Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JANÚAR 2001 9
Berst ég nú á björtum væng
bernsku til ára.
Ljúf minning lokkar fram
lindina tára.
Harmoníum hljóma við
hugar míns bára
lyfti sér lánni frá
lífið að sjá.
Mjúkast við mánaskin
máttugan, þíðan heyrði
ég hljómadyn,
valdi mér vin.
Undi sér við einkabarn
ástríkur faðir.
Hrukku frá hjarta mér
hugmyndaraðir.
Litu gegnum ljóra þar
ljósandar glaðir.
Allt var svo ungt og nýtt
unaðarblítt.
Mörgum ég ástvin ann,
öllum sem þó framar kveikti
kærleikann,
horfinn er hann.
Man ég undir höndum hans
hljómana klingja.
æ þegar hugarhöll
hryggðin vill þyngja.
Fagursunginn æskuóm
inn vil ég hringja.
Hlusta við helgan frið
hlið föður við.
Ef til vill aldrei þver
atburður, tímans skýjum falinn fer
alltaf þó er.
INGUNN E.
THORARENSEN
MINNING
Íslands ungu dætur
oss nú vakna ber.
Aldna eyjan grætur
óskar hjálpar sér.
Höldumst fast í hendur
henni að veita lið.
Alla fælum féndur
fagurt verjum svið.
Snarpi eldsins ylur
okkur hjálpi til.
Stormsins bráði bylur
blási’ á deyfðar hyl.
Hreinsa okkar hjörtu
himinskæra dögg!
Sjónin sé í björtu
sólarljósi glögg.
Varpi stöðug vinna
vesaldómi’ á bug.
Gull úr grjóti spinna
gerir almáttug
viljans margföld mundin,
meyja duglegt val,
gamla ættargrundin,
geta, prísað skal.
Sníðum vilja af viti,
vonar tendrum skar.
Iðni láni liti
lopann sparnaðar.
Vefum voð úr þreki,
verpum trausti skó.
Vindum ást er veki
vænan skóg úr mó.
Svo skal hróp vort hljóða:
Hristum af oss bönd!
Látum gullið góða
glitra í þjóðarhönd!
Armur alviskunnar,
öflug frægðarsól,
faðmi Fjallkonunnar
fastan veldisstól!
ÍSLANDS UNGU
DÆTUR
Höfundurinn, 1896–1982, var frá Breiða-
bólstað í Fljótshlíð. Hún nam við Kvenna-
skólann í Reykjavík, giftist Óskari Thor-
arensen frá Móeiðarhvoli og eignuðust
þau sjö börn. Ingunn fékkst við yrkingar
allt sitt líf.
kaupmennirnir að vera borgarar í íslenskum
kaupstöðum til að mega versla á Íslandi en þeir
þurftu þó einnig að vera borgarar í Kaupmanna-
höfn til að mega versla þar í borg. Þannig að þó
kaupmaður, sem er danskur og hafi vetursetu í
Kaupmannahöfn en versli á Íslandi á sumrin,
eigi skipin má líta á þau sem Íslandsför. Bjarna
Sívertsen tókst með aðstoð Banks, sem beitti
sínum áhrifum, að fá öll skipin utan eitt látin
laus síðla sumars 1808. Helstu rökin sem þeir
beittu voru að öll skipin utan það eina sem ekki
fékkst látið laust voru tekin fyrir 4. nóvember
en þann dag sögðu Englendingar Dönum stríð á
hendur.
Farmur sá er Bjarni og Petræus höfðu haft í
skipinu á leið sinni til Kaupmannahafnar 1807
var orðinn svo rýr þegar hér er komið sögu að
þeir gátu einungis flutt 500 tunnur af korni til
Íslands frá Leith þetta haust. Tvö önnur skip
sendu þeir til Kaupmannahafnar til að taka þar
farm. Skip Bjarna var hertekið aftur stuttu síð-
ar af Bretum vegna þess að sá sem Bjarni hafði
trúað fyrir skipinu notaði það í að flytja korn til
Kaupmannahafnar. Í þessu stríði tapaði Bjarni
því einu skipi og var það vegna óhlýðni skip-
stjóra sem hann hafði ráðið í að sigla skipinu til
Danmerkur. Það hlýtur því að hafa verið sárt
fyrir Bjarna að sjá á eftir sínu eigin skipi í hend-
ur Englendinga, eftir að hann hafði eytt svo
miklum tíma í að frelsa skip annarra Íslands-
kaupmanna í ófriðnum sem ríkti á milli Dana og
Englendinga. Fyrir þessa vinnu sína og önnur
afrek í þágu Íslands var Bjarni sæmdur Ridd-
arakrossi Danebrog-orðunnar 11. apríl 1812 af
Friðriki VI konungi Danmerkur og Íslands.
Eftir það var hann alltaf kallaður Bjarni riddari.
Umsvif og áhrif Bjarna í Hafnarfirði
Umsvif og áhrif Bjarna jukust hratt í Hafn-
arfirði og til merkis um það keypti hann kon-
ungsjarðirnar Akurgerði og Ófriðarstaði (síðar
Jófríðarstaði) árið 1804 eins og áður segir og ell-
efu árum síðar keypti hann einnig jörðina Hval-
eyri og var hann þá kominn með yfirráð yfir
stærstum hluta lands í firðinum. Þessa aðstöðu
sína notaði hann meðal annars til að láta keppi-
nauta sína í verslun í firðinum greiða sér rífleg
lóðargjöld. Á árunum 1803–1805 lét hann reisa
nýtt íbúðarhús, Sívertsens-húsið, fyrir sig og
fjölskyldu sína og var þetta án efa eitt af glæsi-
legri húsum landsins. Því til staðfestingar má
vitna í dagbók Henry Hollands sem ferðaðist
um Ísland árið 1810. Þar segir meðal annars:
„Það er einkennilegt að koma til Hafnarfjarðar.
Háir og úfnir hraunkambar fela staðinn fyrir
komumanni, þar til hann kemur fram á hraun-
brúnina, en þá opnast fyrir honum fjarðarbotn,
og við hann standa 15–20 íbúðarhús úr timbri,
lík reykvísku húsunum, en líta þó yfirleitt betur
út. Þetta er Hafnarfjörður. Helzti maðurinn þar
á staðnum er Bjarni Sívertsen, vel efnaður
kaupmaður. […] Heimili Bjarna Sívertsens er
hið langfegursta, sem við enn höfum séð á Ís-
landi. Það er ekki nóg að segja það sé fallegt,
heldur er það beinlínis glæsilegt, bæði að hús-
gögnum og öðrum innra búnaði og umgengni. Í
setustofunni eru þrír stórir speglar, og tveir að
auki í stærsta herberginu. Miðdegisverðurinn
var framúrskarandi vel framreiddur. Þar var á
borð borið stórt fat með kindakjötssmásteik
ásamt Lundúnabjór, einnig voru á borðum
pönnukökur, búnar til af frábærri kunnáttu,
kryddaðar með kúrennum auk annars góðgæt-
is. Við sváfum í æðardúnssængum, þvoðum okk-
ur úr Windsor-sápu, – í stuttu máli nutum þess
munaðar, sem engan okkar hefði dreymt um, að
fyrir hittist á ferðalagi um Ísland.“
Þessi lýsing Hollands segir allt sem segja
þarf til að varpa ljósi á veldi og auð þeirra heið-
urshjóna í Hafnarfirði, Bjarna og Rannveigar
Sívertsen. En það var eins með þetta ævintýri
og önnur að allt tekur enda og miðvikudaginn
24. ágúst 1825 lést Rannveig Filippusdóttur í
Sívertsens-húsinu í Hafnarfirði. Í kjölfarið var
búi þeirra hjóna skipt upp og dróst þá verslun
Bjarna mikið saman. Árið 1831 hætti Bjarni
verslunarrekstri í Hafnarfirði og fluttist alfar-
inn til Kaupmannahafnar þar sem hann giftist í
annað sinn. Seinni kona Bjarna var dönsk og hét
Henriette Claudie, fædd Andersen. Hafði hún
áður alið Bjarna dóttur. Tveimur árum síðar,
eða í júlí 1833 andaðist Bjarni í Danmörku, þar
sem hann þrátt fyrir glæstan feril, hvílir nú í
týndri og ómerktri gröf líkt og margir íslenskir
kotbændur frá hans tíð.
Höfundurinn er sagnfræðingur og vinnur að því að
skrá sögu Bjarna Sívertsens.
Standklukka sem Bjarni Sívertsen keypti í Skotlandi. Hún og allir þeir hlutir sem hér sjást, eru til sýnis í húsi Bjarna Sívertsens í Hafnarfirði.
Borðstofuborð og stólar úr búi Bjarna og Ragnheiðar Sívertsens eru ekki síðri en það sem fæst í húsgagnaverslunum núna. Þegar Henry Holland
heimsótti Bjarna var á borðum „stórt fat með kindakjötssmásteik ásamt Lundúnabjór. Við þvoðum okkur úr Windsor-sápu – í stuttu máli nutum
þess munaðar sem engan okkar hafði dreymt um að fyrir hittist á ferðalagi um Ísland.“