Vísir - 05.11.1981, Blaðsíða 8
8
vism
Fimmtudagur 5. nóvember 1981
Fréttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Aöstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Pail Stetansson. 1
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Síðumúli 14, sími 86611, 7 línur.
Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, símar86611 og 82260.
marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaöamaöur á Akureyri: Gisli Afgrpiðsla: Stakkholti 2 4, simi 86611.
Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- Askrif targ jald kr. 8^5 0 mánuði innanlands
ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. __ - og verð i lausasöluð krónureintakið.
Otgefandi: Reykjaprent h.f. utlitsteiknun: AAagnús Ölaf sson, Þröstur Haraldsson.
Ritstjóri: Ellert B. Schram. Safnvörður: Eirikur Jónsson. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14.
Niöur fyrir núlliö
/,Vandamál atvinnulífsins í
landinu og þá alveg sérstaklega
sjávarútvegs og fiskiðnaðar eru
nú orðin það hrikaleg, að ég hefði
ekki trúað því fyrir aðeins fáum
dögum. Nú hlaðast að upplýsing-
ar, sem vitna um það að atvinnu-
lífið er komið í botnlaust fen,
rekstargrundvöllur helstu at-
vinnuveganna er ekki til og hrað-
inn er svo mikill niður á við í tap-
rekstri og óskaplegum fjár-
magnskostnaði að við erum að
snarsökkva".
Þetta voru ummæli Sverris
Hermannssonar alþingismanns í
Vísi í gær. Hann ætti að vita hvað
hann syngur maðurinn sá, fram-
kvæmdastjóri í Framkvæmda-
stofnun, alþingisforseti með
meiru.
Sverrir endurtók fullyrðingar
sínar í ræðustól alþingis í gær
síðdegis og dró hvergi undan.
„Nú liggur fyrir skýrsla um
stöðu togaraútgerðar", sagði
Sverrir og „sú skýrsla er geig-
vænleg hrollvekja."
Hann krafðist þess, að stjórn-
völd léttu af þeim trúnaði sem
hann og Framkvæmdastofnunin
er bundin til að skýra almenningi
frá niðurstöðu skýrslunnar og
reyndarstöðu atvinnurekstursins
yfirleitt. „Allt í kringum landið
eru fyrirtækin að stöðvast",
sagði Sverrir. Hann krafðist þess
að alþingi gripi í taumana og rík-
isstjórnin legði staðreyndirnar á
borðið. Vitnaði hann til meistara
Þórbergs, þegar hann hafði étið
sig út á Guð og gaddinn og reyndi
að gera sig ósýnilegan í Bergs-
húsi. Þetta getur ekki gengið
svona lengur, sagði húsbóndi
Þórbergs, og Sverrir tók undir.
Ríkisstjórnin getur ekki gert
vandann ósýnilegan, það þýðir
ekki lengur að halda því f ram að
allt sé blúndulagt.
Hvorki var trúnaðinum né
leyndinni létt af þeirri skýrslu,
sem Sverrir vitnaði til, en sjávar-
útvegsráðherra viðurkenndi ó-
beinum orðum að vandinn væri
gífurlegur. í svarræðu sinni gerði
ráðherrann grein fyrir ýmsum
tillögum sem hann hefði sett
fram, til lausnar á rekstrarerf ið-
leikum útgerðar og fiskvinnslu.
Ekki voru þó markmiðin háleit.
„Við þurfum að stefna að því",
sagði ráðherrann, „að koma
rekstrargrundvellinum upp fyrir
núllið um næstu áramót". Þetta á
að gerast með lækkun ýmissa
gjalda, sem ráðherrann taldi
jaðra við okur, og með gengis-
uppfærslu.
„Fast gengi er ekki sáluhjálp-
aratriði", sagði Steingrímur og
hefur þá sjálfsagt verið að ía að
þeim hugleiðingum, sem bærast
nú með framsóknarmönnum.
Þeir sátu á fundi í fyrrakvöld
langtfram á nótt, og hafa ef laust
rætt þar f ram og aftur hvað þeim
gæti orðið til sáluhjálpar. Niður-
talning í núllið hefur bjargað sál-
arheill þeirra f ramsóknarmanna
f ram að þessu, en nú er það hald-
reipi einnig að bresta. Það sýna
leyniskýrslurnar, sem þeir hafa
undir höndum.
í sjálf u sér þarf engum trúnaði
að létta af til að það blasi við, að
efnahagsástand, sem miðar allt
við núllið, getur ekki staðist til
lengdar. Það þarf engar leyni-
skýrslur til að leiða það í Ijós, að
atvinnurekstur, sem situr uppi
með 30-40% kostnaðarhækkanir í
rekstrlgetur ekki borið sig, með-
an þeim kostnaðarhækkunum er
ekki mætt nema að takmörkuðu
leyti.
Glannafengin lýsing Sverris
Hermannssonar verður ef til vill
afgreidd af stjórnarsinnum sem
hvert annað svartagallsraus.
Þeir halda ef til vill áfram að
verja stefnu sína í lif og blóð.
Það er þeim ef til vill til sálu-
hjálpar að gera sjálfa sig og
vandann ósýnilegan, en hitt er
víst, að „þetta getur ekki gengið
svona lengur".
JÆJfl. GOLlflT....?
Þá er honum lokið, fundinum
mikla, sem allir landsmenn bibu
spenntir eftir. Líklega hafa fjöl-
miðlar af öllu tagi aldrei fyrr
sýnt pólitlskri samkundu ann-
arri en alþingi sjálfu jafn mik-
inn áhuga eins og þeir sýndu ný-
afstöönum landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins. t alþjóöaraug-
sýn flugu neistar og hrævareld-
ar um ótal púðurtunnur og
hvenær sem var mátti búast við
sprengingu, sem myndi berg-
mála um allt þjóðfélagið
Þegar allt kom til alls sprakk
ekki neitt. Þetta varð bara
„mikill reykur en enginn eldur”
eins og þeir sögöu fyrir vestan. t
raun og veru er almenningur
alls ekki viss um hvort eitthvað
hafi gerst. Kannski veit enginn
það, en það á eftir að koma 1
Ijós. Llklega er Sjálfstæðis-
flokkurinn þó nær þvl ab lafa
saman en hann var fyrir lands-
fundir. Vfir því anda margir
léttar . Ekki bara sjálfstæðis-
menn, heldur einnig forystu-
menn að minnsta kosti tveggja
annarra stjórnmálaflokka,
Alþýðuflokks og Framsóknar-
flokks, sem ekki máttu til þess
hugsa að hægri sinnaður, frjáls-
lyndur flokkur sprytti upp við
hlið fhaldsflokks á rústum Sjálf-
stæðisflokksins. Raunar mættu
forystumenn Alþýöubandalags
gera slíkt hið sama, þvi slfk
flokksstofnun myndi siöur en
svo vera þeim flokki óviökom-
andi.
Flokksmaðurinn
sigurvegari?
Hinir striðandi foringjar
Sjálfstæöisflokksins, formaöur-
inn og forsætisráöherrann,
deildu hart á fundinum. Þaö
þurfti engum aö koma á óvart.
Formaöurinn flutti óvægna
ræöu viö setningu og neyddi for-
sætisráöherrann til andsvara i
neöanmáls
Magnús Bjarnfreðsson
skrifar um landsfund
Sjálfstæðisflokkins og
segirað þegar allt kom til
alls hafi hann verið
„mikill reykur en enginn
eldur". Magnús segir að
staðan hafi Iftið breyst,
vandamálin séu enn
óleyst, en f jallar að öðru
leyti um kosningar for-
manns og varaformanns.
vörn. Þessi skörpu skil geröu
þaö aö verkum aö formaöurinn
styrktist i formannskjörinu.
Frambjóöandi forsætisráöherr-
ans, Pálmi Jónsson, fékk ein-
ungis st'ripaö fylgi rlkisstjórn-
arinnar, og liklega tæplega þaö.
Snjallasti áróöursmaöur ís-
lenskra stjórnmála, forsætisráö-
herrann, lenti þarna i þeirri
erfiöu aöstööu aö vera í vörn og
ráöa ekki feröinni eins og hann
er vanur. Afleiöingin varö sú aö
hinir óákveönu fundarmenn
snerust gegn honum og meö for-
manninum, þegar til kastanna
kom.
Þveröfugt varö uppi á ten-
ingnum, þegar varaformaöur
var kjörinn. Þar voru tveir vel
hæfir frambjóöendur f kjöri.
Ragnhildur Helgadóttur fyrrum
alþingismaöur, sem lengi hefur
veriö I forystusveit Sjálfstæöis-
flokksins og náö einna mestum
frama fslenskra kvenna i
stjórnmálum ásamt Auöi Auö-
uns, var almennt álitin fulltrúi
harölinumanna i flokknum. Vit-
aö var aö þeir sem haröast
studdu formanninn studdu hana
yfirleitt lika. Hinn almenni
flokksmaöur áleit þvi aö kjör
hennar til varaformanns myndi
ekki auövelda sættir I flokknum.
Á þaö skal enginn dómur lagöur
hér, enda Ragnhildur þaul-
reyndur stjórnmálamaöur og
mannkostamanneskja, en engu
aö siöur galt hún þessa. Friörik
Sófusson, sem kjörinn var, haföi
lýst yfir þvi aö hann myndi ekki
vilja standa aö brottrekstri
neinna úr flokknum, hann var
þvi talinn fulltrúi sátta.
Þegar aö þvi kom aö kjósa
milli þeirra Ragnhildar og Friö-
riks völdu fulltrúarnir Friörik.
Llklega fékk Ragnhildur þar
nokkurn veginn fylgi þeirra
landsfulltrúa, sem eru i raun
ánægöir meö formennsku Geirs
Hallgrimssonar. Hinir kusu
Friörik, jafnt þeir sem fylgja
forsætisráöherranum og ríkis-
stjórninni aö málum og þeir,
sem honum eru andvlgir en eru
óánægöir meö þróun málanna I
flokknum. í raun má liklega
segja aö hinn almenni flokks-
maöur hafi oröiö sigurvegari I
þessum þýöingarmestu kosn-
ingum á landsfundinum, en
bæöi formaöurinn og forsætis-
ráöherrann fengiö sinar lexfur.
Óbreytt staða?
En hefur þá Sjálfstæöisflokk-
urinn eitthvaö breyst viö þenn-
an landsfund? Er staöa hans
skýrari en áöur? Svariö held ég
aö sé nei. Vandamálin eru
óleyst, en þaö þýöir ekki aö þau
kunni ekki aö leysast. Stjórn-
málaályktunin er öllu almenn-
ari en áöur, leiftursókninni er
hafnaö i bili aö minnsta kosti,
flokkurinn hefur sveigt I frjáls-
lyndisátt. En menn mega ekki
gleyma þvi aö stefnuskrá lands-
funda flokka er eitt, fram-
kvæmd hennar hjá þingmönn-
um og forystuliöi er annaö. Þaö
sanna mýmörg dæmi úr islensk-
um stjórnmálum.
Engum er ljósar en áöur
hvernig staöa rikisstjórnarinn-
ar er innan Sjálfstæöisflokksins.
Forsætisráöherrann og hans
menn héldu þvi fram aö flokka-
apparatiö heföi ráöiö óeölileg
miklu við val landsfundarfúll-
trúa. Allir, sem haft hafa af-
skipti af stjórnmálum, vita að
það er rétt. Það gerist i öllum
stjórnmálaflokkum, þegar uppi
eru deilur í lfkingu við það sem
átt hefur sér stað i Sjálfstæðis-
flokknum,pg reglur hans bjóða
þessu sérstaklega heim. Þótt
baðir aðilar segist ánægðir með
úrslit mála þá held ég að mála
sannast sé að hvorugur þeirra
citi neitt meira um hug hins al-
menna flokksmanns en fyrir
landsfund. Hinn mikli fundur
hefur þvi fá svör veitt.
Varaformaðurinn nýi.
Hins unga varaformanns biöa
erfiö verkefni. Hann lendir I
ljónagryfju, þar sem marga
þyrstir I plnulitiö pólitiskt blóö.
Eg held aö hann muni standa sig
vel. Hann er þeim kostum
gæddur aö vera hleypidómalaus
og geta rætt mál viö hvern sem
er, samherja jafnt sem and-
stæöinga, verkamenn jafnt sem
forstjóra, og það er mikill kost-
ur á stjórnmálamanni. Hann
hefur lika sýnt þaö á stuttum
þingmannsferli, aö hann er
vinnuþjarkur, sem setur sig vel
inn i mál og flanar ekki aö hlut-
um. Til hans munu hinir al-
mennu flokksmenn nú lita I von
um aö hann muni geta borið
klæði á vopnin. Hvort honum
tekst þaö á þann hátt aö flokkur-
inn gangi óklofinn til næstu
kosninga skal ósagt látiö, en
takist þaö hlýtur forystuliö
Sjálfstæöisflokksins aö teljast I
röö kraftaverkamanna f Is-
lenskri pólitfk.