Vísir - 24.10.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 24.10.1981, Blaðsíða 8
Laugardagur 24. október 1981 8 vtsm Útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Aðstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Síðumúli 14, sími 86611, 7 linur. Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, AAagdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, símar86611 og 82260. marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaður á Akureyri: Gisli Afgreiösla: Stakkholti 2—4, sími 86611. Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- Áskriftargjald kr. 85 á mánuði innanlands j ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. og verð í lausasölu 6 krónur eintakið. utlítsteiknun: AAagnús Olafsson, Þröstur Haraldsson. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. Safnvöröur: Eirikur Jónsson. Nú mætast stálin stinn Nú eru linur óðum að skýrast varðandi komandi kjarasamn- inga. Alþýðusamband l'slands kunngerði kröfur sínar um síð- ustu helgi, og í gær komu við- brögð vinnuveitenda f ram í sam- þykktum, sem afgreiddar voru á kjaramálaráðstefnu VSl'. Báðir aðilar fylgja sjónarmiðum sínum eftir af viðeigandi þunga og þar mætast stálin stinn. Það er ekkert nýtt að aðilar vinnumarkaðarins taki stórt upp í sig í upphafi samningavið- ræðna. Það tilheyrir að hafa uppi mannalæti og stóryrði áður en á hólminn er komið. Það ÞARF ENGUMað koma á óvart. Meira máli skiptir, hvort einhverjar líkur séu á viðunandi samkomu- lagi, þegar viðræður hef jast. Strax í haust var Ijóst, að for- ysta verkalýðshreyf ingarinnar vildi fara varlega í sakirnar. Þar réði eflaust mestu tillitssemi við Alþýðubandalagið og stjórnar- þátttöku þess. Ekki mátti sprengja ríkisstjórnina og eyði- leggja baráttuna gegn verðbólg- unni. Verkalýðsforingjarnir voru skyndilega skilningsríkir í þeim efnum og hafa marglýst því yfir á síðustu vikum, að „hjöðnun verðbólgunnar'' væri stærsta hagsmunamál launþega. Atburðirnir á þingi Verka- mannasambandsins og 13% kaupkrafa sem þar var sam- þykkt bentu og í sömu átt. Nú átti að f ara með löndum og hófsemd- in virtist enn ráða ferðiftni á kjaramálaráðstef nu ASf þar sem 13% kaupkrafan var samþykkt sem aðalkrafa verkalýðshreyf- ingarinnar. Því er ekki að neita að þeirri kröfu virðist vera í hóf stillt. Ekki síst, þar sem hún á að nást fram í áföngum á næstu tveim árum. En fleira hangir á spýtunni, þótt ekki hafi það verið mælt í prósentum. Einkum sú krafa að eftirvinna falli inn í dagvinnu. Framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins lýsti strax þeirri skoðun sinni að heildar- kröfur ASf jafngiltu allt að 40% kauphækkun og viðbrögð hans voru smjörþefurinn af því hvað koma skyldi. Nú hefur Vinnu- veitendasambandið staðfest álit framkvæmdastjórnar og vísar kröfum ASí alfarið á bug. í ályktun VSí segir „að grund- völlur kjarabóta við endurnýjun kjarasamninga ræðst fyrst og fremst af aukningu þjóðartekna á mann og afkomu atvinnuveg- anna. Á þessu ári er reiknað með innan við 2% aukningu þjóðar- tekna. Við ríkjandi aðstæður eru undirstöðuatvinnuvegir lands- manna reknir með verulegum halla". Og síðan segir í ályktuninni: „Viðræður um endurnýjun kjarasamninga eru tilgangs- lausar ef þær fara ekki fram á grundvelli þessara efnahagslegu staðreynda". Athyglisverð í þessu sambandi er sú staðreynd, að röksemdir VSí eru þær sömu og f ram komu í leiðara Þjóðviljans, skrifuðum af Kjartani ölafssyni ritstjóra nýlega. í þeim leiðara var árétt- að að svigrúm til kaupgjalds- hækkana væri í rauninni ekki meira heldur en aukning þjóðar- teknanna gæfi tilefni til. Froðlegt verður að fylgjast með því næstu daga, þegar Þjóð- viljinn og vinnuveitendur verða samstíga í þessari röksemda- færslu þegar verkalýðshreyt- ingin fylgir kröfum sínum eftir. Hvað sem því óvænta bræðra- lagi líður, þá er Ijóst, að ekki munu samningar nást átaka- laust. Miklu ræður hvaða afstöðu ríkisstjórnin tekur. Hún á næsta leik. A F MEIRISNJO Farinn vegur veröur ekki langur þessa dagana. Nlundi hriöardagurinn i röö, og stund- um svo aö ekki veröur flogiö milli landshluta. 1 morgun var jafnfallinn snjdr svo mikiD, aö gangnastigvélin hans fööur mins, sem ég tók traustataki i sundiö, dugöu ekki til, og taka þau þó vel háum manni f hné. Nú eru auövitaö dagar spá- mannanna. Jón Sigurgeirsson sér glöggt aö bati, góöur og langvarandi, hefst 18. október, og hann er reyndar eini sanni huggarinn. Einn spáir því, til dæmis, aö ekki batni fyrr en 18. júnl, og þess dags þykir mönn- um ansi langt aö bíöa. Eins er mönnum litil stoö I þvi, aö spak- vitur HUsvikingur veit upp á sina tiu fingur aö gott veöur muni vera á annan i jólum. Faöir minn, sem er ákaflega spáglaöur maöur, aö þeirra sögn scm best þekkja hann, segir fátt. Hann hefur þó alltaf spáö góöu, sýknt og heilagt, þangaö til þaörættist. Þaö hefur nefnilega ævinlega gerst ein- hvern timann. En kveöskapur- inn, sem ihugann kemur, er all- ur upp á snjóinn. Nógan gefur snjó á snjó, snjdum vefur (eöa snjó umvefur) flóa td. Tófa grefur móa mjd, mjóan hefur skó á kló. Þessi vfsa sem sumir eigna Bólu-Hjálmarier náttúrlega allt sem heiti hefur í bragfræöi, og þar aö auki er i henni heil brú. Hitt má kannski segja, aö skó- tau tófunnar sé ekki brýnt yrkisefni, eöa raunhæft eins og menn segja nú. En því ekki aö yrkja absúrd? Kaupstaöarbúinn, sem aö vísu er svolitill bóndi sam- kvæmt uppruna og tómstunda- dútli, getur svo sem tekiö lffinu meö sæmilegu umburöarlyndi. Em kemst hann leiöar sinnar, þó aö mokstur sé skammnýtur og bíllinn snivinn snævi, kominn á förnum vegi meö nýtt mjallarþak á morgni hverjum. En margur alvöru- bóndinn er þannig settur, aö ekki hæfir aöhafa f flimtingum. Kartöflur eru ónýtar 1 jöröu niöri og kaldhæöni örlaganna gefur dauöadæmdum lömbum nokkurra daga feröafrest i ófæröinni, svo aö hold er af þeim tálgaö, þegar þau komastloks á aftökustaö sláturhússins. Þeir sem hafa þá náöargáfu, aö sjá alltaf bjartu hliöamar á ■ tilverunni, segja sem svo: Hvaö 1 er þaö aö missa kartaflurnar nú I undir snjó og klaka þegar upp- ■ skeran er ekki nema þreföld eöa ■ fjórfiSd? Hvemig ætD okkur heföi liöiö f fyrra, ef áfelli heföi grandaö tffaldri eöa fimmtán- faldri uppskeru i jöröu niöri? | Samter ýóniö gifurlegt, og allt - leggst þetta á sálarlifiö og heilsufariö, aldarfariö. Fréttir I af slysum, heilsubrestiog dauöa dynja yfir okkur daglega. Margur á þvi „auönu sina undir ■ snjó” þessa dagana, svo aö vitnaö sé í hiö fræga ljóö Steins | Steinars. En margur lagar sig eftir aö- ' stæöum. Fjcðdinn allur skriöur | á skiöum, böm bruna á sleöum og þotum og gera sér gaman af I hverju og ánu. SnjóhUs og snjó- I kerlingar blasa viö augum okk- ■ ar. Og þrátt fyrir allt á snjórinn . sina töra, sína fegurö, kalda og ! hreina. Okkur reynist bara svo ■ erfitt stundum aö koma auga á hana, ef okkur fellur ekki | hvenær snjórinn kemur og ■ hvernig hann hagar sér. En einhvers staöar í minning | dckar vakir ljóö Steins. Oröum hans er ekki alltaf auövelt aö ' gleyma. Og fyrr er varir höfum § viö yfir i hljóöi eöa jafnvel upp- , hátt: Snjór, snjór. Brimhvit mjöll. Eins og frosin lik af ljósum, eins og haf af hvftum rósum hylur mjölUn spor þin öll. 12.10 ’81 G.J. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.