Vísir - 29.08.1981, Blaðsíða 24
Sitthvad
forvitnilegt
á f jölunum
— smátíningur úr væntanlegu
verkefnavali leikhúsanna
Þessi mynd er úr ævintýraleiknum um Sorgiaus konungsson, sem
Nemendaleikhúsiö frumsýnir nú um helgina i Lindarbæ.
Það verður Nemendaleikhús-
ið, sem byrjar leikárið að þessu
sinni með barnaleikritinu
„Sorglaus konungsson” eftir
þau Suzanne Osten og Per Lys-
ander i leikstjórn Þórunnar Sig-
urðardóttur.
„Sorglaus konungsson” er
hugljúft ævintýri og fjallar um
konungssoninn, sem eins og
nafnið geíur til kynna þekkir
ekki sorgina. Hann fer þvi vitt
og breitt um höf og lönd að leita
hana uppi, og leikritiö segir frá
þeirriferð. Þau Suzanne og Per
hlutu mikið lof á sinum tima,
þegar leikritið var frumflutt i
Sviþjóð. Það þótti kveða viö nýj-
an ogferskan tón i þessu barna-
leikriti og það varð enda mjög
vinsælt og heíur verið leikið
viða á Norðurlöndum. Og ekki
er að efa, að sýningin hér, sem
var upphaflega lokaverkefni
þriðja-árs nema við Leiklistar-
skóla lslands, veröi vinsæl hjá
jafnt ungum sem öldnum.
„Sorglaus konungsson” verð-
ur frumsýnt íyrir almenning nú
um helgina, sunnudag kl.15.00,
og verður sýnt i Lindarbæ, en
miðasala er við innganginn.
Nemendaleikhúsið lætur ekki
þar við sitja: innan skamms
hefjast æfingar á öðru verkefni
þess, „Jóhanna af örk” eftir
IönnuSeghers. Leikstjóri verður
Maria Kristjánsdóttir, en leik-
mynd og búninga gerir Guðrún
Svava Svavarsdóttir.
En það verður sitthvað fleira
á fjölunum i vetur. Þjóðleikhús-
ið byrjar leikáriö á frönskum
farsa eítir George Feydeau,
þann hinn sama og samdi Fló á
skinni. Farsinn, sem sýndur
verður i Þjóðleikhúsinu nefnist
„Hótel Paradís”aö þvi er næst
verður komist, Benedikt Árna-
son leikstýrir, en leikmynd ger-
ir Robin Don.
1 upphafi leikársins frumsýnir
Þjóðleikhúsið einnig nýtt is-
lenskt verk eftir Steinunni Jó-
hannsdóttur leikkonu, „Dans á
rósum”. Leikstjóri verður Lár-
us Ýmir Öskarsson, en leik-
mynd og búninga gerir Þórunn
Sigriður Þorgrimsdóttir. Þetta
er fyrsta leikrit Steinunnar, og
verður eflaust forvitnilegt að
sjá og heyra hvernig til tekst, en
Steinunn hefur vakið athygli
fyrir skeleggar skoðanir sinar á
hinum „ýmsustu” málum.
Þá ku einnig veriö að undir-
búa leikgerð eftir ljóðabók
finnsku skáldkonunnar Mörtu
Tikkaanen, Ástarsögu aldarinn-
ar, sem Kristin Bjarnadóttir
þýddi og út kom fyrr á þessu ári.
leikgerðin verður eintal og mun
Kristin mæla það fram, en leik-
stjóri hennar er Kristbjörg
Kjeld. Astarsaga aldarinnar
verður flutt á Litla sviðinu. Og
svo herma alveg óstaðfestar
fréttir, að i undirbúningi sé
revia eftir Gisla Rúnar...
Meö hausti verður gestagang-
ur mikill i Þjóðleikhúsinu, og
verða ekki færri en þrjár heim-
sóknir erlendra listamanna:
Svenska teatern kemur frá
Helsingfors meö leiksýninguna
„Konurnar á Niskavuori” eftir
finnsku skáldkonuna Hella
Wuolijoki, en leikstjórinn er Is-
lendingum að góöu kunnur:
Kaisa Korhonen, sem leikstýrði
„Þremur systrum” Tsjekofs
sem sýnt var á Listahátiðinni
siðustu, og i sumar hélt hún
mikið námskeið fyrir starfandi
leikara við góðan orðsti. Auk
þess mun vera von á frönsk-
um látbragðsleik og svo sjálfri
Peking-óperunni.
Leikfélag Reykjavikur lrum-
sýnir nýtt, islenskt verk eftir
Kjartan Ragnarsson i upphaíi
leikárs. „Jói” heitir það, og
mun þar kveða við enn nýjan
tón hjá Kjartani, en hann hefur
vakiðathygli lyrir hve fjölhæfur
hann er: leikrit hans eru hvert
með sinu sniðinu, eins og áhorf-
endur þekkja af eigin raun. Hjá
L.R. verður siðan ýmislegt tekið
upp frá fyrra leikári: „Ofvit-
inn” hans Kjartans verður á-
fram á íjölunum, og „Barn i
garðinum”eftirSamSheppard i
leikstjórn Stefán Baldurssonar
verður einnig tekið upp aftur.
„Rommi” verður að öllum lik-
indum tekið upp, en revian
„Skornir skammtar” verður
færð yfir i Austurbæjarbió á
miðnætursýningar.
En siðan er ætlunin að frum-
sýna erlent verk, eftir Eugene
O’Neill sem á frummálinu nefn-
ist „Desire under the Elms”
Alþýðuleikhúsið verður i
Hafnarbiói, og virðist hafa tek-
ist hið besta hjónaband viö bióiö
sem starfar á sumrin. „Stjórn-
leysinginn” veröur tekinn upp
aftur, en hann hefur verið i leik-
för norðanlands i sumar.
Fyrsta frumsýning leikársins
hjá Alþýðuleikhúsinu verður
„Súperman”en það fjallar um
aðstæður fatlaöra. Leikstjóri er
Thomas Ahrens en leikmyndina
gerir Grétar Reynisson.
„Elskaðu mig” heitir leikrit
eftir Vitu Andersen, og það
verður á dagskrá hjá Alþýðu-
leikhúsinu i vetur undir leik-
stjórn Sigrúnar Valbergsdóttur,
en Grétar gerir einnig leikmynd
við þá sýningu. Og meðal helstu
sýninga hjá AL i vetur má einn-
igtelja „LooP’eftir Joe Orton —
en leikstjóri þess verks verður
Þórhallur Sigurðsson.
Breiðholtsleikhúsið mun vera
að æfa nýjan islenskan kabarett
undir stjórn Sigrúnar Björns-
dóttur, en Þrándur Thoroddsen
og Gunnar Gunnarsson hafa
skrifað hann.
Leikmynd er i höndum Hjör-
disar Bergsdóttur, en stefnt er
að frumsýningu i byrjun otkó-
ber. Auk þess er ætlun leikhúss-
ins að taka barnaleikritiö
„Segðu Pang!!”aftur upp.
Laugardagur 29. ágúst 1981
Zukofsky-tónleikar i dag:
Vidburdir i
tónlistarlifinu
Undanfarið hefur staðið yfir I
Reykjavik Zukofsky námskeið
svonefnt. Zukofsky námskeiðin
eru haldin á vegum Tónlistar-
skólans i Reykjavik og er þetta i
fimmta sinn sem þaö fer fram.
Tilgangur þess er að stefna
saman ungum tónlistarmönnum,
sem vilja kynnast tækni og túlkun
samtimatónlistar undir leiðsögn
viöurkenndra kennara. Paul
Zukofsky, heimsfrægur fiðlusnill-
ingur, hljóm sveitarstjóri og
kennari hefur frá upphafi veriö
aðalleiðbeinandi námskeiðanna,
en auk hans hafa aörir komið við
sögu t.d. flautusnillingurinn Ro-
bert Aitken. I ár eru það þau
Claire Heldrich, kennari i sláttar-
hljóðfæraleik við Manhattan skól-
ann og Bernard Wilkinson flautu-
leikari, sem islensku tónlistar-
áhugafólki mun að góðu kunnur,
sem kenna með Paul Zukofsky.
Tónleikarnir i dag
Þátttakendur á námskeiðinu að
þessu sinni eru rúmlega eitt
hundrað, þar af margir útlend-
ingar. 1 dag halda þeir tónleika i
Háskólabiói undir stjórn
Zukofskys. Verður flutt sinfónia
eftir Bruckner, fimm þættir fyrir
strengjasveit eftir Webern og
Sinfóniskar ummyndanir eftir
Hindemith. Tónleikamir hefjast
kl. 2.
Öflugasta hljómsveitin
Siðustutónleikarnir sem haldn-
irveröa itengslum viðnámskeið-
ið verða svo annan laugardag, þ.
5. september, en þá leika þátttak-
endur með Sinfóniuhljómsveit Is-
lands i Háskólabiói. Tónlistar-
unnendum kann að vera i minni
Paul Zukofsky
sambærilegir tónleikar sem
haldnir voru i fyrra, þegar Sin-
fóniuhljómsveitinni bættust 40
fiðluleikarar. En að þessu sinni
verður viðbótin enn meiri og
margbreytilegri,m.a.verða fleiri
slagverksleikarar en áöur hefur
verið kostur að tefla fram með
Sinfóni'uhljómsveitinni. A laugar-
daginn annan kemur mun þvi
stærsta hljómsveit, sem leikið
hefur hérlendis, flytja tónlistina.
A þeim tónleikum veröa fluttir
fimm þættir fyrir hljómsveit op.
16 eftir Schönberg og 1. sinfónia
Mahlers, en það er verk sem
sjaldan er hægt að flytja hér
vegna mannfæðar Sinfóniuhljóm-
sveitarinnar.
Það er þvi ljóst, að áhugafólk
um tónlist ætti að merkja við
laugardaginn 5. september i dag-
bókinni sinni og drifa sig hið
fyrsta i Háskólabió til aö tryggja
sér miða á tónleikana i dag. ms
I dag í Norræna húsinu:
Ljódalestur
Sænska skáldið Jan Martenson
er gestur Norræna hdssins um
þessar mundir. Hann mun i dag
kl. I7lesa úr eigin ljóðum i'hUsinu
og islensku skáldin Einar Bragi
og Þorsteinn frá Hamri koma
einnig og lesa úr sinum verkum.
Jan Martenson er þekktastur
sem ljóðskáld. Úrval ljóða hans
meö yfirskriftinni „Mellan Tida-
holm och várlden” kom út áriö
1975 en nýjasta bók Martensonar
kom út árið 1979 og heitir „Jan
Martensons Genvágar till galen-
skapen”. Þá hefur Martenson
einnig skrifað skáldsögur og um
þessar mundir er væntanleg 10.
bók hans á þvi sviði. Heitir hún
Skilda og er hin fyrsta i þrileik,
sem fjallar m.a. um uppvöxt á 6.
áratugnum. Martenson hefur
Sænska skáldið Jan Martenson
áður veriö gestur Norræna húss-
ins, siðast árið 1977, þegar hann
hélt þar fyrirlestur um sænskar
bókmenntir. Ljóðalestur þeirra
félaga hefst kl. 17 í dag. Ms
Á morgun I Dómkirkjunni:
Frumf lutt
islensk verk
A morgun, sunnudag halda þeir
Gústaf Jóhannesson, orgelleikari
og Halldór Vilhelmsson, söngv-
ari, tónleika i Dómkirkjunni.
Tónleikarnir eru á vegum kirkj-
unnar og byrja kl. 18.
A tónleikunum verða aðeins
flutt ný verk eftir Gunnar Reyni
Sveinsson tónskáld. Verkin eru
Toccata, Miserere, hugleiöing um
sálmalagið, Jesús mín morgun-
stjarna, fyrir orgel og Fjórar
postlúdiur fyrir bariton við ljóð
Bólu-Hjálmars, Matthiasar
Jochumssonar og Stefáns frá
Hvítadal. Postlúdiurnar verða
frumfluttar og hefur höfundur til-
einkað þær biskupinum yfir Is-
landi, hr. Sigurbimi Einarssyni.
Aðgangur aö þessum tónleikum
er ókeypis og þeir byrja, eins og
áður sagði kl. 18.
Ný sýning á Mokka
Bandaríkjakonan Karen Cross
heldur nú málverkasýningu á
Mokka við Skólavörðustig. Karen
settist aö á íslandi árið 1978 og
stundaöi nám f Myndlistarskól-
anum f eittár. Aður hafðihún lagt
stund á nám í visindum og arki-
tektúr.Fyrsteftir komuna hingað
málaði hún einkum vatnslita-
myndir, en eftir nám viö Mynd-
listarskólann breytti hún yfir i
oliu og akryl. Karen hefur áður
haldið sýningu á Mokka. Helstu
viðfangsefni hennar i myndunum
eru i'slenskt landslag og hús. Sýn-
ing hennar hófst fyrr f þessari
viku og mun vara i u.þ.b. þrjár
vikur. Ms