Vísir - 07.10.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 07.10.1981, Blaðsíða 15
Miövikudagur 7. október 1981 VlSIR 15 Menn fæöast ekki mikilmenni, heldur vaxa þeir sig mikla, verða miklir af verkum sinum, segir einhverstaöar. Eftirmæl- in, sem Anwar Sadat Egypta- landsforsetihlýtur — i viðmiðun við umsagnir fyrstu árin, sem hann var arftaki Nassers — eru skýrt dæmi þar um. Þegar fréttin flaug um heim- inn, að nii væri Sadat fallinn fyrir morðingja hendi, luku þjoðarleiðtogar viöa um heim upp einum munni um, aö ,nú væri vandfyllt skarð fyrir skildi”... „heimurinn hefur misst mikinn stjórnskörung, og mannkyniöhefur missthetju”... og engum blandaðist hugur um, að dimmtský hefðidregið fyrir friðarsólu i austurlöndum nær • og þá um leið gert heimsfriðinn ótryggari. En þegar athyglin beindist að varaforseta Nassers við skyndi- legt fráfall hans 1970, var Anwar Sadat kallaður ,,mið- lungsmaður”, seinn i hugsun og seinn til akvarðana, enda litla eftirtekt vakið fram til þessa. Hannrakþóafsérslyðruoðrið um meðalmennskuna og sein- lætið, þegar hann i nóvember 1977 tók sér á hendur friðarferð- ina til Jerúsalem, sem var inn- gangur og upphaf friöar- samninga Egyptalands og ísra- els. Opnuðust þá augu umheimsins fyrirþeim fádæma kjarki, sem Sadat bjö yfir, þegar hann i fullkominni óþökk við sina fyrri bandamenn, Araba, og múhammeðstrii- bræður, sneri við blaðinu og tók upp samneyti við erkif jendurna, Gyðingana. Þar lagöi hann ekki aðeins sinn stjórnmálaferil i hættu, heldur einnig lif sitt, eins og núerkomiðá daginn. Enginn brigslaði Sadat um seinlæti i á- kvöröunum eftir þá fór, eða aðra feröir, sem hann siðar fór i samningaleit til Camp David. „Friðarboðberi”... „friðar- hetja” eru þær nafngiftir, sem Sadat eru nú valdar, enda ekki ótitt að menn séu i eftirmælum um nýlátna menn mildari i dómum og örlátari i góðar eink- unnir. Gleymdar eru nú aðrar kveðjur, sem Sadat voru ekki vandaðar, þegar hann upp úr „brauðuppþotunum” og öörum erfiðleikum i efnahags- þrengingum Egypta, sem hann tók i arf eftir forvera sinn, Nasser, atti þjóð sinni út i styr- jöld við Israel. í þann tima vildu margir leggja það Sadat út á sam a veginn, eins og gripið væri til loddarabragðs til þess að beina athygli óánægðra þegna fra bágum kjörum og óstjórn heima fyrir að sameiginlegum óvini og hættu lengra fjær. Velgengni Egypta á fyrstu dögum Yom Kippur-striðsins hóf Sadat upp i' hetjusæti, sem hefur siðan naumast haggast undir honum. Að minnsta kosti naumast i augum landa hans, þótt margir fyrri samherjar hans úr þvi striði, hafi lagt á hann hatur siðan fyrir samningaumleitanirnar við Israela og hafi kallað hann æ siðan svikara. Það var því ekki á vængjum friðardúfunnar, sem Sadat hóf hina egypsku þjóð upp úr eymd og niðurlægingu fyrri ósigra hennar fyrir Israelum. Þó voru friðarsamningarnir við Israel beinar afleiðingar þess striðs og það var fyrir þá einmitt, sem Sadat deildi sflian friðarverð- launum Nóbels með Begin for- stjómarinnar i tran, sem varð svo aftur mikill aflvaki byltingarinnar þar, er nú hefur búið irönsku þjóöinni enn dapurlegri örlög og sistbetritil- vist en á stjornarárum keisar- ans. Sú óvissa, sem fráfall Sadats leiðir af sér fyrir friðinn í hans heimshluta, var undirrótin aö á- hyggjunum, sem menn höfðu af þvi, hvernig framtlðarhorfur væru i þeim málum, ef Sadat nyti ekki við. Nágrannar Egypta, tsraelsmenn, höfðu áður haft orð á þeirri hættu, og einn og einn framámanna þeirra unniö sér þaö til ákúru að vara Sadat við þvi, að of mikiö væri i'húfi til þess að hann gæti veitt sér munað umburöar- lyndis við þau ofstækisöfl. — Viðbrögð Sadats voru harkaleg i viðmiðun viðþæraðstæður, sem vesturlandamaðurinn þekkir. En þau voru vettlingatök og nánast silkihanskar i viðmiðun við það, sem öðrum valdhöfum þar austur frá þykir nauðsyn undir slikum kringumstæðum. Vist er, að þær varúðarráö- stafanir, sem Sadat geröi, verkuðu öfugt. Þær þjöppuðu hinum sundurleitu andstöðu- hópum saman gegn honum. Hvort þær voru bejniinis valdar að dauöa hans, eða hvort tilræö- ið var fyrir löngu skipulagt og þá kannski i herbúðum óvina hans erlendis, eins og Henry Kissinger hefur látið i veðri vaka, liggur ekki ljóst fyrir enn. Hitter ljóst, að Sadat skóp sér af verkum sinum eigin örlög. Þeir, sem hann þekktu, sögðu um hann, að hann hefði alla tið verið sér meðvitaöur um, aö ör- lög hans og Egyptalands væru samantvinnuð. Þeir minnast i þvisambandi atviks frá þvi að Sadat var fjórtán ára unglingur og féll i áveituskurð nærri fæðingarþorpi sinu Mit Abu el Kom. Að drukknun kominn var honum bjargað og eftir á var hann spurður, hver hefði verið hans siðasta hugsun, þegar hann sökk á kaf. Hann svaraði: „Ef ég drukkna, þá hefur Egyptaland misst Anwar Sadat.” Og að þvi rak 48 árum siöar. sætisráðherra Israels. Og æ siðan hefur verið litið á Sadat sem aöalkrossfara friðarins i þeim heimshluta, sem heitið getur, að sé aðaleldstæði ó- friðarbálsins, þar sem glæður hafa aldreináð að kulna til fulls. Og i hinum arabiska heimi, þar sem furstinn eða keisarinn ereinvaldur og stýrir sinni þjóð harðstjórnarhendi við hin ströngu og oft svo grimmilegu lög Kóransins — nemaþarsem honum enn einstrengislegri og harðhentari byltingarforingi hefur komist til valda — þótti Sadatog stjórn hans bera meiri keim þess lýðræðis, sem er hin- um gamalgrónu lýðveldum i vesturheimi fremur að skapi. Enda mátti um Sadat segja, að hann i dagfari sinu væri undar- lega samsettur persónuleiki, samsetningur úr bæði austri og vestri. Hið vestræna birtist i vali hans á fatnaöi og ýmsum þægindum, sem hin vestræna tækni hefur alið af sér, auk svo þvi hvernig hann hallaðist æ meir á sveif með Bandarikjun- um, bæði i leit að efnahagslegri og tæknilegri aðstoð til handa þjóð sinni og i heimsmálapóli- tikinni, eftir að hann vi'saði úr landi tugþúsundum sovéskra ráðgjafa, sem tilheyrðu arfin- um frá stjómartið Nassers. Hið austræna birtist i trúarhita hans á orð Múham meðs spámanns og fjölmörgu fleiru. Ensúhin lýðræðislega imynd, sem vesturlandabúar höföu gert sér um Sadat og stjórn hans, skekktist þó fyrir nokkrum vik- um, þegar hann lét handtaka nær 1.600 pólitiska andstæðinga, trúarleiðtoga og blaðamenn, sem haldið höfðu uppi gagnrýni á hendur honum. Vesturlanda- búanum hættir til þess að skoða og meta aðstæður i hinum fjar- lægustu og honum ókunnugum heimshlutum útfrá eigin bæjar- dyrum, sem visaaðallt öðrum kringumstæðum upplýsts al- mennings i lýðræðislegu réttar- riki. Að dæma „hreinsanir” Sadats út frá slikum sjónarhóli eru hugarórar idraumsýn skoð- aðir. Abyrgö þeirra dómenda er ekki litíl, þegar skoðaöur er hlutur heimsálitsins I aö vekja samúð með til dæmis fórnar- lömbum leynilögreglu keisara- Sadat og Begin, áöur erkifjendur, en siðan samherjar og deildu friöarverðlaunum Nóbels. Sadat þótti ástrikur heimilisfaðir og sést hér ásamt tveim barna sinna, Nönu og Gamal (sem heitir eftir Nasseri.Nanaogsystirhennareruuppkomnar og giftar áhrifamönnum i Egyptalandi. I ráðslagi meö varaforsetanum, Hosny Mubarak, sem verður arftaki Sadats. Mubarak hefur áður axlaö skyidur forsetaembættisins I tiðum utanferðum Sadats. I viðræöum við transkeisara, sem Sadat taldi Egypta- land standa I svo mikilli þakkarskuid við, að hann bauö keisaranum og fjölskyldu hans griöastað, þegar fokið virtist i öll önnur skjól, en með þvi safnaði Sadat enn meiri glóöum að höfði sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.