in til fjallgöngu.” Svo mörg voru
þau orð.
,,Vatn, vatn, vatn...”
Við ókum nú frá Hvannalindum
og er við höfðum farið um tveggja
klukkustunda leið og ekiö yfir
fjölda lækjarspræna, sáum við
skyndilega mann á veginum.
Hann sat við vegarkantinn og var
að gera við primus einn, harla
óásjálegan. Þegar hann varð okk-
ar var, stóð hann upp með vega-
kort i hendinni og stöðvaði okkur.
„Hvar finn ég vatn?” spurði
hann. „Vatn?” sögðum við, „er
ekki vatn hér alls staðar?” „Við
höfum nú verið vatnslaus i tvo
daga,” sagði hann, ,,og það kem-
ur sér dálitið illa, þvi matur okk-
ar er allur þurrkaður og þvi höf-
um við verið matarlaus i tvo
daga. En við vorum nú að finna
poll hérna rétt áðan svo við gát-
um eldað. Annars erum við á leið-
inni gangandi að Mývatni og get-
ur þú sagt mér, hvar við getum
tjaldaðá þeirri leið, svo við kom-
umst i vatn?”
Við ræddum nú nánar við
manninn. Kom uppúr kafinu, að
hann var fararstjóri 30 manna
hóps úr leiðangri British School.
Þeir höfðu lagt af stað úr
Hvannalindum fyrir tveimur dög-
um áleiðis til Mývatns.
—■ Eruð þið i einhverjum
vandræöum? spurðum við.
„Já, ekki er þvi að neita,” sagði
hann. „Tveirúr hópnum eru veik-
ir og ekki hefur það bætt úr þetta
matarleysi.”
— Hefur þú komið áður til Is-
lands?
Heldur voru þau þreytuleg, þar sem þau örkuðu áleiöis til Mývatns, og tugir kilómetra framundan á
tveimur jafnfljótum.
Tjaldið fremst á myndinni er eins og þau er átti að fara meö á Vatnajökul, þar við hliöina er aðsetur Bri-
ans Needham, leiðangursstjóra.
„Nei.”
— Ertu einn með hópinn?
„Við erum þrir.”
— Og enginn komið til íslands
áður?
„Nei”.
—- Höfðuð þið ekki skipulagt
næturstaði, áðuren lagt var upp?
„Nei,” sagði fararstjórinn, og
nú var eins og hann grunaði okkur
um græsku og vildi litiö tjá sig
meira.
,,IUa skipulagt og
stjórnlaust.”
Nú sáum við hvar hópur ferða-
manna kom i ljós undan barði
einu skammt i'rá. Unglingarnir
voru þreytulegir að sjá og virtust
margir hverjir að niðurlotum
komnir. Við tókum nokkra þeirra
tali og voru allir á einu máli um
að þetta hefði verið mjög erfitt,
en þó spennandi.
Islensk stúlka var með þessum
hópi, menntaskólanemi úr
Reykjavik, Heiður Björnsdóttir,
en henni hafði verið boöin þátt-
taka i rannsóknarleiðangrinum,
ásamt pilti einnig islenskum og
var hann á ferðalagi með enn öðr-
um hópi.
„Ég held ég verði að segja, að
þetta hefur verið illa skipulagt frá
upphafi og stjórnendurnir virðast
litið vita, hvað þeir eru að gera,”
sagði Heiður aðspurð. „Þeir vita
þetta sjálfir, held ég, en eru of
stóltir til að snúa við úr þvi sem
komið er.
Þetta hefur samt verið mjög
skemmtilegt og það sem hefur
bjargað okkur er fádæma gott
veður,” sagði hún.
— En hvað með útbúnaöinn?
„Hann hefur verið alveg sæmi-
legur, annars hefur litið reynt á
hann, þvi veðrið hefur verið svo
gott.”
— Vissi fólkið, heldurðu, hvað
það var að fara út i?
„Fólkið litur á þetta sem ævin-
týri, það bjóst við einhverju, en
vissi ekki hverju og virtist ekki
hafa hugmyndum, hvaða aðstæð-
ur eru hér uppi á hálendinu.
Annars eru allir orðnir alveg úr-
vinda af þreytu og ég til dæmis
ætla að þrauka i Mývatnssveit-
ina, en þangað ætla ég að láta
sækjamig”,sagöiHeiðurog bætti
við: „Heyrðu getið þið ekki tekið
þessaveiku uppá Egilsstaði? Nei,
annars það þýðir ekki, þeir eru
örugglega of stoltir til að biðja
Islendinga um hjálp.”
Og nú var hópurinn farinn af
stað, svo Heiður varð að þjóta, en
heldur voru þau þreytuleg að sjá.
—KÞ
Mörg tjaldanna í tjaldbúöunum voru
lokuð með venjulegum þvottaklemm-
um.
Myndir
Gunnar V.
Andrésson.