Vísir - 25.08.1981, Blaðsíða 9
Þriftjudagur 25. ágúst 1981
vism
9
Abyggilega eru margir Is-
lendingar sem ekki hafa ein-
hverja japanska gripi i sinni
eigu núorðið. Jafnvel fer stór
hluti af kaupi sumra i það að
kaupa sér japanskar vélar og
tæki, t.d. japanska bila sem nú
eru sérlega vinsælir, hljóm-
flutningstæki eða myndsegul-
bönd.
Þekking okkar á þvi landi sem
þessar vörur koma frá er hins
vegar mjög takmörkuð. Jafnvel
hef ég orðið var við að einstaka
maður álitur að Japan sé þróun-
arland þar sem laun séu lág og
lifskjör bág. Ekkert gæti verið
fjær lagi enda er Japan nú með-
al þróuðustu iðnrikja heims.
Heildarþjóðarf ram-
leiðsla næst mest í heimi
Árið 1979 fór heildarþjóðar
framleiðsla i Japan yfir þúsund
biljón dollara eða hátt i helming
af þjóðarframleiðslu Bandarikj
anna og siðan hefur hún enn
haldið áfram að aukast á meðan
þjóðarframleiðsla Bandarikj-
anna hefur staðið i stað. Um
svipað leyti hefur þjóðarfram-
leiðsla Japan liklega lika veriö
að fara fram úr þjóðarfram-
leiðslu Sovétrikjanna þótt erfitt
sé að fá sambærilegar tölur.
í Japan er framleiðsla á mann
einnig með þvi hæsta i heimi og
Japönsk vélmenni vift störf i bílaverksmiftju, en i sumum þessara verksmiftja er sjálfvirknin allt upp i 96%
Japan er eitt proaðasta
iðnaðarríki okkar tima
hefur framleiðni þar aukist
einna hraðast og jafnast sein-
ustu tvoáratugi af öllum ríkjum
heims. Á þessu timabili jókst
framleiðni i Japan að meðaltali
hvert ár um 8.2% á meðan
framleiðni i Þýskalandi hækk-
aði að meðaltali um 5.5% og
framleiðni i Bandarikjunum um
3.4% (stuðst við tölur fyrir
timabilið 1960-1978).
Tæplega ein miljón bif-
reiða á mánuði.
Sem bilaframleiðendur eru
Japanir nú fremstir allra þjóða.
Á siðasta reikningsári (mars
1980-mars 1981)voru framleiddar
yfir ellefu miljón bifreiðir
(11.176.888 sem er 11% meira en
árið á undan). Þannig eru Jap-
anir nú komnir vel fram úr
Bandarikjamönnum sem lengi
hafa verið mesta bílafram-
leiðsluþjóð i heimi, en á siðasta
ári framleiddu bandariskir bila-
framleiðendur um 7.7 miljón
bila enda er mikil kreppa i bila
iðnaði þar. Eins og bandariskir
bilaframleiðendur hafa verið
ósparir á að láta i ljós er ein af
helstu orsökum erfiðleika
þeirra mikið framboð á ódýrum
sparneytnum japönskum bilum.
Vaknar þá spurningin hvernig á
þvi standi að þrátt fyrir háan
flutningskostnað tekst Japönum
samt að halda bifreiðum sinum i
lægri verðflokkum en sambæri-
legar bandariskar bifreiðir eru i
á heimamarkaði.
Verkamaður í bilaiðnaði
framleiðir einn bíl á viku.
Ýmsir halda þvi fram að
bandariskir bilaframleiðendur
geti sjálfum sér um kennt
hvernig þeim vegnar i sam-
keppni viö þá japönsku þvi að
þeir hafi ekki gætt þess að
endurnýja tækjabúnaö sinn né
aðlaga sig aö breyttum kröfum
markaðarins. Japanir eru hins-
vegar alltaf fljótir að aðlaga sig
að breyttri eftirspurn og sjá fyr-
ir breytingar i neysluvenjum
kaupenda. Þannig gerðu þeir
sér mjög fljótt grein fyrir þvi að
eftirspurn eftir sparneytnum
bifreiðum myndi aukast gifur-
lega sem afleiöing af orku-
kreppunni og hækkuðu bensfn-
verði. Þeir hófu þvi gifurlega
fjöldaframleiðslu á þeim, tókst
meö mikilli sjálfvirkni og hag-
ræðingu að framleiða mun ó-
dýrari bila en aðrir framleið-
endur og voru siöan búnir að
taka svo til yfir hinn nýja smá-
bilamarkað áöur en ýmsir aftrir
höfðu einu sinni gert sér al-
mennilega grein fyrir tilveru
hans.
Japanir hafa nú náð mestri
framleiðni i heimi i bilaiðnaði.
Aö meðaltali framleiðir hver
verkamaður i bilaiðnaði þar
45-50 bila á ári, en verkamenn
viö Volkswagen i Þýskalandi
framleiða að meðaltali aðeins 12
á ári hver og þeir bandarisku
um 10 hver.
Fleiri vélmenni en i öör-
um löndum samtals
Japönum hefur tekist aö ná
þessari miklu stöðugt auknu
framleiðni með þvi m.a. að nota
vélmenni i stöðugt auknum
mæli. Nú eru yfir 75.000 iðnað-
arvélmenni i notkun i iðnaði i
Japan eða meira en i öllum öðr-
um rikjum heims til samans. A
sama hátt eru nu starfandi yfir
140 fyrirtæki i Japan sem fram-
leiða vélmenni en i Bandarikj-
unum og Evrópu eru slik fyrir-
tæki aöeins um 80.
Sem stendur fjölgar vélmenn-
um i notkun um 20.000 árlega i
Japan, aðallega i minni eða
miölungsfy rirtæk jum.
Þveröfugt við það sem gjarn-
an er álitið i öðrum löndum hef-
ur notkun vélmenna i iðnaði
ekki leitt til aukins atvinnuleys-
is i Japan, heldur hefur notkun
þeirra leitt af sér aukna fram-
leiðslu, hærra kaup og ný störf i
nýjum framleiðslugreinum.
Fjárfestingar f nýjum
vélabúnaði háar.
Ýmsir hafa reynt að grafast
fyrir orsakir þess hvers vegna
Japönum tekst svo vel að þróa
áfram iönaö sinn og tileinka sér
nýja tækni. An efa er ein af mik-
ilvægari orsökum þess sú
hversu mikill hluti af hagnaði
japanskra fyrirtækja er stööugt
notaður til kaupa á nýjum tækj-
um eða til endurnýjunar á
gömlum.
Að jafnaði nota Japanir
15-20% af heildarþjóðarfram-
leiðslunni ár hvert i fjárfesting-
ar. Af þessu leiðir að meðalald-
ur tækja og véla sem notuö eru i
japönskum iðnaði er aðeins um
7-8 ár á móts við 10-11 ára með-
alaldur sömu tækja i Bandarikj-
unum. í fljótu bragði virðist i
þessu fólgin mikil sóun á fram-
leiðslutækjum en ef betur er að
gáð þá kemur i ljós að þaö er
einmitt þessi stöðuga endurnýj-
un á þeim sem m.a. hefur gert
Japönum kleift að komast i röð
fremstu iðnaðarþjóða heims
neóanmáls
Þjóðarframleiðsla á
mann heldur stöðugt
áfram að aukast og þar
hefur framleiðni aukist
einna hraðast og jafnast
siðustu tvo áratugi af öll-
um ríkjum heims, segir
meðal annars í þessari
grein Ragnars Baldurs-
sonar.
þrátt fyrir litlar og fátæklegar
náttúruauðlindir heima fyrir.
Verðbólga lítil miðað við
önnur riki.
Þrátt fyrir miklar og stöðugar
fjárfestingar i iftnafti samhliða
stöðugt hækkuftu kaupi almenn-
ings hefur Japönum tekist að
sieppa aft miklu leyti við þann
vágest sem hrjáft hefur flest
hinna þróaftri auftvaldsrikja frá
þvi eftir siftustu heimstyrjöld,
verðbólguna.
Siðastliðin tiu ár hefur verð-
bólgan afteins þrisvar sinnum
farið upp fyrir tiu prósent á ári,
1973-75. Meðal hinna þróuðu iftn-
rikja Vesturlanda er það afteins
V-Þýskaland sem sýnir minni
verðbólgu.
Þetta er þeim mun athyglis-
verðara þegar tillit er tekift til
þess að Japan hefur a.m.k. enn
sem komið er hverfandi litið at-
vinnuleysi og verður að treysta
nær eingöngu á innflutt hráefni
og oliu til iönaðarframleiðslu
sinnar. I þessu svipar þeim til
Islendinga þó svo að sú samlik-
ing gildi ekki fyrir flest önpur
svið.
Ragnar Baldursson