Vísir - 29.08.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 29.08.1981, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 29. ágúst 1981 VÍSIR______________________________ Niðurgreiðsla á fargjöldum Gisli Jónsson, i miöið, fyrir framan Feröaskrifstofu Akureyrar ásamt starfsmönnum. „Þetta er at- vlnnuvegur en ekki plága” — Rætt við Gísla Jónsson hjá Ferðaskrifstofu Akureyrar Steingrimur Hermannsson, samgönguráðherra, sagði i' við- tali við Timann nú i vikunni, að hann teldi nauðsynlegt að endurskoöa innanlandsfargjöld Flugleiöa. Er ekki nema sjálf- I sagt að kannað verði hvort hægt I sé að koma á hagkvæmari far- I gjöldum en nú eru i gildi og ekk- I ert athugavert við það. En þaö I voru önnur ummæli Steingrims | sem vöktu undrun. j Ráðherrann var með bolla- j leggingar um aö hafa önnur far- j gjöld á sumrin en vetrum og | sagði að á sumrin væru hér á | ferð mik ill f jöldi útlendinga sem ■ engin ástæða væri að feröuðust • innanlands á niöurgreiddum j fargjöldum. J Hér hlýtur að gæta einhvers J misskilnings. Staðreyndin er J nefnilega sú, að þær þjóðir sem I hafa mesta reynslu og þekkingu J á sviöi feröamála, keppast einmitt við aö auðvelda útlend- U. I I I I ingum að ferðast um viökom- andi lönd. Nægir þar að benda á afslætti með járnbrautum, ferj- um og öðrum samgöngutækj- um. Oft er þessi afsláttur bund- inn þvi skilyrði að farseðlar til innanlandsferða séu keyptir áður en komið er til landsins. Má til dæmis benda á, að þeir sem ætla að ferðast með flug- vélum innan Bandarikjanna fá 40% afslátt af fargjöldum ef þeirkaupa farseðla viku áður en komið er til Bandarikjanna. Þetta er einfaldlega mikils- verður þáttur i þvi að lengja dvöl ferðamanna i viðkomandi löndum. bá er hætt við að hótelrek- endur úti á landi yrðu ekki hressir ef rukka á erlenda ferðamenn um sérstaklega há fargjöld milli staöa hér innan- lands, enda fyrirsjáanlegt hvaða afleiðingar slikt hefði i för með sér. „Það þarf aö efla og bæta ferðamannaþjónustu á Akur- eyri. Ég er viss um, að það er hægtað efla þessa atvinnugrein og auka tekjur bæjarins af ferðamönnum, innlendum sem erlendum, en stjórnendur bæjarins verða aö vera hvatinn. Þeir veröa að átta sig á, aö þetta eratvinnuvegur en ekki plága”, sagði Gfsli Jónsson, fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar, i samtali við Visi. „Sem betur fer held ég að bæjaryfirvöld séu að vakna til lifsins varöandi þessi mál. Það merki ég til dæmis af þvi, að ákveðið hefur verið að setja upp standa á tveim stöðum i bænum, þar sem veröurað finna upplýs- ingar fyrir ferðamenn. Upplýs- ingamiðlun til ferðamanna hef- ur verið i algerum ólestri i bæn- um, en ferðamenn hafa orðiö aö leita inná stofnanir og verslanir til aö fá leiðbeiningar og þetta hefur einnig lent talsvert á okkur. Um helgar og á kvöldin, þegar viða er lokað, þá lendir þetta á simstöðinni og hótel- unum. Það vantar einnig stór og hugguleg hótel i bæinn en hótel- kosturinn hefur ekki aukist aö marki siðan Hótel KEA var byggt, var þaö ekki 1946? Fyrir vikiö stoppa ferðamenn ekki lengi i bænum og tekjur bæjar- félagsins af ferðamönnum veröa þvi ekki eins miklar og ætla mætti. Fleira mætti nefna, en ég vil taka það fram, að ég ætlast ekki til aö Akureyrarbær U msjón Sæm undur Guðvinsson byggi hér hótel og aöra ferða- mannaþjónustu. Hins vegar þarf bærinn aö vera hvatinn, skapa þeim aðstöðu sem vilja leggja út islikt og þrýsta á með öllum ráðum, að úr uppbygg- ingu ferðamannaþjónustu geti orðið”, sagði Gisli. Gamalgróið fvrirtæki Jón Egilsson, faðir Gisla, stofnaði Ferðaskrifstofu Akur- eyrar árið 1947. Þá, eins og nú, annaðist skrifstofan almenna ferðamannaþjónustu, ásamt móttöku erlendra feröamanna. Þeirfeðgar gengu siðan tilsam- starfs við Flugleiöir, Flugfélag Norðurlands hf. og Ferðaskrif- stofuna Úrval á s.l. ári. Úr varð Feröaskrifstofa Akureyrar h.f. Jafnframt var Jón með fóiks- flutningabifreiðar á sinum snærum. Sá hann meðal annars um rekstur strætisvagnanna á Akureyri frá 1955 til siöustu ára- móta, en þá tók Akureyrarbær reksturinn aö sér. Um s.l. ára- mót stofnaði Jón Egilsson siðan Sérleyfisbifreiöir Akureyrar h.f., sem hafa sérleyfi á leið- unum Akureyri — Mývatn og Akureyri — Egilsstaðir. I Mý- vatnssveit eru daglegar ferðir með leiðsögumanni 4 mánuði á ári og til Egilsstaða eru 3 ferðir á viku yfirsumarið og einu sinni i viku er farið til Seyöisfjaröar í tengslum við komu Smyrils. Fyrir skömmu bættist ný Benz bifreiö iflotann hjá Jóni og sú er ekki slorleg, sennilega sú ,,flottasta” hérlendis. 1 bilnum eru auk allra hugsanlegustu þæginda fyrir farþegann, m.a. loftkæling, sjónvarp og video- tæki. Nýtur videoiö mikilla vin- sælda. M.a. höfðu starfsmenn Búnaðarbankans á Blönduósi á orði, aö þetta væri besta barna- pian sem þeir heföu getað fengið, en þeir brugðu sér ný- lega i sumarferð með nýja biln- um. Ferðaskrifstofa Akureyrar sér um alla almenna feröa- mannaþjónustu, enástæöa er til að geta þeirra nýjunga, sem teknar hafa verið upp i sumar. Þar á meðal má nefna sumar- leyfisferðirtilgrisku eyjarinnar Kritar, en þangaö verða farnar tvær feröir. A Krit er hægt að njóta sólar og sjávar, auk þess sem þar er margt aö sjá sögu- legra staða og fornra minja. Af nýjungum innanlands má nefna helgarferðir á Vatnajök- ul, en uppselt hefur verið i þær ferðir sem farnar hafa verið. Þeir sem farið hafa eiga vart orð til að lýsa töfrum jökulsins. Þá má nefna styttri skoðunar- ferðir um Eyjafjörð, m.a. i Hrisey og einnig er boðið upp á sólsetursferðir til ólafsfjarðar. Þvðir ekki að sofa á verðinum „Mér finnst stundum eins og ráöamenn bæjarins standi i þeirri meiningu, aö það sé nóg að halda fallegar ræður um feg- urð og sérkenni bæjarins, þegar það á við, þannig sé ferða- mannaþjónustan. Þetta er mesti misskilningur, þó við höf- um vissulega mikið að bjóða. En þaö eru til aörir staðir, og sumir þeirra ekki langt frá okkur, sem hafa lika sitt að bjóöa. Sumir þeirra hafa verið að byggja upp ferðamannaþjón- ustu á undanförnum árum og þar hafa sveitarstjórnirnar gengið á undan. Það gæti farið svo, að Akureyri sæti eftir meö sárt enniö varðandi ferða- mannaiðnaðinn ef ekkert verður að gert”, sagði Gisli Jónsson i lok samtalsins. G.S./Akureyri. I I I I I I I I I I I I I I I J Framleiðendur Airbus flugvélanna eru i samvinnu við alþjóðasam- tök fatlaðra að gera ráðstafanir til að auðvelda fötluðu fólki að ferð- ast með Airbus. Verksmiðja i Hamborg hefur I þessu skyni hannað hjólastól til notkunar i þessum flugvéium og verður framieiðsla væntanlega hafin innan skamms. Með innbyggðri vökvalyftu er hægt að stilla hæð stólsins frá 45 til 63,5 cm svo auðvelt verði að færa fatiaða farþega í og úr sætum flugvélanna. Hægt er að brjóta stólinn saman og hann vegur aðeins átta kilógrömm. Gífurlegt tap British Airways BA hyggst nú selja eignir til að fá eitthvað upp I tapið og meðal annars er rætt um að selja tvær Boeing 747 þotur. Það voru heldur dapurlegar tölur sem lagðar voru fram i yf- irliti British Airways um af- komuna siðast liðið reikningsár. Tapið reynist geypilegt, 141 milljón sterlingspund, sem svarar til um 2.100 milljóna ný- króna. Stjórnarformaður BA lýsti þvf yfir, að ekki væri hægt að sjá fyrir endann á erfiðleik- um fyrirtækisins. Það er margt sem veldur þessari hroðalegu útkomu hjá British Airways. Að hluta til er hér um aö kenna þeim alþjóö- lega vanda sem flugfélög eiga við að etja og ekki þarf aö fjöl- yrða frekar um. Skæruverkföll breskra flugumferðarstjóra kostaði BA gi'furlegar upphæðir og félagið hefur orðið fyrir fleiri utanaðkomandi áföllum. Hins vegar fer það ekki milli mála aö alltof margir starfs- menn eru á launum hjá BA. Þar vinna 52.500 manns, fleir en hjá nokkru öðru flugfélagi. Má benda á til samanburðar, að hjá United Airlines vinna liðlega 48 þúsund manns, en það félag flytur helmingi fleiri farþega en BA. Akveðið hefur verið að fækka starfsmönnum BA niður i 43 þúsund á næstu tveimur ár- um. Húsnæði félagsins að Victoria Terminal verður selt og er áætlað að fyrir það fáist 20 milljónir punda. Rætt er um frekari sölu eigna, meðal ann- ars West London Air Terminal við Cromwell Road og einnig er talaö um aö selja tvær breiðþot- ur af gerðinni Boeing 747. Bresku flugfélögin BOAC og BEA voru sameinuö fyrir nokkrum árum i British Air- ways. Ekki þykir koma til álita aö skipta félaginu aftur, en sumir segja, að siðan samein- ingin var gerð sé engu likara en sjálfstýringin hafi verið sett á stjórnklefa BA og stefnan tekin á áfangastaðinn, gjaldþrot.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.