Vísir - 25.08.1981, Blaðsíða 16
16
Þriðjudagur 25. ágúst 1981
VÍSIR
Beltanuddtækin
vinsælu frá
V-Þýskalandi eru
nú aftur fáanleg,
tvær gerðir
mMÆMXTpuaf
Getum ávallt útvegað
með stuttum fyrirvara
hina þekktu ,/Nordic
Solarium" Ijósalækn-
ingalampa.
Viðurkenndir af Geisla-
vörnum ríkisins.
v\
JEBRONsf.
Vesturgötu I7a — Simi
17830.
ÆSKAN er 56 síður.
Nýir áskrif endur f á einn
eldri árgang í kaupbæti.
Það borgar sig að gerast
áskrifandi.
Afgreiðsla: Laugavegi
56, sími 11336.
Stimplagerð
Félagsprentsmiöjunnar hf.
Spítalastíg 10 — Sími 11640
Bréfavlnur
með
fjðlbreytf
áhugamál
Bréf frá Bandarikjun-
um
Ég er þrjátiu og sex ára gam-
all vélatæknifræðingur og bý i
Bandarikjunum. Ég hef áhuga á
að skrifast á við Islending.
Ég er rómversk kaþólskur og
tala aðeins ensku. Áhugamál
min eru meðal annarra ljós-
fræði, laserfræði, Visindi, ís-
land, véltæknifræði, fæða úr
sjónum, vindorka, sólarorka og
notkun jarðhita.
Kona min, Dorothy, er einka-
ritari og hefur áhuga á mat-
reiðslu (hefur skrifað mat-
reiðslubók), köttum, antik,
garðrækt, blómum, léttum hús-
gögnum, dúkkuhúsum og
gluggatjöldum.
Eg hlakka til að fá tækifæri til
að skrifast á við Islending, karl
eða konu.
Með fyrirfram þakklæti,
Jim Roman.
Jim sendi okkur á Visi þetta
bréf og við látum það hér með
frá okkur fara i lauslegri þýð-
ingu, til þeirra, sem kunna að
hafa áhuga. Fullt nafn og
heimilisfang er :
James Roman,
One Chalden Court,
Huntington Station,
New York, C.S.A. 11746
Bjöggi og Bubbi. Skallapopp og Gúanórokk. Er annaöhvort eða bæöi tiskustefnur?
Hvopf er hetta Gúanð-
rokk eða Skaliapopp?
Sigrún skrifar:
„Future”rokkunnandi talaði
um að bréfið frá Bigga skalla-
poppara séaumt, en hvað kallar
hann þá sitt? Og skýringin á
skallapoppi og gúanórokki. Ég
ætla ekki að efast um hana né
koma með einhverja aðra skýr-
ingu, en að leyfa sér að kalla
fólk óvita sem ekki gerir
greinarmun á þessu. Ég heyri
að visu þó nokkurn mun á þessu
en ég ætla ekki að koma með
mina kenningu, leyfa fólkinu að
hafa sina og ekki að gefa skit i
hað sem þvi finnst.
Af þvi að lesa bréfið kemst
maður ekki hjá þvi að sjá að
hann vill ekkert með Brimkló
hafa. Hvers vegna er hann að
skaprauna sjálfum sér með þvi
að vera að hlusta þá? Það eru
kannski einhverjir sem hafa
gaman af þvi að hlusta á Brim-
kló. Mér sjálfri finnst sum lög
hjá Bubba og Co ágæt og sömu-
leiðis sum lög Brimlóar, þess
vegna get ég ekki gert litið úr
hvorugri hljómsveitinni. Þó
verð ég að segja.aö sum lög hjá
Bubba eru að mestu leyti bara
öskur. Með þessu bréfi er ekki
meiningin að skita neinn út og
ég vona að ég hafi ekki gert það.
Og ég vona að þessir „gúanó-
rokkarar sjái að það er ekkert
betra eða gáfulegra að vera
gúanórokkari, skalla-
poppararnir standa þeim alveg
jafnfætis. Sjáum svo til hvað
þessir menn segja þegar það
verður ekki lengur i tisku að
vera gúanórokkari.
Hvers vegna eru
sum gjaid-
brot leyndarmái?
„Áhugamaður um
gjaldþrot” skrifar:
„Fyrir augum borgaranna
fara gjaldþrotaskipti lram á
siðum þess ágæta blaös, Lög-
birtingablaðsins. Og þvi miöur
verða ýmis fyrirtæki og ýmsir
einstaklingar gjaldþrota. En
upplýsingar Lögbirtingablaös-
ins, tilkynningar skiptaráðenda,
eru tvenns konar, þegar búin
hafa veriö gerö upp. Annars
vegar er þetta tilkynnt með töl-
um um kröfuupphæöir og hve
mikið hafi greiðst upp i þær, ef
eitthvað, en hins vegar er þess
einfaldlega getið aö skiptum sé
lokið. Hvers vegna eru ekki
alltaf birtar tölur?
Gjaldþrot er alvörumál fyrir
hvern þann, sem i þvi lendir, en
einnig fyrir þá sem starfa i við-
skiptalifinu og ýmsa fleiri.
Haldgóðar upplýsingar eru þvi
Skipla-
ráðandi
svarar
bráðum
Lesendasiðan hafði samband
við Ragnar H. Hall, skiptaráð-
anda við Borgarfógetaembættið
og bað hann um upplýsingarn-
ar, sem bréfritari óskar eftir.
Hann var fús til að svara fyrir-
spurninni og sagðist mundu
senda skriflegt svar, fljótlega.
mörgum mikilvægar. Fyrst
Lögbirtingablaðið er vettvang-
ur upplýsinga um þessi mál,
hvers vegna eru þær þá ekki
samræmdar, spyr ég aftur.”
Lögbirtingablað
Gcfið úl samkvæmt lögum nr. (>4 16. des. 1943 skrif«tofa buBsiiw
tt á Uiintil 11«. 2. h»«.
•Iml 25001.
Arr- ko«Ur «8 krá*ar.
FERLEGUR DONASKAPUR
E.J. hringdi og kvart-
aði sáran undan dóna-
skap hjá starfsmanni
J:L-hússins.
Hún sagði að allan daginn á
fimmtudaginn var hefðu glumið
auglýsingar frá JL-húsinu um
friar kartöflur. Hún fór sið-
degis, en þá var allt búið.
Hún sagðist hafa tekið þvi
sem hverju öðru hundsbiti en
þegar hún heyröi auglýsinguna
lesna enn einu sinni i útvarpinu
eftir þetta, hringdi hún og
spurði hvort meira hefði kornið.
„Djöfuls græðgi er þetta,”
var svariö sem hún fékk og að
fólk hefði rifiö meö sér 6-8 poka
hver og allar kartöflurnar væru
löngu búnar.
Þá spurði E.J. hvers vegna
' veriö væri að auglýsa enn, löngu
eftir aö allt væri búið. Hún fékk
svarið: „Það kemur þér ekkert
við.”
„Mérfinnst þetta svo ferlegur
dónaskapur,” sagði E.J. „að
mér finnst þetta verði að koma
fram.”
Gerði einhver starfsmanna sig sekan um dónaskap? „Trúi þvi
ekki,” segir verslunarstjórinn.
„Tpúi pvl ekkl nokkur hér.
seglr verslunarstjórinn
„A þessari stundu get ég ekki
sagt um hvort einhver starfs-
manna hér hefur viðhaft þessi
orð,” sagði Björgvin Magnús-
son verslunarstjóri i matvöru-
markaði JL-hússins, þegar les-
endasiðan bar kvörtun E.J. upp
við hann. „Ég verð að kanna
það hér, hvort svo er. Það er
auðvitað með öllu óverjandi og
fyrir neðan allt velsæmi, af
starfsmanni að segja svona
nokkuð, ef satt reynist, en ég
trúi ekki að nokkur af okkar
starfsmönnum hafi sagt þetta,”
sagði Björgvin.