Vísir - 24.10.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 24.10.1981, Blaðsíða 27
Laugardagur 24. október 1981 vlsnt Frá Jóni Einari Guð- jónssyni fréttaritara Visis i Osló Vigdis Finnbogadótt- ir hefur sigrað Norð- menn með brosi sinu og framkomu. Hvarvetna sem hún hefur farið hefur mikill mannfjöldi tekið á móti henni með fánum og húrrahróp- um. Hinni opinberu heimsókn lauk i gær er Vigdis hélt veislu til heiðurs Ólafi konungi. Fyrr um daginn höfðu Vigdis, Ólafur, Haraldur og Sonja á- samt fylgdarliði farið til Jevn- aker, eins og hálfs tima akstur frá Osló. Þar voru Hadeland-- glerverksmiðjurnar, skoðaðar, en þessar verksmiðjur eru frægar fyrir þá glerhluti sem þær hafa framleitt i 220 ár. Þess má geta, að þetta var i fyrsta sinn sem norskur kon- ungur hefur heimsótt verk- smiðjurnar. Að gamalli venju voru gestirnir leystir út með gjöfum. Vigdis fékk forkunnar- fagran glerbikar með loki. Bik- arinn er sérstaklega útskorinn og getur þar að lita stefni þriggja vikingaskipa á leið til íslands, og aö skipin eru á leið til Islands sér maöur á að Reyndisdrangar eru skornir i vasann. Frá glerverksmiðjun- um var haldið i sérstakri lest konungs til Oslóborgar. ÞarsáuVigdis forseti og Ólaf- ur konungur þroskaheft börn leika Kardimommubæinn. Greinilegt var að Vigdis var hrifin af leik þessara barna. Að lokinni sýningu beið höf- undur leikritsins Thorbjörn Egner, i anddyri leikhússins til- búinn til að heilsa gestunum, en þvi miður var enginn sem vakti athygli gestanna á rithöfundin- um, þannig að bæði Vigdis og Ólafur gengu framhjá honum án þess að taka eftir honum. Á- stæða er til að ætla, að Vigdisi hafi þótt það mjög miður, sem fyrrum leikhússtjóra að hafa misst af tækifæri til að hitta þennan þekkta norska barnavin og barnabókahöfund. Norsku blöðin halda áfram aö gera sér mat úr heimsókn Vig- disarog hér er útdráttur leiðara næst stærsta blaðs Noregs Verdens Gang i gær: „Við litum svo á, að ennþá sé Að lokinni sýningu beið höfundur leikritsins Thorbjörn Egner i anddyri ieikhússins tilbúinn til aö heilsa gestunum en þvimiður var enginn sem vakti athygii gestanna á rithöfundinum. (Visismyndir GVA) margt ógert i samvinnu tslands og Noregs. Þaö er ekki nóg að við minnum hvort annað á sam- eiginlega forfeður okkar. A þessum áratug verðum við að auka hin efnahagslegu tengsl þjóðanna.” Vigdis og ólafur á göngu frá járnbrautarstööinni i miöborg Oslóar aö leikhúsinu. Margt manna var saman komiö á leiöinni. VIGDÍS NOREG Myndir: Gunnar V. Andrésson Texti: Jón Einar Guöjónsson SIGRABI MEO GROSI Sildin rennur eftir færiböndunum I átt aö hausingarvélunum. Vlsismynd: Steinar Garöarsson, Höfn Hornarfiröi, AFTUR SÍLD TIL HAFNAR Sildarsöltun er nú i fulíum gangi á Höfn i Hornafirði, en rek- netabátar hófu veiðar að nýju á sunnudaginn. Enn hefur þó ekki borist mikil sild á land i Höfn ef miðað er við árið i fyrra. Tvær söltunarstöðvar eru á Höfn, Stemma hf. og Fiskimjöls- verksmiðja Hornafjarðar. Fyrstu sildinni, sem borist hefur til Stemmu á þessari vertið, var landað á miðvikudaginn. Siðan hefur verið saltað i 4400 tunnur Permanent- sýning í Hoiiywood Stærsta permaiientsýning sem haldin hefur verið i heiminum til þessa, fer fram i Hollywood á morgun. Það er timaritið Hár og fegurð, sem ásamt hár snyrtifyrirtækj- unum Wella, L’Oreal og Schwartzkopf, munu gangast fyr- ir sýningunni og er hún öllum op- in. Auk permanentkynningar mun Pelsinn, Herrarikið og Gullkistan sýna vetrartiskuna 1981 - 82. JB hjá Stemmu. A sama tima i fyrra var búið að salta i 13.360 tunnur hjá Stemmu. Frá þvi reknetaveiðar hófust aftur á sunnudaginn, hefur verið saltað i 5000 tunnur hjá Fiski- mjölsverksmiðju Hornafjarðar, en það er fjarri þvi að vera full af- kastageta söltunarstöðvarinnar. Annars virðist vera töluvert af sild á miðunum út af Austfjörðum og vel hefur veiðst meðan gefið hefur á sjó. St. G./ Höfn Hornafiröi — ATA Flugmaðurinn látinn Sigurður Frimannsson, raf- virkjameistari, sem slasaöist illa, þegar flugvél hans hrapaði við Hellu sunnudaginn 4. október, er látinn. Sigurður flaug f jögra sæta flug- vél sem hann átti með öðrum og var einn i vélinni, þegar slysið varð. Flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak. Sigurður var tæplega þritugur að aldri. — SV Purrkurlnn með hljómleika Um helgina mun hljómsveitin Purrkur Pillnikk halda hljóm- leika i félagsmiðstööinni Arseli i Árbænum. Konsertinn mun hefj- ast klukkan niu á sunnudags- kvöld. Þá munu Purrks-menn einnig troða upp i Bústöðum á þriðjudagskvöldið. . A hljómleikum þessum mun 'Purrkur Pillnikk kynna nýja hljómplötu hljömsveitarinnar, sem ber nafnið „Ekki enn”, og er væntanleg á markað i lok næstu viku. — TT. VISISBÍ0 Hljómabær heitir myndin sem sýnd verður i Visisbióii Regnbog- anum klukkan eitt á sunnudag- inn. Þetta er gamanmynd i litum með islenskum texta. Friðryk á ferð austur um land Bjðrgvin er með Hljómsveitin Friðryk er á ferð um landiö núna og spilar t.d. á Selfossi i kvöld. Þaðan halda þeir til Laugarvatns þar sem þeir leika á morgun og siðan koma Hvolsvöllur, 28. okt., Höfn i Hornafirði 29. okt., Egilsstaðir 1. nóv., Seyðisfjörður 2. nóv., Nes- kaupsstaöur, 3. nóv. og þá snúa þeir viö og spila i Vik i Mýrdal 5. nóvember. Til Reykjavikur kem- ur Friðryk um miðjan nóvember og hyggjast hljómsveitarmeðlim- irnir leika viðsvegar um borgina um þær mundir. Verður það vist i fyrsta sinn á þessu ári, sem Reykvikingum gefst kostur á að heyra til þeirra. Friðryk hefur nú bæst liðsaukinn Gjörgvin Gislason, gitarleikari og hljómborösknár og mun Björgvin aðstoða Friðryk við flutning á gömlu og nýju efni jafnframt þvi sem flutt verða lög af væntanlegri 'sólóplötu Björg- vins „Margindi”, eftir þvi sem segir i frétt frá.þeim félögum. Þessi sjá um fjörið a' haustskemmtun Fóstbræðra Haustskemmlun Fóstbræðra i kvðld Haustskemmtun Karlakórsins Fóstbræðra veröur i félagsheim- ilinu aö Langholtsvegi 109 i kvöld. Fóstbræður undirbúa nú söng- ferð til Bandarikjanna á næsta ári og eru haustskemmtanirnar haldnar til að f jármagna þá ferö. Skemmtunin hefst klukkan 20:30 en húsið verður opnað klukkan 20:00. Skemmtunin verður með svipuöu sniði og áður, söngur, gri'n og gaman og dansaö á eftir. Kynnir verður einn kórfélag- anna, Jón B. Gunnlaugsson. Austfirðlngar Aldraöir Austfiröingar! Munið eftirmiödagskaffiö i safnaðarheimili Bústaöakirkju á morgun, sunnudag kl. 3. nefndiny

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.