Vísir - 07.10.1981, Side 8

Vísir - 07.10.1981, Side 8
8 Miðvikudagur 7. október 1981 Útgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Enn einu sinni hefur ófyrir- leitnum tilræðismönnum tekist aö myrða mikilhæfan þjóðarleið- toga. Enn einu sinni stendur heimurinn agndofa og felmtri sleginn andspænis níðingsverki, án þess að geta rönd við reist. Sadat Egyptalandsforseti hefur fallið fyrir kúlnahríð morðingja og mannkynið sér á eftir einum einlægasta og virtasta friðar- sinna samtíðarinnar. Þegar Sadat leysti Nasser af hólmi fyrir rúmum áratug var hann óskrifað blað, óþekkt stærð. Heima fyrir var hann sjálfkjör- inn eftirmaður Nassers en meðal annarra þjóða var lítið vitað um manninn, sem fékk það hlutverk, að leiða forystuþjóð araba. Mið- austurlönd voru þá, ekki síður en nú, suðupunktur. Átökin milli ar- aba og israelsmanna voru i al- gleymingi og stórveldin bitust um áhrif og aðstöðu í þessum heimshluta. Heimsf riðurinn hékk á bláþræði. í fyrstu var Sadat jafnherskár og fyrirrennari hans. Hann hróp- aði vígorð og brýndi samherja til orustu. Hann réðist til atlögu gegn ísrael og kynti undir ófrið- arbáliðaf því ofstæki, sem oftast einkennir allar gerðir og athafnir hinna stríðandi afla í þessum heimshluta. En eftir þvi sem árin hafa liðið hef ur afstaða Sadats breyst. Það þótti mikil dirfska þegar hann vísaði rússneskum „ráðgjöfum" sínum úr landi, og það voru sögu- Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Pail Stetansson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson drup, Árni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Síðumúli 14, sími 86611, 7 línur. Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, símar86611 og 82260 marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Biaðamaður á Akureyri: Gisli Afgreiðsla: Stakkholti2 4, sími 86611. Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- Askriftarqjald kr. 85á mánuði innanlands ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. . °9 verð i Iausasólu6 krónureintakið. Útlitsteiknun: Magnús Ólafsson, Þröstur Haraldsson. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúla 14. Safnvörður: Eiríkur Jónsson. VÍSIR leg tímamót, þegar Sadat bauð (sraelsmönnum til friðarsamn- inga. Slíka ákvörðun getur eng- inn tekið nema maður, sem nýtur trausts eigin þjóðar og eigin dómgreindar. Með því að rétta fsraelsmönnum sáttarhönd, bauð hann byrginn rótgróinni lífsskoð- un í arabalöndunum um eyðingu fsraels og tók þá áhættu að glata völdum sínum og áhrifum. Á þeirri stundu urðu straum- hvörf í heimssögunni. Loksins var kominn fram leiðtogi sem sýndi í verki, að hann mat f riðinn meir en stoltið, maður sem gat yf irbugað hatur og heift og hafði styrk til að brjóta odd af oflæti sinu í þágu f riðar og mannúðar. í stað þess að bíða ósigur með sinni djörf u ákvörðun, var Sadat fagn- að í hinum lýðfrjálsa heimi sem hugrökkum leiðtoga. I heimi hrokafullra valds- manna, stríðandi afla, þar sem sá er talinn mestur, sem hvað á- kafast magnar upp þjóðarremb- ing og kyndir undir heiftina. var sem nýtt Ijós hefði kviknað. Frumkvæði Sadats glæddi vonir um friðsamlega sambúð þjóða í milli. Enginn vafi er á því, að Sadat naut mikillar lýðhylli í heima- landi sínu. Þjóðin fylgdi honum, enda mála sannast að örlagarík- ar ákvarðanir hans hefðu ekki veriðteknar af manni sem valtur var í sessi. Hinsvegar var Sadat einræðis- herra og hegðaði sér sem slíkur. Aðför hans nú síðustu vikurnar að pólitískum andstæðingum báru þess vott, að harkan var engu minni en mildin ef þvi var að skipta. En hann var ólíkur þeirri mynd sem heimurinn hef- ur af miskunnarleysi, harðýðgi og valdbeitingu,sem slíkum herr- um fylgir. Hann var maður fólksins, naut vinsælda fyrir mannúðlega stjórnun og naut valdssíns vegna yf irburðamann- kosta frekar en vopna og ofbeld- is. En veröldin er grimm og hatrið logar. í skúmaskotum biðu óvin- irnir, launmorðingjarnir, sem ekkert skilja nema vopnabrak, vargarnir sem brenna af hefnd- arþorsta og hafá nú unnið það ó- dæði, sem stefnir öllum heims- friðnum í hættu. Víg Sadats Egyptalandsforseta er öllum friðarsinnum harma- fregn. Mikilhæfur stjórnmála- foringi er fallinn í valinn. ÞARF FLOTAHÖFN A ÍSLANDI? í grein, sem Guðmundur G. Þórarinsson alþm. skrifaði i Dagblaðið i fyrri viku fjallaði hann um svonefnd kjarnorku- vopnalaus svæöi á Norður- löndum, og komst að þeirri niðurstöðu m.a., að Islendingar ættu að reyna að „koma inn i þessa umræðu að eigin frum- kvæði” og er frumkvæðið fólgið i þvi aö krefjast afvopnunar á Atlantshafinu. Guðmundur setur fram þá kenningu að hafið i kringum island sé ,,allt fullt af k jarnorkuvopnuöum kaf- bátum”, en það telur Guömund- ur slæmt. Við fyrstu sýn virðist hugsun Guðmundar fögur enda er hann uýkominn ór kristilegri friöar- ráðstefnu úr Skálholti. Gallinn er hins vegar sá, að þessar hug- myndir Guðmundar eru hreinir draumórar og fjarri ölllum veruleika. Frjáls úthöf. Nú stendur yfir haí'réttarráð- stefna og hafa íslendingar markað sér ákveðna stefnu, og hefurekki verið ágreiningur um þá stefnu hér á landi. Islendingar hafa lagt á það mikla áherslu aö hafréttarráð- stefnunni lyki, sem fyrst, og m.a. af þeim sökum hafa þeir mótmælt tilraunum Banda- rikjamanna til að fá uppkastinu að Hafréttarsáttmálanum breytt. Tillaga Guðmundar G. Þórarinssonar um að þjóðir Atlantshafsins hafi samtök sin i milli um afvopnun Atlantshafsins felur i sér veiga- mikla breytingu á Haíréttar- sáttmálanum. Skv. tillögu Guðmundar á Atlantshafið ekki lengur að vera frjálst úthaf, eins og það er nú. Ef slik tillaga yrði borin fram á hafréttarráðstefn- unni og henni fylgt eftir, hefði það i för með sér, að ráðstefn- ana tefðist enn. Ég fæ þar fyrir utan ekki séð, að nokkur einasta siglingaþjóð myndi samþykkja svo veigamikla breytingu á haf- réttarsáttmálanum. Hvaðán eru kafbát- arnir? 1 grein Guðmundar er þvi haldið fram, að hafið umhverfis Island sé „allt fullt af kjarn- orkuvopnuðum kafbátum”. Má vera að þetta sé rétt. En ef meta skalhættuna af þessu, verður að vita, hver gerir þessa kafbáta út. Ég legg ekki að jöfnu herafla Atlantshafsbandalagsins og herafla Rússa. Ég tel að það tryggi öryggi íslendinga, ef vel vopnum búnir kafbátar Atlants- hafsbandalagsins eru umhverf- is landið, en hins vegar tel ég það ógnun við öryggi íslands, ef þessir kafbátar eru rússneskir eða frá öðrum þjóðum Varsjár- bandalagsins. Ég þykist þess fullviss, að Guðmundur er sam- mála. Og það er auðvitað þess vegna, sem Guðmundur hefur úhyggjur af kjarnorkuvopn- uöum kafbátum hér við land. Hvernig á að bregðast við? Guðmundur vill bregðast við þessum vanda með þvi að efna til samtaka meðal Atlantshafs- þjóðanna um „friðun” Atlants- hafsins. Guðmundur gleymir þvi hins vegar, að slik samtök hafa verið stofnuð: Þau heita Atlantshafsbandalagið og hafa starfað i 32 ár. Það er hlutverk þessara samtaka að tryggja frelsi þjóðanna, sem búa við At- lantshafið. Þetta hefur tekist hingað til. Þvi er hins vegar ekki að neita, að undanfarin misseri hafa Rússar stóraukið vigbúnað sinn, en Vesturveldin hafa ekki að sama skapi brugð- ist til varna. Af grein Guðmundar má ráða, að hann telur samninga væn- lega til þess að trygggja öryggi Vesturlanda. Ég spyr hins vegar: Hafa Rússar virt þannig millirikjasamninga um afvopn- un og um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, að ástæða sé tilað treysta þeim? Eru efndir Rússa á Hels- inkisáttmálunum slikar, að rétt sé að binda öryggi Vesturlanda við undirskriftir þeirra Kreml- verja? Hafa Rússar staðið við loforð sin um að fjölskylda Kortsnjos fái að fara úr landi? Ég held að svör við þessum spurningum sanni, að öryggi Vesturlanda og þar með friður i Evrópu verður aðeins tryggður með öruggum vörnum. Islenska rikisstjórnin er þessu sammála, þvi að hún hefur samþykkt i At- lantshafsbandalaginu áætlanir um stóraukinn varnarviðbúnað i Evrópu þ.á.m. áætlanir um að koma fyrir varnareldflaugum i Vestur-Evrópu. Þurfum við flotahöfn? Rússar hafa stóraukið flota- umsvif sin á Norður-Atlantshafi og kjarnorkukafbátar þeirra eru aðeins hluti af þeim umsvif- um. Gegn þessu verður að bregðast, ef Islendingar vilja tryggja öryggi sitt. Nú er okkur vitanlega mikil vörn i varnarsamningnum við Bandarikin. Og samkvæmt neðanmáls Haraldur Blöndal lög- fræðingur fjallar um grein sem Guðmundur G. Þórarinsson sendi frá sér nýlega um afvopnunar- mál og röksemdir hans. Haraldur segir: Guðmundur vill bregðast við þessum vanda með því að efna til samtaka meðal Atlantshafsþjóð- anna um „friðun" Atlantshafsins. Guðm- undur gleymir því hins vegar, að slík samtök hafa verið stofnuð, þau heita Atlantshafsbanda- lagið. þeim samningi er varnarstöðin á Miðnesheiði rekin. En er ekki nauðsynlegt að auka enn varnir landsins og jafnframt tryggja enn betur öryggi Vestur- Evrópu? Er ekkinauðsynlegt að kanna það, hvort ekki þurfi að koma hér upp flotahöfn á vegum Atlantshafsbandalagsins og mæta útþenslu Rússa á Atlants- hafi með þeim hætti einum, sem þeir skilja og virða?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.