Vísir - 24.10.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 24.10.1981, Blaðsíða 15
vtsm vtsm Laugardagur 24. oktdber 1981 Laugardagur 24. október 1981 ast og þvi áhugasamur og leggur sig allan fram”. Sjónienn fórna mann- réttindum ,,Ég hef lært mjög mikið af þvi að stunda sjóinn, ekki sist hef ég lærtaðþekkja manninn betur. En sannleikurinn er sá, að menn fórnamiklum mannréttindum við það að vera úti á sjó. Sjáum bara til með það eins og til dæmis á togurunum. Sjómaðurinn veit aldrei hvenær hann kemur i land. Svo stoppar hann 36 tima i landi. Það er allt og sumt. Hann getur engar skuldbindingar gert i landi. Hann getur ekki skuldbundið sig til að mæta hér eða þar á tiltekn- um degi, hann getur ekki tekið að sér stjórnarstörf i einhverju félagiog hann getur ekki ákveðið að sjá Platters á tilteknum tima. Til þess að svona nokkuö sé hægt verður hann að taka sér fri að minnsta kosti einn túr ef ekki tvo. Ég er steinhissa á þvi, að á meöan þið blaðamenn eruð búnir aö semja um þriggja mánaða fri á fimm ára fresti skuli svona vera háttaðum sjómennina. Mér þætti eðlilegt að sjómenn fengu þriggja mánaöa fri eftir 800 daga úthald”. Fæ útrás fyrir félags- þörfina um borð Þú nefndir áhuga á Sjómanna- skólanum. Þýðir það að þú getir ekki hugsað þér að vera á dekkinu til frambúðar? „Nei, siður en svo. Þaö eru margir kostir við þáð að vera á dekkinu umfram „hólinn”. Þegar ég tala um löngun til að fara i Sjó- mannaskólann er það fyrst og fremst til að fá aukna þekkingu i þessu fagi. Já, ég talaði um litla möguleika sjómanna á þátttöku i félagsstarfi i landi. Sjálfur hef ég fengið útrás fyrir félagsþörf mina um borð þann tima sem ég hef verið á sjó. Um borð i skipi þar sem er fimmtán manna áhöfn fer fram mikið félagslif i ýmsu formi. Það má segja að þetta sé eins og litið málfundafélag þótt engin formleg stjórn sé eöa þess háttar. Það gilda samt vissar reglur”. Leikaraskapur i landi „Menn fá að tala án þess að gripið sé frammi fyrir þeim og mönnum er unað þess að hafa sin- ar eigin skoðanir. Kannski ekki alveg i friði en nóg til þess aö halda þeim frammi. Það sem veitir manni frekast félagslega útrás i þessu samfélagi er, aö þarna getur maður lagt sig allan fram. Maður getur verið hrein- skilinn og opinn og sagt það sem maður hugsar. í félagsstarfi i landi er oft á tiðum ákveðinn leikaraskapur. Þennan tima sem ég var á sjó fann ég ekki hjá mér þörf til að mæta á fundi og ráðstefnur sem ég átti kost á meðan ég stoppaði i landi”. Vilmundur má gæta sin... Alþýðuflokkurinn, formanns- kjör þar Vilmundar og fleira. Spurt. „Ég var ánægður þegar ég heyrði að Kjartan hefði veriö kjörinn formaður. Sjálfur átti ég þess ekki kost að fylgjast með þessu i návigi þvi ég var úti á sjó um þær mundir. Samsetningin Kjartan og Magnús er góð, gamli grunnurinn og nýi grunnurinn. Ég er þeirrar skoðunar að Vil- mundur megi aðeins gæta sin á metnaðargirni sinni. Ég er að gefi kost á mér næst en það er ýmsu háö. Ég tek það alveg skýrt fram, að fyrir siðustu kosningar var ég ákveöinn i að gefa kost á mér til þingmennsku og gerði það. En eftir þvi sem timinn hefur liðið frá siðustu kosningum og ég tekið til við önnur störf með ný viðhorf i huga þá finn ég að það eru mörg svið þjóðfélagsins þar sem hugsanlega má ná árangri i félagsmálum eins og á þingi. Strákurinn Gulli Við rikjandi aðstæður i þinginu getur það varla talist spennandi fyrir unga menn að sækjast eftir þingmennsku. Þar virðist vonlitið að koma góðum málum áfram, tregöulögmálið er alsráðandi. Margir þingmenn eru orðnir yfir sig þreyttir á jobbinu og mundu fegnir skipta ef þeir fengjustarf viö sitt hæfi”. Páll á Höllustöðum kallaði þig strákinn Gulla. Var ekki tekið mark á þér i þinginu? „Það kann vel að vera að hugur margra þingmanna hafi verið þannig þegar ég kom á þing en ég varð ekki var við það i daglegum störfum. Þaðkom náttúrulega oft fyrir þegar ég bar fram mál sem stungu eilitið i stúf við þaö sem áður hafði verið flutt, að menn svöruöu mér með hæönislegu orö- bragöi. Hins vegar varð ég miklu meira var við þetta þegar ég um- gekkst eldri embættismenn sem telja sig fremur stóra en litla. Þeir virtusteiga erfitt með að líta á mig sem alvöruþingmann i fyrstu en áttuðu sig siðan flestir á hlutverki sinu”. Þingmennskan eðlilegt framhald Uröu það þér ekki mikil von- brigði að detta svo snemma út af þingi? Var það ekki gamall draumur að komast á þing, ha? „Vonbrigði. Það held ég ekki. Ég hef verið flokksbundinn Al- þýðuflokksmaður frá þvi ég var 16 ára og virkur i félagsstörfum viðar. Þannig má kannski segja að þingmennskan hafi verið eðli- legt framhald af ýmsum störfum, sem ég hafði verið að sinna áður. Ég heföi hins vegar aldrei orðið þingmaöur ef prófkjörin hefðu ekki komið til. Hinu er ekki að leyna, að þeirrar tilhneigingar er farið að gæta hjá þeim sem eru i forystu hverju sinni að þeir reyni að draga úr virkni þess tækis — prófkjörsins — sem kom þeim til valda. Auðvitað til þess að aðrir geti ekki notað þetta tæki til að bola þeim sjálfum i burtu. Þessa er fariö að gæta i Sjálfstæðis- flokknum og hjá Alþýðuflokknum kom þessi tilhneiging virkilega fram i prófkjörinu 1979”. Guð verður maður „Ég á hins vegar mina framtið fyrir mér i árum og enginn kom- inn til með að segja aö ég geti ekki orðið þingmaður seinna þótt þaö yrði ekki endilega alveg á næstunni." Og nú er spurt um sambandið milli guðfræðináms og stjórnmálavafsturs. „Þaö er skritið hvað þetta kem- ur mörgum á óvart. Guðfræðin spannar öll svið hins mannlega lífs, þar er ekkert undanskilið. t guðfræöináminu er ég að fjalla um alla þætti lifaðs lifs á jörðu. Við skulum gæta að þvi aö grund- völlurkristindómsinsersá að guð verður maður i Jesú Kristi. Það er það sem skiptir sköpum fyrir kristna trú. Guð kom og vitjaði mannsins. Hann lifði með mönn- um, hann þjáöist, hann hungraði, visu mjöghrifinn af mönnum sem eru metnaðargjarnir og áhuga- samir um að koma sjálfum sér og sinum baráttumálum á framfæri. En það verður að gæta nokkurs hófs i þessu. Ég hef ekki trú á þvi, Vilmundar vegna, að hann þurfi aö eignast allan heiminn á einu eða tveimur árum. Ég held að það væri gott fyrir hann og þau mál- efni sem hann hefur áhuga á, að hann mætti berast áfram i stjórn- málunum svona með þeim hraða sem honum hæfir. Hann má ekki fara sér of óðslega i þessum efn- um og verða sinni eigin metnaðargirni að bráð eins og ég tel að sé mjög nærri þvi að ger- ast. Ég tala ekki um metnaðar- girni hér i neinum neikvæðum skilningi. En þú sjálfur? Ert þú metnaðargjarn? Já, en i hófi þó. Hin eiginlega köllun er sú, að maður hafi ein- lægan áhuga á þvi, sem maður tekur sér fyrir hendur. En þessi köllun má aldrei verða svo æöis- leg að maður hafi meiri áhuga á sjálfum sér en málefnunum — egóiö má ekki drepa málefnin. Sá sem svo skorinort mælir er Gunnlaugur Stefánsson fyrrver- andi alþingismaöur Alþýðu- flokksins, guðfræðinemi og sjó- maður. Hann var kjörinn á þing fyrir flokk sinn i kosningunum 1978 og sat á þingi meðan sú stjórn var við völd i rúmt ár. Hann var yngstur þingmanna, aðeins 26 ára gamall þegar hann steig fyrstu skrefin i þinghúsinu. En fleyg urðu ummæli Gunniaugs við Visi eftir að hann var kjörinn þar sem hann sagðist mundu taka sér fri frá guðfræðináminu i tólf ár til þingsetu. Að þessu sinni „Nei þetta var nú ekki alveg svona. Ég átti við það, að þing- menn ættu almennt ekki að sitja lengur en tólf ár á þingi. Þingset- an þjónar ekki réttum tilgangi ef húnfer mikiðfram úr þeim tima. Um þetta eru mörg dæmi i þing- inu i dag. Sem sagt aldrei meira en tólf ár i einu en vitaskuld gat sá timi orðiö styttri eins og varð hjá mér að þessu sinni”. — Að þessu sinni? „Já.það kann vel að vera aö ég Gunnlaugur Stefánsson I helgarvidtali „Það getur ekki verið nein tilviljun að landsþing herstöðvaandstæðinga skuli alltaf vera kallað saman annað hvort þegar flokksþing Alþýðuflokks- ins er haldið eða þegar þing sambands ungra jafnaðarmanna er haldið. Þú getur skilað þvi til félaga okkar i samtökunum að við Kratar tökum ekki þátt í svona samstarfi lengur”. Og svo var tól- inu skellt á. Simtali við forsvarsmann samtaka her- stöövaandstæðinga var lokið. hann þyrsti. Hann tók þátt i lifi og starfi á jörð. Þar var ekkert und- anskilið. Um þetta lif erum við að .fjalla, ekki<bara hans lif heldur okkar lif út frá hans”. Þetta tvennt fer mjög vel saman „Þar af leiðandi sjáum við, að stjórnmál verða ekki rædd og skilin án þess að við tökum tillit til trúarþáttarins. A sama hátt ræðum við ekki trúmál af neinu viti nema við gerum okkur grein fyrir þvi i hvaða umhverfi trúin ersett. Þar snerta stjórnmálin öll svið mannlifsins og þess vegna fer þetta tvennt mjög vel saman. Ef við værum syndlausir eins og við vorum skapaðir til i upphafi þá þyrftum við ekki á trú að halda. En það er nú einu sinni svo, að við menn erum syndugir. Allir menn eru syndugir. Við bú- um við þetta rofna samband milli guðs og manna og allir eiga kost á þvi tilboði sem felst i Jesú Kristi. Það má þvi segja, að hið sam- eiginlega markmið stjórnmál- anna og trúmálanna sé að skapa mannlif sem i felst hin sanna mennska sem Jesú Kristur er tákn fyrir”. Biblian eins og leiðar- visir við skattframtal „Vissulega er ég trúaður maður en ég hef ekki þann trúar- skilning sem margir virðast hafa. Margir lita svo á að trúin sé að- eins leiðarvisir á það hvað sé rétt og hvað rangt. Siðan er Biblian notuð eins og leiðarvisir i skatt- framtali um það hvernig eigi að rata réttar brautir. Fyrir mér er hún óneitanlega handhæg á þenn- an máta en hún er mér miklu meira. Biblian er miklu meira en einhver þess háttar leiðarvisir. Það þarf ekki mikla visku til að setja saman slikan leiðarvisir”. Ég stunda ekki þannig stjórnmálastörf Nú er aðeins farið yfir i málefni herstöðvarandstæðinga. „Það hefur alltaf verið sam- komulag i Alþýðuflokknum um að láta ekki þetta mál sundra flokknum. Við teljum mörg önnur mál brýnni. Ég hirði ekki um að setja fram einhver stóryrði um brottför hersins, sem ég sé aö ekki verður staðið við i náinni framtið. Við s jáum dæmi um slikt hjá Alþýðubandalaginu. Sifelldar yfirlýsingar þeirra eru marg- sviknar. Ég stunda ekki þannig stjórnmálastörf að ég þurfi að standa frammi fyrir kjósendum minum annað veifið og segja þeim að ég þyrii að svikja þá, annað sé brýnna”. En samt fylkja Kratar sér undir merki herstöðvaand- stæðinga og vinna þar með.mönn- um sem iðka þessa pólitik? Þeir hafa beitt ýmsum ráðum... „Já það er rétt en satt að segja hefur litið samstarf verið milli Alþýöuflokksins og herstöðva- andstæðinga á undanförnum ár- um. Alþýðubandalaginu likar ekkert að vinna með okkur að þessum málum. Þess hefur gætt i samtökum herstöðva and- stæðinga að Alþýðubandalags- menn hafi einir viljað ráða ferð- inniog stjórna samtökunum. Þeir hafa beitt ýmsum ráðum til að koma i veg fyrir að við getum tek- ið almennilegan og virkan þátt i störfum samtakanna”. Nú minnir Gunnlaugur á timabilið sem rakið er iupphafi viðtalsins. Meiri guð- fræði. Séra Gunnlaugur? Verður Gunnlaugur Stefánsson orðinn prestur einhvers staðar á útkjálka næsta haust? „Þetta er nokkuð sem ég hugsa mikið um þessa dagana. Hvað tekur raunverulega við hjá mér þegar námi minu vonandi lýkur næsta vor. Á ég að fara i prests- skap eða inn á einhver önnur svið þjóðlifsins? t rauninni get ég varla svarað þessu. Hér eru margir þættir, sem skipta máli ekki sist kjaramálin. Það er mik- ill ábyrgðarhluti fyrir mann með fjölskyldu að hella sér út i prests- skapinn með það markmið að vinna það starf eins og eðlilegar kröfur hljóta a ð vera um. Svo illa er búið að prestum bæði launa- lega og aðstöðulega. Ungir prest- ar hafa orðið að drýgja tekjur sin- ar á ýmsan hátt. Ég þekki dæmi um kennslu, bókhaldsstörf og uppskipun samhliða prestsskap”. í Sjómannaskólann? „Ég er að kanna með sjálfum mér hvort þetta yrði fjárhagslega kleift og hvort til greina geti kom- ið að vinna eitthvað með. Mér hefur helst dottið i hug litil útgerð eða lítiö hrossabú. Guðfræði- nemar i dag standa frammi fyrir svona spurningum og verða að hugleiða framtiðina i þessu sam- hengi”, auk þess finnst mér nauösynlegt að vera i lifandi og beinum tengslum við fólk i at- vinnulifinu. Nú var aðeins minnst á útgerð. Við þykjumst vita að Gunnlaugur eigi að baki nokkurn tima á sjó, aöallega á togurum. Spurt um það. „Já mér var mjög vel tekið á sjónum, fyrrverandi þingmann- inum. Ég kann geysilega vel við þetta starf og hef mikinn áhuga á að fara i Sjómannaskólann á næstu árum ef ég hef tækifæri til. Sjómennskan á virkileg itök i mér. Þetta er spennandi starf, alltaf eitthvað að gerast. Maöur er sivakandi i þessu. Enda er maður mjög háður þvi hvað fisk- Guöfræðin spannar öll sviö hins mannlega llfs Vissulega er ég trúaöur maöur Mér var vel tekiö á sjónum Þaö eru margir þingmenn orönir þreyttir á jobbinu Skrif Óskar Magnússon Myndír: EmÍl ÞÓr SÍgurdsSOn É8 á mina framtlö fyrir mér Menn fá aö hafa slnar skoöanir Ifriöi aö mestu leyti DREPA MALEFNIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.