Vísir - 24.10.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 24.10.1981, Blaðsíða 19
 Laugardagur 24. október 1981 idÉsm 19 Sannkalladur senuþjófur Siöastliöiö miövikudagskvöld gengust jassáhugamenn nánar tiltekið klúbburinn Jassvakning fyrir tónleikum i Háskólabiói. Húsfyllir var og ekki að undra þvi þó flytjendur væru aðeins tveir þá höfðu þeir upp á þrennt að bjóða sem hvert eitt fyrir sig dugar til þess að fylla samkomusali borg- arinnar: Gitarleik, jass og Niels-Henning örsted Pedersen Tónleikarnir voru auglýstir sem fyrstu dúótónleikar bassa- leikarans Niels-Henning örsted Pedersen og gitarleikarans Philip Catherine sem báöir eru islensk- um jassunnendum að góðu kunnir og hafa heimsótt okkur áöur. Þvi miöur báru tónleikarnir þess nokkur merki að auglýsingin hefði við rök aö styöjast. Ekki aö- eins að þetta væru fyrstu dúótón- leikar þeirra félaganna heldur einnig að skammt væri liðiö siöan ákveðið heföi verið að halda þá. Verulega vantaði á að samæfing væri sem skyldi. Hér voru á ferö- inni tveir ágætis jassleikarar sem höfðu æft saman nokkur stef mestmegnis eftir sjálfa sig en skiptu si'öan einleiksköflum bróðurlega á milli sin. Þvi er þetta sagt aö svo bar NHÖP af þeim félögum á fyrri hluta tónleikanna að á köflum var eins og hann væri einn á sviðinu. Sama var hvort hann var aö leika einleikskafla i verkunum eða leika undir hjá Catherine þá átti hann athygli áheyrenda allra. Sannkallaður senuþjófur. Um tima læddist sá grunur að undirrituðum að eitthvað væri i ólagi með hljómflutningsútbúnað félaganna þar sem hreinlega ekk- ert heyröist i gitarnum langtim- um saman. Þaö kom þó fram á siöari hluta tónleikanna að svo var ekki þvi Philip Catherine hresstist allur og þá sér i lagi þeg- ar þeir tóku til viö aö leika gamla standarda og lög sem þeir léku áður með Billy Hart þá fyrst var hægt að tala um samleik. Greinilegt var að báöir eru þeir félagarnir fyrsta flokks lista- menn en sá meginmunur er á þeim að NHÖP leikur eins og sá sem sannfæringuna hefur um eig- in getu enda var gaman að fylgj- ast meó svipbrigðum áheyrenda þegar þeir fylgdust með honum leika af fingrum fram og hvað eftir annaö mátti heyra menn gripa andann á lofti i undrun yfir leikni hans. Philip Catherine geröi margt listavel en til hvers eru öll tæknibrögöin bæði i leik og útbúnaði ef ekki tekst aö koma þeim til áheyrenda? Það verður að koma fram að þótt undirritaður hafi haft eitt og annaö við tónleikana að athuga þá var greinilegt að gestir Jass- vakningar héldu ánægðir heim á leið og margir höfðu á orði að bregða sér á hótel Sögu kvöldiö eftir, en þar áttu þeir félagarnir aðkomafram. SGD Það hefur verið ákveðið aö i þessum dálki verði i framtiðinni fjallaö litillega um jass i Helgar- blaði Visis. Reynt verður að hafa upplýsingar um það helsta sem er að gerast i jasslifinu i hverri viku og milli þess sem að stærri uppá- komur veirða/eynt að kynna hvaö er að finna á hljómplötumarkað- inum af jasstónlist o.fl. i þeim dúr. Umsjón meö þessum dálki mun Sverrir Gauti Diego hafa með höndum. Litli Leikklúbburinn á ísafirdi sýnir Halelúja eftir Jónas Sunnudaginn 25. október n.k. mun Litli Leikklúbburinn á Isafirði frumsýna gamanleikinn Hallelúja eftir Jónas Árnason i leikstjórn Arnhildar Jónsdóttur. Hallelúja var fyrst sett á svið hjá Leikfélagi Húsavikur siðast- liðið vor, en i sumar hefur Jónas unnið að endurbótum á verkinu, og er sýning Isfirðinga i þeirri nýju gerð. Leikurinn gerist um næstu aldamót og f jallar um for- setakosningar á Islandi, en vett- vangur leiksins er kosningaskrif- stofa eins frambjóðandans. Jónas sýnir á gamansaman hátt hvernig hægt er að yfirtaka og skrumskæla lif þeirrar per- sónu, sem er i framboöi til forseta — ef áróðurog sýndarmennska er á annað borð höfð i hávegum. í leiknum koma fram 18 per- sónur, en alls hafa um 25 meðlim- ir Litla Leikklúbbins lagt hönd á plóginn við undirbúning sýning- arinnar, auk þess sem leitað var til fjölmargra meö sérstök verk- efni. Halelúja er35. verkefni Litla Leikklúbbins. Þess má að lokum geta, aö Litli LeikklUbburinn gerir það ekki endasleppt við Jónas, fremur en mörg önnur leikfélög á landinu. Þann 9. október siðastliðinn hélt klúbburinn kynningu á verkum hans, og ka llað ist hú n, ,Þ ið m uniö hann Jónas”. A kynningunni var sungið, lesið, dansaöog spilað, en þarna kom fram nýtt og fjörlegt trió sem æfði sérstaklega fyrir þessa kynningu. Jónas Arnason var mætturá staðinn og stjórnaði fjöidasöng i'lokin við mikla lukku viðstaddra. Það veröur svo á sunnudaginn sem Litli Leikklúbburinn (sem er nú reyndar búsna stór) frumsýnir Halelúja i Félagsheimilinu i Hni'fsdal kl.20.30 — jsj. Þórhildur fékk styrkinn Úthlutað hefur verið i annað sinn úr menningarsjóði Félags leikstjóra á Islandi og hlaut Þór- hildur Þorleifsdóttir, leikstjðri styrkinn að þessu sinni, að upp- hæð kr. 9.000.- Þórhildur Þorleifsdóttir hefur sett upp á þriðja tug leiksýninga og á s.l. ári settihún upp „ótemj- una” hjá Leikfélagi Reykjavikur og ,,Gust” i Þjóðleikhúsinu. Þór- hildur er einn af stofnendum Al- þýðuleikhússins og mun starfa þar i vetur. 1 stjórn menningar- sjóös FLÍ eiga sæti Jónas Jónas- son, Sverrir Hólmarsson og Þór- unn Sigurðardóttir. Formaður FLl er Hallmar Sigurðsson. Visir óskar Þórhildi til ham- Þórhildur Þorleifsdóttir, leik- stjóri. ingjumeö styrkinn og óskar henni gæfu i framtiðinni. . . —JSJ Hjónarúm nr. 100 Svefnbekkir meödýnum og 3 púðum, með eða án hillna. Verð frá kr. 1.380.- Skrifborðssamstæða öll einingin kr. 1.600.- Mette sófasett HUSGAGNASYNIKG í dog — lougardQg frá kl. fO—Í7 á morgun — sunnudag frá kl. i4—Í7 Sendum í póstkröfu ATH. Okeypis heimkeyrsla á stór-Reykjavíkursvæðinu REYKJAVÍKURVEGI 66 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 54100 __ ' r Japönsk tœkni samfara glœsileika General Motors Isuzu Pickup Isuzu Pickup bensín eða dísel er framleiddur af stœrstu verksmiðju ó sviði flutningafarartœkja i Japan Um árabil hefur ISUZU framleitt léttbyggðar og sparneytnar díselvélar fyrir margskonar tœki Isuzu Pickup er fyrsti og því reyndasti 4ra drifa pallbíllinn sem kom á markaðinn frá Japan Komið og reynsluakið Isuzu Pickup Við bjóðum góð greiðslukjör eða tökum jafnvel gamla bílinn uppí VÉLADEILD SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3. SÍMI 38900, REYKJAVÍK 171 ISUZU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.