Vísir - 04.09.1981, Blaðsíða 19
Föstudagur 4. september 1981 vism 19
Bikarmeisturum fagnad í Ei )jum
Vestmanneyingar uröu sem kunnugt er bikarmeistarar I
knattspyrnu, er liö þeirra sigraöi Framara i úrslitaleik Bikar-
keppni KSl á sunnudagiinn.
Fögnuöur Eyjamanna yfir úrsiitunum var aö sjálfsögöu
gifurlegur og mikill viöbúnaöur var á bryggjunni i Vestmanna-
eyjum þegar Herjólfur lagöist aö meö hiö frækna knattspyrnu-
liö ÍBV.
Þar beiö fjöldi manna, ungra jafnt sem aldinna, til aö hylla
knattspyrnuhetjurnar sínar, og barst bikarmeisturunum meöal
annars stór og mikii biómakarfa frá bæjarstjórninni.
Um nóttina var úrslitaleikurinn svo skoöaöur i videótækjum,
en Eyjamenn tóku alian ieikinn upp á myndsegulband. Var kátt
á hjalla, ekki sist þegar þrjú mörk ÍBV sáust á skjánum.
Myndirnar hér á siöunni tók Guömundur Sigfússon, Ijós-
myndari VIsis í Vestmannaeyjum.
Þrir góöir saman. Bræöurnir Sigurlás og Kári Þorleifssynir á-
samt þjálfara ÍBV, Kjartani Mássyni.
Um nóttina var leikurinn skoöaöur af myndsegulbandi, og
þegar ljósmyndin var tekin, hafa Eyjamenn greinilega veriö aö
leika vörn Framara grátt.
Knattspyrnuliö Vestmannaeyinga, bikarmeistarar 1981, um borö i Herjólfi þegar hann lagöist aö
bryggju viö mikinn fögnuö Eyjamanna. (Visismyndir: Guömundur Sigfússon)
Yngri kynslóöin lét sig ekki vanta á hafnarbakkann.
Hér sést hluti mannfjöldans sem beiö á Básaskersbryggju til aö taka
á móti meisturunum og bikarnum góöa.
Þröngin var mikil á hafnarbakkanum og átti Sveinn Tómasson, forseti bœjarstjórnar (til hægri á
myndinni) ekkiauövelt um vik meöblómakörfu mikla, sem færö var liösmönnum IBV.