Vísir - 07.10.1981, Qupperneq 16
Bilatorg sf.
ilasala
ilaleiga
orgartúni 24
Dodge Aspen SE station árg.
’79 ekinn 41 þús. km. Glæsi-
legur bni, innan sem utan.
Cortina 1600 árg. ’77 ekinn 54
þús. kin. Blár.
Willys árg. ’74, ekinn 98 þús.
km. Gulur, 6 cyl, skipti.
Mazda 626 2000 árg. ’80, ek-
inn 27 þús. km. Teinafelgur,
silsalistar. Skipti á ódýrari.
Range Rover árg. '75 Gulur
Upptekin vél og kassi.
Lada Sport árg. '79. Litur
grænn, ekinn 46 þús. km.
Mercury Montego árg. ’74,
ekinn 110 þús. km. Litur blár
8 cyl. 302 cub. vökvastýri,
sjálfskiptur, Skipti.
Plymouth Volare station
árg. ’76, ekinn 47 þús. km. 6
cyl, sjáifskiptur.
BMW 320 árg. ’80, ekinn 12.
þús. km. Brúnn, út-
varp/kassettutæki.
22 manna Benz 390, rúta árg.
'72, blá aO lit, ekin 80, þús.
km. Gott verö, greiOsluskil-
málar.
Opið ki. 9-19 alla
daga nema sunnu-
daga.
Simar: 13630—19514
VÍSIR
MiOvikudagur 7. október 1981
FAIIM vm EKKI VALD MAR?
Morgunhani hringdi:
Ég er farinn að sakna þeirra
ágætu félaga, Valdimars
örnólfssonar og Magnúsar
Péturssonar með leikfimiþætti
sina i morguniitvarpinu.
Ég hitti Valdimar á götu
nýlega og hann sagði mér það
að ekkert værifarið að ræða við
sigum þessa þætti af útvarp6ins
hálfu.
Ég vil þvi gera fyrirspum til
forráðamanna þar á bæ, hvort
þaö sé meiningin að fella þessa
þætti nú út af dagskránni i
vetur.
Ég efast ekki um að fleiri en
ég sakna morgunleikfiminnar,
enda veitir ekki af að hafa eitt-
hvað liflegt i útvarpinu þegar
allur þungi vetrarveðráttu og
myrkurs leggst yfir landslýð.
Hann kemur, svarar dagskrárstjðri
Hjörtur Pálsson. dag-
skrárstjóri svarar.
Lesendasiðan leitaði upp-
lýsinga um málið hjá útvarpinu
og Hjörtur Pálsson dagsláár-
stjóri varð fyrir svörum.
Honum sagðist svo frá að
hann hefði verið aö ræöa viö
Valdimar i fyrradag og hann
væri til viðtals um að halda
þáttunum úti i vetur, sem þá
yrði sá 25. i röðinni, sem
Valdimar stjórnaði morgun-
æfingum landsmanna gegnúm
útvarp. 1 gær átti útvarpsráðs-
fundur svo að taka afstöðu til
málsins og Hjörtur sagði það
vera trú sina að þættirnir
mundu verða á dagskránni i
vetur. Spurningin væri frekast
um hvenær þeir byrjuðu og
hvenær dags þeir verði fluttir.
Hjörtur taldi sennilegast að
morgunleikfimin hefjist um
veturnætur. Þá upplýsti Hjörtur
að Valdimar þætti sjálfum
óþarflega mikið af þvi góða að
tvitaka þættina og hann hefði
gertað tillögu sinni að þeirverði
aðeins fluttir einu sinni. Helst
kem ur þá til álita að liðka þá ár-
risulu annan daginn, einhvern-
tima fljótlega eftir klukkan sjö,
og hina sem þykir gott að lúra
lengur, hinn daginn, kannski á
svipuðum tima og seinni flutn-
ingurinn var áður.
Valdimar örnólfsson hefur
stjórnaö heimaleikfimi lands-
manna um öldur Ijósvakans i 24
vetur og enginn bilbugur er á
honum enn.
■
1 videókerfum landsmanna eru helst sýndar þriöja flokks glæpa-
myndir aö áliti önnu S.
Ruslmyndir í
vídeókerfunum
Anna S. hringdi:
„Maður opnar ekki orðið blað
án þess að sjá fréttir um videó-
væðinguna. Heilu bæjarfélögin
eru að koma sér upp kerfi sem
nær til allra bæjarbúa að þvi
manni skilst og allir vita hver
þróunin hefur oröið hér i
Reykjavik. Á minu heimili hef-
ur verið spjallað fram og til
baka um kaup á myndsegul-
bandi en ekkert orðið úr fram-
kvæmdum.
Ástæðan til þess að við höfum
ekki keypt myndsegulband er
einfaldlega sú að við búumst
ekki við að nota það mikið. Það
er fátt i islenska sjónvarpinu
sem okkur finnst ástæða til að
geyma áspólu og hvað er það þá
sem þessar videóleigur bjóða
uppá? Eftir þeim bæklingum
sem ég hefi séð frá þessum leig-
um eru þær eingöngu með bió-
myndirá boðstólum, örfáar sem
eru fyrsta flokks en að lang-
mestu leyti er um að ræða rusl,
þriðja flokks glæpamyndir.
En er það virkilega þetta sem
fólk er að sækjast eftir, að geta
setið fram á nótt á hverju
kvöldiog horft á þriðja flokks
krimma? Auk þess er það svo i
blokkunum, að þar eru ein-
hverjir menn út i bæ sem velja
myndimar sem fólkið horfir á.
Mér finnst þetta ógeðfelld möt-
un áódýru efni og i raun og veru
misnotkun á þeim möguleikum
sem myndsegulböndin bjóða
upp á. Og hvernig haldið þið að
heimilislifið sé hjá þeim sem
eru orðnir videósjúklingar og
sitja stjarfir öll kvöld og horfa á
biómyndir?
Hérvantar alla almenna um-
ræðu um videóbyltinguna og
hvaða áhrif hún hefur. Það ér
ekki nóg að tengja þúsundir
ibúða við eitthvert myndbanda-
kerfi, skrúfa frá flóði af rusl-
myndum og segja gjörið þið svo
vel. Það er lágmarkskrafa að
hægt verði að velja um fleiri
tegundir efnis”.
Donalegir
slððumæiaverOir
Bíleigandi skrifar:
Alveg blöskrar mér fram-
koma þeirra manna sem i dag-
legu tali kallast stöðumæla-
verðir. Að visu skal það strax
tekið fram,að vonandi eru þetta
aðeins fáir menn af mörgum
sem hegða sér eins og að neðan
verður greint. En þeir setja
slæmt orö á allan fjöldann, eins
og venjulega gerist.
Ég lagS bilnum minum á
stæðið hjá Landsbankanum
fyrir skömmu. Þar sem ég
þurfti aðeins að skjótast i næsta
hús i hálfa minútu, sat konan
min i bilnum á meðan.
Mælirinn var ekki á rauðu,
þegar ég lagði bilnum. En
meðan ég var i burtu, bar þar að
stöðumælavörð. Hann horfði á
timann renna út og vék sér þvi
næst að konu minni og skipaði
henni að borga. Hún hafði enga
mynt i mælinn en i sömu svifum
bar mig þar að. Skipti engum
togum, að vörðurinn vék sér að
mér með skömmum og skætingi
og bjóst til að skrifa sektar-
miða. Ég flýtti mér i burtu og
veit ekki hvort af skriftunum
varð en alla vega þótti mér viss-
ara að forða mér, vegna at-
gangs mannsins.
Þetta er ekkert einsdæmi og
ég veit meir að segja um fólk,
sem hefur átt fótum fjör að
launa, þar sem stöðumæla-
verðir hafa beinlinis ætlað að
ganga i skrokk á þvi.
Vafalaust er ekki til nein ein
skýring á þessum ólátum mann-
anna. Kannski er það of-
metnaður,þegarþeir eru komn-
ir með einkennishúfur á kollinn.
Kannski er þetta af þvi að nær
eingöngu gamalmenni virðast
vera ráðin til að gæta stöðumæl-
anna. Og þá geðstirð eins og
gerist og gengur. Kannski eiga
báðar þessar skýringar við
þessa menn.
En ég vil eindregið benda
þeim á að sýna meiri kurteisi i
samskiptum við ökumenn svo
þeirverði ekkiverr liðnir meðal
almennings en þeireru nú þegai;
' lÁTlÐ MVNTIK*IRAUHH*
SNÚID KAKDMNOINU ETtlS
HVflU* MTNT TIUUEONI EINS
LANOT OO D*D KCM8T
refsS***?** ©ip -
■M' '
Kilafcs . * I '<. zj. x'XhHhBhV 1
Y H , • \ Hýl i. ■■•:;:»
Stöðumælar eru sjálfsagt ágætis tæki, til sins brúks, en bréfritari
telur að stöðumælaverðir séu ekki allir jafn ágætir.
SAMSTAÐA
UM EININGU?
Reykvikingur hringdi:
Það er kannski óþarflega
smásálarlegt að vera að rifast
út af þessu, en geta fjölmiðla-
mem ekki verið svo vænir að
koma sér saman um nafnið á
samtökum óháðu verkalýðs-
félaganna i Póllandi?
Visir og útvarpið kalla sam-
tökin aldrei annaðenEiningu en
Mogginn og sjónvarpið þver-
taka fyrir að taka sér það orð i
munn, en nota þess i stað orðið
Samstaða.
Nú veit ég ekki hvor þýðingin
er réttari en einhvern veginn
hljómar Eining betur.
Vilja nú ekki fréttaskýrendur
erlendra frétta á fjölmiðlunum
sýna þá samstöðuað nota orðið
Eining, eða þá að ákveða i
sam einiugu að kalla samtökin
Samstöðu?