Vísir - 29.08.1981, Blaðsíða 32
Laugardagur 29. ágúst 1981.
síminnerðóóll
Hallgrimur Marinósson kom úr hringferö sinni afturábak um landiO si°is i gær. Fjöldi manns fagnaöi kappanum aO leiOarlokum og hér veif-
ar Hallgrimur góOum gripum sem hann fékk viö heimkomuna. Sjá nánar bls.31. (Visism. GVA)
„LÁTUM HART MÆTA HÖRÐU
- segir Knufl Frydenlund ulanríkisráöherra Noregs
„ef dðnsku loðnubálarnir ylírgeta ekki miðin við Jan Mayen"
Frá Jóni Einári Guð-
jónssyni, fréttaritara
Visis í Osló:
ÞaO er nú ljóst aö til átaka mun
draga milli Noregs og Danmerk-
ur vegna Jan Mayen.
Eftir ábendingar islenskra
stjórnvalda sendu Norðmenn i
byrjun þessarar viku landhelgis-
gæsluskip til Jan Mayen. SkipiO
hefur hafiö skráningu á þeim bát-
um sem eru aö veiðum á Jan
Mayen-svæðinu. Þaö eru nú um
fimmtán bátar, þar af sjö islensk-
ir og átta færeyskir og danskir
bátar. Þessir átta siðartöldu bát-
ar eru að mati Norðmanna að ó-
löglegum veiðum.
Þegar Norðmenn sömdu viö is-
lendinga i fyrra, sögðu þeir að
þessir samningar væru einsdæmi,
og yrðu ekki endurteknir við aðr-
ar þjóðir. Viö Grænland skyldi
miðlinan ráða. Þessu voru Danir
andvigir. En Norömenn segja að
Danir hafi iofað að meðan á
samningaviðræðum stæði,
myndu þeir viðurkenna miölin-
una og ekki veiða á hinu norska
svæði.
Danir hafa nú sent á vettvang
flugvél frá sjóhernum til að fylgj-
ast með þvi sem þarna er að ger-
ast. Þaö er þvi ljóst að hvorugur
aðilinn hyggst gefa sig eins og eft-
irfarandi ummæli norska utan-
rikisráðherrans, Knud Fryden-
lund i norska sjónvarpinu i gær-
kvöldi, gefa til kynna.
„Ef danskir og færeyskir bátar
yfirgefa ekki svæðið eftir kröfu
norska varðskipsins, verður hart
látið mæta hörðu. Við munum
ekki gefa eftir miðlinuna við
Grænland, og beita öllum ráðum
til að fá bátana i burtu. Þessi
deila sýnir okkur hversu mikil-
vægt það var að ná samkomulagi
við Islendinga. En það er ákaf-
lega hryggilegt að þurfa að
standa i slikum deilum við frænd-
ur okkar, Dani”.
Veðurspá
úagsins
Vestanátt og siðan suðlægari
verða rikjandi á landinu yfir
helgina. Þeim fylgja skúraveð-
ur og siðar rigning á suð- og
vesturlandi, eftir þvi sem veð-
urspámaðurinn Trausti segir
Hitastigið verður þetta 8-12 stig
tilaöbyrja með, en fer hlýnand
noröanlands- og austan.
ALLIR CETA
LEIKIÐSÉR
MED
SVIFDISK
segir
NA hefur rfkiO tekiO aO sér al
borga skuldir Útvegsbankans
Og ég sem ætlaOi aO fá lán hjá
(itvegsbankanum til þess að
geta borgaö rikinu skattana
mina!!!
veðrið nér
09 par
VeOriö kl. 18
Akureyririgning 8, Bergenlétt-
skýjað 18, Kaupmannahöfnlétt-
skýjað 14, Osló léttskýjað 18,
Reykjavik skýjað 11, Berlin
léttskýjað 15, Feneyjar þoku-
móða 22, Frankfurt skýjað 18,
Nuuksúld 2, London léttskýjað
22, Luxemburg hálfskýjað 18,
Las Palmas heiðskirt 26, Mall-
orca heiöskirt 26, Paris heið-
skirt 24, Róm þokumóða 23,
Maiaga heiðskirt 24, Vin hálf-
skýjaö 16.
Aðgerðirnar tíl stuðnings Utvegsbankanum:
Fékk 60 milliónlr í
styrk og eftirgiðf
- Landsbankinn ytirtekur Seyðistjarðarútibúið
„Það er rétt að nú er búið að
ganga frá málum Útvegsbankans
við Seðlabankann , rikið hefur
tekið að sér að greiða 50 milljón-
ir eða 5 g-milljarða króna og
Seölabankinn hefur gefiö eftir 10
milljónireða 1 g-milljarð. Og nú
er unnið að tilíærslum á við-
skiptasvæöum bankanna i þvi
augnamiði að létta sjávarút-
vegslánum eitthvaö af Útvegs-
bankanum”, sagði Tómas
Arnason viðskiptaráðherra i
samtali við Visi i gær.
„Þessar aðgeröir má rekja
til þeirrar tillögu sem ég lagði
fram i vetur og Alþingi sam-
þykkti, um sérstakan stuðning
við Útvegsbankann, sem var
oröinn afar aðþrengdur og
skuldugur Seðlabankanum.
Sjávarútvegslánin hafa lagst
tiltölulega mun þyngra á hann
en aðra banka og þá stöðu varð
og verður aö jafna með ein-
hverjum hætti”, sagði Tómas
ennfremur. Hann vildi á hinn
bóginn ekki skýra frá þvi, hvaða
tilfærslur á viðskiptasvæðum
væru fyrirhugaðar.
Útvegsbankinn hefur nú und-
anfarið verið með um 60% af
lánsfé sinu bundiö i sjávarút-
vegslánum, sem eru að mestu
sjálfvirk, en Landsbankinn með
upp undir 40% af sinu lánsfé.
Þessir tveir bankar eru með
yfirgnæfandi hluta sjávarút-
vegslánanna.
Eftir að reiknað hefur veriö
með 50 milljóna styrk rikisins
og 10 milljóna vaxtaeftirgjöf
Seðlabankans, stendur Útvegs-
bankinnekkii skuld á viðskipta-
reikningi i Seðlabankanum og
lausafjárstaða hans hefur batn-
að á árinu, samkvæmt áreiðan-
legum heimildum Visis.
Þá hefur blaðið einnig traust-
ar heimildir fyrir þvi, að megin-
breytingin á viðskiptasvæðum
bankanna i þeim tilgangi að
styrkja stöðu Útvegsbankans,
sé sú að Landsbankinn yfirtaki
útibúið a Seyðisfirði. Að öðru
leyti mun hugaö að tilfærslum
viðskiptavina milli banka i ein-
hverjum mæli, i samráði við
viðskiptamenn. Er þessi liður
aðgerðanna nokkurt tilfinninga-
mál og mun eiga að fara var-
lega i sakirnar. Loks mun haft i
huga, að breytingar og stækkun
bakakerfisins i næstu framtið
taki nokkurtmið af þeirri nauð-
syn, að styrkja Útvegsbankann
á almennúm lánamarkaði.
HERB