Vísir - 05.11.1981, Page 9
Fimmtudagur 5. nóvember 1981
9
VISLR
Margir muna eflaust eftir Helga Hannessyni,
hinum unga guðfræðinema, frá þvi i sumar, er
hann varð hlutskarpastur i almennri spurninga-
keppni um efni Bibliunnar. Siðan fór Helgi utan
til Israel, til úrslitakeppninnar. Ekki varð hann
þó sigurvegarinn i þeirri keppni. Aftur á móti
vænti blaðamaður þess að svo Bibliufróður og
guðrækinn maður hlyti að hafa sérstaka innsýn i
hina trúarlegu afstöðu ísraelsmanna, sem lifs-
barátta þeirra mótast af. Hann tók Hannes þvi
tali.
Helgi Hannesson guðfræðinemi.
„Eg væri tllbúinn
að ganga I herinn”
- segir Helgi Hannesson. guðíræðineminn. sem varð
hlutskarpastur í spurningakeppninni um Bibiíuna
Lokakeppnin i
ísrael.
— Hvernig fór keppnin fram?
„Þessi alþjóölega spurninga-
keppni tir efni Bibliunnar haföi
veriö sett á laggirnar af Israel.
Flestir keppendurnir reyndust
vera frá E vrópu og Ameríku. Af
einhverjum ástæöum voru engir
frá Arabarikjum. Engir
Lútherstniarmenn voru þar
heldur. Sigurvegari keppninnar
reyndist vera ísraelsmaöur
Fyrir keppnina haföi okkur
veriö boðiö heim til biístaðar
Begins, og hann hélt þá tölu um
Bibliuna. Siðan stóö hann fyrir
svörum i hinni almennu um-
ræðu sem fylgdi á eftir.
Keppnin stóö i tvö kvöld i röð.
Henni var allri Utvarpað beint
af Rikissjónvarpi Israels.
Fyrri daginn fóru undanúr-
slitin fram. Þar stóðust 12 af
hinum 31 keppendum, og varég
þar á meðal. Lokaspurning
keppninnar var samin af Begin
forsætisráöherra.
Hermenn, og reiðir
strangtrúarmenn
Eftir keppnina dvaldist ég á-
fram i' ísrael. Ferðin tdk 3 vikur
alls, og var ég lengst af i Tel
Aviv, höfuöborginni. Einnig fór
ég i nokkurra daga reisu til N.-
ísraels, og til Dauðahafsins.
Margt framandi bar fyrir
sjónir. Til dæmis voru vigbúnir
hermenn viða: Þeir stóðu vörð
við opinberar byggingar og
helgistaöi.Einnigsá maðurþá á
ferð i strætisvögnum eða á
gangstéttum. Oftast fóru þeir
minnst tveir saman.
Eitt sinn, þegar ég var á
ferðalagi nálægt Libanon, tók ég
eftir að strætisvagnaskýlið sem
ég beið f var alsett skotgötum.
Ég hafði reyndar verið undir
það búinn heima á Islandi að ég
gæti lent flifsháska i Israel. En
ég treysti þvi að Guðs vilji
mundi verða, og hans vilji væri
bestur.
Það var áberandi að strætis-
vagnar gengu ekki á hvildar-
deginum, laugardegi. Mér virð-
ist að meirihluti manna væri
óánægðurmeð þetta fyrirkomu-
lag, og að það hefði verið neytt
upp á þá af strangtrúarmönn-
um, sem eru iminnihluta i Isra-
el, en i oddaaðstöðu i rikis-
stjórnum.
Sambúðin virðist brösótt milli
trúarhópa í Israel. Ég frétti t.d.
að heitttrúaðir Gyðingar hefðu
tekið Bibliur af hótelherbergj-
um og brennt þær, en sett
Gamla Testamentið i stað
þeirra.
Einnig heyrði maður aö þeir
heföu kveikt i kristnum guð-
fræðiskóla og kristinni bókabúö.
Strangtrúaðir Gyðingar hafa
einnig kastað grjdti að tx'lum
sem hafa keyrt inn i borgar-
hluta þeirra á hvildardag, þar
eð akstur bifreiða telst til vinnu,
og þvi til helgibrots.
A hitt er að lita, að guðshús
hinna ýmsu safnaða virðast fá
að vera óáreitt, svosem mú-
hameðstrúarmanna, gri'sk-
kaþólskra, sýrlensk-kaþólskra,
armenisk-kaþólskra og róm-
versk-kaþólskra. Einnig eru
þar nokkur klaustur.
Hernaðurinn: Of-
stækislitil sjálfs-
vamarsjónarmið
— Hvað vilt þú segja um ó-
friðarástandið i Israel, frá
sjónarmiði kristins manns?
„Mér virðist að meirihluti
Israela liti á hernaöarástand
Israels sem illa nauðsyn. Þeir
sjá það sem baráttu fyrir þvi að
halda áfram að búa þar sem
þeir hafa flestir alist upp, við
þau kjör sem þeir hafa vanist.
F'lestir Israelar eru jú aldir upp
i tsrael, eða hafa búið þar ára-
tugumsaman. Þaðerþvi þeirra
heimaland. Við Islendingar eig-
um ekki að áfellast Israela að
þvi leyti.
Það sem okkur Islendingum
þykir hins vegar verra er að
mannslifum skuli vera fórnað i
baráttunni fyrir þessu. Senni-
lega er það vegna þess að við
þekkjum ekki af eigin raun á-
stand þar sem fjölda manns er
ógnað af herjum og hermdar-
verkasveitum. Hvernig mund-
um við svara spurningunni:
Hversu margra mannslifa, er
sjálfstæði íslands, virði?
Égsegi fyrir sjálfan mig aö
ég var upprunalega friðarsinni,
en ég er nú kominn á þá skoðun
að varnarherir eru ill nauðsyn.
Ef Island væri i svipaðri aðstöðu
og Israel, og hefði her, þá væri
ég tilbúinn að ganga i herinn og
stofna lifi minu i hættu.
Aðrir þættir sem við gagnrýn-
um i toernaði Israelsmanna eru
t.d. gróðabrask og grimmdar-
verk. En slikt er alltaf fylgifisk-
ur striða.
Menningarhlutverk
Ritninganna
Of mikið er einnig gert úr
þjóðerniskennd Israelsmanna.
Þeir eru ekki flestir ofsatrúar-
menn eöa bókstafstrúarmenn á
trúarrit heldur er Gyðing.dóm-
urinn fyrir þeim sem helgidaga-
trú likt og Lútherskan er fyrir
flesta okkar. Til dæmis telja
margir Gyðingar að þeir séu
likamlegir niðjar Abrahams og
annarra leiðtoga i forneskju,
sem Guð hafði velþóknun á. En
slikt í sjálfu sér skapar ekki
trúar- eða þjóðernisofstæki.
Heldur má likja viðhorfum
þeirra til ritninganna við viðhorf
okkar Islendinga til fornsagna
okkar:NiðjataIið treystir bönd
okkar við fortiðina og landið.
Jafnframt eru fornritin leið til
að tengja þjóðareinkennin við
nútimalegar visindakenningar,
svo sem bókmenntafræði, sagn-
fræði og fornleifafræði. Um leiö
lærum við aö átta okkur á sér-
kennum okkar hugarfars, og
kostum þess og göllum, á nýja
timanum.
Þannig má nefna kennslu
Gamla testamennsins i i'sra-
elska skólakerfinu, sem dæmi
um sagnfræðilegar, trúfræði-
legar og bókmenntalegar heim-
ildir. Er það likt og með
Islendingasögurnar i okkar
skólum. Þó skal það viðurkennt
að hjá þeim er lögö talsvert
meiri áhersla á kennslu sinna
fomrita, og er það eflaust ná-
tengt virkari trúarlegum og
stjórnmálalegum sjónarmiðum
i anda fornbókmenntanna hjá
þeim en okkur.
Þegar ég var i Israel var á-
kaft deilt um fornleifagröft sem
fór þar fram. Hópur strang-
trúaðra hélt þvi fram aö staður-
inn væri gamall kirkjugarður,
og ætti þvi að vera friðhelgur
gegn greftri. Visindamenn
sögðu hins vegar að engar sann-
anir væru til um að þar hefði
verið kirkjugarður. Stjórnin lét
að lokum dreifa hópi strang-
trúaðra mótmælenda með lög-
regluvaldi, svo gröfturinn gæti
haldið áfram. Þó veigraði hún
sér viö þvi, þar eð fulltrúar
strangtrúaðra hafa nokkur ráð-
herraembætti, og mynda odda-
stöðu i ríkisstjórnarmyndunum.
Þetta atvik sýnir glöggt samspil
visinda, trúar og stjórnmála i
Israel nútimans.
Sameiginlegur áhugi deiluað-
ila hefur bó einnig verið sögu-
legur, með hliðsjón af sann-
leiksgildi trúarrita um stað-
háttu. Þetta minnir óneitanlega
á samspilið milli islenskrar
fornleifafræðiog sannleiksgildis
Islendingasagna.
Hatur milli öfgasinna
—F'rést hefur að algengt sé
meðal herklerka i Israel að
predika herskáa afstöðu gagn-
vart óvinum Gyðinga, innan og
utan Israels, og vitna þeir þá i
herskáa þætti i Gamla Testa-
mentinu, þar sem jafnvel er
sagt frá útrýmingu heilla
byggða, og réttlætingu þess.
Þeir jafna stundum Palestinu-
aröbum nútimans viö Amalekit-
ana, sem Guð skipaði Israelum
„að slátra, bæði manni og konu,
barni og brjóstmylkingi, uxa og
sauði, kameldýri og asna.”
(Samúel 15:3).
„,Það eru tilhópar innan Isra-
els sem réttlæta landvinninga-
stefnu á grundvelli fornra
landamæra, og er það bæði af
þjóðernislegum og trúarlegum
ástæðum. En slikir öfgasinnar
eru ekki dæmigerðir.
Ef tekið er tillit til hve lengi
Gyðingar hafa orðið að lifa við
Gyðingahatur, án þess þó að
tapa meira af sinu umburðar-
lyndi en raun ber vitni, þá geng-
ur það furðu næst.
Saga Gyðingahaturs nær að
minnsta kosti 27 00 ár aftur i
timann, til þess er segir frá i
Esterarbók að stjórnandi einn i
Persaveldi ráðgerði að útrýma
öllum Gyðingum sem væru
innanlandamæra Persaveldis. I
meir en þúsund ár hafa
Gyðingar mætt andstöðu i
Evrópu, og er skemmst að
minnast Hitlerstimans, þegar
Nasistar vildu alla Gyöinga
feiga. Nú eru ófáir Arabar og
Múhameðstrúarmenn sem vilja
útrýma Israel og Israelum, og
er það keimlíkt hefðbundnu
evrópsku Gyðingahatri. Hinn
venjulegi ísraelsmaður nú-
timans gengur um með þá vit-
und að ísraelar gætu verið
þurrkaðir út.”
— Er það ekki i ætt við fas-
isma að lita á sig sem Guðs út-
völdu þjóð?
„Það að vera útvöld þjóð
táknaði ekki að Gyðingar ættu
að vera öðrum fremri i verald-
legum skilningi, heldur í trúar-
legum og siðferðilegum
skilningi. Gyðingar hafa ekki
alltaf borið þennan kross með
gleði, siður en svo. Fáir trúar-
hópar hafa oröið að gjalda eins
mikils.
Þjóðernishyggja Evrópu-
þjóða varð að mestu til á 19. öld,
og sótti mikið til hugmnda
Gamla Testamentsins um eina
útvalda þjóð sem væri öðrum
æðri. Þessar hugmyndir hafa
verið miklu meira misnotaðar
af Evrópuþjóðum heldur en af
Israelum nútfmans. Gyðingar,
elsta þjóð nútimans, hafa sjálfir
sýnt mikinn þjóðernisþroska.”
— Hvað vilt þú segja mér af
trúarferli þínum?
,,Ég hóf fyrst háskólanám I
liffræði, við H.I., 1972. Árið eftir
var trúaráhugi minn orðinn svo
sterkur að ég ákvað að læra
guðf ræði. Ég lærði siðan i fjögur
ár við óháðan bibliuskóla i
Oregon i Bandarikjunum. Nú er
ég aftur kominn til Háskóla
Islands, og er i guðfræðinni. Ég
hef þó ekki lokið neinum
gráðum i faginu. Ég er vist það
sem kallaö er eilifðarstúdent.
Ég hef búið meirihluta ævi
minnar iBandarikjunum.eða 18
ár af 28. Faöir minn, verk-
fræðingur, flutti út með fjöl-
skylduna þegar ég var 4 ára.
Þar hef ég síðan verið f lest min
skólaár.
Ég sæki samkomur i Elim, á
Grettisgötu 62, ásamt öðru
kristnu fólki. Við myndum
nokkurs konaróformlegan söfn-
uð. Slikir söfnuðir eru kallaðir
bræðrasöfnuðir af sumum. Við
trúum þvi að allir sem hafa
endurfæðst inn i fjölskyldu Guðs
fyrir trúna á Jesúm Krist séu
bræður og systur I Kristi.”
Að siðustu kvaddi blaða-
maður þennan einarðlega og
opinskáa reglumann, og var
svarað með hlýlegu brosi.