Vísir - 14.10.1981, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 14. október 1981
Ný spari-
skírteini
ríkissjðös
Sala á nýjum flokki spariskir-
teina rikissjóðs, 2. flokki 1981,
hefst á morgun, miðvikudag,
samtals að upphæð 20 milljónir
króna. Skírteinin eru bundin
fyrstu fimm árin, en siðan inn-
leysanleg hvenær sem er á láns-
timanum, sem er 22 ár. Kjör skir-
teina þessara verða eins og i 1.
flokki i ár, og verðtrygging á
höfuðstól og vöxtum samkvæmt
lánskjaravisitölu.
Þessi spariskirteini eru i fjór-
um verðgildum, 500, 1.000, 5.000
og 10.000 krónur.
Fé þvi sem rikið fær að láni
með sölu skirteinanna verður
varið til opinberra framkvæmda.
HERB
Mánudaginn 12. okt. afgreiddi Hekla h/f þúsundasta bllinn á þessu
ári, Mitshubishi Lancer, til hjónanna Sigríöar Björnsdóttur og
Ragnars Magnússonar. Á myndinni eru þau hjónin ásamt sonum
sinum Árna og Magnúsiog starfsmönnum Heklu, Sverri Sigfússyni
framkvæmdastj., og Stefáni Sandholt sölustjóra, við bilinn.
VÍSIR
Ráðstefna haldin á vegum SIBS:
Stjórnvöld hafi aukin
samráð við öryrkjafélðg
Nýlega hélt stjórn Sambands
islenskra berklasjúklinga for-
mannafund og ráðstefnu um at-
vinnumál öryrkja.
A formannafundinum var eink-
um fjallað um skipulagsmál sam-
bandsins, aðstoð þess við aldraða
brjóstholssjúklinga og á hvern
hátt verði best staðið að auknum
hollustuháttum á vinnustöðum.
Var þar einkum nefnt auknar
mengunarvarnir lofts og frekari
takmarkanir gerðar gegn
reykingum á vinnustöðum.
A ráðstefnunni urðu svo miklar
umræður um þau erindi, er sér-
fróðir menn fluttu þar um at-
vinnumál öryrkja. Lögð var á-
hersla á að menntun og starfs-
endurhæfing væri efld. Einnig að
vinnumarkaðurinn lagaði sig
eftir þörfum vinnuþegans i rikari
mæli. Fundurinn lagði áherslu á
aukin samráð stjórnvalda við
öryrkjafélögin. Var samþykkt að
skora á hin fyrrnefndu að breyta
lögum um alm.tryggingar á þann
veg að fulltrúi tilnefndur af
öryrkjabandalaginu eigi sæti i
Innan skamms hefjast fram-
kvæmdir við niðurrif girðingar
um svæði, sem aðskilur Keflavik
og Innri-Njarðvik, auk þess að
oliuleiðsla á svæðinu verður þak-
in. Svæðið er hluti af varnarsvæð-
Tryggingarráði. Loks lagði fund-
urinn áherslu á að aðstaða til
meðferðar lungna- og astma-
sjúklinga verði bætt i nýju heilsu-
gæslustöðvunum út um landið.
Undirstrikað var, að verulegt
átak þyrfti að gera til að bæta að-
stæður allra fatlaðra á öllum
sviðum.
inu, sem Varnarliðið fékk til af-
nota á sinum tima, en fyrir þess
hönd hefur verið samþykkt að
verða við beiðni utanrikisráð-
herra i þessa veru.
HERB
—JSJ.
Varnarglrðing rifin
auglysendur
athugid!
Vegna aukins álags á auglýsingadeild
eru auglýsendur beðnir að panta auglýsingar
og skila handritum eða filmum í
í síðasta lagi fyrir kl. 14.00 fimmtudaga.
Ath.
Smáauglýsingadeild tekur á móti
smáauglýsingum til kl. 22.00
á föstudögum til birtingar í Helgarblaði.
auglýsingadeild
sími 86611
Greifinn of Monte Cristo
oftur fóanlegur
DÓKAÚTGAFAN RÖKKUR
SÍMI 16766
Opið fyrst um sinn kl. 9-1 i f.h.
og 4-7
BJÖRIMÍIMN
Smurbrauðstofan
Njálsgötu 49 — Simi 15105
Skúlagata
Borgartún
Laugavegur
Ránargata
Bárugata
Drafnarstígur
Garðastígur.
Tjarnargata
Bjarkargata
Suðurgata
Lækjargata
Tilkynning frá
Fiskveiðasjóði íslands
Umsóknir um lán á árinu 1982
og endurnýjun eldri umsókna
Á árinu 1982 verða veitt lán úr Fiskveiðasjóði
(slands til eftirtalinna framkvæmda í sjávar-
útvegi:
1. Til framkvæmda í fiskiðnaði
Við lánveitingar til framkvæmda í fisk-
iðnaði verður einkum lögð áhersla á arð-
semi f ramkvæmdanna og að bæta þær
f iskvinnslustöðvar, sem fyrir eru
þannig, að það leiði til aukinnar hag-
kvæmni í rekstri og bættrar nýtingar
hráefnis og vinnuafls. Einnig skal þess
gætt, að sem mest samræmi sé milli
veiða og vinnslu.
2. Til fiskiskipa.
Lán verða veitt til skipta á aflvél og til
tækjakaupa og endurbóta, ef talið er
nauðsynlegt og hagkvæmt.
Umsóknir um lán til nýbygginga innan-
lands eða skipakaupa erlendis frá skulu
berast fyrir tilskilinn tíma, en óvíst er
enn um lánveitingar.
Allar eldri umsóknir þarf að endurnýja
og gildir þá einu hvort lánsloforð hefur verið
veitt eða ekki. Gera þarf nákvæma grein
fyrir, hvernig þær framkvæmdir standa sem
lánsloforð hefur verið veitt til.
Umsækjendur um ný lán svo og þeir sem
endurnýja eldri umsóknir, skulu skila um-
sóknum sínum á þar til gerðum eyðublöðum,
ásamt þeim gögnum og upplýsingum, sem þar
er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki
tekin til greina. (Eyðublöðin fást á skrifstof u
Fiskveiðasjóðs Islands, Austurstræti 19,
Reykjavík, svo og í ýmsum bönkum og spari-
sjóðum utan Reykjavíkur).
Umsóknarfrestur er til l. desember 1981
Umsóknir er berast eftir þann tíma verða ekki
teknar til greina við lánveitingar á árinu 1982,
nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp.
Lánsloforð Fiskveiðasjóðs skai liggja fyrir,
áður en framkvæmdir eru hafnar.