Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.2001, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristinn Sari Maarit Cedergren TVÆR sýningar verða opnaðar í Hafnarborg í dag kl. 15. Þar sýna verk sín finnsku listakonurnar Sari Maarit Cedergren og Kaisa Koiv- isto. Sýning Sari Maarit í Sverrissal heitir Landið og eru þar lágmyndir úr gifsi. Viðfangsefni listakonunnar er landslagið og fjarvíddin, hvernig birta og skuggar kalla fram ýmis áhrif og stemmningu. Sari er hugleikið hvernig veðrabrigði hafa áhrif á það sem hún sér og segir kyrrðina til dæmis kalla fram vissa stemmningu. Regnskúr- inn og þokubakkinn gjörbreyti einnig landslaginu. Hún túlkar breyti- leika landsins á sinn hátt með myndunum en áhorfandinn fær jafn- framt sitt svigrúm til að fylla í eyðurnar. Sari er fædd í Finnlandi árið 1965 en fluttist til Íslands 1986 og hef- ur búið og starfað hér síðan. Hún stundaði myndlistarnám í Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi. Efniviðurinn fundinn í sláturhúsum Sýning Kaisu Koivisto ber yfirskriftina „Villt“ og byggist á vanga- veltum listakonunnar um samband manna og húsdýra. Hluti sýning- arinnar fjallar til dæmis um rannsóknir hennar á því hvar kúabú voru áður í New York, en í sumum borgarhlutum þar voru kýr haldnar fram á síðustu áratugi tuttugustu aldarinnar. Á sýningu Kaisu er að finna ljósmyndaverk, höggmyndir og innsetningar, en Koivistu beitir ýmsum efnum til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. „Í höggmyndum mínum og innsetningum nota ég kýrhorn, bein og tenn- ur sem efnivið. Þetta efni finn ég á flóamörkuðum og í sláturhúsum. Þar sem ég hef verið að vinna með dýr hef ég líka kannað viðfangsefni á borð við genatækni og möguleika hennar, ræktun dýra með það fyr- ir augum að bæta kyn og auka framleiðni, umhverfissögu, baráttuna fyrir réttindum dýra, kenningar um húsdýr og ræktun þeirra, sam- band dýra og manna eins og því er lýst í textum Biblíunnar og það hvernig dýr koma fyrir í trúarbrögðum, siðfræði og goðsögnum. Svo má ekki heldur gleyma gæludýrum og meindýrum á heimilum,“ segir Kaisa. Við opnun sýningarinnar verður flutt fimmtán mínútna dansverk eftir Veera Suvalo Grimberg. Höfundurinn flytur sjálfur verkið við tónlist eftir Johönnu Dahl og með sviðsmynd eftir Klas Grimberg. Verkið hefur áður verið flutt á Wäinö Aaltonen-safninu í Åbo í tengslum við sýningu Kaisu Koivisto þar í júlí í fyrra. Kaisa hefur sýnt víða um heim og unnið til verðlauna fyrir list sína. Hún hefur einu sinni áður haldið einkasýningu á Íslandi en það var ár- ið 1993 í Gallerí II við Skólavörðustíg. Sýningin í Hafnarborg er styrkt af Flugleiðum, finnska listasjóðn- um FRAME, finnsk-íslenska sjóðnum og Letterstedska-sjóðnum í Stokkhólmi. Sýningin stendur til 5. febrúar og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Tvær finnskar listakonur opna sýningar í Hafnarborg Kaisa Koivisto LANDSLAG OG HÚSDÝR 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. JANÚAR 2001 MYNDLIST Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýn- ing opin þri.–fös. kl. 14–16. Til 15. maí. Borgarbókasafnið, Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15: Handrit og bækur Tómasar Guðmundssonar. Til 27. jan. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Íslensk myndlist um aldamót. Til 28. jan. Gallerí Sævars Karls: Helgi Þorgils Friðjónsson. Til 25. jan. Gallerí Stöðlakot: Hörður Jörundsson. Til 28. jan. Gerðarsafn: Samsýning sex málara. Birgir Snæbjörn Birgisson, Ed Hodgkinson, Jóhann Ludwig Torfason, Peter Lamb, Sigríður Ólafsdóttir og Þorri Hringsson. Til 21. jan. Gerðuberg: Eggert Magnússon. Til 18. feb. Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugs- dóttir. Til 19. feb. Listasafn ASÍ: Ásmundarsalur og Gryfja: Anna Jóa. Arinstofa: Úr eigu safnsins. Til 28. jan. Listasafn Íslands: Úr safnaeign. Til 15. jan. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Ísland öðrum augum litið. Til 21. jan. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstað- ir: Gullpensillinn – samsýning 14 lista- manna. Til 24. mars. Austursalur: Jó- hannes S. Kjarval. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Sigríð- ur Ólafsdóttir. Til 16. jan. Man, Skólavörðustíg 14: Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdótt- ir og Kristín Jónsdóttir frá Munka- þverá. Til 15. jan. Norræna húsið: Kirkjuteikningar fær- eyska arkitektsins J.P. Gregoriussen. Til 12. feb. Skaftfell, Seyðisfirði: Jón Óskar. Til 15. jan. Skálholtskirkja: Teikningar Katrínar Briem. Til 1. feb. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.- umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Breiðholtskirkja: Jörg Sondermann: Bach í Breiðholtskirkju. Kl. 17. Sunnudagur Salurinn: Ólafur Kjartan Sigurðarson baríton og Jónas Ingimundarson píanó. Kl. 20. Þriðju- dagur Salurinn: Richard Simm píanó- leikari. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Horfðu reiður um öxl, fös. 19. jan. Antígóna, lau. 13. jan., sun. 14. jan. Með fulla vasa af grjóti, lau. 13., sun. 14. fim. 18. jan. Ástkonur Picassos, fös. 19. jan. Borgarleikhúsið: Öndvegiskonur, fim. 18. jan. Móglí, sun. 14. jan. Skáldanótt, lau. 13., fös. 19. jan. Leikfélag Íslands: Á sama tíma síðar, lau. 13., sun. 14., fim. 18., fös. 19. jan. Iðnó: Trúðleikur, lau. 13., fös. 19. jan. Kaffileikhúsið: Eva, fim. 18. jan. Stormur og ormur, sun. 14. jan. Háaloft, lau. 13., þrið. 16. jan. Hafnarfjarðarleikhúsið: Vitleysingarn- ir, lau. 13., fös. 19. jan. Tónleikasalur Söngskólans, Veghúsa- stíg 7: Nemendaópera. Gondólagæjarn- ir, sun. 14., mið 17. jan. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 569 1222. Netfang: menning@mbl.is. MENNING/ LISTIR N Æ S T U V I K U Morgunblaðið/Ásdís Úr leiksýningunni Móglí. SAMNINGUR um breytt rekstrarfyrirkomu- lag og eignarhald Borgarleikhússins var und- irritaður á fimmtudagskvöld, 11. janúar, af- mælisdag Leikfélags Reykjavíkur. Þá voru liðin 104 ár frá stofnun félagsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Páll Baldvin Baldvinsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur, undirrituðu samninginn. Í sam- komulaginu felast kaup Reykjavíkurborgar á eignarhluta LR í Borgarleikhúsinu, að undan- skilinni húseign í Auðbrekku, og er kaupverðið 195,1 milljón króna. LR mun áfram hafa end- urgjaldslaus afnot til æfinga og leiksýninga í Borgarleikhúsinu í 12 ár eða til ársloka 2012. Í samningnum skuldbindur LR sig til þess að innrétta nýjan sal Borgarleikhússins, á milli Borgarleikhússins og Kringlunnar, sem nú er nær fullgerður að utan en fokheldur að innan. Verði verkinu lokið fyrir 1. október á þessu ári og endurgreiði Reykjavíkurborg LR kostnað við innréttingar. Reykjavíkurborg mun veita LR árlegan rekstrarstyrk til reksturs félagsins og Borg- arleikhússins samkvæmt fjárhagsáætlun Borgarsjóðs hverju sinni en stefnt er að því að styrkurinn verði að fjárhæð 180 milljónir króna árið 2001. Í samningnum er kveðið á um þá skyldu Leikfélags Reykjavíkur að standa fyrir öflugri og samfelldri menningarstarfsemi árið um kring í Borgarleikhúsinu, á eigin vegum og í samstarfi við aðra. LR skal setja upp í það minnsta sjö leiksýningar á eigin vegum á hverju starfsári og tryggja að minnsta kosti tveimur öðrum leikflokkum endurgjaldslaus afnot af húsnæði Borgarleikhússins til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Stefnt er að náinni samvinnu Leikfélags Reykjavíkur og Borgarbókasafnsins um samstarfsverkefni í húsakynnum Borgarleikhússins og safnsins og samvinnu við rekstrarfélag Kringlunnar um hvers konar aðra starfsemi í Borgarleikhúsi. Leikfélag Reykjavíkur og Reykjavíkurborg UNDIRRITA SAMNING UM REKSTUR BORGARLEIKHÚSS Morgunblaðið/Kristinn Páll Baldvin Baldvinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir undirrita samninginn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.