Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.2001, Page 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. JANÚAR 2001 17 bærum ljósmyndum, skilvirk, læsileg og full- komlega laus við forsjárhyggju- og miðstýr- ingartilhneigingu. Í þeim skynjaði ég andblæ hins mikla menningarsvæðis, kennt við Habs- borgarana og Ungverjaland – Austurríki, með Vínarborg, Búdapest og Prag sem toppana. Vínarborg virðist eftir öllum sólar-merkjum að dæma vera með í slagn-um hvað uppbyggingu sjónmenning-ar og sjónlista í Evrópu varðar, ekki síður en Berlín, þótt öllu minna hafi menn um- leikis. Þannig er ný listamiðstöð í uppbyggingu og verið að flytja listaverk þangað úr öðrum söfnum og ýmsar deildir þeirra því lokaðar sem ég varð allt of vel var við. Og austurríski þjóðbankinn lætur ekki sitt eftir liggja, í veg- legum sýningarsölum, Kunstforum, stóð yfir merkileg sýning á óþekktum myndum eftir Picasso úr einkasafni Bernard Picasso, sem var sonur meistarans, og einu konunnar sem hann gekk að eiga, rússnesku ballettdans- meyjarinnar Olgu Khoklovu. Salirnir troðfullir er mig bar að garði og áhuginn gríðarlegur, kom einnig fram í bóka- og minjagripaversluninni þar sem mikið var skoðað og keypt. Það var hins vegar minna um átroðning í safn gamla fagurlistaskólans en aldrei hef ég komið inn í listaskóla sem geymir innan veggja sinna viðlíka safn dýrgripa. Kórónan er hin stóra og fræga þrískipta tafla af dómsdegi eftir Hieronymus Bosch (um 1450-1516) en fleira er þar óviðjafnlegt eins og altaristafla Dieric Bouts (1410/20-1475) af krýningu Maríu. Einn- ig fátt fólk á listiðnaðarsafninu sem mér þótti raunar skiljanlegt þótt álman á efri hæð væri frábær. Á leið minni þaðan var mér óforvar- endis gengið fram hjá garði einum, ekki ýkja stórum, er vakti forvitni mína, reyndist ekki einungis fagur, heldur var maður stöðugt að ganga fram á styttur af heimsþekktum tón- snillingum. Degi var farið að halla og þetta síð- asti dagur minn, nú lá leiðin að borgarlista- safninu við Karlstorg sem var enn ein stóra lifunin. Á neðri hæðinni var með meiru ljós- myndasýning yfir byggingarsögu borgarinnar og hún hin markverðasta en á efri hæð er mannlífinu í aldanna rás gerð skil á fjölþættan hátt, m.a. getur þar að líta íbúð leikskáldsins fræga Grillprazer (1791-1872). Þar uppi eru og margar styttur sem í 4-500 ár prýddu ytra byrði Tómasardómsins og stafar einstæðum veðruðum tjákrafti frá þeim. En mestu áhrif á mig hafði þó risastórt málverk af Franz Jósef, síðasta keisara Austurríkis-Ungverjalands. Ekki fyrir listræn tilþrif heldur myndsviðið sjálft, keisarinn situr þar á skrifstofu sinni kominn af fótum fram eins og hið mikla ríki hans. Á aðra hönd er á vegg æskumynd af syni hans á hestbaki, Rúdolfi krónpris sem lést í blóma lífsins eftir ástarævintýri er Evrópa lifði á í áratugi, en lengra í burtu fyrir framan hann hangir mynd af löngu látinni konu keisarans sem hann mun hafa unnað hugástum. Skiliríið er ígildi lokakafla í miklu og dramatísku leik- riti, ekkert eftir nema endalokin. Og ekki nema fá korn eftir í tímaglasi mínu hvað Vínardvöl að sinni snerti en þó nógu mörg til að sitja um stund á útiveitingastað í ná- grenni Ríkisóperunnar við Opernring, njóta magnaðrar stemmningar og sötra gullna dropa úr glasi. Hluti þrímyndar Hieronymusar Bosch af dómsdegi. Hinar sjö dauðasyndir, olíutempera á eikartré . Alma Mahler, ljósmynd 1900. Alma Mahler og Oskar Kokoscha í rissi listamannsins 1913. Franz Xaver Messerscmidt, Skálkurinn, gifsmjólkursteinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.