Vísir - 14.10.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 14.10.1981, Blaðsíða 8
8 ; Mi&vikudagur 14. október li VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Páll Stetansson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson.'Blaðamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson drup, Árni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Siðumúli 14, simi 86611, 7 línur. Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglýsingarog skrifstofur: Siöumúla 8, simar86611 og 8226i marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gísli Afgreiðsla: Stakkholti2 4,simi86611. Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ö. Steinarsson. Ljósmynd- Áskriftargjald kr. 85á mánuði innanlands ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. °9 verð i lausasölu 6 krónur eintakið. jjtlitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúla 14. 'Safnvörður: Eirikur Jónsson. Fjárlagafrumvörp eru að því leyti forvitnilegri en önnur þing- skjöl að í þeim má sjá í stórum dráttum þá stef nu í ef nahags- og peningamálum, sem ríkisstjórnir hverju sinni hyggjast fylgja. Þau geta boðað stranga aðhalds- stefnu, eða útþenslu: þau geta falið í sér stóraukna skattheimtu og vaxandi ríkisumsvif. Þau bera það með sér hvort félagsleg viðhorf ráði ferðinni, eða hvort dregið skuli úr samneyslu og opinber afskipti skorin niður. Þannjg á það vitaskuld að vera, því til hvers eru stjórnmála- flokkar að sækjast eftir völdum, nema til þess að koma baráttu- málum sínum fram. Svo undarlega bregður við á þessu hausti, að fjárlagafrum- varp það, sem Ragnar Arnalds hefur lagtfram og kynnt, mark- ar enga pólitíska stefnu, frum- varpið er hvorki hrátt né soðið. Það ber því f yrst og f remst vitni, að það hef ur verið samið af sam- viskusömum embættismönnum sem fylgja hefðbundnum vinnu- brögðum við f járlagagerð. Ekki er að sjá að f jármálaráðherra sé í flokki róttækra sósialista sem vilji umbylta kerfinu og feta ótroðnar slóðir í f járveitingum og stjórnsýslu. Frumvarpinu er fylgt úr hlaði með gamalkunnum klisjum um aðhald og sparnað, en stefna fyrirfinnst engin. Það er hvorki fugl né fiskur. Fjárlagafrumvarpið er að mestu framreikningur frá fjár- lögum síðasta árs. Reiknitala þess varðandi ,,hugsanlega hækkun verðlags og launa" er miðuð við 33% milli ára og mætti ætla að með þessu væri ríkis- stjórnin að lýsa yfir þeim ásetn- ingi sínum að verðbólgan næmi þessu hlutfalli á næsta ári. Svo er þó ekki, því skýrt er tekið fram í greinargerð með frumvarpinu, að „reiknitala frumvarpsins er ekki hugsuð sem verðbólguspá fyrir komandi ár". Frumvarpið er sem sagt stefnulaust í verðbólgumálum. Reiknitalan, 33%, er jaf n mikið út í bláinn eins og sambærileg tala í síðasta frumvarpi. Þá var hún áætluð 42% en reyndist 50%. ( skattamálum er því lýst yf ir, aðsömu skattastefnu verði fylgt, óbreyttir tekjuskattar og hækk- andi eignaskattar. Þá umdeildu miskunnsemi verður að meta í Ijósi þeirrar staðreyndar, að skattheimta hefur aldrei verið hærri á (slandi en einmitt nú og getur varia talist mikið afrek að ná endum saman i ríkisf jármál- um meðan sú skattastefna ríkir. Fjármálaráðherra hrósar sér af auknum f járveitingum til fé- lagslegra íbúðabygginga, mál- efna aldraðra, vegagerðar og listastarfsemi. Þetta eru rósirn- ar, sem hann státar af. Fjárveitingar til félagslegra íbúða eru lögbundin framlög frá fyrra ári og hafa stórskert al- menn íbúðalán. Fjármagn til málefna aldraðra er fengið með sérstakri skattlagningu, nýjum óbeinum nefskatti, og að því er varðar vegamálin ætti ráð- herrann að segja sem minnst. Eftir því sem hlutfall ríkistekn- anna af bensíngjaldinu hefur hækkað,hefur hlutfallslegt fram- lag þess til vegamála lækkað. Sú staðreynd er eitt mesta hneykslið í f jármálastjórn hins opinbera. Framlög ríkisins til listastarf- semi nema 19,3 milljónum króna, og mun það vera nokkurn veginn 0,25% af heildarútgjöldum ríkis- ins. Þessu f járframlagi nær ráð- herrann fram með því að skerða fjárveitingu til íþróttasjóðs. AAiklir menn erum við, Hrólfur minn. Fjárlagafrumvarp Ragnars Arnalds markar engin tímamót. Á því er Iftið að græða, nema það eitt að ríkisstjórnin setur sjálfa sig á, án þess að vita hvort hún lif ir veturinn af. Það hef ur aldrei þótt mikil búmennska. VARNIRIKRISTNUM A einhvern undarlegan hátt hefur sú sko&un oröiö útbreidd, aö andúö kristinna manna og kristinnar kirkju á ofbeldi og styrjöldum, hljóti aö hafa f för meö sér stuöning viö varnar- leysi. En þaö er mikill misskiln- ingur, aö kenningar kristinnar kirkju eigi aö skilja þannig, aö aldrei eigi aö veita ofbeldis- manninum viönám. Vitanlega berhverjum kristnum manni aö verja sig og fjölskyldu sina gegn ofbeldi. A sama hátt eiga menn aö skunda náunga sinum til hjálpar og vinaþjóöum. Þannig er þaö kristin kenning aö verjast ofbeldi. Sú vörn má hins vegar aldrei fara fram úr þvi, sem nauösynlegt er til þess aö verjast árásinni. Þessi sjónar- miö koma fram 1 Islenskri lög- gjöf m.a. i hegningarlögunum meö ákvæöunum um neyöar- vörn. Réttlátt stríð. Meö sama hætti og kristnum nanni ber skylda til þess aö veita náunga sinum hjálp, ef á hann er rá&ist, er þaö i anda kristninnar aö standa saman gegn sameiginlegum óvini. Þess vegna var þaö i samræmi viö og I anda kristinna kenninga, aö Bretar ábyrgöust frelsi Pól- lands og sögöu Þjóöverjum striö á hendur, eftir innrás nasista- herjanna i Pólland. Kenningin um réttlát striö er ekki ný. Hún er aldagömul og er i stuttu máli á þá leiö, aö striö sé þvi aöeins réttlátt, aö þaö sé háö til aö verjast óréttlæti og of- beldi og til þess aö þvinga fram réttlæti. Af þessari kenningu eru si&an sprottin hugtökin um árásar- stfiö og varnarstriö. En þaö er viss ónákvæmni i þvi fólgin aö tala um varnarstriö: sókn er stundum besta vörnin! Þess vegna er nákvæmara aö tala um varnarstyrjöld en þó fyrst og fremst um varnarvi&búnaö. Hvers eðlis eru „friðar- hreyfingar" í Evrópu? Útvarp og sjónvarp hafa undanfariö eytt miklum tima til þess aö segja frá friöarhreyf- ingum i Evrópu. Þessar hreyf- ingar hafa haldiö mikla fundi. Þaö er eitt sameiginlegt meö þessum friöarhreyfingum: þær. eru allar andsnúnar Bandarikj- * unum og Atlantshafsbanda- laginu og vörnum vestrænna þjóöa. Forystumenn þessara hreyfinga eru flestir kommún- istar, og þaö er eftirtektarvert, aö þessar friöarhreyfingar minnast aldrei á þá ógn, sem friö I Evrópu stendur af gifur- legum vigbúnaöi Sovétrlkjanna, af stórauknum framlögum Sovétmanna til hernaöarmála á undanförnum árum. Þess i staö er gagnrýni friöarhreyfingar- manna fyrst og fremst beint aö varnarviöbúnaöi i Vestur- Evrópu og þá fyrst og fremst gegn nifteindasprengjunni. Ef málatilbúnaöur friöar- göngumanna er skoöaöur kem- ur i ljós, aö hann er settur fram til þess aö styöja sjónarmiö Sovétrikjanna I einu og öllu. Þess vegna er friöarhreyfingin fimmta herdeild Sovétrikjanna i Vestur-Evrópu. Árásarhættan er að austan. Einn helsti talsmaöur fimmtuherdeildar Sovétmanna á íslandi, ólafur R. Grimsson, hefur undanfariö rætt mikiö um, aö Bandarlkjamenn ætli sér aö gera Islands aö árásarstöö, — væntanlega I árásarstyrjöld gegn Rússum. En þaö þarf lltiö meira en barnaskólalærdóm til þess aö vita, aö þessar fullyrö- ingar ólafs R. Grimssonar eru þvættingur., Vigstaöan I Evrópu er nú þannig, aö til þess aö verjast innrás frá Rússum veröa Vest- urveldin aö flytja milljón her- manna li&styrk frá Bandarikj- unum og um ellefu milljón tonn af vistum og hergögnum. Af þessu er augljóst, aö Atlants- hafsbandalagiö er alls ófært um aö gera innrás inn i Austur- Evrópu. Þaö hefur heldur aldrei veriö ætlun þeirra þjó&a, sem I bandalaginu eru, a& hefja slika árás. A hinn bóginn hafa Sovét- menn mun meiri herstyrk i Austur-Evrópu heldur en er þeim nau&synlegur til þess a& halda tugt I þjóöum Austur- Evrópu og / e&a verjast innrás aö vestan. Og svo miklu meiri herstyrk hafa þeir, aö hann er vel fær um aö gera innrás I Vestur-Evrópu. Þessi her er ekki aöeins búinn venjulegum vopnum, heldur eru þar her- deildir fullbúnar til þess aö heyja gas- og eiturstriö. Kjarnorkuvarnir eru nauðsynlegar. Atlantsbandalagiö hefur gert áætlanir til þess a& auka varnir Vestur-Evrópu. Islendingar hafa stutt tillögur Atlanshafs- bandalagsins um aukinn varn- arviöbúnaö. Bandarikjamenn hafa til- kynnt um smi&i nifteinda- sprengju, en sú sprengja er öfl- ugasta vopn, sem þekkt er til varnar skriödrekaárásum. neöamnals „Vitanlega ber hverjum kristnum manni að verja sig og fjölskyldu sína gegn ofbeldi. Á sama hátt eiga menn að skunda náunga sínum til hjálpar og vinaþjóðum," segir Haraldur Blöndal meðal annars í þessari grein og hann segir það eftirtekt- arvert, að friðarhreyf- ingar í Evrópu minnist aldrei á þá ógn sem friði í Evrópu stafar af gifur- legum vígbúnaði Sovét- ríkjanna. Geislavirkni sprengjunnar er áköf en stendur stutt, og er þvi frekar hægt aö beita henni á þéttbýlum svæ&um éins og i Miö-Evrópu. Þessi sprengja er öruggasta vörnin, sem viö getum fengiö gegn innrás Sovét- manna i Evrópu. Þess vegna hljóta allir friöelskandi menn aö fagna þessari sprengju, og þá ekki siöur kirkjunnar menn en aörir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.