Vísir - 29.08.1981, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 29. ágúst 1981
VÍSIR
„ÞESSIR SATANS Þ
hefur verið til gengu ötullega
fram i þviað verjast galdri, bæði i
orði og i æði og eru e.t.v. þekkt-
astir þar fyrir. Allir voru þeir
uppi á 17. öld, þegar galdraof-
sóknir voru i algleymi og þegar
allar galdrabrennurnar (utan
hina fyrstu) voru kveiktar hér-
lendis.
Erlend forsaga i stuttu
máli
A meginlandi Evrópu hófust
galdraofsóknir öllu fyrr en hér. 1
páfabréfi árið 1484 var galdur
lagður að jöfnu við villutrú og
skyldi sæta sömu refsingu, sem
oftast var dauðarefsing. Skömmu
siðar kom út bókin Malleus mali-
ficarum, eða Galdranornaham-
arinn, og innihélt reglur um með-
ferð galdramála. Þær reglur ein-
kenndust af ótrúlegu miskunnar-
leysi. Eftir útkomu þessarar bók-
ar færðust ofsóknirnar mikið i
vöxt og hápunktinum var náð
undir lok 17. aldar. Ólafur
Daviðsson segir svo um þetta
timabil:
„Galdratrúin var eins og sótt-
kveikja, sem breiddi dauða og
hrellingu út um löndin. Varla var
talað um annað en galdra og
galdrabrennur. Allir voru dauð-
hræddir og þar kom að lokum, að
fjöldi manna trúði þvi, að þeir
væru rammgöldróttir og stæðu i
nánu sambandi við djöfulinn, en
þeir voru þó enn fleiri sem héldu
að allt mótdrægt sem þeim bar að
höndum stafaði frá galdri óvina
þeirra. Það var lika ekki við öðru
að búast, þvi hinir andlegu leið-
togar lýðsins prestarnir, hömuð-
ust á móti galdri af alefli og stuðl-
uðu að aukinni trú á hann.”
Milljónir manna létu lifið á
galdrabrennum eða i pynting-
arklefunum og nefnir ólafur ymis
dæmi um það miskunnarleysi,
sem galdrafólkinu var sýnt. Eitt
dæmanna er af óléttri konu, sem
árið 1631 var pind i Þýskalandi.
Meðal annars var hún þanin á
stiga. „Hárið rakað af henni. Þvi
næst var brennivini hellt á höfuð
henni og kveikt i. Brennisteinn
var brenndur i handakrikunum
og á hálsinum á henni. Hún var
lögð á grúfu. Þvi næst voru mikil
þyngsli lögð á bakið á henni og
henni svo lyft upp. Henni var lyft
upp á óhefluðu borði alsettu
hvössum göddum. Fæturnir á
henni voru klemmdir, þangað til
blóð sprattundan nöglunum. Enn
var hún húðstrýkt...”
Hvað olli ofsóknunum?
Sagnfræðingum kemur ekki
alveg saman um orsakir galdra-
ofsóknanna i Evrópu á 16. og 17.
öld. Ljóst má telja að erfiðir tim-
ar, fáviska og ótti alþýðunnar
hafi gert hana að auðveldum leik-
soppi i höndum trúarofstækis-
manna og varla er það tilviljun að
(ifsóknirnar skuli ágerast um og
eftir siðaskiptin. Kaþólska kirkj-
an hafði um langan aldur verið
athvarf lýðsins i öllum örðugleik-
um, til hennar sótti hann skýring-
ar og svör við spurningum um
uppruna mótlætisins. En trúar-
deilurnar urðu til þess að máttur
kirkjunnar sem stoð og stytta
rýrnaði og fólkið leitað á önnur
mið. Um leið beittu trúarand-
stæðingar göldrum fyrir rök-
færslur sinar og áttu e.t.v.
stærsta þáttinn i að viðhalda her-
ferðinni gegn galdrafólkinu — og
er þá átt við bæði kaþólska menn
og mótmælendur.
Enski sagnfræðingurinn Hugh
Trevor-Roper hefur þá skvrineu á
ofsóknunum að um hafi verið að
ræða „rótgróið viðhorf gagnvart
minnihlutahópum” sem einatt
verða að bera sökina fyrir það
sem miður fer i þjóðfélaginu.
Kvenréttindakonum hefur og ver-
ið tiðrætt um galdraofsóknirnar,
sem á ensku og þýsku eru jafnan
nefndar „nornaveiðar” enda voru
konur i miklum meirihluta þeirra
sem létu lifið á bálinu.
Þessar tvær siðarnefndu
vangaveltur virðast þó eiga siður
Galdrabrcnna I Hollandi á 16. öld. Það þótti mannúðlegra að binda þann dæmda á stiga en við stóipa —kvaiirnar urðu minni. (Koparstunga eftir
Jan Luyken.i
Hitt og þetta um galdra og galdratnáí
fyrr á öldum
„íslendingar eru allir mjög hneigð-
ir til hjátrúar og hafa púka og anda i
þjónustu sinni. Eru þeir menn einir
fiskisælir, sem djöfullinn vekur að
næturlagi til þess að róa til fiskjar.
Boðendur fagnaðarerindisins
leggja að visu allt kapp á að telja eyj-
arskeggja af þessu guðleysi. En
illska þessi hefur fest djúpar rætur og
situr fast i sálum þeirra og svo mjög
hefur Satan tryllt þá og töfrað, að
þeir aðhyllast enga holla kenningu né
skipast við fortölur. Kveður svo
rammt að þessu að sé þeim boðið fé
til, heita þeir leiði og Ijúfum byr og
standa við heit sitt með aðstoð
djöfulsins.
Þá geta þeir og stöðvað skip með
göldrum og eins þótt byr sé hagstæð-
ur. Er það furðulegt undur hversu
Satan leikur við þá. Ráð hefur hann
kennt þeim ef skip þeirra stöðvast, en
það töfralyf er búið til úr meyjarsaur,
þeirrar ,er eigi hefur karlmanns
kennt. Segir hann þeim, að ef þeir
rjóði þessu á stefn bátsins og ákveðin
borð i byrðungnum muni andinn flýja
burt, þar er hann fælist lyktina”
skrifar Hollendingurinn Dithmar
Blefken i — að visu illræmdri — bók
um ísland sem út kom á þvi herrans
ári 1607.
Kemur fæstum á óvart
Þótt flest af þvi sem Blefken
hinn hollenski skrifaöi um island
og islendinga hafi verið talið hel-
ber rógur og sr. Arngrimur lærði
Jðnsson hafi séð ástæðu til að
hrekja sögur hans i sérstakri bók,
kemur vist fæstum á óvart þegar
Hollendingurinn sakar landslýð
um fjölkynngi. islendingar hafa
jú verið,,rammgöldróttir allt frá
iandnámstið og ávallt siðan,
a.m.k. fram á þennan dag” segir
Ólafur Daviðsson i bók sinni
Galdurog galdramál,sem útkom
árið 1901.
„Djöfulsins farðakopp-
ar”
Lengi framan af fengu islend-
ingar þó að kukla i friði þótt við
þvi lægju þungar refsingar.
Margir lögðu enda stund á sak-
lausan hvitagaldur, sem varla
þótti ámælisvert og svo var hitt,
að vægari augum var litið á
.galdra, og.e.tv. ekki eins mikill
trúnaður á árangurinn eins og
siðar átti eftir að verða. Þó þekkj-
astdæmi um aðmenn séu dæmdir
fyrir kuklið og a.m.k. ein galdra-
brenna fór fram svo snemma sem
á 14. öld, þegar nunna i Kirkju-
bæjarklaustri, Katrin að nafni,
var brennd lifandi m.a. fyrir gð
hafa veðdregið sig djöflinum
bréflega.
Það er aftur ekki fyrr en á 17.
öld, sem ofsóknir gegn galdra-
mönnum hefjast hér á landi i
verulegum mæli.
En hvað var galdur? Svarið
hafði sr. Sigurður nokkur Torfa-
son, sem uppi var á 17. öld og var
einn margra sem treysti sér til að
lýsa honum og útlista: Galdur er
„sú argasta, svivirðilegasta og
sneiðilegasta afguðadýrkan, upp
fundin i fyrstu af sjálfum fjand-
anura fyrir guði og öllum heilög-
um ei einasta ein hrópandi and-
styggð og óþokki, heldur og einnig
sjálfum heiðingjum formyrkrar
og niður þrykkir sannri guðs dýrð
og þeim sanna sáluhjálplega lær-
dómi...” Galdramenn sóttu þekk-
ingu sina beint til djöfulsins, það
fór ekki á milli mála, þeir voru
Satans þýbornu þrælar, „djöfuls-
ins hlekkjahundar”, „sálnanna
forræðarar” og, bætir sr. Jón
Magnússon þumall á Eyri við
Skutulsfjörð: „djöfulsins farða-
koppar með skæni og yfirbandi.”
„dauðra mann beinum
og istru”
Og sr. Páll Björnsson i Selárdal
botnar: „Nú þótt orðið galdur
hafi einhvern timann mátt
merkja meinlausar iþróttir og
visku, þá samt lyktar það nú svo
illa hjá öllum góðum mönnum, að
á þessum timum skilst ei annað
undir þvi en sá djöfla lærdómur,
sem með blóðvökvuðum charact-
eribus, svartrúnum og ristingum,
skáldskap eða dauðra manna
beinum og istru ásamt særingum
og öðrum ótal og ýmislegum
ceremonium og guðs orð sem
sakramentisins misbrúkun gjörir
samning milli djöfulsins og
galdramannsins til guðs rikis nið-
urbrots en myrkranna uppbygg-
ingar til óbætanlegs skaða á
heilsu og hamingju...”
Allir þessir klerkar, sem vitnað