Vísir - 29.08.1981, Blaðsíða 20

Vísir - 29.08.1981, Blaðsíða 20
20 Tilboð Rafmagnsveitur rikisins óska eftir tilboð- um i þéttavirki fyrir aðveitustöð Akur- eyri. Útboð nr. RARIK-81015 Opnunardagur 6. október 1981 kl. 14.00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, fyrir opnunartima, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavik, og kosta kr. 100.- hvert eintak. Reykjavik 28.08.1981 Rafmagnsveitur rikisins AUKIN SKYNDIHJÁLP NÁMSKEIÐ I Rauði Kross islands efnir til námskeiðs fyrir skyndihjálparkennara í aukinni skyndihjálp og hjartahnoði dagana 30/10-2/11 n.k. í kennslusal RKÍ Nótatúni 21, Reykjavík. Þátttökugjald er kr. 250. Umsóknarfrestur er til 7. september. Tekið verður á móti umsóknum í síma 91-26722 þar sem einnig verða veittar nánari upplýs- ingar. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Húsbyggjendur Að halda aðykkur hita er sérgrein okkar. Afgreiðum einangrunarplast á Stór- Reykjavíkursvæðið frá mánudegi tii föstudags. Afhendum vöruna á bygg- ingarstað viðskiptamönnum aö kostnaðarlausu. Hag- kvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi. Aðrar söluvörur: Glerull — Steinull — Múrhúöunarnet — Útloftunarpappi — Þakpappi — Plastfólia — Álpappír Borgarnesi simi 93-7370 í I Kvöldslmi og helgarslmi 93—7355 BORGARPLAST HF SUDARU-STATION 4x4 órg. 1960 Þessi duglegi og fjölhæfi fjórhjólodrifsbíll er — þvi miður — til sölu vegno húsbyggingor eigondo. Er til sýnis og sölu hjó Dílosölu Allo Rúts, Hyrjorhöfði 2 - simi 81666. vtsm Laugardagur 29. ágúst 1981 SÉRSTÆÐ SAKAMAI- SÉRSTÆÐ SAKAMAL - ■ mm öll þessi börnvoru á aldrinum 8 til 14 ára þegar þau voru myrt. Morð- ingjar þeirra ganga enn lausir upp um fæsta barnamorðingja. Yfir tuttugu morð, sem framin hafa verið frá árinu 1975 i Þýska- landi eru enn óskýrð og morðingj- arnir leika enn lausum hala. Mergen prófessor þykir ekki dlik- legt að margir þeirra hafi þegar svalað morðhvöt sinni og muni ekki verða fýrir henniaftur á lffs- leiðinni. En þvi verður vitanlega ekki treyst. 1 glæpasögunni eru til of mörg dæmi um fjöldamorð- ingja. Þjóðverjar minnast enn Peturs Bohl frá Berlin, sem dæmdur var fyrir morð á hinni 5 ára gömlu Sabrinu og Dirk fimm ára gömlum dreng. Og aðrir minnast Peter Kurten, sem var nefndur „Vampiran frá Dusseldorf”. Hann var dæmdur til dauða árið 1931 fyrir morð á fjórum konum, fjórum litlum telpum og einum karlmanni. Dauðarefsing sjálfsögð Dauðarefsing fyrir morö, en einkum þó fyrir morð á börnum, þykir nær sjálfsögð i hugum margra. Þegar Mariann Bach- meier skaut morðingja 7 ára gamallar dóttur sinnar i réttar- salnum i Lubeck i vor, hlaut hún jákvæð viðbrögð frá nær öllum samlöndum sinum. Að baki þessum hugsunarhætti felst vonleysi og gremja en þó einkum óttinn við þá menn, sem drepa svo miskunnarlaust og án nokkurrar ástæðu eins og barna- morðingjar gera. Slikur ótti rikir enn I einu úthverfa Hamborgar, Reinbek, siðan Isabella, 7 ára gömul stúlka, var myrt þar í júni s.l. Faðir hennar, sem er þekktur sjónvarpsmaður i Þyskalandi, leyfði Julin, eldri systurinni að bjóða bekkjarsystrum sinum i grillparti ilok skólaársins. Isabel tók að leiðast i boðinu enda sú eina þar sem var svona litil. Svo hún tritlaðiút úr garðinum og út á nærliggjandiskógarsvæði við ána Bille. Lögreglan fann lik hennar Óhugnanl Morö á börnum og unglingum vekja meiri óhug en aðrir glæpir. I þessari grein, sem þýdd er úr þýsku, kemur m.a. fram að flest barnamorð eiga sér stað í heimahúsum... ,,Er Lilla hér”. ,,Hafið þið séð hana Lillu?” For- eidrarnir hiupu hús úr húsi í leit að dóttur sinni. En enginn nágrannanna hafði séð Lillu, 13 ára gamla stelpu, sem hafði farið að heiman fyrr um daginn og var enn ekki komin aftur og nú var farið að rökkva. Hún fannst ekki fyrr en morguninn eftir, i skurði fyrir utan heimaþorp sitt. Hún hafði verið dáin i margar klukkustundir. Morðinginn fannst aldrei. Þetta gerðist fyrir 11 árum. Lögreglan leitaði árangurslaust i tvö ár, þá var málinu lokað. Gustav Knebel, pabbi Lillu, von- ast enn eftir að morðinginn finn- ist. ,,En það þyrfti annað morð i nágrenninu til að lögreglan hæfi leitina að nýju”. Morð á börnum vekja meiri óhug en aðrir glæpir. Slik morð eru svo miskunnarlaus og svo grimmlynd þvi fórnarlömbin eru svo saklaus. Enbarnamorð eru al- geng og þau er oft erfitt aö skýra. Einmitt vegna þess hve tilgangs- laus þau eru, að baki þeirra ligg- ur engin ástæða, engin tengsl við fórnarlambið, engin spor til aö fara eftir. Oft nánir fjölskyiduvinir Dr. Armand Mergen er prófessor í glæpafræðum við há- skólann í Mainz i Vestur-Þýska- landi.Hann hefur gertbarnamorð að sergrein sinni eða öllu heldur þá manngerð, sem fremur slikt afbrot. „Allar venjulegar að- fwðir við rannsóknir og upp- ljóstran glæpa verða gagnslausar þegar um barnamorð er að ræða”, segir prófessorinn. „Glæpamennimir eru oftast ofur- venjulegir menn og án fyrri dóma. Þeireru oft vel gefnir, þeir stda ekki eða fremja rán, þeir geta veriðhuggulegimaðurinn Ur næsta húsi. Stundum er morðing- inn jafnvel fjölskylduvinur frá gamalli tið”. „Barnamorðingi drepur aðeins vegna nautnar, sem hann finnur tilvið morðið. Þetta er eins og um hvöt sé að ræða, hvöt sem ekki fæst ráðið við. Þessi hvöt kann að stinga upp kollinum einu sinni en stundum oftar. Hvort fdrnar- lambið er stúlka eða drengur, skiptir engu máli”. Prófessor Mergen hefur fylgst með nær öll- um réttarhöldum yfir bama- morðingjum sem fram hafa farið i Þýskalandi hin síðustu ár. En eins og áður sagði, kemst aðeins 200 metrum frá heimili hennar. HUn hafði verið stungin 12 sinnum með hnif. Sami morðinginn? A sama stað fannst i desember árið 1979, lik Beritt Harbs, sex ára gamallar stúlku. Og i 10 km fjarlægð hafði Anche Kliewe, 10 ára gömul, verið myrt i ágúst sama ár. Var um sama morð- ingja að ræða i öllum þremur til- fellum? Lögreglan getur ekkert um það sagt enn. Sérstök deild hefur verið skipuð til að rannsaka þessi morð en enn sem komið er, er enginn árangur í augsýn. 750 manns úr nærliggjandi hverfum hafa komið til lögreglunnar til að gefa upplýsingar. Með þeirra hjálp hefur tekist að teikna mynd af hinum grunaða. Raunar eru teikningarnar tvær. En önnur þeirra var dæmd úr leik, þegar einn þeirra sem kom til að gefa lögreglunni upplýs- ingar, sá ekki betur en myndin væri af honum sjálfum. Hin myndin er enn notuð til að leita morðingjans, en lögreglan er þó alls ekki fullviss um aö um rétta lýsingu sé að ræða á manninum. Eins og oftar, er erfitt að fara eftir uppástungum almennings, þvi eins og prófessor Mergen hefur sagt: „Höfuðvandamálið I leitað barnamorðingja er það, aö glæpamaðurinn likist sjaldnast því sem fólki finnst morðingi SÉRSTÆÐ SAKAMAL— SERSTÆÐ SAKAMAL — SÉR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.