Vísir - 29.08.1981, Blaðsíða 13

Vísir - 29.08.1981, Blaðsíða 13
13 Laugardagur 29. ágúst 1981 vísm * -*) I tilefni afmælis: Valdimar Björnsson fyrrverandi rádherra Valdimar Björnsson fyrrver- andi fjármálaráöherra Minne- sota-fylkis i Bandarikjunum er 75 ára i dag. Valdimar var ráö- herra árin 1950 -’54 og frá 1956 - 1974 ogávailtsem maðurRepu- blicana-flokksins. Auk stjórn- málastarfanna vann Valdimar lengi sem blaðamaður eins og fram kemur hér á eftir. Honum hefur verið veittur Stórriddara- kross Fálkaorðunnar (1947) og Riddarakross St. Olafs orðunn- ar norsku (1949). Valdimar hef- ur nú verið á eftirlaunum siðan 1974 og helgað lif sitt ritstörfum og ræðuhöldum, einkum um sögu Norðurlandanna og ts- lands. Eiginkona Valdimars er Guðrún Jónsdóttir frá isafirði og eiga þau fimm börn. i tilefni afmælisins hefur Visi borist eftirfarandi grein, sem hér er birt óstytt: Ættoguppruni ,,1 samráði við nokkra góð- kunningja iReykjavi'k hafa ver- ið i smiðum nokkur frdcar ein- hliða afmælisviðtöl við Valdi- mar. Visir hefur fengið sinn skammt. Valdimar var fæddur á höfuð- deginum, 1906, annar sonur Gunnars Björnssonar ritstjóra sem fæddist i Másseli i Jökuls- árhlið 17. ágúst, 1872, og fór beinustu leið til Minneota Minnesota, frá Islandi með móður sinni rétt áður en hann varð fjögra ára, 1876, hét hún Kristin Benjamínsdóttir, fædd i öxarfirðien alin upp aðallega á Héraðinu. Kona Gunnars var Ingibjörg Ágústina Jónsdóttir Hördal, fædd á Hóli i Hörðudal 1878, og varðhún vesturfari með fjölskyldu sinni 1883, fór til Kan- ada fyrst og svo til Minneota, þar sem hún giftist Gunnari Björnssyni 1903. Þau áttu sjö börn, sex er naðu þroskaárum: Hjálmar, er dó 1958 eftir langan lasleika en þó starfhæfur við Maðamennsku til hins siðasta hjá Minneapolis Tribune, var hann á Islandi 1941 til 1943 sem yfirmaður láns- og leiguskrifstofunnar á Lands- bankanum, og varð hans hlut- verk það að borga um 65 m iljón- ir dollara fyrir fisk og aðrar vörur sem gengu til Breta sam- kvæmt samningi Roosevelts forseta milli Bandarikjanna og Englands, sem gekk i gildi áð- ur en Bandarikin fóru i striðið. Næstur var Valdimar og svo Bjcrn, heiðursræðismaður Is- lands i Minnesota, sem útvarp- aði i National Broadcasting kerfinu frá Islandi, 1941 til 1944, og hefur hann haldið sér aðal- lega við blaðamennsku, eins og Gunnar faðirinn og synirnir all- ir. Helga Sigriður er næst, ekkja eftir mann af alnorskum ættum frá Aalesund, Ame Brögger, þriggja sona móðir og starfandi sem bókavörður fram aðþessu. Svo kemur Stefania Aðalbjörg, gift kennara i' stærðfræði við Ohio University i Athens, Ohio, Carl Denbow, og eiga þau son og tværdætur. Yngst bama Gunn- ars og Ingibjargar er Jón Hen- rik er giftist á Islandi á meðan hann starfaði með Hjálmari bróðursinum imars,1944, henni Matthildi Kvaran, dóttur Ragn- ars landkynnis og konu hans, Frú Þórunnar Hafstein, eiga þau tvo syni og tvær dætur, og er Jón nýlega kominn á eftir- laun eftir langt starf hjá North- western National Bank f Minne- apolis sem blaðafulltrúi. Valdimár segist hafa tvær ástæður til þess að fara svona að Valdimar með bókina góðu. með merkisafmælið — að „gera leiftursókn mót dýrtiðinni” og spara blaðamanna kollegum ómakið við að grafa upp atriði úr lifsferlinum. Hér með er Valdimar veitt orðið: ,,Mér datt i hug að spara vin- um á Islandi meiriháttar út- gjöld isambandi við simskeyta- sendingar og hef þessvegna komið Gestabók minni á Ameriska sendiráðið á Laufás- veginum, til þess að vinir geti litið inn á neðstu hæð og skrifað nöfnsin ibókina.Hún er forláta bok eins og búast mátti við, þar sem Hörður Bjarnason skipu- lagsstjóri var við hana riðinn. A bókin sjálf nú 35 ára afmæli, og var hún gefin mér á fertugsaf- mælinu úti' Camp Knox i Skjól- unum, 29. ágúst, 1946, vandlega innibundin af Ársæli Arnasyni, með teikningum eftir Halldór Pétursson. Bókin má liggja á sendiráðinu fram eftir svo að fólk megi ,,skrá sig” eftir hentugleika. Annars mætti segja mönnum við Visi að fyrstu kynni min við það blað voru þegar ég var fyrst áæfinni á Islandi, 1934, og gekk inn á skrifstofu Visis i miðbæn- um, skammt frá Tjörninni, og hitti þar Pál Steingrimsson, rit- stjóra. þá kom ég til tslands i bláum fötum með gullhnöppum, i Bandariska flotanum, seint á árinu 1942, sem blaðafulltrúi hervalda — Press Liaison Officer fékk staðan að heita. Og þá byrjaði virkilega kunning- skapurinn við blaðamennina. Hersteinn Pálsson sá ég iðulega og við og við hann Kristjan Guð- laugsson, sem samdi ledðarana, Hersteinn var „correspondent” United Press á þeim árum, og hafði Dóri Hjálmarsson, hátt settur I hernum, sitt að gera i sambandi viö skeytasendingar hans og annarra. Hersteinn var lika á þeim fundum, sem Dóri Hjálmarsson efndi til, að segja blaðamönnum hvemig ætti aö fylgja öryggisreglum hersins. Ég hef þekkt aðra við ritstjórn Visis um árin, Dr. Gunnar Schram, til dæmis, sem var um tima, og frænda hans, Ellert Schram, sem nú er ritstjöri Visis. Ég hef sagt þessum Schram piltum frá þvi að þegar ég var krakki i Minneota, Minnesota, var ég vanur að leiða Kristján langafa þeirra, eftir hann varð blindur. Kristján fór vestur með seinni konu sinni, MargrétiHjaltesteð, og átti hann börn af fyrra hjóna- bandi á Islandi, Ellert skip- stjóra einn þeirra, og svo fleiri börn með seinni konunni í Ameriku. Kristján var tré- smiöur og lærði faðir minn þá iðn hjá honum og vann við það um tima á unglingsárum. Kristján var teinréttur, reffi- legur náungimeðsftt skegg eins og Vilhjálmur sonur hans sem hvarf aftur til Reyk javikur eftir að hafa átt heima i Minneota nokkur ár. Kristján sótti messu i islensk lúthersku kirkjunni i Minneota, eins og tiðkaðist, og til er góð saga um hann við messu. Hann tók talsvert i nefið og náttúrlega snýtti hann sér við og við. Það var hún Sigriður Jóakimsdótti r minnir mig, kona Stefáns Sigurðssonar frá Ljósavatni, sem hitti Schram eftir messu, og segir við hann: „Jæja, Schram minn, ekki vissi ég aö þú værir við messu — ég heyröi þig ekki snýta þér”. „Ég vildi ekki halda fyrir þér vöku”, svaraði Kristján. Sigriður hafði þaðorðá séraösofna undirstól- ræðunum. 1 frekar langri dvöl á Islandi varVísir aðminumdómiog ann- ara „kaffihús-blaðið” — kom út snemma eftir hádegi, stór siða brotin i fjögra siðna blaö og þessi ósköp af smáauglýsingum á baksiðunni — „want ads” eins og þær kallast á ensku. Af merkilegri Vísisútgáfum man ég vel eftir „Extra” útgáfunni hans Hersteins Pálssonar, sem hann kom meðstraxerinnrásin var gerð i Evrópu, um miðjan fyrirmiðdaginn, og gengu þau blöð út eins og heitar lummur. Hersteim var búinn að vinna að þessu lengi þegar fór að kvisast um að nú yrði hin marg um- rædda innrás frá Englandi á meginland Evrópu, og var til meö allt efnið nema fyrirsögn- ina og nokkrar málsgreinar efst á siðu”. Valdimar Björnsson. Flugklúbburinn 7. sept. byrjar hjá okkur námskeið til einkaflug- prófs, sem lýkur 15. nóv. Kennsla fer fram á kvöld- in. Námsgreinarnar eru: Siglingafræði, flugreglur, flugveðurfræði, flug- eðlisfræði og vélfræði. Athugið að engan sérstakan undirbúning þarf til þátttöku. Ennf remur bendum við á verklegu kennsluna okk- ar, sem er og verður í fullum gangi i vetur (á tveim- ur mjög góðum flugvélum). NÁNARI UPPL. I SÍMA 28970. F JÖLBR AUTAR- SKÓLINN í BREIÐHOLTI Skólinn verður settur þriðjudaginn 1. septem- berkl. 10.00 og í Bústaðakirkju. Aðeins nýnem- ar komi á skólasetninguna. Sama dag kl. 13.00-18.00 verða stundatöf lur af- hentar í skólastofnuninni og innheimt nem- endagjöld að upphæð kr. 250.00. Kennarafundur verður mánudaginn 31. ágúst kl. 9.00 Kvöldskóli F.B., öldungadeiid hefst sam- kvæmt stundaskrá mánudaginn 7. september. Skólameistari I----------------------------------------- SUNNUDAGS BLADID PJÚOVIUINN alltaf um helgar LA6ERMEHH Óskum eftir oð ráðo tvo logermenn til starfa strax á húsgagnalager. Upplýsingar hjá lagerstjóro eða deildarstjóra timburlagers. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.