Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JANÚAR 2001 19 RÚSSNESKU „Fimmmenningarnir“ Bal- akirev, Cui, Moussorgsky, Borodin og Rimsky-Korsakov munu hafa verið upphafs- menn þess að nefna Mikhaíl Ivanovitsj Glinka (1804–1857) föður rússneskrar tónlistar. Þeir vildu auka hróður rússneskrar tónlistar og sporna við vestrænum áhrifum, en í Rússlandi höfðu vestræn tónskáld lengi starfað og sett sín spor. Með því að notast við þjóðleg rúss- nesk stef varð Glinka brautryðjandi og á sömu braut vildu fimmmenningarnir halda sig. Þeg- ar heiðursnafngiftin „faðir rússneskrar tón- listar“ er höfð í huga er sláandi hve lítið fer fyrir þessum brautryðjanda í tónlistarlífinu. Forleikurinn að Ruslan og Ljudmila, Kamar- inskaya og Mazurkinn úr Líf fyrir keisarann er í rauninni það einasta sem heyrist reglulega eftir Glinka. Og geisladiskar eingöngu helg- aðir tónlist hans eru afar sjaldgæfir. Þess vegna er þessi nýja útgáfa ASV að sjálfsögðu áhugaverð viðbót við þá takmörkuðu þekkingu sem a.m.k. hlustendur utan Rússlands hafa á tónskáldinu. Hins vegar skýrir hún líka að nokkru leyti áhugaleysi nútímans á tónlist Glinka. Það verður að segjast eins og er, að hér er frekar lítið kjöt á beinunum. Þessi tón- list rennur beint í gegn, hún er að vísu áferð- arfalleg og oft glæsilega skrifuð, en fátt situr eftir. Meginverkið á diskinum er hljómsveit- arsvítan úr óperunni Líf fyrir keisarann. Þetta rúmlega hálftíma langa verk hefst á for- leik óperunnar og síðan koma fimm hljóm- sveitaratriði. Svítan nær hvergi að verða áhugaverðari en Glazunov í óstuði og er svo leiðinleg að hún virðist aldrei ætla að taka enda. Hin tregafulla Valsafantasía er talsvert betra verk þrátt fyrir frekar flatneskjulegt að- alstef, en frumleg hljómsetning og skemmti- legar ómstreitur gera það áhugavert. Kannski er hér kominn rómantískur fyrirrennari La Valse Ravels. Spænskur forleikur nr. 1 er einnig nokkuð áheyrilegt stykki, sem samið er um spænskan miðaldadans, „jota“, frá Arag- óníu. Þetta stef munu margir þekkja en það kemur m.a. fyrir í Spænskri rapsódíu Franz Liszts. En besta verkið á diskinum er hiklaust fantasían Kamarinskaya þar sem Glinka leik- ur sér á listilegan hátt með tvö ólík rússnesk þjóðlög í endalausri röð fjölbreytilegra til- brigða. Armenska Fílharmóníusveitin undir stjórn Tjeknavorians spilar feiknavel og eins og við er að búast frá ASV hefur upptakan mjög vítt tónsvið og mikla fyllingu. ÞÝSKA hljómdiskaútgáfan CPO (Classic Produktion Osnabrück) býður sannarlega upp á eitt einkennilegasta efnisval sem völ er á. Nöfn tónskáldanna á diskum CPO eru oftast framandi, en þegar um þekkt nöfn er að ræða hefur mönnum gjarnan tekist að grafa upp verk sem hafa fengið að rykfalla, jafnvel allt frá tilurð þeirra. Allir kannast auðvitað við nafnið Bach. En Wilhelm Friedrich Ernst Bach, hver var það nú eiginlega? Hvergi er að finna stafkrók um hann í uppsláttarbókum og engar upplýsingar að fá annars staðar. Því er kærkomin ágæt ritgerð í meðfylgjandi bækl- ingi með þessum nýja geisladiski þar sem fram kemur að W.F.E. Bach (1759–1845) var sonur Johanns Christophs Friedrichs Bachs, tónlist- arstjóra í Bückeburg, og því barnabarn hins mikla Johanns Sebastians. Mikill hlýtur sá kross W.F.E. Bachs að hafa verið að þurfa að bera nafn snillingsins afa síns og föðurbræðr- anna frægu. Og að vera síðasti afkomandi J.S. Bachs sem fetaði í fótspor afa síns. Ef marka má það úrval hljómsveitar- og söngverka sem hér er boðið upp á má vel halda því fram að W.F.E. Bach komist ekki upp í hæðir afa síns og nái varla upp til þekktustu frænda sinna, þeirra Carls Philipps Emmanuels og Johanns Christians, þegar þeim tekst best upp. En Wil- helm Friedrich Ernst hefur greinilega verið meira en vel liðtækur tónsmiður. Nokkuð frumlegar útsetningar og óvænt lagferli minna stundum á C.P.E. Bach, en annars sýnir tón- listin greinileg áhrif frá háklassísku samtíma- mönnunum Haydn og Mozart. Meira að segja er upphaf Sinfóníunnar í G-dúr greinileg til- vitnun í Tíu píanótilbrigði Mozarts KV 455, en stefið úr þeim notaði Tsjajkovskíj í lokakafla fjórðu hljómsveitarsvítunnar (Mozartiana). G- dúr sinfónían er annars snaggaralegt og glað- legt skemmtistykki sem ætti að falla öllum í geð. Sama má segja um C-dúr sinfóníuna sem inniheldur mörg góð stef, en um það ber hnytt- inn menúettkaflinn gott vitni. Víða má heyra skemmtilegar „tæknibrellur“ líkt og í upphafi annars kafla og svo fer ekki framhjá manni að tónskáldið er ansi veikt fyrir strengjaplokki. En það er lokaverkið, ballaðan Columbus, oder die Entdeckung von Amerika, sem er minnisstæðast þess sem hér er boðið upp á. Í raun mætti kalla þetta stutta óperu (reyndar mjög stutta, tæpar 11 mínútur að lengd) því að verkið hefur ótrúlega góða dramatíska upp- byggingu af svo knöppu verki að vera. Hefði maður ekki vitað að Kólumbus komst alla leið til Ameríku hefði maður jafnvel getað orðið spenntur! Hugvitsamlega gerð kóraatriðin eru vel dramatísk og lýsa vel óróa skipshafnarinn- ar. Flutningur einsöngvara, hljómsveitarinnar Das Kleine Konzert og kórsins Rheinische Kantorei undir stjórn Hermanns Max er með ágætum. Nákvæmni, snerpa og framar öllu líf einkennir þennan flutning frá upphafi til enda. Hafa lesendur nokkurn tíma heyrt tónlist eftir þá Johann Michael Bach (1745–1820) og Johann Christoph Friedrich Bach (1732– 1795)? Í þessari útgáfuröð CPO með verkum afkomenda J.S. Bachs má t.d. finna tónlist eft- ir þá og aðra meira eða minna þekkta meðlimi Bach-fjölskyldunnar. TÓNLIST S í g i l d i r d i s k a r Mikhail Ivanovich Glinka: Forleikur og hljómsveitarþættir úr óperunni Líf fyrir keis- arann. Valse-Fantasie. Kamarinskaya. 2 Spænskir forleikir: Capriccio Brillante og Souvenir d’une Nuit d’Été a Madrid. Hljóm- sveit: Fílharmóníusveit Armeníu. Hljómsveit- arstjóri: Loris Tjeknavorian. Útgáfa: ASV CD DCA 1075. Heildarlengd: 70’39. Verð: 1.800 kr. Dreifing: 12 tónar. GLINKA Valdemar Pálsson ÞUNGAR ERU BYRÐAR FRÆGÐARINNAR Wilhelm Friedrich Ernst Bach: Westphalens Freude: Kantate auf die Rückkunft des Kön- igs. Sinfonia in G. Vater Unser. Sinfonia in C. Columbus oder Die Entdeckung von Am- erika. Einsöngur: Ingrid Schmithüsen, Reg- ina Kabis og Veronika Winter (sópran), Claudia Schubert (alt), Carmen Schüller (mezzosópran), Howard Crook (tenór), Klaus Mertens og Gotthold Schwarz (bassi). Kór- söngur: Rheinische Kantorei. Hljómsveit: Das Kleine Konzert. Stjórnandi: Hermann Max. Útgáfa: CPO 999 672-2. Heildarlengd: 64’56. Verð: 2.000 kr. Dreifing: 12 tónar. Mikhail Ivanovich Glinka W.F.E. BACH TÍBRÁIN í Salnum í Kópa- vogi heldur áfram og næstu tónleikar eru annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Barítonsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur fjölþætta efnisskrá með Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. Fyrst á efnisskránni eru tvö lög eftir Karl O. Runólfsson, þá eru þrjú lög eftir Jónas Ingimundarson við texta eftir Stefán Hörð Grímsson, Helga Sæmundsson og Kristján frá Djúpalæk. Þá flytja þeir laga- flokkinn „Of Love and Death“ eftir Jón Þórarinsson við ljóð C.G. Rosetti. Lögin þrjú eru til bæði fyrir söng og píanó og í hljómsveitarútsetningu. Þá er næst á efnisskrá þeirra Ólafs Kjartans og Jónasar lög eftir Brahms við biblíutexta, „Vier ernste Gesänge“ op. 121. Lagaflokkur þessi saman- stendur af fjórum lögum og er sagður í flokki þess besta sem þekkist í sönglagagerð og gim- steinn í kórónu sköpunar Brahms. Eftir hlé flytja þeir félagar lögin eftir Ravel um Don Kík- óta og að síðustu lög frá Ír- landi og Bandaríkjunum, sum hver alþekkt ljúflingslög, svo sem Beautiful Dreamer eftir Stephan Foster, My Curly- headed Baby eftir Clutsam, írska þjóðlagið Danny Boy o.fl. Ólafur lauk mastersgráðu frá Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow sumarið 1998. Hann hefur komið fram í fjölda óperuhlut- verka. Af verkefnum sem bíða Ólafs Kjartans má nefna Sköpunina e. Haydn hjá Cov- ent Garden Festival og Stabat Mater eftir Dvorak með Wimbledon Choral Society í London. Jónas Ingimundarson hefur listræna umsjón með TÍ- BRÁR-tónleikunum í Salnum. Ólafur Kjartan Sigurðarson og Jónas Ingimundarson. SÖNGUR OG PÍANÓ Í TÍBRÁ Morgunblaðið/Árni Sæberg EKKI er öllum listaverkum ætlað að vera varanleg og er skúlptúrinn á myndinni gott dæmi um slíkt. Verkið sem sýnir mann selja konu grænmeti er nefnilega unnið úr smjöri og var nýlega til sýnis á bændasýningu í Harrisburg í Bandaríkjunum. Alls fóru tæp 400 kg af smjöri í skúlptúrinn sem ætl- aður er sem virðingarvottur við bændamenningu Pennsylvaníu. Matarlist AP

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.